Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 53

Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 53 j J SVERRIR S. EINARSSON + Sverrir Sigurjón Einarsson fædd- ist á Selfossi 29. júlí 1948. Hann lést á heimili sínu, Drápu- hlíð 40, Reykjavík, 13. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hallgríms- kirkju 22. apríl. Kveðja frá Akranesi Leiðir okkar Sverris höfðu oft legið saman á vettvangi skólastjóm- enda áður en við urðum eiginlegir samstarfsmenn. Sverrir réðst til kennslu í Fjölbrautaskóla Vestur- lands á Akranesi á haustönn 1995. Vera hans hér var mjög ánægjuleg og eftirminnileg fyrir okkur. Hann var afbragðsgóður stærðfræðikenn- ari, vel menntaður og bjó að mikilli reynslu. Sven-ir var áhugasamur um skólastarfið á nýjum stað og bar það gjarnan saman við það sem hann þekkti annars staðar frá. Margt bar á góma og líflegar um- ræður spunnust oft á kennarastof- unni. SveiTÍr var einlægur áhuga- maður um skólastjómun og skóla- þróun. Hann fór til náms í skóla- stjórnun við Háskólann í Örebro í Svíþjóð eftir að hafa starfað um skeið sem stjórnandi í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Hann kveikti áhuga minn á þvi námi og varð það til þess að ég settist á skólabekk í Örebro veturinn 1996-1997. Sveirir var mér sönn hjálparhella við að undirbúa dvölina í Svíþjóð. Ég varð þess áskynja að Sverrir var vel kynntur ytra. Áhugi hans og virkni höfðu aflað honum virðingar og trausts. Svíar leituðu gjarnan að- stoðai- hjá Sveri'i við að skipuleggja námsferðir til íslands og til þátt- töku í verkefnum um skólamál er- lendis. Haustið sem Sverrir var hjá okk- ur í FVA var staða rektors í MH auglýst laus til umsóknar. Sverrir sótti um og draumurinn varð að veruleika, hann fékk starfið. Við í FVA samglöddumst hinum nýskip- aða rektor innilega þó vissulega yi'ðum við samtímis að sjá á eftir frábæmm kennara. Menn kvöddust með bros á vör. Ekki óraði neinn íyrir því þá að svo stutt væri í síðustu kveðju okk- ar til Sverris Einarssonar. Þeim ör- lögum verðum við nú að taka og horfa fram á veginn. Við kveðjum því góðan liðsmann með hlýhug og söknuði. Eiginkonu, börnum, ættingjum og ástvinum Sverris flyt ég samúðarkveðjur frá okkur öllum í Fjöl- brautaskóla Vestur- lands á Akranesi og vona að minningin um góðan dreng verði þeim huggun og styrk- ur. Þórir Ólafsson. Látinn er góður vin- ur minn, Sverrir S. Einarsson, eða Sissi eins og við kölluðum hann í gamla daga. Vissulega var mér ekki bi-ugðið þegar bróðir hans hringdi í mig á annan í páskum og tilkynnti mér andlát hans. Sverrir hafði frá byrj- un árs 1996 glímt við veikindi sem heldur ágerðust þegar á leið. En Sissi gafst ekki upp, þegar hann kom í afmæli til mín í september sama ár sagðist hann ætla að sigr- ast á veikindum sínum og spurði mig hvort ég berðist ekki með hon- um eins og í gamla daga. Ég tók að sjálfsögðu undir það, þar sem ég þekkti piltinn vel og vissi hvaða keppnismann hann hefði að geyma. En allt kom fyrir ekki, Sissi þessi harðskeytti og sterkbyggði íþrótta- maður varð að láta í minni pokann langt fyrir aldur fram, þrátt fyrir hetjulega baráttu. Mig langar með örfáum orðurn að rifja upp þátt Sissa í íþróttalífinu á Selfossi á ár- unum upp úr 1960, en hann setti mark sitt á starfið með þátttöku í íþróttum í rúman áratug. Samskipti okkar byijuðu þegar stofnuð voru strákafélög í knatt- spyrnu í vesturbænum á Selfossi, en reglan var sú að ekki var heimilt að fá leikmenn úr austurbænum. Sissi bjó við Tryggvagötuna vestan- verða, en bænum var skipt við þá götu, þannig að hann kom sterkur þar inn sem afar fljótur og mikill markaskorari. Þessi ungi piltur að- eins 12 ára gamall átti svo sannar- lega eftir að koma við sögu á knatt- spyrnuvellinum eftir þetta. En áður en lengra er haldið verð ég að geta þess að Sissi var sérstaklega fjöl- hæfur íþróttamaður. A þessum áinm var mikill áhugi fyrir sundíþróttinni eftir að Sund- höllin var opnuð 1960, Sissi var einn af þeim fjölmörgu er gerðu garðinn frægan í sundíþróttinni og var í að- alkeppnisliði Selfoss. Sissi var einnig valinn í meistaraflokk í körfuknattleik ungur að árum og var í fyrsta sigurliði Selfoss í hér- aðsmóti HSK 1965. Þáttur Sissa í knattspyrnusögu Selfoss verður i 4 4 4 íS 4 I I i KRISTJÁN GUÐMUNDSSON + Kristján Guðmundsson fædd- ist á Hamraendum í Staf- holtstungum 8. maí 1905. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, 4. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Borg- arneskirkju 17. apríl. Hann Kristján afi minn er dáinn og minningarnar um sameiginlegar stundh' koma upp í hugann. Við afi kynntumst þegar ég var tveggja ára gömul, við höfðum bæði verið lögð inn á sjúkrahúsið á Akranesi til við- halds og lagfæringar. Við áttum það sameiginlegt að leiðast mikið á sjúkrahúsinu þangað til við hittumst. Ég kallaði Kristján lengi vel spít- alaafa af því að við kynntumst á sjúki-ahúsinu og í raun var hann ekki afi minn og svona til að greina hann frá hinum öfunum mínum fannst mér þetta ágætt. Afi sagði mér að við hefðum kynnst þannig að ég hefði grátið óskaplega og honum var farið að blöskra að hjúkrunarkonunum tækist ekki að þagga niður í mér. Þannig að hann tók málin í sína vörslu og fór inn til mín og um leið og ég sá hann hætti ég að gráta og kall- aði afi, afi. Eftir þetta sá afi um mig á sjúkrahúsinu, hann var kominn að rúminu mínu áður en ég vaknaði á morgnana og fór ekki frá því fyrr en ég var sofnuð á kvöldin. Afi átti nátt> slopp sem heillaði mig mjög, hann var með bandi sem var með dúskum á endanum sem vöktu athygli mína og dundaði ég í þeim tímunum saman á meðan ég sat í fangi hans. Þegar afi dó gaf Guðrún mér sloppinn sem sameinaði okkur afa á sjúkrahúsinu á Akranesi 1974, það vai' gjöf sem er mér ómetanlega mikils virði. Þegar sjúkrahúsvistinni lauk fór- um við hvort til síns heima og sá- umst ekki aftur fyrr en um haustið því þá kom afi í Brekkurétt til að at- huga hvort hann sæi ekki afabarnið. Hann sá það svo sannarlega því ég sleit mig lausa frá mömmu og hróp- aði afi, afi og síðan þá höfðum við afi alltaf samband og ég kom oft á Borgarbrautina í heimsókn til afa, Guðrúnar og Vigdísar. Stundum lengi í minnum hafður svo litríkan feril átti hann að baki á knatt- spyrnuvellinum fyrir okkar hönd. En of langt mál væri að telja allt upp, en nokkur dæmi verð ég þó að nefna. Arið 1962 var knattspyrnu- deildin endui-vakin og áhugi allra stráka náði hámarki. Nú hófst al- varan, skipulagðar voru æfingar og útvegaðir þjálfarar sem kenndu þeim allt um knattspyrnu. A þess- um árum var mjög samhentur hóp- ur stráka sem héldu hópinn frá þriðja aldursflokki og upp í meist- araflokk. Arið 1963 voru fyrst sendir flokk- ar í Islandsmót KSI frá Selfossi, Sissi keppti í 3. aldursflokki þetta ár. Arið 1966 er í fyrsta sinn sendur meistaraflokkur karla í íslandsmót KSÍ, þriðju deild. Selfoss varð sig- ui-vegari í þriðju deild 1966 og átti Sissi stóran þátt í því sem eldfljótur miðherji og markaskorari. Sama ár varð 2. flokkur bikarmeistari KSI eftir frækilegan sigur á Skaga- mönnum 3-1, enn var það Sissi sem skoraði. Árið 1967 varð þessi flokk- ur íslandsmeistari eftir úrslitaleik við IBK 2-0, Sissi skoraði mikið af mörkum þetta sumar og vakti verð- skuldaða athygli. Að lokum langar mig að minnast leiks milli Selfoss og Vals árið 1968, þessi leikur var leik- inn viku áður en Valur lék við hið heimsfræga lið Benfica, sem lyktaði með jafntefli, eins og frægt er. Þjálfari Vals, Oli B. Jónsson, kom með sitt sterkasta lið austur á Sel- foss og taldi að þessi leikur yrði létt viðureign, en annað kom á daginn í hálfleik var staðan 3-1 fyrir Selfoss, Sissi hafði skorað öll þrjú mörkin. Með öðrum orðum þeir réðu ekkert við Sissa og strákana í Selfossliðinu. Ég hef oft sagt það þegar ég horfi til baka að Selfyssingar hefðu átt að eiga marga drengja- og unglinga- landsliðsmenn á þessum áram, Sissi var einn af þeim. Þegar tuttugu ár voru liðin frá því að fyrsti Islands- meistaratitillinn kom á Selfoss, þ.e.a.s. 1987, komu allir leikmenn- irnir saman á heimili mínu og rifj- uðu upp gömlu góðu dagana, þar var Sissi kátur að vanda í góðra vina hópi. Verða hér ekki nefnd fleiri eftirminnileg atvik af knatt- spyrnuferli Sissa, sem lék hátt í eitthundrað meistaraflokksleiki og skoraði eitthvað á annað hundrað mörk á ferli sínum. Sissi var hvetj- andi á leikvelli enda var hann stund- um valinn fyrirliði liðsins, hann gaf mikið af sér, var góður félagi sem gaman var að starfa með. Mig langar fyrir hönd okkar Sel- fyssinga að þakka Sissa fyrir hans mikla og fórnfúsa starf með UMF Selfoss og þær ánægjustundir sem hann veitti áhorfendum með knatt- leikni sinni. Hér er öragglega horf- inn einn af sterkust hlekkjum okkar sem mynduðu hina sterku keðju í upphafi knattspyrnusögu Selfoss. fékk ég að gista hjá þeim og þá fór- um við Vigdís út í Hafnarskóg með nesti og gengum um skóginn. Það var alltaf svo gaman að koma til þeirra. Þau sögðu mér svo margt frá gamla tímanum sem spennandi var að heyra og ég vissi lítið um. Elsku Guðrún og Vigdís, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Megi algóður Guð blessa minn- ingu Kristjáns afa míns. Ragnhildur Ösp Sigurðardóttir. Megi góður Guð fylgja þér á nýjum vettvangi um ókomna tíð. Ég votta eiginkonu, börnum, fóð- ur og fjölskyldu innilegrar samúðar og vona að minningin um góðan dreng lifi. Björn Gíslason. Öllu er afinörkuð stund. Þessi fieygu orð Prédikarans koma í hugann, þegar vinur er kvaddur. Sverrir var nýtekinn við embætti rektors í gamla skólanum sínum, sem hann hafði kennt við um árabil. Hann var uppfullur af humyndum um hvernig þróa mætti áfangakerfið, en vagga þess var í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Margt var rætt á þessum árum. Svíar komu til Islands í stóram flokkum til að kynna sér áfanga- kerfið og læra af okkur. Framund- an vora óhemju spennandi tímar. Sverrir tók þátt í að þróa nýtt upp- lýsingakerfi, þar sem stundatöflu- forritið Edda var þungamiðja. Við lögðumst í útflutning með áfanga- skólann. Mér er einkar ljúft að rifja upp fyrirlestraferð okkar Sverris fyrir nokkram áram. Við „messuðum" yfir sænskum kennurum og skóla- stjórnendum um Suður- og Vestur- Svíþjóð. Eiginlega var þetta miklu nær leikhúsi en fyrirlestrum. Heill dagur fór í þetta í hverjum skóla og þetta var óhemju skemmtilegt. Sví- ar komu ævinlega til okkar í lok námsdags og undruðust samleik okkar. Hversu lengi hafið þið æft þetta, spurðu þeir? Við gerðum lítið úr leikhúsverkinu, en stutt var í hláturinn. Við höfðum ekki eytt mínútu í undirbúning, lékum þetta af fingrum fram miðað við stað og stundu. Þetta eru mér einkar ljúfar minningar. Og við minntumst oft siðar á ferðina góðu. Hugurinn bar Sven-i hálfa leið, þegar sjúkdómurinn virtist taka öll völd. Hann var óþreytandi við að reyna að finna leiðir til að • betrumbæta áfangakerfið. Við skrifuðumst á á Alnetinu eftir að ég fluttist til Svíþjóðar til að boða fagn- aðarerindið um áfangakerfið á sænskri grand. Sverrir sagði í síð- asta bréfinu frá því að læknarnir gæfu honum ekki mikla von - en bætti svo við: Láttu mig fylgjast með því sem þú ert að gera. Þú veist að ég hef jafn gaman af því eins og þú. Megi minningarnar um góðan dreng veita birtu inn í líf ástvina. Góður drengur er kvaddur. Þorlákur Helgason. t Sonur minn, bróðir okkar, sambýlismaður og fósturfaðir, FRANKLÍN ÞÓRÐARSON bóndi, Litla-Fjarðarhorni, Strandasýslu, verður jarðsettur frá Kollafjarðarneskirkju í dag, laugardaginn 25. apríl, kl. 14.00. Ingibjörg Bjarnadóttir, Jóna Þórðardóttir, Ingunn Þórðardóttir, Þórdis Kristjánsdóttir, Steinar Magnússon. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, HELGI HINRIK SCHIÖTH, Þórunnarstræti 130, Akureyri, verður kvaddur í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 28. apríl kl. 13.30. Sigríður Schiöth, Reynir G. Schiöth, Margrét A. Schiöth, Valgerður G. Schiöth og fjölskyldur. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, ELINBERGS EIRÍKS GUÐMUNDSSONAR, Bergþórugötu 51, sem lést sunnudaginn 22. mars síðastliðinn. Sérstakar þakkir til starfsfólks á krabbameins- deild Landspítalans, Heimahjúkrun Karitas og hjúkrunardeild Landakotsspítala. Guð blessi ykkur öll. Fjóla Unnur Halldórsdóttir, börn, afabörn og langafabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, PÉTURSPÁLMASONAR, Norður-Gröf, Kjalarnesi. Guð blessi ykkur öll. Elín Þórunn Bjarnadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.