Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 64
' 64 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
KVIKMYNDIR/Stjörnubíó hefur tekið til sýninga kvikmyndina The Replacement Killers með kínversku
hasarhetjuna Chow Yun-Fat og óskarsverðlaunaleikkonuna Mira Sorvino í aðalhlutverkum.
Kínversk hetja
í Hollywood
FRUMSÝNING
TVEIR ólíkir menningarheim-
ar hittast í myndinni The
Replacement Killers; Hong
Kong og Hollywood. Einn frægasti
kvikmyndaleikari Hong Kong kvik-
myndanna Chow Fat-Yun leikur í
sinni fyrstu Hollywood mynd ásamt
einni efnilegastu ungu Hollywood-
stjörnunni, óskarsverðlauna-
leikkonunni Mira Sorvino. Myndin
er meðal annars framleidd af John
Woo en leikstjóri Replacement
Killers heitir Antoine Faqua, og
hefur hingað til aðeins leikstýrt
tónlistarmyndböndum.
Myndin fjallar um John Lee, kín-
verskan innflytjanda til Bandaríkj-
anna sem Chow Yun-Fat leikur.
Hann er að reyna að snúa við blað-
inu og segja skilið við ofbeldisfullt
líf en lendir upp á kant við bófafor-
ingjann Wei, sem ætlar að láta
hann myrða fyrir sig mann. Lee
fær hjálp frá skjalafalsaranum Meg
Coburn (Mira Sorvino) til að kom-
ast undan Wei og þar með eiga þau
bæði reiði foringjans yfir höfði sér
og þurfa að snúa bökum saman til
að eiga við útsendara hans og forð-
ast hefnd illmennisins.
Þótt nafn Chow Yun-Fat sé
óþekkt að mestu í vestrænum kvik-
^►myndahúsum hefur maðurinn verið
súperstjarna í Asíu í 20 ár og leikið
þar í fjölmörgum myndum, þar á
meðal þremur af þekktustu mynd-
um John Woo. Woo er einmitt flutt-
ur til Hollywood og farinn að gera
bandarískar myndir. Síðast gerði
hann Face/Off og Woo framleiðir
þessa mynd. Leikstjórinn Antoine
Faqua er efnilegur leikstjóri sem
hér fær að leikstýra í fyrsta skipti
eftir að hafa slegið í gegn við gerð
tónlistarmyndbandsins við lag
Coolios, Gangsta’s Paradise.
Faqua segir að Chow hafi reynst
vera sannkölluð stórstjarna og hafi
skapað ótrúlega gott andrúmsloft
við tökur myndarinnar. „Hann er
gífurlega einbeittur og áhugasamur
leikari og andlega þenkjandi mað-
ur. Hann lifir í núinu og er tilfinn-
ingalega meðvitaður. Það var ekki
óvenjulegt að hann kveikti á kín-
versku reykelsi á bílastæðinu okkar
til þess að jákvæð orka héldi vernd-
arhendi yfir myndinni og öllum sem
unnu við gerð hennar. Hann byrj-
aði alla daga á því að heilsa hverj-
um einasta samstarfsmanni sínum,
bæði leikurum og tæknimönnum,
og minna þá á að án þeirra gæti
hann ekki gert þessa mynd. Það
segir sig sjálft að svona vinnubrögð
og afstaða skapar jákvætt and-
rúmsloft á vinnustað."
Mira Sorvino er hins vegar upp-
alin í kvikmyndaheiminum í Amer-
íku og þótt hún sé með háskólapróf
frá Harvard í kínversku og hafi bú-
ið í Beijing í eitt ár undirbýr sig á
annan og árásargjarnari hátt en
hinn kínverski mótleikari hennar.
Sorvino byrjar vinnudaginn á því
að boxa og berja boxpoka sundur
og saman og þegar hlé varð á upp-
tökum notaði hún tækifærið, fór af-
síðis og öskraði af lífs og sálai-
kröftum til að halda einbeitingu.
Sorvino hlaut óskarsverðlaun fyrir
besta leik í aukahlutverki fyrir leik
sinn í Mighty Aphrodite eftir
Sumrinu fagnað
HORNALEIKARAR tóku þátt í
skrúðgöngu um götur Ziirich í
Sviss á dögunum. Skrúðgangan
var hluti af hefðbundinni hátíð
sem er haldin í lok vetrar.
Upphaf sumars er greinilega
fagnaðarefni víðar en á ís-
landi.
Mariah Carey í
kvikmyndum
► MARIAH Carey virðist vera
að springa úr athafnagleði eftir
að hún skildi við eiginmann sinn
Tommy Mottola. Samningavið-
ræður eru nú á lokastigi um að
hún taki að sér aðaikvenhlut-
verk á móti Chris Tucker í
uijósnamyndinni „00-Soul“.
Hún hefur einnig verið orðuð
við aðalhlutverk í myndinni „All
That Glitters" sem byggð er á
ævi hennar sjálfrar. Mun hún að
öllum líkindum taka þátt í að
framleiða þá mynd.
„00-Soul“ er gamanmynd sem
fjallar um ungan leyniþjónustu-
mann, sem leikinn er af Tucker.
Hann er hækkaður í tign eftir að
allir frammámenn leyniþjónust-
unnar er þurrkaðir út. Carey
verður í hlutverki stjúpdóttur
skúrksins í myndinni.
Fréttamiðlar í fríi
SJÓNVÖRP eru að hluta til
fréttamiðlar og taka á sinn eyk að
vera fjórða valdið í þjóðfélaginu
ef maður má trúa orðum þeirra
sjálfra. Það mun þó einkum vera
sérkennilegasta fréttablað lands-
ins, DV, sem lítur á sig sem fjórða
valdið. En þar sem það er ekki út-
varps- eða sjónvarpsmiðill mun
ekki fjallað um þetta skrítna og
sérviskulega fjórða vald hér.
Lengi höfðu lesendur og áheyi--
endur frétta sóst eftir því að geta
fylgst með atburðum, sem gerast
erlendis. Þá var ekki komin til hin
drýgingalega skoðun montprika í
blaðamennsku, að
fjölmiðlar ættu að
gegna hlutverki
fjórða valds í þjóð-
félaginu. Blöð og
útvarp sögðu einfaldlega fréttir
og þar við sat. Hlegið var að
slæmum skilningi- á erlendum
háttum og þýðingu sérlegra orða,
eins og þegar fréttamaður í er-
lendum sagði þýskar fréttir á
stríðsárunum og nefndi til sögu
þýska hershöfðingjann General
Stab. Fleira slíkt var á döfinni og
gerði ekki til og einnig sú venja
sem helst í dag að ritstýra frétt-
um með þögninni. Það mun eink-
um hafa þótt henta í pólitík og
gerir enn. Sjást þess nokkur
merki nú, þegar nær líður sveit-
arstjórnarkosningum. Ríkissjón-
varpið hafði fyrir sið að steypa yf-
ir sig heilagsandahjúpi fyrir
hverjar kosningar en úr því hefur
dregið fyrir sakir frjálslyndis að
því að sagt er. Hinsvegar hefur
þessu fjórða valdi lærst að þegja í
fréttum ef þær þykja ekki nógu
hentugar innan áhugasams
starfsliðs. Komi svo upp einhver
frétt, sem þykir vond fyrir and-
stæðingana, er lagst við stjóra og
hamast dag eftir dag á sama við-
fangsefninu löngu eftir að allt
hefur verið sagt sem hægt er.
Stærsta blað landsins er opið fyr-
ir almenning hvar sem hann ann-
ars stendur pólitískt séð og er
stundum broslegt að líta yfir allan
þann vettvang.
Þeir sem fylgjast með erlend-
um fréttastöðvum sjónvarps geta
ekki séð á efnisvali frétta, eða
þeim þagnargildum fréttaflutn-
ings, sem þar örlar á, hverjar
skoðanir starfs-
fólksins við útsend-
ingu eru, allt frá
fréttastjóra og nið-
ur í sendisvein. Aft-
ur á móti má sjá þessar skoðana-
línur í fréttatímum sjónvarpanna
íslensku, sem unnir eru og sendir
út af fólki sem kallar sig frétta-
rnenn. Þetta er hvimleitt við sam-
anburð, 'sem auðvitað er sama og
ekkert stundaður hér á landi, en
sýnir hvað sjónvarpsfréttamenn
hér eru lítið menntaðir og póli-
tískir miðað við erlent starfslið á
bak við erlenda skjái. Þá býr fólk
hér við allskonar duldir og tabú í
fréttum, sem minnir ekki á neitt,
sem viðgengst annarsstaðar í
heiminum, svo sem myndbirting-
ar af slysum, að ekki sé nú talað
um myndir af látnum frægðar-
mönnum góðum eða vondum eftir
atvikum. Þulir hér í sínum al-
kunna séríslenska heimóttarskap.
biðja jafnvel um að börn séu fjar-
lægð frá skjánum sé verið að sýna
hvernig símastaur brotnar í
óveðri. Þetta digurbarkalega
fjórða vald ljósvakafjölmiðlanna
er langáhrifaríkast, þegar það
hefur upp einskonar vandlæt-
ingarraust og snýr sér næstum
beint að almenningi með einskon-
ar hvatningu. Ekki má líða dagur
áður en tekið er undir með skoð-
anakönnunum þar sem einn eða
annar er rekinn úr starfi með yfir
sextíu prósent atkvæða, þótt svo
komi á daginn í öllum flýtinum, að
öll kurl voru ekki komin til graf-
ar. Svona fréttamennska á sér
hvergi stað nema á íslandi eða þá
í Timbúktú, ef sá staður býr við
fjórða valdið.
Fyrir nokkrum dögum barst sú
frétt um heimsbyggðina, að helsti
slátrari og einræðisherra seinni
tíma, Pol Pot í Kampútseu, væri
látinn. Fréttastöðvar sendu út
myndir af honum látnum í kof-
aræksni við landamæri Tælands
og æviágrip í gömlum kvikmynd-
um. Jafnframt var talið upp
helsta frægðai’verk hans, morðið
á þjóð hans og birtar myndir af
beinamusterum landsins, þar sem
hauskúputurnar gnæfa til himins.
Hann hélt því sjálfur fram, að
hann hefði ekki drepið þetta fólk
og vékst undan því að vera talinn
fimmti mesti fjöldamorðingi ald-
arinnar ásamt þeim Hitler, Lenín,
Stalín og Mao. Hér heima sætti
andlát Pol Pots engum tíðindum
og fréttir af því bárust ekki í
gegnum ljósvakamiðla fyrr en
síðar og þá án þess að geta ævi-
ferils hans nema að litlu leyti.
Hugsjónabræður Pol Pots mega
una sæmilega þessum málalok-
um.
Indriði G. Þorsteinsson
SJONVARPA
LAUGARDEGI