Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 25 Clinton hælir lýðræðistil- raun í kínverskum þorpum Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti skoðaði í gær terrakotta-Ieirstyttur frá dögum Qin-keisaradæmisins í Kína. Enginn árangur af ferð Hol- brooks RICHARD Holbrook, sendi- fulltrúi Bandaríkjastjórnar á Balkanskaga, varaði við því í gær að svo gæti farið að NATO flýtti áætlunum sínum um hernaðaraðgerðir vegna deil- unnar um Kosovo enda hefði fjögurra daga ferð hans til Jú- góslavíu engan árangur borið. „Báðir deiluaðilar ættu að vera meðvitaðir um það að næstu meiriháttar átök milli þeirra geta haft sorglegar afleiðing- ar,“ sagði hann. Norðmenn greiða skaða- bætur STJÓRNVÖLD í Noregi ákváðu í gær að greiða þeim sem komust lífs af úr helför- inni, afkomendum þeirra og stofnunum Gyðinga andvirði rúmlega 4,5 milljarða íslenskra króna í skaðabætur. Aud-Inge Aure dómsmálaráðherra segir að Noregur eigi að taka á sig hluta ábyrgðarinnar á því sem gerðist í landinu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Með þessu verða Norðmenn fyrstir þeirra þjóða sem hernumdar voru af Þjóðverjum til að greiða Gyðingum skaðabætur. Papala skot- inn í Varsjá MAREK Papala, fyrrum yfir- maður pólsku lögreglunnar, var skotinn til bana þar sem hann sat í bíl fyrir utan heimili sitt í Varsjá á fimmtudags- kvöld. Papala, sem hafði lagt sig fram um að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi, var leystur frá störfum í janúar og var sagður í þann mund að taka við starfi á vegum Sam- einuðu þjóðanna. „Ein þjóð“ valdalaus VERKAMANNAFLOKKN- UM hefur loks tekist að mynda samsteypustjóm í Queensland í Astralíu og þar með útiloka að Ein þjóð, flokkur Pauline Hanson, komist þar í lykil- stöðu. Líbýa óttast árás LÍBÝUSTJÓRN ásakaði í gær stjórnvöld í ísrael og Banda- ríkjunum um að undirbúa árás á landið. I yfirlýsingu stjórnar- innar segir að ríkin tvö standi í þeirri meiningu að Líbýa hafi komist yfir gereyðingarvopn frá Irökum en að það sé al- rangt. Hague á sjúkrahús WILLIAM Hague, leiðtogi stjómarandstöðunnar í Bret- landi, gekkst í vikunni undir aðgerð þar sem stíflaðar ennis- holur voru hreinsaðar. Hague hefur að undanfömu þjáðst af flensu. Peking. Reuters. KÍNVERSK stjórnvöld hafa lítið umburðarlyndi gagnvart pólitískum hópum og einstaklingum er setja sig upp á móti stefnu Kommúnista- flokksins. Fjölmiðlar lúta ströngum aga og meira að segja pólitískar um- ræður á netinu em ritskoðaðar. Bill Clinton Bandaríkjaforseti heimsótti hins vegar í gær þorpið Xia He, eitt hundrað þúsunda smá- þorpa þar sem undanfarinn áratug hefur verið gerð tilraun með lýðræð- islegt stjómarfar á sveitarstjórnar- stigi og frjálsar kosningar. ,Árang- ur ykkar sýnir umheiminum öllum hverju staðbundið lýðræði hefur skilað Kína,“ sagði Clinton er hann ávarpaði þúsund þorpsbúa er höfðu safnast saman til að hlýða á hann í Xia He. Þá settust Clinton og eiginkona hans, Hillary, niður með sex þorps- búum og ræddu þær breytingar sem orðið hefðu með auknu lýðræði. Vora þorpsbúar á því að flestar breytingamar væra til batnaðar. Þrátt fyrir að Clinton hafi hælt þessari lýðræðislegu tilraun nær lýðræðið einungis til hluta stjórn- kerfisins, jafnvel í smáþorpum. Ein- ungis fulltrúar í þorpsráði og þorps- formaður era kosnir beinni kosn- ingu. Fulltrúar Kommúnistaflokks- ins, er fara með hin raunveralegu völd, þurfa ekki að leggja verk sín í dóm kjósenda. Bandarískir sérfræðingar, sem fylgst hafa með kosningum í kín- verskum þorpum undanfarin ár, ít- reka þó að þetta sé ekki einungis bragð til að slá ryki í augu Vestur- landabúa. Um alvarlega tilraun sé að ræða er hafi skilað merkilegum árangri. Frjálsar kosningar fara nú fram í 60% hinna 930 þúsund þorpa Kína en ekki hefur enn verið reynt að taka upp svipaðar aðferðir í stór- borgum landsins. Vegna takmark- aðrar fjölmiðlaumræðu vita jafn- framt fæstir borgarbúar af því sem Reuters Allir látnir SUÐUR-KÓRESKIR hermenn bera á land eitt níu líka sem fundust um borð í norður- kóreskum kafbáti í hafnarborg- inni Donghae í S-Kóreu í gær. S- Kóreumenn tóku kafbátinn, sem talinn er hafa verið í njósnaleið- angri, fyrr í vikunni, en hann sökk er verið var að draga hann til hafnar. FuIItrúar S-Kóreu sögðu í gær að allir í áhöfninni hefðu verið skotnir og svo virtist sem þeir hefðu fyrirfarið sér. Talsmaður s-kóreska hersins sagði að af skotsárunum að dæma hefðu ekki aliir áhafnar- meðlimirnir verið sáttir við þessi endalok. Útlit væri fyrir að fjórir þeirra hefðu skotið hina fimm og síðan framið sjálfsmorð. Um borð í kafbátnum hefðu fundist tveir Kalashnikov-rifflar, tvær vél- byssur, tvær skammbyssur, tvær handsprengjur og færanlegur rakettuskotpallur. verið hefur að gerast í sveitum landsins. Robert Pastor, sem íylgst hefur náið með tilrauninni fyrir hönd Carter-stofnunarinnar, segir vís- bendingar um að stjórnvöld í Peking hafi hug á að reyna kosningar í kín- verskum borgum. Vestrænir stjórn- arerindrekar segja að markmið Kín- verja með frjálsum kosningum sé ekki fyrst og fremst að auka lýðræði heldur líti þeir svo á að kosningar séu besta vopnið í baráttunni gegn spillingu. Fjölmiðlar fáorðir Viðbrögð kínverskra fjölmiðla við heimsókn Clintons einkenndust af varkárni og umfjöllun þeirra byggð- ist á staðlaðri forskiift. Dagblað al- þýðunnar, málpípa kínverskra stjórnvalda, sagði frá komu Banda- ríkjaforseti á forsíðu en birti jafn- framt fréttir af ýmsum öðram mál- efnum, s.s. baráttunni gegn eitur- lyfjum og herferð til að auka sam- kennd í samfélaginu. Stærsta fyrir- sögn síðunnar var með frétt af mál- efnum æskulýðsfylkingar Kommún- istaflokksins. Flest önnur blöð fjöll- uðu um heimsóknina á þann hátt sem hefð er fyrir í Kína þegar opin- berar heimsóknir era annars vegar. Greint er frá komutíma hinna opin- beru gesta, nöfnum þeirra er vora í föruneyti Clintons og í hópi kín- verskra embættismanna er tóku á móti honum. Lítið var vitnað í ræðu Clintons en öll blöð tóku fram að þetta var fyrsta heimsókn Bandaríkjaforseta í áratug. Enginn fjölmiðill minntist þó á atburðina á Torgi hins himneska friðar í því sambandi. Tævanar órólegir Málefni Tævans komu einnig til umræðu á fyrsta degi Kínaheim- sóknar Clintons og grannt er fylgst með heimsókninni á Tævan. Banda- ríkjastjórn rauf stjórnmálasamband við Tævan í kjölfar þess að sam- skipti vora tekin upp við Kína árið 1972. Samstarf þjóðanna hefur þó áfram verið náið. Óttast sumir Tævanar samt sem áður að Banda- ríkjamenn muni nota Tævan sem skiptimynt í samningaviðræðum við Kína um aukin samskipti. „Clinton er greinilega að reyna að koma sér í mjúkinn hjá Jiang Zemin [Kínaforseta]. Það væri bamalegt að treysta á Bandaríkjamenn. Þeir munu velja þá leið er hentar þeirra hagsmunum best,“ sagði einn fjöl- margra Tævana er höfðu safnast saman til mótmælafundar við Bandarísku stofnunina í Tapei. Clinton lýsti því yfir við frétta- menn í Kína í gær að stefna Banda- ríkjanna væri óbreytt og að svo yrði áfram. GRIPIÐ TÆKIFÆRIÐ! TVÖFALDUR McOstborgari m,-h Lokadagur 9. júlí. ? m McDonaias Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.