Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 60

Morgunblaðið - 25.04.1998, Side 60
60 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Vorboðar lofts og láðs Er heilsuáróðurinn farinn að hafa öfug áhrif, spyr Kristín Gestsdóttír, sem heyrði konu segja um leið og hún saup á kókdósinni að það væri sama hvað maður léti ofan í sig, allt væri talið óhollt. VISSULEGA þarf að fara var- lega í þeim efnum. En líklega hef- ur konan átt við öll þau aukaefni sem bætt er í matvæli til að rot- verja, skordýraverja og bæta áferð og útlit. Það er erfítt að sneiða hjá þeim aukaefnum. Ég rækta mikið grænmeti á sumrin og reyni að nota sem minnst af eiturefnum og læt mig hafa það að reita arfann, en ég treysti mér ekki til að rækta rófur og kál an þess að eitra gegn kálmaðki. ís- lenskir gróðurhúsabændur nota ekki lengur eitur við ræktun sína heldur skordýr sem éta blaðlús o.fl. slíkt. Enda er gróðurhúsa- rækt okkar íslendinga mjög nátt- úruvæn og við finnum mun á ís- lenska grænmetinu og hinu er- lenda. Nú er hið íslenska græn- meti óðum að streyma inn, gúrk- ur löngu komnar og nokkuð síðan tómatar og paprikur komu á markað. Athugið að tómatar beint úr kæliskáp eru ekki nærri eins góðir og þeir sem geymdir eru við hærra hitastig. Islenska salatið frá Lambhaga fæst allt ár- ið en það er ræktað án eiturefna, auk þess sem verð þess er nokk- uð stöðugt allt árið. Frá Lamb- haga koma fleiri tegundir en það salat sem mest framboð hefur verið af og við köllum Lambhaga- salat, en á sér vafalaust annað nafn. Hinar tegundirnar eru Lollo Rosso og eikarlauf. Yfir sal- atið má strá klipptum graslauk og smátt klipptum hundasúru- og fíflablöðum sem allt er farið að gægjast upp úr jörðinni núna. Aðrir vorboðar, farfuglarnir, streyma inn frá útlöndum, dag- lega sjáum við hér á Garðaholti nýjar tegundir sem vekja okkur með morgunsöng. Þrösturinn og auðnutitthngurinn eru fyrij- nokkru komnir úr skjóli húsanna í Hafnarfirði, en stutt er siðan músarindillinn lét í sér heyra eft- ir vetrardvöl í fjörugrjótinu á Alftanesi. Ekki eru margir dagar þar til krían kemur úr sinni löngu ferð yfir hálfan hnöttinn, þá verð- ur kórinn fullskipaður. Tómatsalat _____5 meðalstórir tómatar 100 g mozzarellaostur nokkur graslauksstrá eða 2 sneiðar salatlaukur ________5 msk. ólífuolía______ nýmalaður pipar 1. Þvoið tómatana og skerið í sneiðar. Skerið ostinn í þunnar sneiðai’. Raðið tómötum og osti á víxl á fat. 2. Setjið olíuna í úðaglas, nota má tómt kryddbox með gataloki. Yrið olíunni yfir salatið, malið pipai’ yfir, klippið graslauk yfir eða skerið salatlaukinn í þunnar sneiðar og leggið hringina ofan á. Setjið filmu yfir og látið bíða á eldhúsborðinu í 1 klst. Papríkusalat ______1 meðalstór græn og______ önnur rauð papríka nokkur lítil nýsprottin fíflablöð 2 harðsoðin egg 2-3 sneiðar beikon ________4 msk. matarolía_______ 3 msk. hvítvínsedik 1 skvetta úr tabaskósósuflösku 1. Harðsjóðið eggin, takið af þeim skumina og saxið. 2. Skerið beikonið smátt og harðsteikið. Kælið síðan. 3. Þvoið papríku, fjarlægið steina og skerið í fernt langsum og síðan í þunnar sneiðar þvers- um. Þvoið fíflablöð, klippið þvert í þunnar ræmur og setjið saman við papríkuna. 4. Þeytið saman matarolíu, hvítvínsedik og tabaskósósu. Hellið leginum yfir papríkuna, blandið saman með gaffli, leggið filmu yfir og látið standa í kæli- skáp í 1 klst. 5. Blandið saman söxuðum eggjum og beikoni, stráið yfir og berið fram. Blaðsalat með gúrku nokkur blöð Lambhagasalat eða annað salat Vz lítil gúrka nokkur túnsúrublöð safí úr Vz lítilli sítrónu Vi dl matarolía 1-2 tsk. hunang skvetta úr tabaskósósuflösku 1. Rifíð salatið niður og setjið í skál. Afhýðið gúrkuna og skerið þunnt með ostaskera, klippið túnsúrublöðin í ræmur. Setjið saman við. 2. Hristið saman sítrónusafa, matarolíu, hunang og tabaskó- sósu og hellið yfir. Blandið saman með tveimur göfflum. í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Varasamt hús á Flórída EIRÍKUR Ólafsson, Hlíð- argötu 8, Fáskrúðsfii’ði hafði samband við Velvak- anda og segist hann hafa séð í blaðinu um síðustu helgi auglýsingu um hús til leigu fyrir Islendinga á Flórída, á Smirna-beach. Vill hann eindregið vara fólk við þessari auglýs- ingu, sagðist sjálfur hafa leigt hús af þessum aðila sl. haust. Segir hann að húsið standist engan veg- inn þær kröfur sem Is- lendingar gera um sumar- leyfishús, það sé bæði í ná- grenni við varasamt hverfi og að verðið sé allt of hátt miðað við aðbúnað. Segist hann hafa flúið úr þessu húsi eftir tvo daga, og fengið sér húsnæði annars staðar, þó hafi hann verið búinn að borga leiguna fyrirfram. Segist hann vita um fleiri íslendinga sem hafi flúið úr þessu sama húsi. Leiguhúsnæði Rey kj avíkur b orgar HULDA hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri íyr- irspurn til þeirra sem stjórna húsnæðismálum Reykjavíkurborgar. Hulda skrifaði gi’ein í Morgun- blaðið 2. apríl þar sem hún skrifar um það ástand sem er að skapast í leigumálum borgarinnar. Hulda spyr: Hvað ætlar Reykjavíkur- borg að gera í málinu? Hvenær á að vinna í mál- um leiguliða borgarinnar þar sem við blasir að fjöldi manns mun lenda á göt- unni á næstunni. Á að draga málið fram yfir kosningar? Tapað/fundið Kvengleraugu týndust KVENGLERAUGU með málmumgjörð týndust laugardaginn 18. apríl við Austurver, Háaleitisbraut eða við Háteigsveg. Finn- andi hafi samband í síma 561 8655 eða 588 2017. Dýrahald Símon er týndur SÍAMS-kötturinn Símon hvarf frá heimili sínu Bakkastíg 1, 101 Reykja- vík, mánudagskvöldið 20. apríl. Símon er með tjós- leitan feld, höfuð, lappir og skott svart, merktur með rauðu hálsbandi. Uppl. í síma 551 0413. Fress óskar eftir heimili FRESS um þriggja ára gamall, bröndóttur, vanað- ur og vel vaninn, óskar eft- ir góðu heimili vegna breyttra aðstæðna. Upp- lýsingar í síma 588 5154. Tveir kettlingar óska eftir heimili TVEIR kettlingar, Sambó litli sem er svartur og með hvíta sokka og bringu, og Tiger sem er brúnbrönd- óttur ljónsungi lítill. Þeir eru 5 mánaða gamlir, kassavanir og vel upp ald- ir. Upplýsingar í síma 565 0780. ^ Morgunblaðið/Ásdís. LITIL stúlka að leik í sandkassa. Víkverji skrifar... AD segir mikla sögu um ís- lenskt veðurfar að það teljist fréttaefni að vel hafi viðrað á sum- ardaginn fyrsta. Flestir eru orðnir vanir því að ganga um bæinn á þessum degi í kulda og trekki og kom það því flestum í opna skjöldu að í ár skuli dagurinn í raun hafa verið fyrsti dagur sumars og þá ekki bara að nafninu til. Þeir voru því margir sem drifu sig í miðbæinn til að njóta veðurs og skemmtiatriða, sem þar voru í boði. Víkverji röltir reglulega um bæinn með yngri borgurum og því miður verður að segjast að það er ekki ávallt hættulaust. Á Ingólfstorgi, sem er sá staður í miðborginni þar sem fólk kemur hvað helst saman á góðviðrisdögum, eiga menn yfirleitt fótum sínum fjör að launa vegna unglinga á hjólabrettum, sem engar reglur virðast virða og bruna um torgið án tillits til annarra vegfar- enda. XXX VÍKVERJI ætlar svo sem ekki að amast yfir því að unglingar skemmti sér á hjólabrettum enda voru þau mikið í tísku á hans ung- lingsárum. Það er hins vegar á eng- an hátt viðunandi að borgaryfirvöld láti það viðgangast að einu helsta torgi miðborgarinnar sé breytt í hjólabrettaskemmtigarð. Göngu- brautir, við hlið trappna, sem ætlað- ir eru fólki með kerrur og vagna eða þá fólki sem bundið er við hjólastól virðast vera í sérstöku uppáhaldi hjá hjólabrettaliðinu, sem sýnir tak- markaðan skilning og stundum hreinan dónaskap er aðrir gerast svo djarfir að ætla að nota þessa stíga. Minnist Víkverji á þetta þar sem í mannþvögunni á sumardaginn fyrsta mátti sjá nokkra hjóla- brettagarpa bruna um á milli fólks. XXX EN ÞÓTT veðrið hafi leikið við landsmenn framan af degi fóru hlutirnir í eðlilegt horf eftir því sem leið á daginn. Það fór að blása, rigna og kólna og hélt áfram að kólna eftir því sem kvöldið nálgaðist. Margir höfðu greinilega hugsað sér gott til glóðarinnar fyrri hluta dags og fjárfest í kolum og kjöti á grillið en líklega runnu tvær grímur á flesta grillmeistara þegar kom að því að fara út í garð um kvöldmatar- leytið. í nágrenni Víkverja virtust hins vegar flestir bíta á jaxlinn, gi’illilm lagði um hverfið og víða mátti sjá kappdúðaða fjölskyldufeð- ur stumra yfir kolunum staðráðna í því að láta ekki íslenska sumarið buga sig strax í upphafi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.