Morgunblaðið - 27.06.1998, Page 14
14 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Hita- og vatnsveita Akureyrar
Rannsóknarholur bor-
aðar í bæjarlandinu
STJÓRN veitustofnana hefur geng-
ið að tilboði frá Alvari ehf. í boranir
á rannsóknarholum, svokölluðum
hitastigulsholum, fyrir Hita- og
vatnsveitu Akureyrar. Um er að
ræða boranir á tveimur til fjórum
300-400 metra djúpum holum á
Laugalandi á Þelamörk og hins veg-
ar 20-35 holum, 50-100 metra djúp-
um, á svæðinu Kjarnaskógi og norð-
ur að Hörgá.
Franz Arnason hita- og vatns-
veitustjóri sagði ráðgert að bora
vítt og breitt um bæjarlandið og of-
an við bæinn norður að Hörgá. „Við
höfum engar vísbendingar en erum
að leita að mögulegum stöðum.“
Niðurdæling eykur
orkumagn og aflgetu
Rannsóknarholurnar á Lauga-
landi á Þelamörk verða boraðar á
þessu ári og hafist verður handa við
borunina frá Kjamaskógi að Hörgá
á árinu. Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir á þessu ári er 5-7 milljón-
ir króna.
Um leið og bærinn stækkar eykst
vatnsnotkunin og eru afltoppar (há-
marksvatnsnotkun) í miklum kulda-
köstum komnir nokkuð nærri afl-
getu veitunnar. N iðurdælingarverk-
efnið í jarðhitasvæðið á Laugalandi
í Eyjafjarðarsveit hefur farið vel af
stað. Þar er bakrásarvatni dælt nið-
ur í holur og er tilgangurinn m.a. að
nýta þann hita sem er í berggrunn-
inum. Reiknað er með að niðurdæl-
ingin auki orkumagn og aflgetu um-
talsvert strax á þessu ári.
í ársskýrslu Hita- og vatnsveitu
Akureyrar kemur einnig fram að
stefnt sé að því að tillögur að nýrri
vinnsluholu liggi fyrir ekki síðar en
árið 2000. Æskilegast væri að fyrir
lægju tillögur að tveim vinnsluhol-
um á mismunandi svæðum, því alltaf
er nokkur óvissa um árangur þrátt
fyrir að undirbúningsrannsóknir
verði öruggari með hverju árinu.
fAðalskipulag Akureyrar
1998—2018
Tillaga að aðalskipulagi Akureyrar 1998—2018 var auglýst samkvæmt
ákvæðum skipulagslaga 14. mars 1998 og rann frestur til að skila athuga-
semdum út 27. apríl. Alls bárust 24 athugasemdir, þar af voru nokkrir
undirskriftarlistar.
Vegna athugasemdanna gerði skipulagsnefnd nokkrar minni háttar breytingar
á skípulagstillögunni. Vegna athugasemda við skipulagðar tengibrautir við
Lundahverfi var götustæði Dalsbrautar sunnan Þingvallastrætis, götusvæði
„Mjólkursamlagsvegar" austan Mjólkursamlags KEA og nýtt götustæði
vestan þess afmarkað sérstaklega og skipulagi þar frestað. Gerðar verða
nánari athuganir á þeim valkostum sem fyrir hendi eru um gatnamál á
svæðinu og þeir bomir saman í samhengi við önnur umferðarmál og
umhverfismál. Bæjarbúum verður gerð grein fyrir framvindu, valkostum,
hugsanlegri framkvæmdaröð og tillögum áður en endanleg tillaga verður
fullmótuð og auglýst sem hluti af aðalskipulagi Akureyrar 1998—2018.
Bæjarstjóm Akureyrar tók tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 1998—2018
meö ofan nefndum breytingum til lokaumræðu á fundi sínum 19. maí sl. og
var hún samþykkt samhljóða. Tillagan hefur verið send Skipulagsstofnun og
umhyerfisráðherra til staðfestingar.
Bókun bæjarstjómar um athugasemdif og afgreiðslu þeirra hefur verið send
þeim sem gerðu athugasemdir við skipulagstillöguna en einungis einum
fulltnáa hvers undirskriftalista,
Skipulagsstjóri Akureyrar.
Fyrirlestur
um skrímsli
HARALDUR Ingi Haraldsson, for-
stöðumaður Listasafnsins á Akur-
eyri, flytur fyrirlestur fyrir erlenda
ferðamenn í Deiglunni í Kaupvangs-
stræti kl. 13 næstkomandi þriðju-
dag, 30. júní. Verður hann fluttur á
ensku og heitir „Icelandic monsters
og mythical beasts“. Verð er 1.200
krónur. Fyrirlesturinn er á vegum
Sumarháskólans á Akureyri.
Sama dag stendur Sumarháskól-
inn fyrir námskeiði í jurtatínslu og
ullarlitun við Glerá sem Guðrún
Hadda Bjarnadóttir hefur umsjón
með. Mæting er við Háskólann á
Akureyri, Sólborg, kl. 18. Gott væri
ef fólk gæti komið með pott og prím-
us en einnig flýtir það fyrir ef búið
er að tína einhverjar jurtir, t.d.
njóla, elftingu, lúpínu og birkilauf.
Verð er 1.800 krónur og þátttöku á
að skrá í háskólanum.
--------------
Áhyggjur af bú-
fénaði á vegum
ATVINNUBÍLSTJÓRAR á lands-
byggðinni hafa miklar áhyggjur af
því hversu mikið af búfénaði er við
og á þjóðvegum landsins. Ragnar
Karlsson, bflstjóri á Akureyri, er
einn þeirra mörgu sem aka um
þjóðvegina flesta daga vikunnar.
Hann sagði ástandið mjög alvarlegt
og bílstjórar væru orðnir lang
þreyttir.
Ragnar sagði mikið um lausa
hesta við þjóðveginn og ástandið
væri sérstaklega slæmt í Norðurár-
dalnum.
Þá gera kindur bílstjórum lífið
leitt á svæðinu frá Blönduósi og upp
í Vatnsskarð og einnig í Vatnsdaln-
um. Ragnar sagði bílstjóra allt of
oft hafa orðið fyrir því að aka á
kindur og eitthvað þyrfti að gera
áður en alvarlegt slys hlytist af.
Morgunblaðið/Kristján
EKIÐ var á kind og tvö lömb í
Víkurskarði um helgina. Hér
hjóla erlendir ferðaiangar hjá.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Spilað í miðnætursól
FRÆNDURNIR Björgvin Þor-
steinsson og Björn Axelsson, Golf-
klúbbi Akureyrar, og Bandaríkja-
maðurinn Tyler Erickson voru
efstir eftir fyrri keppnisdag og 18
holur af 36 á Arctic-Oþen-miðnæt-
urgolfmótinu á Akureyri. Þeir
léku á 72 höggum.
Alls taka tæplega 140 kylfíngar
þátt i mótinu og þar af um 35 er-
lendir spilarar, víðs vegar að úr
heiminum. Veðrið lék við kylfing-
ana og sólin sýndi sig vel í kring-
um miðnættið í fyrrinótt. Áttú
margir erlendu kylfingarnir ýart
orð til að lýsa þeirri sýn sem fyrir
augu þeirra bar. Kylfingarníf hófu
leik að nýju seinni partinn í gær en
mótinu lauk undir morgun. I kvöld
fer fram verðlaunaafhending í
iokahófí mótsins í golfskálanum að
Jaðri.