Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 63 FÓLK í FRÉTTUM KVIKMYNDIR/Regnboginn er að taka til sýninga myndina Great Expectations, sem er lauslega byggð á samnefndri skáldsögu Charles Dickens. I aðalhlutverkum eru Ethan Hawke, Gwyneth Paltrow, Hank Azaria, Robert De Niro og Anne Bancroft. ANNE Bancroft leikur frænkuna, sem heitir Ms. Dinsmoor. ROBERT De Niro er meðal aukaleikara. GWYNETH Paltrow og Ethan Hawke leika Finn og Estellu í Great Expectations. mínu lífi. Til dæmis fór ég að leika þegar ég var þrettán ára en ég átti lítinn þátt í þvi sjálfur. Það er fólk sem hefur verið mér ótrúlega gott og hefur ráðið mestu um hvemig líf mitt hefur þróast, rétt eins og ókunnugt fólk i myndinni verður til þess að breyta öllu lífi Finns.“ Drifkraftur í lífi Finns er hin mikla og óendurgoldna ást sem hann ber til Estellu. Gwyneth Paltrow, úr Seven, Emma og Moonlight and Valentino, og Ethan Hawke hafa verið vinir lengi og segjast hafa fagnað tækifærinu til að vinna saman. „Estella er ís- drottningin," segir Paltrow. „Hún er fjarlæg en líka meðvituð um sjálfa sig. Henni hefur verið kennt að elska ekki.“ I hlutverki Ms. Dinsmoor er Anne Bancroft, sú gamalkunna leikkona sem vann til óskarsverð- launa árið 1963 og hefur síðast leikið í myndum á borð við G.I. Jane, Home for the Holidays, og Honeymoon in Vegas. Robert De Niro leikur fangann sem síðan kemur inn í líf Finns á óvæntu augnabliki. De Niro er óþarfi að kynna, einn mesti stór- leikari siðustu áratuga, stjarna úr myndum frá Deer Hunter og Taxi Driver til Sitting Bull, Goodfellas, Godfather, Wag The Dog og Jackie Brown en tvær þær síðustu .eru einmitt sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum um þessar mundir. Övænt ævintýri úr safni Dickens Frumsýning LITLUM bæ í Flórída býr hinn átta ára gamli Finn með Maggie, systur sinni, og „frændanum" Joe. Þau rétt skrimta en Finn er listrænn og lif- andi drengur sem nýtur þess að lifa einföldu lífi og hefur yndi af því að teikna myndir. Hann er hins vegar sviptur sakleysinu þegai’ hann kemst óvænt í kynni við fanga sem fær drenginn til að að- stoða sig á flótta úr fangelsi. Skömmu síðar er hann kallaður á fund hinnar stórskrýtnu frú Noru Dinsmoor, ríkustu konunnar í hér- aðinu. Þar kynnist hann Estelle frænku hennar og verður strax við fyrstu sýn ástfanginn af henni. Þessari sögu fylgir myndin í gegn- um árin þar sem skiptast á skin og skúrir, velgengni og niðurlæging en fýrir ýmsar tilviljanir lífsins lendir Finn í óvæntum ævintýrum á vegferð sinni allt þar til hann er búinn að týna sér í því að bíða eftir að draumarnir miklu um hamingj- una fari nú að rætast. Þetta er sjötta enskumælandi kvikmyndin sem byggð er á þess- ari sögu Dickens. Hér er þó gengið alllangt í því að breyta út af þræð- inum hvað varðar áherslur sögunn- ar sem eru mun tengdari tilfínn- ingum en var hjá Dickens. Það má hafa til marks um breytinguna að söguhetjurnar, að Estelle frátaldri, halda ekki þeim nöfnum sem Dick- ens gaf sínum persónum. I stað þess að heita Pip heitir aðalsögu- hetjan Finn og hin ríka frænka Estelle heitir ekki Miss Havisham eins og í bókinni heldur Ms. Dinsmoor. Leikstjórinn Alfonso Cuarón er nýliði í gerð Hollywood-kvikmynda í fullri lengd. Myndir sem hann hefur gert fyrir sjónvarp í Mexíkó og Bandaríkjunum hafa hins vegar vakið á honum athygli. Framleið- andi myndarinnar er Art Linson, en önnur mynd hans The Edge er nú sýnd í Reykjavík. Hann hefur einnig gert Melvin and Howard, The Untouchables og Heat, svo fátt eitt sé talið. Ethan Hawke, sem er þekktur úr myndum á borð við Alive og Dead Poets Society, segir að hlut- verk Finns hafi hentað sér vel og hafi haft mikil áhrif á sig. „Stór hluti af Great Expectations minnti mig á mína eigin sögu,“ segir hann. „Sú hugmynd að lítill ki-akki sé í hringiðu stórra atburða, og það hvernig Finn tekst á við velgengni og hvernig hann þroskast sem ein- staklingur era allt mikilvæg þema fyi’ir mig; þetta er eitthvað sem dró mig að þessu verkefni. Kjarni sögunnar er sá að þrátt fyrir allt ráðum við sjálf oft svo litlu um okk- ar líf. Eg get tengt þau sannindi FÖSTUDAGSMYNDIR SJÓNVARPSSTÖÐVANNA Stöð 2 ►15.55 Brellumynd frá Disney, Dayo (Dny-O, ‘92), segir af stúlku sem er lítilsmetin í fjölskyldufyrirtækinu. Þá kemur „Dayo“ til hjálpar. Með Elijah Wood og Deltu Burke. IMDb: 8.4 Sýn ►21.00 Mynd kvöldsins: Leifturhraði (Speed, ‘94) Sjá umsögn í ramma. Sjónvarpið ► 21.30 Það skortir ekki stóru nöfnin í Lagarefi (Legal Eagles, ‘86), róman- tíska gaman- og spennumynd, sem stendur ekki undir væntingum. Robert Redford leikur sak- sóknara sem fellur fyrir verjandanum Debru Winger undir réttarhöldum yfir Darryl Hannah. Redford bjargar því sem bjargað verður í innan- tómri en vel útlítandi og smekklega framleiddri mynd í flesta staði. Leikstjóri er sá mistæki Iv- an Reitman. Stöð 2 ►22.50 Frumsýning á sálfræðitrylli, Hvað sem það kostar (Homage, ‘95), byggð- um á leikriti. Þjáningar fylgja kynnum þriggja einstaklinga í smábæ í New Mexico. Með Blythe Danner, Sheryl Lee og Bruce Davison. Leik- stjóri Ross Kagan Matkes. AMG gefur Sýn ►22.55 Á gelgjuskeiði (Mischief, ‘85) er gamansöm unglingamynd sem fjallar mestan hluta um nýuppgötvað kynlíf og kynlífsóra. Ekki sem verst á sinn hátt. Doug McKeon, sá sem fer með aðalhlutverkið, er löngu orðinn undir í samkeppninni, einsog nánast allt ung- leikaragengi myndarinnar, utan Kelly Preston. ★★ Sjónvarpið ► 23.25 Sakarstig. Síðari hluti (Degree of Guilt II., ‘95) Stöð 2 ►0.30 Því miður er ekki á ferðinni hin upprunalega, sígilda vísindaskáldsögumynd Dons Siegels, Líkamsþjófar (Body Snatchers, ‘94), er einkaútgáfu B-myndasjólans Abels Ferrera (Bad Lieutenant). Hér daðrar hann við ofsóknaræði, A-myndargerð og klassík með sæmilegum árangri, sem þjónar þeim best sem hafa ekki séð frummyndina né útgáfu Philips Kaufman með Donald Sutherland. Með Gabr- ielle Anwar, Meg Tilly og Forest Whitaker. Var sýnd í kvikmyndahúsi hérlendis, einu fárra Evr- ópulanda. ★★'/z Stöð 2 ►2.00 Afdrifarík ferð (White Mile, ‘94) Vond eftiröpun Deliverance með Alan Alda í for- ystu fyrir vinnufélögum sem fara í bátsferð nið- ur hvítfyssandi stórfljót. Þreytulegur leikhópur telur m.a. Robert Loggia og Peter Gallagher. ★ Sæbjörn Valdimarsson Missið ekki af vagninum! Sýn ^21.00 Ein af tímamótamyndum þessa áratugar er spennumyndin Leifturhraði Speed, (‘94), ★★★/?, framúrskarandi og framleg skemmtun á allan hátt. Það er ekki lítið afrek að brydda upp á nýjungum í slitnu spennumyndaforminu. Umhverfið gerir gæfumuninn, lunginn af myndinni gerist um borð i strætisvagni á götum Los Angeles. Brjálæðingur (Dennis Hopper) hefur komið öflugri sprengju fyrir í vagninum, sem springur í loft upp, troðfullur af far- þegum, ef hann fer niður fyrir 50 km hraða. Hótar að tortíma honum ef ekki verður gengið að peningakröf- um hans. Nú era góð ráð dýr og sendir lögreglan sprengjusérfræðing og ofurhuga (Keanu Reeves), til að finna bombuna og bjarga fólkinu. Fær aðstoð frá einum farþeganna (Sandra Bullock). Reeves er óvenju tilþrifamikill, Bullock seiglast áfram og Hopper kann þessar rallur utanað. Myndin er fyrst og fremst rós í hnappagatið fyrir fyrrverandi kvikmyndatökustjóra og landa Pauls Verhoevens, Jam De Bont, en Leiftur- hraði er hans fyrsta leikstjómarverkefni. Hann skilar því með eftirminnilegum árangri, það er ekki dauð mínúta í myndinni. Missið ekki af þessum strætó! Hljómsveitin Saga Klass Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni Laddi og félagar fara á kostum í feröabransanum GLEÐI, SÖNGUR OG FULLT AF GRÍNI í SÚLNASAL % Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson sjá um stuðið á Mímisbar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.