Morgunblaðið - 10.05.1998, Side 43

Morgunblaðið - 10.05.1998, Side 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUÚAGUR 10. MAÍ 1998 43 I I, ! I I I í I I I I 1 1 I I ■ ■ I g i » INDRIÐI JÓNSSON + Indriöi Jónsson fæddist á Vatn- eyri við Patreksfjörð 9. maí 1915. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 30. apríl síðastliðinn. Indríði var sjöunda barn foreldra sinna, en þau voru Jón Ind- riðason, f. 20. maí 1884, d. 17. feb. 1974, frá Nausta- brekku á Rauða- sandi, og Jónína Guðrún Jónsdóttir, f. 3. okt. 1885, d. 20. mars 1961, frá Patreksfirði. Systkini Indriða voru: 1) Signrð- ur, lést ungbarn. 2) Sigurður Kristinn, f. 3. ágúst 1906, d. 17. nóv. 1968, ókvæntur. 3) Lilja, Iést ungbarn. 4) Rannveig Lilja, f. 17. jan. 1910, d. 17. des. 1950, gift Trausta Jóels- syni. 5) Marta, f. 14. júní 1911, ógift. 6) Þorgerður, f. 5. nóv. 1913, d. 16. júní 1962, gift Reyni Hördal, látinn. 7) Jón, f. 21. jan. 1917, kvæntur Bryndísi Kristjánsdóttur. 8) Sigrún, f. 8. sept. 1918, d. 24. aprfl 1988, gift Garðari Jóhanns- syni. 9) Sólveig, f. 28. nóv. 1919, ógift. 10) Gunnar, f. 9. ág. 1922, d. 20. des. 1992, ókvæntur. 11) Hafliði, f. 20. okt. 1923, kvænt- ur Guðleifi Hallgríms- dóttur, látin. 12) Fjóla, f. 8. júlí 1925, giftJak- obi Pálssyni, bæði lát- in. 13) Björgvin, f. 26. ág. 1929, kvæntur Kristínu Guðmunds- dóttur. Indriði kvæntist 10. apríl 1943 eftirlifandi konu sinni, Petrínu Jónu Elíasdóttur, f. 27. ág. 1914, frá Skógum í Mosdal við Arnar- Qörð, og eignuðust þau eitt barn og ólu að auki upp einn fósturson. Barn þeirra er Hallveig Elín, f. 13. des. 1952, gift Ólafi Kristinssyni og eiga þau þijú börn, Lóu Björk, f. 27. maí 1976, Lilju Petru, f. 23. maí, 1978, og Kristin Má, f. 18. ág. 1984. Fóstursonur Indriða og Petrínu er Steingrímur Guðni Pétursson, f. 12. nóv. 1942. Börn hans eru Erla Hafdís, f. 8. mars 1965, gift Jóhannesi Lúter Gísla- syni, f. 16. ág. 1945. Börn: Jónas Ingólfur, f. 30. des. 1982; Hulda Ólöf, f. 1. aprfl 1985, Gísli Trausti, f. 1. feb. 1988, Daníel Guðni, f. 10. mars 1997; Hilmar, f. 18. ág. 1967, barn hans er Sól- rún Eva, f. 21. ág. 1992; Albert Indriði, f. 16. júlí 1969, sambýlis- kona Auður Erlarsdóttir, barn þeirra er Silja María, f. 29. nóv. 1995; Sæþór, f. 31. júlí, 1974. Sambýliskona Guðna er Sigríður Jónsdóttii'. Indriði lærði skösmíði hjá föð- ur sínum heima á Patreksflrði og lauk þar sveinsprófi 24. aprfl 1944. Hann fékk meistararéttindi í iðn sinni 9. apríl 1955. Um tfma rak hann skósmíðaverkstæði á Patreksfirði, eða uns hann flutt- ist suður í Kópavog árið 1955. Þar fékk hann vinnu hjá Máln- ingu hf. og starfaði þar fram til um 1970. Eftir það starfaði hann hjá Þjóðleikhúsinu uns hann lét af störfum um 1985. Utför Indriða fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 11. maí, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund, biðjum þann guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi að milda sorgarstund. 0, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. I samfylgd þinni allt var bh'tt og bjart blessuð hver minning, fógur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fómarlund Friðarins guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Elsku pabbi minn. Hjartans þakkir fyrir allar okkar góðu samverustundir. Guð geymi þig. Þín dóttir Hallveig. Mig langar í nokkrum orðum að minnast tengdafóður míns Indriða Jónssonar, sem lést eftir þungbær veikindi á heimili sínu á Háaleitis- braut 16. Indriða sá ég fyrst fyrir nær 24 árum er kona mín Hallveig Elín kynnti mig fyrir fóður sínum og móður. Þá strax fann ég þann hlý- hug og kærleika sem einkenndi líf hans allt, og þann einbeitta vilja hans að reyna að leiðbeina unga fólk- inu um refilstigu lífsins. Sjálfur var Indriði bindindismaður á bæði vín og tóbak og reyndi hvað hann gat til að hafa áhrif á að menn temdu sér það sama. Þegar barnabömin komu svo eitt af öðm tók tengdafaðir minn fagn- andi á móti þeim, þau löðuðust að honum og milli þeirra mynduðust órjúfanleg bönd, sem styrktust eftir því sem árin liðu. Fyrir mörgum áram tóku tengda- foreldrar mínir á leigu kartöflugarð í Skammadal og fylgdi með honum smáskiki þar sem reisa mátti kofa. Var tekið til óspilltra málanna og eft- ir nokkur ár var komið á lóðina reisulegt hús og fallegur garður í kring. Mikið tilhlökkunarefni var hjá börnunum að gista hjá afa og ömmu í Skógarkoti, en svo nefndu þau húsið sitt í Skammadal. Þegar ég lít til baka standa upp úr minningar um skemmtileg sumarfri með tengdaforeldrum mínum í sum- arhúsum víða um landið, þar sem tengdafaðir minn og ég reyndum að hnoða saman visum í gestabækur húsanna, grenjandi af hlátri yfir öll- um leirnum, en þeim sem lásu til óbærilegra leiðinda. Það var okkur hjónum mikils virði að eiga þess kost að ferðast með tengdaforeldmm mínum um Vest- firðina síðastliðið sumar, en þar em þau fædd og uppalin. Gleðin skein úr andlitum þeirra, er þau rifjuðu upp atburði löngu liðinna ára. Þá var mikið á sig lagt til að ná samfundum, gengnir grýttir vegslóðar og farið yf- ir firði. Nú, þegai- komið er að kveðju- stund, langar mig, kæri tengdafaðir, að þakka þér fyrir allar ánægju- stundimar, sem þú veittir okkur. Megi Guð almáttugur leiða þig inn í sitt dýrðarríki. Ólafur Kristinsson. Ein fyrsta minning okkar um afa er þegar hann lét okkur standa á ristunum á sér, hélt í hendur okkur, mggaði okkur fram og aftur og fór með þessa vísu: Stígur hún við stokkinn, stuttan á hún sokkinn, ijósan ber hún lokkinn litli stelpuhnokkinn. Ást afa á bömum var einstök, enda varðveitti hann vel barnið í sjálfum sér og má með sanni segja að við barnabömin höfúm notið góðs af. Á fyrstu ámm okkar var hann vanur að setjast með okkur í hring og rúlla bolta á milli, yngsta bamið fékk að sitja í fangi hans á meðan leikurinn lærðist. Hann hnýtti bönd við húsgögnin út um alla íbúð og bjó til leiki sem engum öðmm en honum hefði getað dottið í hug, enda var hugmyndaflug afa óþrjótandi og var hann yfirleitt ekki í rónni fyrr en hann hafði hmndið þessum hugdett- um sínum í framkvæmd. Minnis- stætt er okkur þegar afi útbjó rólu niður af svölunum (við takmarkaðan fögnuð ömmu) eða ollinn skollinn- leikirnir þegar við bundum fyrir aug- un á honum, snerum honum í hringi og létum hann síðan ringlaðan leita að okkur út um alla íbúð. Hann gekk alla leið í löngun sinni til að gleðja okkur. Róluvöllurinn á Háaleitisbrautinni var sérstakt metnaðarmál hjá afa. Hann var fljótur að hlaupa til og laga tækin ef þau gáfu sig og passaði upp á að völlurinn væri vel hirtur að öllu ARNI INGIMUNDARSON + Árni Ingimundarson fæddist á Akureyri 17. mars 1921. Hann lést á Fjérðungssjúkrahús- inu á Akureyri 20. aprfl síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 30. aprfl. Lífið læðist mjúklega SV0 Ijúft, SV0 ijúft - andartakshvísl - fótatak við sólarlag. Hann fæddist inn í vorið - um það leyti er vetur og vor mætast á vor- jafndægri - og bar birtu til lífs- reyndra foreldra sem misst höfðu frumburð sinn á ísköldum janúar- degi. Honum var gefið nafn bróður síns og afa - Ámi. Ámi Ingimundar, eins og hann var jafnan kallaður, óx og dafnaði eins og fífill í túni, enda hafði hann flest til að bera sem skapar góð vaxt- arskilyrði og ekki skorti góðan jarð- veg. Hann hafði óvenjumikla lífs- orku, var kraftmikill og fallegui'. í kringum hann var hæfileikafólk sem bar skynbragð á kosti og galla slíkra lífsgjafa. Umvafinn þeirra elsku ólst hann upp á Akureyri með stuttri við- komu á prestssetrinu í Grenivík þar sem honum fæddist bróðir. Á Akur- eyri eignaðist hann tvær systur og hálfbróður. Heimihð á Oddeyrargötu 36 var annálað fyrir glaðværð og gestrisni. Þar áttu jafnan athvarf þrjár kyn- slóðir - ömmur, móður- og föðursyst- ur að ógleymdum frænkum, frænd- um og fjölda vina sem sóttu skóla á Akureyri. í nokkurra metra fjarlægð bjuggu þau Svenni, móðurbróðir, og Guðbjörg Bjarman með sinn stóra barnahóp og var samgangur mikill á milli þessara heimila. Sagan segir að það hafi verið skrafað, skeggrætt og mikið brallað en fyrst og fremst mik- ið spilað og sungið. Bræðumir Árni og Magnús fóm til Reykjavíkur og settust á skóla; bekk í Verslunarskólanum. í Reykjavík kynntust þeir fjölskyldu Guðrúnar Þórðardóttur og Eggerts Kristjánssonar stórkaupmanns - m.a. börnum þeirra Gunnari og Nönnu. Magnús, faðir minn, giftist síðar Nönnu móður minni, en með þeim Gunnari og Áma tókst slík vin- átta að jafnan þegar annar var nefndur þá flaug manni hinn i hug. Þeir vom að mörgu leyti líkari hvor öðrum en ættingjum sínum. Ég kynntist Arna mest og best í gegnum móðurbróður minn Gunnar Eggertsson, sem var mér afar kær. Hann var búsettur í Reykjavík líkt og fjölskylda mín en Ámi og fjöl- skylda á Akureyri. Bemskuminning- ar mínar af þessum fjömgu frænd- um vom með sitthvorum hætti en em nánast talandi dæmi um gildis- mat þeirra og lífssýn. Gunnar var einhver sá hjartahlýjasti og elsku- legasti maður sem ég hef kynnst. Hann gaf alltaf klapp á öxl, koss á vanga að ógleymdu hlýju faðmlagi og mola í munn! Árni fylgdist aftur á móti vel með jólasveinum þegar hann var staddur í Reykjavík eitt sinn fyrir jól - honum varð ekki svefnsamt fyrir brölti þeirra, hurða- skelium og ólátum. Hann hafði líka nógan tima til að hlusta á vangavelt- ur spyrjandi smávem og gat töfrað fram yndislegustu tóna á píanóið en vildi að sjáKsögðu fá söng með í kaupbæti. Þeir deildu ekki eingöngu þessu leyti fyrir okkur börnin. Hann tók virkan þátt í leikjum okkar og virtist ekki skemmta sér síður en við hin. Afi var sérstaklega hreinlyndur maður og var mikið í mun að við barnabömin temdum okkur góðar dyggðir. Hann reyndi að efla þær með skák og spilakennslu og hvatti okkur til að skrifa dagbækur og ljóð, alltaf var hann jafn stoltur af okkur þótt árangur skriftanna væri misjafn en benti okkur einnig á það sem bet- ur mátti fara. Á páskunum var afi vanur að labba með okkur niður á höfn. Þá var hann í essinu sínu enda fæddur og uppalinn á Patreksfirði og gat miðl- að þekkingu sinni á sjómannslífinu til okkar borgarbamanna. Hann var þá vanur að leiða okkur á milli bryggjanna og spá með okkur í nöfn bátanna og fræða okkur um eitt og annað sem þeim viðkom. Afi og amma unnu bæði í Þjóðleik- húsinu til margra ára. Þegar við gist- um hjá þeim fengum við að koma með þeim til vinnu og hjálpa þeim við störf sín. Það voru montnar syst- ur sem komu heim úr þessum ferð- um og gátu sagt vinkonunum að þær hefðu valsað um á sviðinu, farið bak- sviðs, skoðað hárgreiðsluherbergið og meira að segja sest í forsetastúk- una. Þau voru dugleg að segja okkur frá öllum gömlu leikurunum sem prýða veggi Þjóðleikhússins og frá leikhúslífinu almennt. Afi lýsti ná- kvæmlega fyrir okkur hvernig ljósa- búnaðurinn virkaði og þegar þau svo tóku okkur með sér á leiksýningar og ljósin byrjuðu að dofna hugsuðum við stoltar með okkur að við vissum betur en aðrir leikhúsgestir. Á þessum tíma árs var venjulega kominn hugur í afa að komast í sum- arhúsið sitt í Skammadalnum, enda var drjúgum hluta sumarsins eytt á þessum stað sem var afa svo kær. Hann var ekki lengi að koma þama upp heilli barnaparadís og smíðaði meðal annars handa okkur lítinn kofa, bíl sem hægt var að sitja í, stultur, hringjakast og svo mætti lengi telja enda var tilhlökkun okkar að komast í Skammadalinn með afa og ömmu alltaf mikil. Á leiðinni upp eftir var sungið: Afi og amma, Lóa og Lilja eru að fara í Skammadal Ætla að moka, moka og moka moka sand í Skammadal. mannlega innsæi og virðingu fyrir því sem mörgum myndi vegið og metið léttvægt þykja - þeir deildu einnig brennandi áhuga á íþróttum - einkum fótbolta, laxveiði og vín- drykkju. Þeir vom sannkallaðir lífs- nautnamenn og gengu oft á tíðum þvert á allt sem ef til vill mætti kalla „borgaraleg siðferðisgildi"! Foreldr- ar beggja vom úr bændastétt en fluttu á mölina á þeim tíma sem borgarastétt var að myndast hér á landi. Þeir vora elstir - skyldu e.t.v. vera fyrirmyndir en það hentaði þeim ekki. Þeir fóru sínar leiðir. Ámi var sannkallaður náttúrata- lent - hann var músíkalskur á þann hátt að allt í kringum hann skynjaði maður tóna. Mér hefur heyrst að í Verzlunarskólanum hafi hann ef til vill eytt meiri tíma við flygilinn að töfra fram djass og blús en í tölur og bókfærslu. Engu að síður fór það nú svo að hans aðalatvinna var skrif- stofustörf. Auk þess lék hann undir hjá, söng með og stjómaði ýmsum kórum og lá ekki á liði sínu þegar til hans var leitað um ýmislegt er varð- aði söng og tónlist. Hann lét sig þó sjaldan ef nokkurn tíma vanta á völl- inn að hvetja sína menn í KA og síð- ar skipaði golf veglegan sess í áhugamálaflokknum, sem var stór. í mínum huga er Árni Ingimundar dæmigerður „bóhem“ sinnar kyn- slóðar. Hann hafði persónutöfra, gat verið hrjúfur á yfirborðinu en innst inni bjó afar viðkvæm sál sem fátt aumt þoldi að sjá. T.a.m. gat hann vart horfst í augu við veikindi náinna ættingja, hvað þá sín eigin. Hann var tryggur vinur ættingja sinna og vina en spítalaheimsóknir og jarðarfarir voru oft meira en hann réð við. Mál- tækið segir „Hver er sinnar gæfu smiður“ og fyrir mér smíðaði Ámi sína lífsgæfu þegar hann kynntist og gekk að eiga eftirlifandi eiginkonu sína Auði Kristinsdóttur. Hún kunni að meta kosti hans, tók göllunum og Síðan var farið í berjamó, niður í kartöflugarð eða farið upp á fjall. Sérstaklega er okkur minnisstæður dagurinn sem afi fór með okkur upp á topp og byggði með okkur vörðu. Á sumrin fóram við fjölskyldan, * _ afi og amma oft í ferðir út á land og tók þá afi að sér sem svo oft áður að hafa ofan af fyrir okkur bömunum. Hann bjó til flugdreka úr pokum, fór með okkur að veiða eða tók okkur með sér í göngur og sagði okkur frá huldufólkinu sem byggi í klettunum og endaði oft með því að allur bama- skarinn úr nærliggjandi bústöðum hafði slegist í hópinn. Rétt eins og afa var mikið í mun að fylgjast með þjóðfélagsmálunum vildi hann vita hvað við værum að gera þegar á unglingsárin var komið. Ef vel gekk og við voram að fást við “ ' uppbyggilega hluti gladdist hann í einlægni. Fyrir nokkram mánuðum þurfi amma að leggjast inn á spítala og á meðan fluttum við inn til afa. Hafi það einhvern tíma hvarflað að okkur að afi væri hættur að fá sínar skemmtilegu hugdettur hvarf sá efi sem dögg fyrir sólu þegar hann einn sunnudagsmorgun settist á rúm- stokkinn hjá okkur og sagðist hafa vaknað um nóttina og fengið þá hug- mynd að við héldum pizzuveislu fyrir vinkonur okkar, og haldin var veisl- an. Afi fylgdist með að við bærum vel á borð og hélt fjörinu gangandi allt kvöldið með því að rifja upp með okkur félagsvistina. -v Söknuður okkar er sár en eftir standa minningar um besta afa sem nokkur hefði getað hugsað sér. Elsku afi, áður en þú veiktist sagðist þú vonast til að fá að tóra að- eins lengur til að sjá hvernig við spjöraðum okkur og nú ertu farinn. En gangi sólin til viðar hlýtur hún að rísa upp aftur og einhvem veginn er- um við viss um að geislar þínir eigi eftir að verma okkur um ókomin ár. Við þökkum þér allt. Líkt og rótfost angan er t ímynd þín í hjarta mér. Minning þína þar ég geymi, þinni mynd úr huga mér aldrei gleymi, öðru gleymi - ekki þér. (Arthur Symons.) Elsku amma, mikill er missir þinn. Megi almættið leiða þig í gegnum sorg þína. Lóa, Lilja og Kristinn. studdi hann við að fóta sig á hálum ís hins ískalda veraleika sem mörgum með minni efnivið hefur reynst erfitt að feta. Missir einkasonarins, Ingimundar, langt um aldur fram, varð þeim og reyndar okkur öllum mikið áfall. Það var þá sem ég skynjaði hvað sterkastf v vináttu frænda minna, Árna og Gunnars. Orð Gunnars vora óþörf því vissan um skilning hans, hlýju og samhygð var vís. Ég var svo heppin þegar ég komst til vits og ára að Gunnar móðurbróð- ir minn sýndi mér þann heiður og traust að hringja í mig þegar honum lá mikið á hjarta. Þannig fylgdist ég dálítið með hvað þeir vora að bralla og hafði lúmskt gaman af þessum lífsþyrstu heimsborguram sem létu aldur og heilsu ekki stöðva sig. Síð- ari kona Gunnars, Valdís Halldórs- dóttir eða „Valla mín“ eins og hann nefndi hana einatt, gekk strax í lax- veiðifélagsskapinn og úr varð litríkt tríó. Líkt og Auður kona Árna var - innkoma hennar í líf Gunnars hans lífsgæfa. Eftir skyndilegt fráfall Gunnars var tryggð og vinátta Áma og Auðar henni mikill stuðningur. Sumarið eftir héldu Valla og Árni við hefðinni - þau fóra saman í lax! í blessaðri blindni minni, barna- skap og eigingimi taldi ég mér víst trú um að þeir yrðu eilífir. Svo er - en ekki lengur á hinu, ef svo mætti að orði komast, áþreifanlega tilvera- stigi. Eftir stendur margt sem erfitt er að setja í orð. Þeim á ég báðum mikið að þakka. Þeir sýndu mér leið til að njóta frelsis í flóknu mannlífi. 1 ;r~ Guðsblessanir hefðu, að ég held, í þeirra eyrum hljómað væmnar og vellulegar svo ég vanvirði þá ekki með þeim en hef þær yfir í huganum. Ég þakka þeim ómetanlega sam- fylgd og veganesti m.a. í formi góðra minninga sem ylja, kæta og leið- segja. Inga Steinumi. -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.