Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.04.1998, Blaðsíða 72
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Freddi Sandur og grjótá nýju sumri KOMA sumars er formlega stað- fest á dagatalinu og jafnframt er harpa gengin í garð, fyrsti sum- armánuðurinn samkvæmt gömlu íslensku tímatali. Drengurinn sem ljósmyndari rakst á við leik í Reykjavflí var þó skynsamlega klæddur miðað við óútreiknan- legt veðurfarið og undi glaður við sitt, teljandi sandkornin og grjótið. Kannski var hann að reikna það út í huganum hversu langur tími mun Iíða uns sumar- ið kemur í raun og veru með sól ogyi- ---------------- Slys á Akureyri Sex ára dreng haldið sofandi SEX ára drengur fannst meðvit- undarlaus á botni Sundlaugar Akureyrar um miðjan dag í gær. Sundlaugargestur fann drenginn og kom honum upp á sundlaugar- bakkann. Þar voru gerðar á drengnum lífgunartilraunir af gestum og starfsfólki en hann náð- ist ekki til fullrar meðvitundar. Drengurinn var fluttur á gjör- gæsludeild FSA og haldið þar sof- andi. Að sögn Veigars Olafssonar svæfíngalæknis verður honum haldið sofandi um hríð og ekki er hægt að spá fyrir um batahorfur drengsins fyrr en hann er kominn úr dáinu. Að sögn Guðmundar Svanlaugs- sonar rannsóknarlögreglumanns voru tildrög slyssins óljós. Skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar R-listi fengi níu borgar- fulltrúa R-LISTINN fengi 60,9% atkvæða en D-listi sjálfstæðismanna 39,1% at- kvæða ef gengið væri til borgar- stjórnarkosninga á morgun, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun hefur gert fyrir Morgunbiaðið. Samkvæmt þessum tölum fengi R- listi 9 borgarfulltrúa en D-listi 6 borgarfulltrúa. 10,6% kváðust óákveðnir um hvað þeir mundu kjósa. 8,6% neituðu að svara spurningunni. Samkvæmt könnuninni fengi R- listinn fylgi 68,8% kvenna en 50,9% karla. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 31,2% atkvæða kvenna en 49,1% at- kvæða karla. ■ R-listi fengi/6 Banaslys í Eyjum FIMMTÍU og sex ára gamall maður lést við vinnu sína í Vest- mannaeyjum í gærkvöldi. Verið var að afferma tengivagn með stálbitum þegar slysið varð og er talið að einn bitinn hafi sleg- ist í manninn, með fyrrgreind- um afleiðingum. Slysið var við nýbyggingu fiskimjölsverksmiðju í Vest- mannaeyjum, en um stálgrind- arhús er að ræða. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru nokkrir starfsmenn við bygg- inguna að afferma tengivagn með stálbitum um klukkan 20.30 í gærkvöldi. Þegar festing var losuð af farminum valt einn bitinn af vagninum og slóst í manninn. Talið er að hann hafí látist samstundis. Ekki er hægt að birta nafn mannsins að svo stöddu. * > Læknafélag Islands og læknadeild Háskóla Islands vilja fresta frumvarpi um gagnagrunn Sagt ógæfa nái frum- varpið fram að ganga Leifur Þórarinsson tónskáld látinn LÆKNAFÉLAG íslands sendi í gær frá sér harðorðar athugasemdir við frumvarp heilbrigðisráðherra um gagnagrunna á heilbrigðissviði og segir óskiljanlegt að Alþingi ætli að keyra frumvarpið í gegn í vor, þrátt fyrir mótmæli fagaðila. Um sé að ræða frumvarp sem sé „mein- gallað og það yrði ógæfumál ef það næði fram að ganga. Afleiðing þess yrði að glatast myndu mikil verðmaeti, jafnt mannréttindi, vísindaum- hverfi sem fjármagn." Þá samþykkti læknadeild HÍ í gær ályktun þar sem beint er „þeim eindregnu tilmælum til Alþingis ís- lendinga að afgreiðslu frumvarps um gagnagrunna á heilbrigðissviði verði frestað til næsta þings.“ Samrýmist ekki samþykktum LEIFUR Þórarinsson Jónskáld lést á sjúkra- húsi í Reykjavík í gær, 63 ára að aldri. Leifur var í röð fremstu tón- skálda landsins og ým- is verka hans eru ekki síður þekkt erlendis en hér heima. Leifur var fæddur í Reykjavík 13. ágúst 1934, sonur Öldu Al- vildu Möller leikkonu og Þórarins Kristjáns- sonar, símritara. Eftir nám við Tón- “istarskólann í Reykja- vík hélt Leifur utan til náms í tón- smíðum um miðjan sjötta áratug- inn og nam m.a. hjá Hans Jelinek í Vín og Múnchen. 1959 fór hann til náms í Bandaríkjunum og var þar við nám til ársins 1965, m.a. hjá Walinford Riegger og Gunther Schuller. Leifur samdi fjölda kammer- verka, m.a. Afstæður fyrir fiðlu, selló og pí- anó, og strengjakvart- ett. Meðal hljómsveit- arverka hans má nefna sinfóníur frá 1963 og 1997, konsert fyrir fiðlu og hljómsveit og konsert fyrir óbó og hljómsveit. Hann vann að óperu við eigin texta sem til stóð að flytja í vor en tókst ekki að ljúka henni vegna veik- inda. Þá starfaði Leifur mikið í leikhúsi og samdi tónlist fyrir um það bil 50-60 leiksýningar. Hann starfaði af og til hjá Ríkis- útvarpinu, í gegnum árin, bæði sem þulur og dagskrárgerðarmað- ur. Eftirlifandi eiginkona Leifs Þór- arinssonar er Inga Bjarnason leik- stjóri. Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. í athugasemdum Læknafélags íslands segir m.a. að hugsanlegt sé að stuðningsmenn frumvarpsins telji að snögg afgreiðsla leiði til minni deOna og að andstæðingar þess sætti sig við orðinn hlut, en líklegt sé að niðurstaðan verði þveröfug. Félagið segir frumvarpið ekki samrýmast mörgum ákvæð- um í samþykkt Evrópuráðsins frá því í febrúar í fyrra um vernd heilsufarslegra upplýsinga og einnig stangist það á við samþykkt UNESCO frá því í nóvember í fyrra og yfirlýsingu Mannerfða- mengisstofnunarinnar um viðeig- andi verkiag við erfðarannsóknir. Félagið bendir og á að í alþjóð- legum tímaritum á sviði líftækni hafi undanfarnar vikur birst um- fjöllun um áætlanir um gagna- grunn þar sem komi fram furða á að þjóð skuli tilbúin til að setja saman slíkan gagnagrunn „og láta hann síðan vera gjöf til að styrkja rannsóknir einkafyrirtækis, einka- fyrirtækis sem hefur það að mark- miði að selja aðgang að þessum viðkvæmu upplýsingum," segir í athugasemdum félagsins. Vitnað er í umfjöllun í aprílhefti tímaritsins Nature Biotechnology og sagt að þar sé bent á að Islensk erfðagreining hyggist m.a. láta ókeypis lyf í staðinn fyrir erfða- rannsóknir sínar. „Um slíka lausn á samspili þjóðar og erfðarann- sóknafyrirtækis verður þó að segj- ast að hún minnir helst á það þeg- ar indíánum voru gefnar glerperl- ur fyrir gull,“ er vitnað í tímaritið. Vilja mat á verðmæti Félagið kveðst telja að verði frumvarpið að lögum muni skerð- ast verulega möguleikar óháðra vísindamanna til að stunda mann- erfðarannsóknir. Gert sé ráð fyrir að vísindamenn megi skoða sjúkraskrár en ekki setja upplýs- ingar úr þeim í gagnagrunn sem myndi þýða að rannsóknir óháðra aðila legðust af og einokun starfs- leyfishafa kæmist á. ,Áður en verðmæti af þessari stærðargráðu eru gefin einkaaðila er sjálfsagt og eðlilegt að fá óháða ráðgjafa tii að meta virði gagn- anna,“ segir í athugasemdunum. „Samdráttaraðgerðir í heObrigðis- kerfi, allt frá lágum launum starfs- fólks til skerðingar á framboði þjónustu eins og hjartaþræðinga, fá holan hljóm ef með því á að spara tugi til hundruð mdljóna en hedbrigðiskerfið gefur á sama tíma frá sér verðmæti sem kannski skipta tugum milljarða króna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.