Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ w. FRÉTTIR Morgunblaðið/Arnaldur SYSTKININ Matthías og Karen Hjartarbörn voru að æfa sig fyrir veiðiferðir sumarsins á Arnarhóli í sólinni í gær. Engum sögum fer af aflabrögðum en þó sögðu þau að nartað hefði verið í og Iík- lega hefði það verið túnfiskur. Morgunblaðið/Golli ÞAÐ ER ekkert betra í hádeginu en að leggja sig í sólinni á Klambratúni. Sumarstemmning í Reykjavík ÞAÐ GERIST ekki oft að tæki- færi gefist til að kvarta undan hita í Reykjavík, en í gær mátti heyra marga andvarpa þegar hitinn fór yfir 18 stig á celsíus-kvarða. Aðrir fögnuðu hins vegar bliðunni eins og sést á meðfylgjandi myndum, sem teknar voru víða í borg- inni. Morgunblaðið/Jim Smart ÞAÐ borgar sig að halda góðu sambandi við umheiminn og bara muna að láta sólina skína jafnt á bæði eyrun. Morgunblaðið/Arnaldur ÞEIR sem áttu leið um Austurstræti í gær gátu séð nýstárlega hreyfilist látbragðsleikara, sem stóð á kassa á Lækjartorgi. > ) I \ i I ) 1 I i ) Menntamálaráðherra á Heimssýningunni í Portúgal Rætt um Evrópustofn- un um hafíð BJÖRN Bjamason menntamálaráðherra og kona hans, Rut Ingólfsdóttir, hófu í gær heimsókn sína til Lissabon í tilefni af Heimssýningunni í Portúgal í blíðskapar- veðri, í yfir 30 stiga hita og sjávargolu. í dag hefst hins vegar þjóðardagur íslendinga sem ráðherrann setur og mun dagskráin hefjast klukkan 9.30 með óperu frú Emih'u. Þar koma einnig fram fjöldi annarra íslenskra listamanna svo sem blásarakvintett, Tjarnarkvartettinn, Kammerhljómsveit Reykjavíkur, Skari Skrípó, og fleiri. Hátíðin stendur yfir í tæpa 12 tíma en henni líkur með flugeldasýningu Aquamatrix þar sem saman fer samspil vatns og elds. Menntamálaráðherra hóf gærdaginn á heimsókn til José Mariano Gago, vísinda- og tækniráðherra Portú- gals. Snerust viðræður þeirra einkum um mikilvæga til- lögu Portúgala um sérstaka Evrópustofnun til að sinna málefnum hafsins. Þar kom fram að hvarvetna er lögð aukin áhersla á skynsamlega nýtingu auðlinda hafsins, en ráðherra lagði áherslu á að fyrir Portúgala og Is- lendinga skiptir það meginmáli að vel og faglega sé að öllum ákvörðunum staðið og ekki sé gengið á hlut smærri ríkja. Eftir þessa heimsókn lá leið menntamálaráðherra í Morgunblaðið/Hólmfríður MIGUEL Ángel Martinez, stjórnarformaður North- South Centre, ásamt hjónunum Rut Ingólfsdóttur og Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. North-South Centre, sem stofnað var af aðildarríkjum Evrópubandalagsins til þess að efla samskipti milli norðurs og suðurs, ýta undir samvinnu og efla upjjlýs- ingaflæði milli norður- og suðurálfu. Miguel Angel Martinez, stjórnarformaður North-South Centre, og Jos Lemmers, framkvæmdastjóri hennar, tóku á móti honum, Sverri Hauki Gunnlaugssyni sendiherra og Karítas Gunnarsdóttur, deildarstjóra í menntamála- ráðuneytinu. Miguel Ángel Martínez lofaði mjög sam- starf íslendinga og Portúgala á alþjóðlegum vettvangi og sagði meðal annars að hann ætti fleiri vini meðal ís- lenskra ráðherra en hjá nágrönnum Portúgala á Spáni. Að lokinni heimsókn á skrifstofur North-South Centre buðu þeir ráðherra til hádegisverðar. Um kvöldið sótti ráðherra og fylgdarlið hans kvöld- verð í boði SÍF í Hotel Méridien. Boðið sóttu einnig ís- lensku listamennimir og helstu viðskiptavinir SIF í Portúgal. * Þrjár stöðuveitingar við sagnfræðiskor HI Heimspekideild valdi Guðmund og Má DR. GUÐMUNDUR Jónsson og dr. Már Jónsson hlutu flest atkvæði í stöður tveggja lektora við sagn- fræðiskor Háskóla íslands á fundi heimspekideildar í gær. Níu sóttu um stöðurnar og voru allir umsækj- endur taldir hæfir. Jafnframt var kosið um tímabundna stöðu prófess- ors við deildina og voru umsækj- endur tveir þeir dr. Loftur Gutt- ormsson og dr. Már Jónsson og fékk Loftur afgerandi kosningu. Samkvæmt lögum Háskóla ís- lands var leitað álits sagnfræðiskor- ar áður en heimspekideild fjallaði um ráðningu í lektorsstöðumar og hlaut dr. Guðmundur Jónsson flest atkvæði, dr. Valur Ingimundarsson var í öðra sæti og dr. Már Jónsson var í þriðja sæti. Að sögn Jóns G. Friðjónssonar, varadeildarstjóra heimspekideildar, eru engin ákvæði í lögum háskólans um hvernig álit sagnfræðiskorar sé veitt en venjulega fari fram at- kvæðagreiðsla. „Nú vora stöðumar tvær og var sá háttur hafður á að greidd vora atkvæði um báðar stöð- urnar samtímis,“ sagði hann. „Það er frávik frá reglunni en ég tel að það sé í alla staði löglegt og ég hef ekkert við það að athuga. Hins veg- ar tel ég að eðlilegra að afgreiða hvora stöðu fyrir sig á fundi heim- spekideildar eins og ávallt hefur verið gert.“ Þegar kosið var um fyrri stöðuna á fundi heimspekideildar var kosið milli allra umsækjenda. Að lokinni forkosningu um íyrri stöðuna fékk enginn umsækjandi hreinan meiri- hluta en dr. Guðmundur Jónsson og dr. Már Jónsson fengu flest at- kvæði. í síðari umferð var kosið á milli þeirra og fékk þá Guðmundur afgerandi kosningu í stöðuna. Sami háttur var hafður á þegar kosið var um seinni stöðuna og fékk dr. Már þá einn meirihluta þannig að ekki þurfti að endurtaka kosninguna. Aðrir sem sóttu um lektorsstöð- umar vora dr. Árni Daníel Júlíus- son, Eggert Þór Bemharðsson cand. mag., Halldór Bjarnason cand. mag., dr. Sigurður Gylfi Magnússon, dr. Vilborg Auður ís- leifsdóttir og dr. Þorleifur Friðriks- son. j j |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.