Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
FRETTIR
MORGUNB LAÐIÐ
VIÐ erum að kanna aðstæður, mættum við aðeins kíkja á pleisið?.
Ársskýrsla Amnesty International
Mannréttindabrot fram-
in í 141 landi á síðasta ári
Morgunblaðið/Jim Smart
FORMAÐUR og stjórnarmenn í íslandsdeild Amnesty International,
frá vinstri: Huld Magnúsdóttir, Jóhanna Eyjólfsdóttir, Guðrún Ólafs-
dóttir formaður, Ásbjörn Ólafsson og Sigurður Einarsson
ÍSLANDSDEILD mannréttinda-
samtakanna Amnesty Intemational
kynnti helstu atriði nýútkominnar
ársskýrslu samtakanna á frétta-
mannafundi en skýrslan í ár er
helguð öllu því fólki sem berst í
þágu mannréttinda.
Stærstu verkefnin á árinu voru
málefni ílóttamanna og mannrétt-
indayfírlýsingin.
I máli Guðrúnar Olafsdóttur, for-
manns Islandsdeildarinnar, kom
fram að eitt af aðalmarkmiðum ís-
landsdeildarinnar í flóttamanna-
herferðinni hefði verið að vekja at-
hygli fólks á aðstæðum flótta-
manna, ástæðum fyrir því að það
leggur á flótta og að þrýsta á ís-
lensk stjómvöld að breyta lögum
þannig að réttur flóttafólks sé
tryggður á íslandi. Hefur íslands-
deildin náð miklum árangri í þeirri
baráttu sinni.
Að sögn Guðrúnar er það hvetj-
andi fyrir félagsmenn þegar starf
þeirra ber árangur og lausn fæst í
einstökum málum sem hópar hér
berjast í, oft ár eftir ár. Sem dæmi
um árangur af starfí deildarinnar
er mál sýrlenskra lækna sem leyst-
ir voru úr haldi en hópur 2 hafði
unnið að því máli í 14 ár.
Samkvæmt ársskýrslunni vom
mannréttindabrot framin í 141
landi á siðasta ári.
Aftökur án dóms og laga vom
framkvæmdar í 55 löndum og
dauðadómum fullnægt í 40 löndum
og í að minnsta kosti 70 löndum
bíða fangar aftöku. Samviskuföng-
um er haldið í fangelsum í 87 lönd-
um og staðfestar heimildir em fyrir
þvðí að pyntingar fari fram í 117
löndum. I 41 landi leiddu slæmar
aðstæður í fangelsum til dauða
fanga. Mannshvörf vora í 31 landi
og í 34 löndum situr fólk bak við lás
og slá eftir óréttláta dómsmeðferð.
í 53 löndum er fólk í haldi án ákæra
og dóms.
I máli Guðrúnar Olafsdóttur kom
fram að mannréttindi era enn virt
að vettugi í mörgum löndum þrátt
fyrir að stjómvöld um alian heim
hafi skrifað undir mannréttindayf-
irlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem
í ár er 50 ára gömul. Samtökin lýsa
áhyggjum yfir afstöðu sumra yfír-
valda til Mannréttindayfirlýsingar-
innar sem reyna að túlka hana á
eigin forsendum.
A meðal þess helsta sem áunnist
hefur í mannréttindamálum á síð-
asta ári er að dauðarefsingar hafa
verið afnumdar í nokkram löndum
og dauðadómum breytt. Á meðal
þeirra landa sem þetta hefur verið
gert er Georgía. í Kína hefur
dauðarefsing yfir ungmennum ver-
ið afnumin.
í Alsír er ástand mannréttinda-
mála slæmt og þykir samtökunum
alþjóðasamfélagið bregðast lítt sem
ekkert við því sem þar fer fram.
I skýrslunni kemur fram að
ástandið í Mið-Austurlöndum er
ekki að skána og samviskufangar
era í haldi í nær öllum löndum þar.
Refsingar í „miðaldastíl" í álfunni
era áhyggjuefni og í Jemen vora til
dæmis tveir fangar teknir af lífi
með krossfestingu á síðasta ári.
í Suður-Ameríku er vitað um illa
meðferð fanga í 20 löndum. Tvær
aftökur vora í álfunni á síðasta ári.
I Bandaríkjunum vora 74 fangar
teknir af lífi og 3300 fangar bíða
þar aftöku.
Kaflinn um Afríku er langur í
ársskýrslunni enda ástand þar víða
slæmt. í Rúanda og Búrúndí halda
fjöldamorð og mannréttindabrot
áfram. Fram kom að pyntingar era
mjög algengar í álfunni og léleg
læknisþjónusta í fangelsum er stórt
vandamál. Eitt aðalvandamálið, að
mati Amnesty, er þó refsileysið.
Islandsdeildin hefúr beitt sér
fyrir bót á því vandamáli og barist
fyrir því að íslensk yfirvöld lýsi op-
inberlega yfir stuðningi við stofnun
óháðs glæpadómstóls og að þau
samþykki 16 atriði sem þurfa að
vera í stofnsamningnum.
Samkvæmt skýrslunni er Island
ekki meðal þeirra landa þar sem
mannréttindabrot hafa verið fram-
in en bæði Danmörk og Sviþjóð
komast á blað, einkum vegna harð-
ræðis lögreglu.
Árþúsundastefna á Þingvöllum
Tekið á þeim
vanda sem ógn
ar mannkyni
APrestastefnu Is-
lands sem haldin
var fyrr í þessari
viku hélt dr. Gerald O.
Barney fyrirlestur þar
sem hann kynnti hug-
mynd sína um að halda
hér á landi alþjóðlega ár-
þúsundastefnu á Þingvöll-
um árið 2000. Þar yrðu
saman komnir helstu trú-
arleiðtogar heims svo og
ýmsir forsvarsmenn al-
þjóðastofnana, stjórn-
mála- og vísindamenn svo
og fjölmiðlafólk sem tæki
á þeim vanda sem að okk-
ur steðjar á nýrri öld og
fyndi leiðir til úrbóta.
Gerald O. Bamey er
stofnandi og forsvarsmað-
ur Millennium Institute í
Bandaríkjunum en það er
stofnun sem fæst við
framtíðarvanda heimsbyggðar-
innar. Hún veitir ríkjum einnig
aðstoð við að gera áætlanir um
sjálfbæra þróun. Stofnunin er 15
ára og tilurð hennar má rekja til
þess að Jimmy Carter þáverandi
Bandaríkjaforseti fól dr. Gerald
O. Bamey að taka saman og rit-
stýra skýrslu um árþúsunda-
skiptin, „Global 2000 Report to
the President".
- Hvers vegpa að halda árþús-
undastefnu á Islandi?
„ísland á að baki einstæða
sögu og skipar alveg sérstakan
sess í samfélagi þjóðanna. Hér
hafa verið haldnir sögulegir fund-
ir þjóðarleiðtoga og íslenska
þjóðin á sér enga óvini.
Um árþúsundaskiptin fagnið
þið einnig þúsund ára afmæli
kristnitöku. Eg hef i starfi mínu
ferðast til 45 landa og hvergi í
heiminum rekist á aðra eins nátt-
úrufegurð og er á Islandi. Það
væri engu líkt að geta haldið
aldamótafund sem þennan á
Þingvöllum."
Gerald leggur áherslu á að það
sé afar nauðsynlegt að nota þessi
tímamót, árið 2000, til að auka
vitund alþjóða samfélagsins um
þær hættur sem að okkur steðja
og ná fram skuldbindingu stofn-
ana til að takast á við þær. Það er
enginn annar staður í heiminum
betur fallinn til þessa fundar en
ísland.“
- Yrði þetta trúarstefna krist-
innamanna?
„Ég legg árherslu á ábyrgð og
forystuhlutverk kristinna manna
í þeim vanda sem blasir við okkur
en hugmyndin er að árþúsunda-
stefnan verði samkoma trúarleið-
toga og einstaklinga sem hafa
getið sér orð fyrir framsýni og
innsæi í þann vanda sem blasir
við alþjóðasamfélaginu.
Þar á ég til dæmis við einstak-
linga á borð við Vaclav Havel for-
seta Tékklands og Gro Harlem
Brandtland fyrrverandi forsætis-
ráðherra Noregs." -------------
-Hver eru helstu Yrði einstakt
vandamál sem al- ag halda slíkan
þjóðasamfélagið mun d á fs|andi
ghma við a næstu ara-
tugum?
„í heiminum búa núna sex
milljarðar manna. Fjórir af
Dr. Gerald O. Barney
► Dr. Gerald O. Bamey er
fæddur árið 1937.
Hann lauk doktorsprófi frá
Háskólanum í Wisconsin og
starfaði við rannsóknir á sviði
umhverfismála, lýðfræði og
orkustefnu við Harvard og MIT.
Hann stofnaði Millennium
stofnunina í Bandaríkjunum ár-
ið 1983 en hún fæst við framtíð-
arvanda heimsbyggðarinnar og
veitir ríkjum ráðgjöf um sjálf-
bæra þróun.
Hann kynnti á prestastefnu
hugmyndir sínar um að halda
hér á landi alþjóðlega árþús-
undastefnu og hefur þegar vak-
ið máls á hugmyndinni við for-
ráðamenn þjóðarinnar.
Eiginkona hans er Carol A.
Bamey og eiga þau þijú böm.
jarðarinnar í okkar notkun, við
höfum aukið koltvísýringsmeng-
un um þrjátíu prósent, eytt um
helmingi allrar jarðolíu heimsins
og nýtt okkur helming aðgengi-
legs yfirborðsvatns á jarðar-
kringlunni.
Þar á ofan er áttundi hluti
plönturíkisins í útrýmingarhættu
vegna okkar og jafnvel enn
stærri hluti dýraríkisins.“
Hann segir að því sé augljóst
að þessa götu getum við ekki
gengið mikið lengur.
- Hvernig er hægt að bregðast
við mannfjöldasprengingunni og
menguninni?
„Við sjáum það í hendi okkar
að vistkerfið þolir það ekki að
þörfum allra jarðarbúa sé full-
nægt. Efnahagslegt réttlæti er
því óhugsandi án annarra ráð-
stafana. En án aukins efnahags-
legs réttlætis er tómt mál að tala
um friðvænlega þróun í alþjóð-
legum samskiptum.
Hann bendir á að lausnin á
mótsögninni felst annars vegar í
sjálfbærri þróun og hins vegar í
hófstillingu. Þriðja atriðið er að
--------- stöðva mannfjölgun-
ina eins fljótt og auðið
er.
- Hvað áttu við með
hófstillingu og sjálf-
bærri þróun?
hverjum fimm lifa í fátækt eða
við þaðan af verri aðstæður.
Haldi þessi þróun áfram munum
við verða 10-12 milljarðar á
næstu öld og níu af hverjum tíu
eyða ævinni í fátækt.
Ef við ætlum að framfæra all-
an þennan fjölda þyrfti hagkerfið
að tífaldast og vistkerfi jarðar-
innar þyldi ekki slíka stækkun. Á
síðustu 50 árum höfum við tekið
30 til 50 prósent af öllu þurrlendi
„Sjálfbær þróun felur i sér að
draga úr auðlindanýtingu og
mengun þannig að ekki sé gengið
á vistkerfi jarðarinnar.
Ef við takmörkum umfram-
notkun okkar á auðlindum jarðar
og jöfnum lífsgæðum væri hægt
að koma þorra jarðarbúa yfir fá-
tæktarmörkin.“
- Verkefnið er stórt.
„Já, það er eitt erfiðasta verk-
efni sem mannfólkið hefur þurft
að takast á við en það er ekki
ómögulegt."