Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNB LAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 21 AT&T KAUPIR TCI Símarisinn AT&T kaupir kapalsjónvarpsrisann TCI með hlutabréfaskiptum upp á 48 milljarða Bandaríkjadala Langlínu- útvarps- og netþjónusta AT&T verður sameinuð kapal-, fjarskipta- og netfyrirtækjum TCI og stofnað verður nýtt dótturfyrirtæki, AT&T Consumer Services. TEKJUR, milljónir dollara: 0 10 20 30 40 50 60 70 1997 1 i i i i 1996 TT 1 '• 1 1 1 1 1995 ■■■= , ■ - 1 1994 i ~r i i 1993 i i i f~lTCI QATST 80 HAGNAÐUFVTAP FYRIR SKATTA: Milljónir dollara: -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 Rússneskt tilboð í úkraínskt súrálver Moskvu. Reuters FJORAR rússneskar álbræðslur hafa samþykkt að koma á fót verk- efnasamtökum til að bjóða í hlut í Mykolayiv súrálverinu í Úkraínu (MHZ) samkvæmt heimildum í Moskvu. Samtökin nefnast Ukrainski Gl- inozyom og að þeim standa Kra- snoyarsk, Bratsk, Novokuznetsk og Volgograd álbræðslurnar. Önn- ur rússnesk álbræðsla, Irkutsk Aluminium, Kazakstan álfyrirtæk- ið og umsvifamikill vestrænn súrálsframleiðandi kunna að ganga í samtökin. Reiðubúinn að fjárfesta fyrir 200 milljónir dollara I apríl ákvað Sibirskiy Alu- miniy-hópurinn, þar á meðal þriðji helzti álframleiðandi Rússlands, Sayansk, að bjóða í Mykolayiv. Hópurinn kvaðst reiðubúinn að fjárfesta í úkraínska verinu fyrir 200 milljónir dollara. í lok apríl sagði Oleksandr Bondar, þá starfandi formaður úkraínsku einkavæðingamefndar- innar, að nefndin hefði komizt að samkomulagi við MHZ um að selja 17% og 13% hlutabréfa í verinu í tveimur útboðum. Síðan stöðvaði þingið einkavæðingu versins. Úkraínustjórn ákvað í febrúar að halda í þrjú ár 26% hlut í ver- inu, sem getur framleitt eina millj- ón lesta af súráli á ári. Starfsmenn eiga rétt á 30,97% hlutabréfa, stjóm versins 5% og um 3,5% hafa þegar verið seld. Súrálframleiðsla Mykolayiv hef- ur frá gamalli tíð verið seld inn- lendum viðskiptavinum og er 20% rússneska markaðarins. VIÐSKIPTI____________ Enn dýrast að búa í borgum Japans London. Reuters. ENN er dýrast að búa í borgum Japans fyrir útlendinga búsetta er- lendis þrátt fyrir veikleika Japans samkvæmt könnun brezku upplýs- ingaþjónustunnar Economist In- telligence Unit. Tókýó og Osaka tróna enn í efstu sætum þessarar könnunar um framfærslukostnað víðs vegar í heiminum, en Hong Kong hefur skotizt upp í þriðja sæti. Ósló er enn dýrasta borg Evrópu og fjórða dýrasta borg heims, en Ziirich fylg- ir fast á eftir. Vegna styrkleika pundsins hefur London færzt upp í 6. sæti úr 14. sæti fyrir ári og ekki verið eins of- arlega á blaði í 20 ár. Moskva hefur hrapað úr 4. sæti í 10. sæti, en í engri borg Evrópu er ódýrara að búa en í Búdapest, þar sem meðalverð er helmingi lægra en í New York. New York er dýrasta borg Bandaríkjanna og hefur færzt upp í 16. sæti úr 22. sæti íyrir ári. Beztu kjör í heiminum fást í Djakarta, þar sem kostnaður hefur hrunið um leið og rúpían. Af þeim 119 borgum, sem könnunin nær til, er hvergi eins ódýrt að búa og í Djakarta og er meðalverð þar inn- an við þriðjungur meðalverðs í Tókýó. Hér fer á eftir listi yfir þær borg- ir heims, þar sem dýrast er að búa (tölur frá því í fyrra innan sviga): 1. Tókýó (1), 2. Osaka (2), 3. Hong Kong (5), 4. Ósló (3), 5. Ziirich (6), 6. London (14), 7. Libreville (6), 8. París (6), 9. Genf (10) 10. Moskva (4). Hjá okkur er allt í blóma Leiðin í Mörk Opnunartímar: Virka daga kl. 9-21 Umhelgarkl. 9-18 GROÐRARSTÖÐIN STJÖRNUGRÓF18, SÍMI581 4288, FAX 581 2228 Sækið sumarið til okkar • í»riú fræðslurit bíoa ykkar Glæsileg veggspjöld, um skrautrunna, lauftré og barrtré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.