Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.06.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 VIÐSKIPTI UR VERINU MORGUNB LAÐIÐ Samvinnuverkefni NOPUS og norrænu ráðherranefndarinnar Skoða gæðasijómun í félagsþjónustu AUKIÐ upplýsingaflæði og bætt þjónusta er yfirskrift tveggja ára þróunar- og rannsóknarverkefnis á vegum NOPUS og norrænu ráð- herranefndarinnar sem snýr að út- tekt á gæðastjórnun í félagsþjón- ustu á Norðurlöndum. Tveir verkefnisstjórar, Grétar Þór Eyþórsson og Daninn Bern- hard Jensen, hafa verið ráðnir til að hafa umsjón með rannsókninni sem kostar um 25 milljónir króna og áætlað er að ljúki um aldamót- in. Fimm sjálfstæð verkefni Megininntak rannsóknarinnar er að kanna og þróa gæðastjórnun fé- lagsþjónustu á Norðurlöndunum út frá sjónarhóli notenda, bæði þeirra sem hana þiggja og einnig sem hana veita, þ.e. fagfólks í greininni. Að sögn þeirra Grétars og Bem- hards byggist verkefnið á fimm sjálfstæðum tilraunaverkefnum í jafnmörgum löndum, flestum á veg- um einhvers eins sveitarfélags. í Noregi verða t.a.m. gerðar reglulegar kannanir á viðhorfi not- enda félagsþjónustu hjá sveitarfé- laginu í Halden og niðurstöðurnar hafðar til hliðsjónar við endurbætur á þjónustunni. Mjög svipað ferli á sér stað í Degerfors í Svíþjóð að því undanskildu að þar verður lögð megináhersla á bamavemdarmál. Bernhard Jensen eru verkefnis- stjórar í rannsókn NOPUS og norrænu ráðherranefndarinnar á gæðastjórnun í félagsþjónustu á Norðurlöndum. Málefni barna verða einnig megin- inntak í verkefni Finna, sem unnið verður í Helsingfors, og í Dan- mörku verða táningar sem vistaðir hafa verið á unglingaheimilum spurðir um viðhorf sitt til þess að- draganda sem þeir telja hafa leitt til vistunarinnar. Verkeftiið þrískipt á Islandi Hér á landi verður rannsóknin unnin á þremur stöðum. Svæðis- skrifstofa fatlaðra á Reykjanesi hyggst kanna viðhorf skjólstæðinga sinna til þeirrar þjónustu sem stofn- unin veitir. A Akureyri verður unn- in rannsókn á viðhorfi þiggjenda heimaþjónustu þar til umgjarðar þeirrar starfsemi og í Kópavogi stendur einnig til að vinna rannsókn sem mun að öllum líkindum snúa að málefnum bama. Grétar bendir á að það sé ekld á nokkum hátt tilgangur verkefnisins að skera úr um hvort félagsþjónusta á viðkomandi stað sé góð eða slæm, heldur fyrst og fremst að miðla upplýsingum á milli landanna og gera þeim sem að þessum málum koma færi á að tileinka sér aðferðir kollega sinna, sem talið er að geti stuðlað að jákvæðri þróun félags- þjónustu á viðkomandi stað. Það verður m.a. gert með útgáfu frétta- bréfs á fjögurra mánaða fresti auk þess sem unnið er að uppsetningu heimasíðu á Intemetinu þar sem hinum rösklega 2.000 sveitarfélög- um á Norðurlöndunum gefst kostur á að verða aðili að öflugu og gagn- virku upplýsingakerfi. Hornafjörður semur við Landsbankann Langtíma- fjármögn- un upp á 75 millj. HORNAFJARÐARBÆR hefur samið við Landsbanka íslands um lánsfjármögnun á 75 milljóna króna skammtíma- láni. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu er um að ræða verð- tryggð skuldabréf til 10 ára sem greiðast árlega. Fjár- mögnunin var boðin út meðal innlendra banka og verðbréfa- fyrirtækja. Gengið var að til- boði Viðskiptastofu Lands- bankans sem þótti hagstæðast en ávöxtunarkrafa skuldabréf- anna er 5,19% auk verðtrygg- ingar. Minnkar ijármagnskostnað bæjarfélagsins Ásta Guðmundsdóttir, fjár- málastjóri Horaafjarðarbæj- ar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að ráðist hafi verið í umrætt útboð í kjölfar þeirra skammtímalána sem tekin voru við stækkun Hafnar- skóla á síðasta ári. „Upphaf- lega stóð til að fjármagna framkvæmdimar með sölu á hlutabréfum bæjarins í Bor- gey, en það gekk ekki eftir. Því var farin sú leið að taka skammtímalán sem nú hefur verið breytt í langtímalán með samningnum við Lands- bankann. Þetta minnkar fjár- magnskostnað bæjarfélagsins verulega auk þess sem ákvæði í samningnum gera okkur kleift að greiða bréfin upp að fullu frá og með árinu 2001, þróist vaxtakjör með þeim hætti að slíkt verði hag- kvæmt“. w ^ Nýkaup með þráð- laust upplýsingakerfi KRÓLI, verkfræðistofa ehf. og Nýkaup hf. hafa gert með sér samning um þráðlaust net- og handtölvukerfí. Um er að ræða nýja kynslóð handtölvubúnaðar frá bandaríska fyrirtækinu Sym- bol Technologies Inc. Á með- fylgjandi mynd má sjá þá Þórar- in Kópsson, sölu- og markaðs- stjóra Króla og Magnús Ólafsson, fjárinálastjóra Nýkaups (t.h. handsala samninginn f góða veðrinu að viðstöddum Sverri Arasyni rafmagnstæknifræðingi. Symbol er í fararbroddi á sviði þráðlausra netkerfa og strika- merkjatækni að því er segir í fréttatilkynningu frá Króla. Með þessari tækni er notandanum gert kleift að tengjast upplýs- ingakerfi fyrirtækisins þráðlaust og vera þannig í beinu sambandi við dagleg störf, s.s. við pantanir, móttöku, vörutalningu og verð- lagseftirlit svo fátt eitt sé nefnt. „Hagræðið fyrir starfsfólk okkar er verulegt. Það mun vinna beintengt við upplýsinga- kerfi fyrirtækisins þegar varan er handleikin. Þessi vinnubrögð tryggja enn betra eftirlit með verði, birgðastöðu og öðrum þáttum og við teljum okkur geta veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu með þessum hætti,“ segir Finnur Árnason, fram- kvæmdastjóri Nýkaups hf. Þessi lausn frá Symbol, sem nýtir sér strikamerkjatæknina, er byggð á samvinnu milli starfs- manna Króla og hugbúnaðarfyr- irtækisins Strengs hf., sem hafa samhæft hug- og vélbúnað og tengt hann við upplýsingakerfin Navision Financial og Fjölni. Samningurinn við Nýkaup er einn hinn stærsti sem Króli, verkfræðistofa ehf. hefur gert. TUNU GR 1895, áður Guðmundur VE, kemur til hafnar í Eyjum eftir að hafa verið skráð undir grænlenskum fána. Guðmundur VE til Grænlands Veiðir loðnu úr grænlenskum kvóta Vestmannaeyjum - Nótaskipið Guðmundur VE er komið undir grænlenskan fána og ber skipið nú nafnið Tunu GR 1895 og heimahöfn þess er Ammassalik. Að sögn Sigurðar Einarssonar, framkvæmdastjóra ísfélags Vest- mannaeyja, sem átti Guðmund, hef- ur skipið verið selt til grænlensks útgerðarfélags sem ísfélagið á stór- an hlut í. Grænlenska útgerðarfé- lagið á því nú og gerir út tvö skip til nótaveiða, Guðmund og Ammasat. Sigurður sagði að tilgangurinn með sölunni á Guðmundi til Græn- lands væri að láta hann fiska loðnu úr grænlenskum hluta loðnukvótans. Kvað hann það óráðið hvort skipið kæmi aftur undir íslenskan fána síð- ar, reynslan af þessari útgerð yrði metin og ákvarðanir teknar í fram- haldi af því. Eins og staðan væri nú, væra ekki uppi nein áform um slíkt. Um helmingur áhafnar Tunu verður grænlenskur en hinn helm- ingurinn verður úr áhöfn Guðmund- ar. Sigurður sagði, að þurft hefði að segja upp mönnum vegna þessara breytinga á rekstri skipsins þar sem Grænlendingar yrðu að vera í áhöfninni en ísfélagið hefði leitast við að finna önnur störf handa þeim og eins myndu einhverjir verða í af- leysingum á Tunu. Hann sagði að skipstjórinn á Tunu yrði græn- lenskur, enda yrði svo að vera, en Snorri Gestsson, sem verið hefur skipstjóri á Guðmundi, yrði þó áfram á skipinu. Sigurður sagði að sér fyndist spennandi það verkefni sem þeir væra að leggja í með þessu. Þama væri verið að koma á samstarfí í fiskveiðum milli Grænlendinga og íslendinga. Með þessu væri Græn- lendingum hjálpað við að ná sínum hluta úr loðnukvótanum og sagðist Sigurður telja að þetta samstarf yrði því hagstætt bæði fyrir Græn- lendinga og Islendinga. Bræla á Vestfjörðum - „Majorka“ á Suðurnesjum BRÆLA hefur verið á miðunum úti fyrir Vestfjörðum allar götur síðan á fimmtudag. Bátar hafa ekki verið á sjó og menn eru að verða „pirrað- ir“, eins og karlamir á hafnarvog- inni í Bolungarvík sögðu í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það var mjög gott fiskerí, en síðan á fimmtudag hefur bara verið skæl- ingur og enginn á sjó,“ sögðu þeir. Það er eitthvað annað en á Suður- nesjum þar sem árferðinu var lýst sem „Majorka" af Sverri hafnar- stjóra í Grindavík og veiðin í takt við það, frábær. „Það er búin að vera bræla í heila viku og það eina sem hér hefur ver- ið í gangi er að einn snurvoðarbátur hefur verið að skælast eitthvað úti í firði og Stundvís landaði 2 tonnum í gær,“ sagði Úlfar á hafnarvoginni á Flateyri. Hann sagði að áður en leiðindin brastu á, hefði verið ríf- andi veiði og „allt fullt af fiski“. Til dæmis hefði Aðalvíkin verið full af þorski, alveg upp í sand og sömu sögu væri að segja úr Önundarfirð- inum, þar væra torfur af þorski inn með öllum firði. Úlfar sagði það auka erfiðleika fiskibátanna á svæð- inu, að stórstreymt væri og minnstu bátarnir myndu eiga í vandræðum við slíkar aðstæður, jafnvel þótt logn væri. Skel á skel Kúfiskbáturinn Skel er betur bú- inn en hinir venjulegu fiskibátar á þessum slóðum og hefur skipinu verið haldið til veiða þrátt fyrir bræluna. Að sögn Ulfars hefur Skel gengið vel og í síðustu viku var skipið t.d. með 190 tonn af kúfiski. Skel landar á Flateyri. Mokveiði Grindavíkurbáta „Hér hefur tíðin verið eins og á Majorka. Það hefur verið óvenju- lygnt í allt vor og það sem af er sumri og saman hefur farið mikil og góð veiði,“ sagði Sverrir Vilbergs- son hafnarvörður í Grindavík í gær. Hann sagði trollbátana Oddgeir og Vörð vera í stöðugu moki. Þeir héldu sig mest í kring um Eldey og fylltu sig á einum til tveimur dögum og lönduðu þá 40 til 50 tonnum af vænum þorski. „Það er alltaf kropp hjá línubátunum og þeir hafa h'ka verið að fá töluvert af karfa,“ bætti Sverrir við. Rólegt í Sandgerði Karl Einarsson hafnarvörður í Sandgerði sagði rólegt á staðnum þessa dagana. Snurvoðarbátamir væra hættir og togaramir annað- hvort á rækju eða seldir. „Það eru handfærabátamir sem halda hlut- unum gangandi héma nú um stund- ir,“ sagði Karl. Hann sagði snurvoð- arbátana fara í Faxaflóann 15. júlí, en þá lönduðu þeir í Keflavík. „Það hefur annars verið góð veiði í allt vor og það sem af er sumri. Mest þorskur. Menn hafa verið að leita töluvert að ufsa, en það er lítið af honum og ýsa sést lítið. Menn eru að fá þetta víða, sumir fara bara hálftíma út, aðrir lengra."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.