Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.05.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. MAÍ 1998 55' FOLK I FRETTUM ERLENDAR Kristján Kristjánsson fjallar um plötuna „Version 2.ff‘ með hljómsveitinni Gar- bage sem kemur út á morgun. SKOSKA söngkonan Shirley Manson er andlit hljómsveitarinn- ar Garbage en breiðskífa þeirra „Version 2.0“ kemur í verslanir á morgun. Rokk og lykkjur TÓNLISTARHEIMURINN geng- ur ekki lengur út á það að Jói spili á gítarinn, Baddi á bassann og Flóki á trommumar og þá er komin hljómsveit. Hann gengur í rauninni ekki heldur út á það að Jói spili á gítarinn og bassann fyrir Badda og Baddi sé látinn syngja. Baddi eða Flóki verða að kunna á tölvu og þeir verða að geta fundið flottar „lúppur“ og „effekta" á meðan Jói dettur inn á góð „gítarriff". Ef þetta er á hreinu og ef frænka hans Flóka er reiðubúin að syngja þá gætu þau allt eins gefið út lag í dag _ og plötu á morgun (ef þau þekkja rétta fólkið). Þannig er því háttað hjá fjór- menningunum í Garbage. Hljóm- sveit, sem er svo til ný á nálinni, og er að gefa út sína aðra breiðskífu á þremur árum sem er beint fram- hald af þeim íyrri og heitir ein- faldlega „Garbage". Hljómsveitin Garbage var stofn- uð árið 1995 með Shirley Manson í fararbroddi sem söngkonu og kyn- tákn. Shirley þessi er alls enginn nýgræðingur í tónlistinni þar sem hún var búin að flakka á milli pönk- sveita síðan hún var fímmtán ára gömul. Utan Shirley eru þrír aðrir þaulvanir tónlistarmenn sem skipa hljómsveitina: Duke Erikson, Steve Marker og Butch Vig. Þeir hafa unnið með hljómsveitum á borð við Nirvana, Smashing Pump- kins, U2 og L7 og koma því úr góð- um skóla. Það eru þeir sem búa til alla tónlist sveitarinnar en Shirley býr hins vegar til melódíurnar. Þein’a helstu smellir hingað til eru lögin „Stupid Girl“, „Queer“ og „Only Happy When It Rains“ en þessi lög er öll að finna á fyrri plöt- unni að ógleymdu laginu „I Would Die For You“ úr myndinni „Romeo And Juliet“. Þótt þessi hljómsveit hafi lítið verið í sviðsljósinu í ís- lensku pressunni þá hefur hún fengið heljar umfjöllun erlendis og var til dæmis tilnefnd til þriggja MTV verðlauna aðeins einu ári eft- ir að hún var stofnuð. Hún var einnig tilnefnd til þriggja Grammy verðlauna í Bandaríkjunum og sem besta nýja hljómsveitin á Bret- landseyjum. Þessar tilnefningar báru þess vitni hversu ferskur blær hljóm- sveitin Garbage var í tónlistarflór- unni. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á tónlist hljómsveitar- innar frá fyrstu plötunni. Þau eru reyndar búin að dulbúa hráleika fyrri plötunnar með aukinni tölvu- vinnslu og það er kannski ein ástæðan fyrir því að þau kalla þessa plötu Version 2,0 sem gjarn- an er notað þegar tölvuforrit eru að koma út í annað sinn. Ferskleiki er það helsta sem ein- kennir Version 2,0 sem má greini- lega heyra í lögum eins og „Speci- al“, „Hammering In My Head“ og „When I Grow Up“ en síðast- nefnda laginu hefði mátt sleppa af plötunni mín vegna. Það er svo ferskt að það minnir helst á útjask- að Bangles-lag í nýrri útgáfu. „Push It“ er fyrsta smáskífan af plötunni og það lag er líklegast val- ið af því það minnir mann hvað mest á „Stupid Girl“. Mín uppáhaldslög eru hins vegar ' „Medication“, sem er nöturleef ball- aða, og „Hammering In My Head“, sem er hraðsteikt rokk með „breakbeat“-kryddi. Þeim hefur líka tekist að halda sama gítar- hljómnum og var á fyrri plötunni. Það má heyra greinilega í mörgum lögum. Það er alltaf gott ef hljómsveitir ná að mynda sinn eigin hljóm. Þýð röddin hennar Shirley, sem svífiir um á plötunni, passar mjög vel við undirspil strákanna og gefur lög- unum skemmtilega heild. Vinnslan á lögunum er hins vegar byggð upp á svipaðan hátt og danstónlist er unnin og það bitnar oft á rokkstemmningunni sem annars ætti að einkenna þessa plötu. Eg mæli ekki með Version 2,0 fyrir alla en þeir sem eru opnir fyr- ir breyttum áherslum í rokkinu munu taka þessari plötu opnum örmum. Ég gef Version 2,0 ein- kunnina 7,0 sem hækkar í 7,5 þeg- ar ég hlusta á hana einn í baðinu mínu. Sumarsprengja Heimsferða ui Benidorm frá kr. 36.932 þaðan sem er örstutt á ströndina og veitinga- og skemmtistaðir allt í kring. Bókaðu strax - aðeins þessi sæti. Verð kr. 36.932 Vikuferð m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, Acuarium II. Verð kr. 39.932 2 vikur m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, Acuarium II. 49.960 Verð kr. M.v. 2 í studio, Acuarium 11, 2 vikur. Gildir í brottfarirnar: 15.júlí 29.júlí 19.ágúst 2.sept. Sértilboö 3. júní 3ja vikna ferð frá aðeins kr. 49.932 Hér færðu bestu kjörin. Heilar þrjár vikur á ótrúlegu verði, aðeins 49.932 m.v. hjón með 2 börn í 3 vikur, eða 59.960.- m.v. 2 í studio á Acuarium. Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600 mmnsxsíEtK HILLUKERFI ODYRARI LAUSN Nýtt öflugt og ódýrara hillukerfi, auðvelt í uppsetningu, engar skrúfur. Fagleg ráðgjöf - leitið tilboða icrJH tahf JBPCNRDr fH Hm Umboðs-& heildverslun Simi BS11091, S530170 www.isold.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.