Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 29
/
A lager,
á kassa,
í kjötborði og
nú forstjóri
Hann stendur á þrítugu og var í
síðustu viku ráðinn forstjóri Hagkaups,
Nýkaups og Bónuss. Guðbjörg R.
Guðmundsdóttir fór með Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni út að borða í vikunni.
ÚTI AÐ BORÐA MEP
JÓNI ÁSGEIRI JÓHANNESSYNI
JÓN ÁSGEIR Jóhannesson forstjóri Hagkaups, Nýkaups og Bónuss.
Morgunblaðið/Golli
V'IÐ förum auðvitað á
Hard Rocksegir hann
og kæfír strax athuga-
semd mína um að erfítt
verði að halda þar uppi
samræðum undir háværri tónlist og
segist munu sjá til að lækkað verði
niður í henni. „Hvað segirðu um að-
eins rólegri stað?“ spyr ég afar var-
færnislega í símann. En það verður
engu tauti við hann komið og á því
er skýring. Þeir feðgar hafa um
skeið átt 70% hlut í Hard Rock og
hann er stoltur af staðnum sínum.
Það fer ekki milli mála að Jón
Ásgeir er fastagestur þar sem hann
lítur varla á matseðilinn en pantar
„Sunset strip“-kjúklingabringur
með bakaðri kartöflu og frönskum
kartöflum og vill fá kók í glerflösku
með og kokkteilsósu. Maður er nú
ekkert að gera sér leik að því að
auglýsa fáfræði sína um matseðil-
inn svo ég flýti mér að biðja þjón-
inn um það sama nema ég sleppi
frönskum og ‘ kokkteilsósu.
„Heyrðu, við ætlum að fá beinlausa
kjúklingavængi í forrétt," bætir
hann við og ég kinka kolli til sam-
þykkis.
Er ekki matargat
Jón Asgeir lítur á blaðið sem ég
er að pára á og spyr hvort ég ætli
nokkuð að láta hann líta út eins og
matargat á síðum Morgunblaðsins
þótt hann panti bæði franskar kart-
öflur og bakaða kartöflu og bætir
við að ástæðan sé sú að hann borði
ekkert í morgunmat. „Eg byrja á
morgnana að æfa í World Class og
drekk síðan vatn fram að hádegi, en
þá borða ég líka vel.“
Jón Asgeir hefur frá upphafí,
ásamt föður sínum, stýrt Bón-
usverslununum, sem hafa verið
ímynd lágs vöruverðs í bráðum tíu
ár. En hvað nú? Er hjartað hætt að
slá með Bónusi með tilkomu Ný-
kaups?
„Nei, því fer fjarri, hjartað slær
enn með Bónusi, enda byggðum við
það fyrirtæki upp frá grunni.
Margt úr rekstri Bónusbúðanna
kemur til með að nýtast okkur í
þessum rekstn sem ég er nú að
takast á við. Ég hef verið að ein-
falda yfírbyggingu fyrirtækjanna
eins og hefur verið stefíian í Bónusi
frá upphafi. Við höfum lækkað verð
á um 7.000 vöruliðum í Hagkaupi
og verðið í Nýkaupi er það sama og
var í Hagkaupi fyrir breytingar."
Breyttar áherslur
í vöruvali Nýkaups
-Það kom illa við marga neyt-
endur að á einni nóttu breyttust
fímm Hagkaupsbúðir í Nýkaup,
ódýru gulu vörurnar hurfu úr hill-
unum en aðrar urðu breytingarnar
ekki nema að verðið lækkaði ekki
eins og í Hagkaupi. Margir fullyrða
að það hafi jafnvel hækkað til
muna.
„Neytendur munu sjá breyting-
ar, það tekur bara tíma. Við mun-
um leggja áherslu á þjónustu í Ný-
kaupi og nú er til dæmis opið til
klukkan 21 alla daga vikunnar. A
næstu vikum munu viðskiptavinir
sjá miklar breytingar á ávaxta- og
grænmetistorgum Nýkaups. Við
verðum með rauðustu eplin, fersk-
ustu jarðarberin, glænýjar kartöfl-
ur og svo framvegis. Þar munu við-
skiptavinir einnig geta keypt nýj-
ungar, við buðum um daginn upp á
ferskan sverðfísk og verðum í
næstu viku með eitthvað óvænt á
grillið. Þá er ný lína væntanleg í
Nýkaup þar sem boðið verður upp
á mjög vinsælar vörur á lægra
verði. Við munum líka bjóða ýmsa
ferska rétti sem eru tilbúnir í ofn-
inn eða á pönnuna og svo erum við
búnir að setja upp matarbari í öll-
um Nýkaupsverslunum.“
-Verðið á heita matnum hefur
hækkað!
„Við vorum með kynningarverð á
heita matnum en nú er hann seldur
á venjulegu verði.“
- Hvað með aðra matvöru. Hefur
hún hækkað í Nýkaupi?
„Nei, verðið er óbreytt frá því
sem var í Hagkaupi fyrir breyt-
ingu.“
- Þið eruð með sameiginleg inn-
kaup. Mun Bónus þá selja þriðja
flokks grænmeti, Hagkaup annars
flokks og Nýkaup fyrsta flokks?
„Nei, þjónusta og úrval er það
sem viðskiptavinir munu aðallega
sækja í Nýkaup svo og meira úrval
af ferskri vöru en í hinum búðun-
um. Neytendur eiga að geta af-
greitt sig sjálfir í Hagkaupi og Bón-
usi og fengið í staðinn hagstæðara
verð.“
Grillar kjúkling
- Ertu mikið fyrir eldamennsku?
„Nei, ég get nú ekki hælt mér af
því þó að ég vildi það gjaman. Ég
er þó ágætur við grillið og oftast
verður kjúklingur fyrir valinu. Ein-
hverra hluta vegna vandast alltaf
málið þegar ég er kominn að elda-
vélinni. Þá fallast mér hendur.“
I þeim svifum kom þjónustu-
stúlkan með beinlausu kjúklinga-
vængina á borðið til okkar, en þeir
eru bornir fram með gráðostasósu.
Þeir bragðast frábærlega, eru
bragðmiklir en gráðostasósan mild-
ar aðeins kryddbragðið. Kjúklinga-
vængjunum er velt upp úr sterkri
kryddaðri tabaskósósu og þeir síð-
an steiktir.
Okkur gefst varla tími til að ljúka
við forréttinn því starfsfólkið er á
þönum í kringum okkur og ber brátt
fram „Sunset strip“-kjúklingabring-
urnar, sem eru sinnepsgljáðar og
vel pipraðar, bornar fram með
krydduðum hrísgrjónum, hrásalati,
bakaðri kartöflu og í þessu tilviki
líka frönskum kartöflum. Jón As-
geir segist borða að minnsta kosti
tvisvar í viku á Hard Rock og bætir
við að starfsfólkið þekki orðið
kenjarnar í sér eins og með frönsku
kartöflurnar og kokkteilsósuna.
Hann heldur mikið upp á sterkan
mat og þessa stundina er hann
mjög hrifinn af mexíkóskri matar-
gerð.
- En drekkur hann alltaf kók
með matnum?
Ég er viss um að
neytendur myndu
láta heyra í sér ef
þeir þyrftu að borga
á annað hundrað
krónur fyrir mjólkur-
lítrann út úr búð, en
það er í raun það
sem þeir borga með
niðurgreiðslum til
bænda í formi skatt-
lagningar.
Alltof mörg íslensk
fyrirtæki eru illa
rekin og ef við förum
ekki að taka okkur
á í fyrirtækjarekstri
er hætt við að erlend
fyrirtæki fari með
sigur af hólmi á
þessum markaði
„Nei, alls ekki, en ég er ekkert
mikið fyrir að drekka vín með mat.
Það er helst að ég fái mér bjór við
og við og rauðvínið er aðeins að
vinna á.“
Hann bætir við að sér finnist í
raun fáránlegt að viðskiptavinir
skuli ekki geta keypt sitt rauðvín í
matvörubúð eins og annars staðar í
heiminum. „Við létum Félagsvís-
indadeild gera könnun fyrir okkur
um daginn og komumst þar að því
að um 60% íslendinga vilja geta
keypt bjór og léttvín í matvörubúð-
um.“
Við höldum áfram að spjalla um
verslanirnar sem hann ber ábyrgð
á núna, en allt í allt eru þær 22 og
starfsfólkið á fjórtánda hundrað.
-Mega neytendur kannski eiga
von á nýjum verslunum?
„Ekki í bili, en við teljum okkur
geta gert meira á sérvörusviði og
viljum gjarnan auka markaðshlut-
deild þar. Starfsfólk Hagkaups hef-
ur mikla sérþekkingu og viðskipta-
sambönd og það er um að gera að
nýta það frekar en gert er.“
- Heyrst hefur að fólk af lands-
byggðinni sé pirrað yfir því að póst-
verslunin falli nú undir Nýkaup í
stað Hagkaups.
„Það er einungis millibilsástand
og í framtíðinni mun póstverslunin
falla undir Hagkaup."
Fyrirtækið á
að skila arði
-Er enginn beygur í þér að
takast á við jafn stórt verkefni og
þetta?
„Nei, alls ekki,“ segir Jón Asgeir
og brosir sannfærandi. „Ég hef ver-
ið í þessu síðan ég var polli og þekki
allt ferlið, hef verið á lager, á kassa,
unnið í kjötborði og raðað í hillur.
Það kemur mér ekkert á óvart og
það er enginn sem getur sagt mér
hvernig hlutir virka og virka ekki í
þessum geira atvinnulífsins.
Að auki hef ég ráðið lykilstjóm-
endur sem ég treysti fullkomlega.
Þetta eru ungir stjórnendur og
framsýnir. Framkvæmdastjórarnir
þrír bera ábyrgð á sínum búðum og
það er algjört lykilatriði, ef þessi
rekstur á að ganga upp, að í þess-
um fyrirtækjum sé markaðsleg að-
greining. Ég hef lagt áherslu á að
undir engum kringumstæðum
mega framkvæmdastjórarnir bera
saman bækur sínar og fram-
kvæmdastjóra Hagkaups á t.d. að
koma jafnmikið á óvart tilboð Bón-
uss og Nýkaups og öðrum sem eru í
samkeppni við þá.“
Jón Asgeir segir að fyrirtækið
eigi að vera samanburðarhæft við
það sem best gerist í nágranna-
löndunum og skila arði. ,jUltof
mörg íslensk fyrirtæki eru illa rek-
in og ef við förum ekki að taka okk-
ur á í fyrirtækjarekstri er hætt við
að erlend fyrirtæki fari með sigur
af hólmi á þessum markaði."
- Heldurðu að þú sitjir í for-
stjórastólnum eftir tíu ár?
„Nei, þau mistök ætla ég að vona
að ég eigi ekki eftir að gera. Það er
engum forstjóra hollt að sitja í sæti
lengur en 5-7 ár og það er eitt af
því sem hefur háð íslenskum fyrir-
tækjum hversu þaulsætnir margir
forstjórar eru í stól sínum. Þai’ að
auki hafa kraftar yfirmanna of oft
snúist um valdabaráttu frekar en
arðsemi. Ég vona bara að eftir tíu
ár verði ég í góðu formi, tilbúinn að
takast á við hvað sem er.“
- Heildsalai- hafa sagt að þú sért
harður í horn að taka og neitir að
taka inn vörar nema þær fáist á al-
gjöra lágmarksverði?
„Það er alveg klárt að innkaupa-
félagið Baugur kaupir það mikið af
heildsölum að það getur ekki sætt
sig við annað en að fá lægsta verðið
á markaðnum."
Tiltekt í landbúnaðar
geiranum
Jón Asgeir segir að verð á land-
búnaðarvörum sé alltof hátt. „Það
er að hluta til skiljanlegt að vegna
niðurgreiðslu á grænmeti í Holl-
andi' fái grænmetisbændur hér á
landi einhvern stuðning. En hvað
snertir kjöt- og mjólkurframleiðslu
þá era niðurgreiðslurnar farnar úr
böndunum. Eg er viss um að neyt-
endur myndu láta heyra í sér ef
þeir þyrftu að borga á annað hund-
rað krónur fyrir mjólkurlítrann út
úr búð, en það er í raun það sem
þeir borga með niðurgreiðslum til
bænda í formi skattlagningar."
Faðir í örum vexti
-Þeir sem hafa unnið hjá þér
segja að þú vinnir nánast allan sól-
arhringinn.
„Það er nokkuð til í því. Fyrstu
árin í Bónus vann ég kannski átján
tíma á sólarhring. Ég er hins vegar
með árunum að átta mig á að það
gengur ekki og það má segja að ég
sé faðir í örum vexti. Ég á þrjú
börn, Asu Karen sem er átta ára,
Anton Felix sem er þriggja og Stef-
án Frans sem er hálfs árs, og ég
reyni að sinna þeim eftir bestu
getu.“
Jón Asgeir heldui’ líka nánu sam-
bandi við bemskuvini sína af Sel-
tjarnamesi, þeir era fimm og einn
þeirra er nýráðinn framkvæmda-
stjóri Hagkaups, Jón Björnsson.
Við eram langt komin með
kjúklingabringurnar, sem svíkja
ekki bragðlaukana. Jón Asgeir seg-
ir þær í miklu uppáhaldi hjá sér og
ég er ekki frá því að ég eigi eftir að
gera mér ferð á Hard Rock til að fá
mér Sunset strip. Við fáum okkur
síðan vanilluís á eftir, en honum era
ekki gerð jafngóð skil og kjúklingn-
um, enda bara hádegi og dagurinn
ónýtur í vinnu ef maður borðar yfir
sig.
Ný vei*slun
á teikniborðinu?
-Nú eigið þið óbyggða lóð í
Smáranum. Einhver áform um
verslunarbyggingu þar?
Nú dregur Jón Asgeir seiminn,
segir ha og sýgur upp í nefið áður
en hann upplýsir íbygginn að lóðin
muni eflaust nýtast þeim vel í fram-
tíðinni.
Af fyrri kynnum mínum af Jóni
Asgeiri veit ég að eitthvað meira
býr að baki þegar hann svarar á
þennan hátt. Ég veðja á að þeir séu
með nýja verslun á teikniborðinu.