Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 30
30 LUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 QRKUDRYKKÍR í ÚRVÁLI Fyrst og fremst fyrir íþróttafólk Heilsurækt er vaxandi þáttur í lífsstíl nútímamanna og henni hefur fylgt aukið framboð á hvers konar hjálparmeðölum, svo sem sérstökum orkudrykkjum til að efla með mönnum kraft og úthald. Sveinn Guðjónsson kannaði framboð á slíkum drykkjum og leitaði svara við nokkrum áleitnum spurningum varðandi neyslu þeirra. Morgunblaðið/RAX BRYNHILDUR Briem næringarfræðingur og Príða Rún Þórðardóttir næringarráðgjafi með hluta af þeim orkuefnum, sem á boðstólum eru hér á landi. ■nænu / IMORGUNBLAÐINU nýverið rakst höfundur þessarar greinar á auglýsingu um orku- drykk, sem sagður var „byggja upp og bæta“, eins og það var orðað og væri „góður fyrir alla þá sem viija hollan svaladrykk. Minnkar þreytueinkenni og kemur í veg fyrir vöðvaniðurbrot," sagði ennfremur í auglýsingunni. Þetta hljómaði að sjálfsögðu afar vel og þar sem greinarhöfundur er nýlega orðinn mikill áhugamaður um lík- amsrækt þótti honum einsýnt að hér væri kominn drykkur sem hann gæti ekki verið án, ef viðunandi ár- angur ætti að nást í heilsuræktinni. Þarna stóð líka að drykkurinn innihéldi orku upp á 143,22 kcal, prótein 16,00 g, kolvetni 19,80 g, fíta 0, ásamt 16,010 mg af hreinum am- inósýrum. Nú vill hins vegar svo til að undirritaður ber lítið skynbragð á leyndardóma næringarfræðinnar og því voru upplýsingar þessar sem latnesk tunga í hans huga og sögðu honum lítið um nauðsyn þess að bergja á drykknum góða. Og þar sem viðbúið er að svo sé einnig um einhverja lesendur var ákveðið að leita til tveggja sérfræðinga á þessu sviði, Brynhildar Briem næringar- fræðings og lektors við Kennarahá- skóla Islands og Fríðu Rún Þórðar- dóttur, næringarráðgjafa á Lands- spítalanum, og freista þess að fá botn í málið. Þekking í næringarfræði Nú er fyrst frá því að greina að mikið og fjölbreytt úrval orku- drykkja er á markaði hér á landi og eftir að hafa viðað að sér sýnishorn- um úr ýmsum áttum settist blaða- maður niður ásamt þeim Brynhildi og Fríðu Rún til að bera saman bækumar um innihald og virkni hvers drykkjar fyrir sig. Á umbúð- unum eru yfirleitt greinargóðar upplýsingar um innihaldið, en þær segja hinum venjulega neytanda auðvitað ekki mikið nema að hann sé sæmilega að sér í næringarfræði, og geri sér grein fyrir hvers konar bætiefni það eru, sem líkami hans þarfnast hverju sinni. Það fer vita- skuld eftir því hversu miklu viðkom- andi einstaklingur brennir, sem er hugsanlega breytilegt frá degi til dags og eins hitt, að orkubrennsla manna er líklega eins mismunandi og mennimir em margir. „Það þarf þekkingu í næringar- fræði til að nota þessa drykki rétt,“ segir Brynhildur og þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. - Vitað er að þessir orkudrykkir Ráðlagður dagskammtur (RDS) af ýmsum næringarefnum (Manneldisráð íslands 1996) V í T A M í N S T E I N E F N I Aldur/ár A D E B B Níasín B Fólasín B C Kalk Fosfór Kalíum Magníum Járn Sink Joð Selen H9 M-g mg mg mg mg mg 99 99 mg mg mg 9 mg mg mg 99 99 Börn r“f£, i ‘ •' || IfSiIIl 0-0,5 400 10 3 0,3 0,4 5 0,3 35 0,3 30 360 280 0,8 50 5 2 40 10 0,5-1 400 10 4 0,4 0,5 6 0,5 50 0,6 35 540 420 0,8 80 8 5 50 15 1-3 400 10 5 0,7 0,8 9 0,8 75 1 40 800 600 0,8 85 8 5 70 20 4-6 500 10 6 0,8 1 11 0,9 100 1,1 45 800 600 1,1 120 8 6 90 25 7-10 700 10 7 1 y 12 1,1 150 1,4 45 800 600 2 200 10 7 120 30 Karlar 11-14 900 10 8 1,2 1,4 16 1,3 240 2 50 1200 900 3,1 280 12 11 150 40 15-18 900 10 10 1,4 1,6 18 1,5 300 2 60 1200 900 3,5 350 12 12 150 50 19-30 900 7 10 1,4 1,6 19 1,5 300 2 60 800 600 3,5 350 10 9 150 50 31-60 900 7 10 1,4 1,6 18 1,5 300 2 60 800 600 3,5 350 10 9 150 50 61-75 900 10 10 1,2 1,4 16 1,4 300 2 60 800 600 3,5 350 10 9 150 50 >75 900 10 10 1,1 1,3 15 1,2 300 2 60 800 600 3,5 350 10 9 150 50 Konur JZ'CÍ 11-14 800 10 8 1 1,2 13 1,1 240 2 50 1200 900 3,1 280 15 8 150 40 15-18 800 10 8 1,1 1,3 14 1,2 300 2 60 1200 900 3,1 280 15 9 150 40 19-30 800 7 8 1,1 1,3 15 1,2 300 2 60 800 600 3,1 280 15 7 150 40 31-60 800 7 8 1,1 1,3 15 1,2 300 2 60 800 600 3,1 280 15 7 150 40 61-75 800 10 8 1 1,2 13 1,1 300 2 60 800 600 3,1 280 10 7 150 40 >75 800 10 8 1 1,2 13 1,1 300 2 60 800 600 3,1 280 10 7 150 40 á meðgöngu 800 10 10 1,5 1,6 17 1,4 400 2 70 1200 900 3,1 280 15* 9 175 55 m. barn á brjósti 1200 10 11 1,6 1,7 20 1,5 400 2,6 90 1200 900 3,1 280 15** 11 200 55 * Hluti kvenna getur ekki fullnægt aukinni járnþörf á meðgöngutíma með venjulegu fæði og þá er ráðlagt að taka 30-60 mg af járni aukalega. " Járnþörf kvenna með barn á brjósti er ekki verulega aukin, en það er skynsamlegt að taka járn um tíma eftir barnsburð ef járnbirgðir líkamans eru þrotnar. Nutritional Information per 100 ml serving per 330 ml serving Energyvalue 181.4 kj/43.4kcal 598.6kj/143.22kcal Protein 4.85 g 16.00g Carbohydrate 6.0 g 19.80g Fat Nil Nil Amino acid Profile mg/330 ml L-Glycine 3640 L-Methionine* 120 L-Alanine 1450 L-Aspartic Acid 890 L-Serine 560 L-Glutamic Acid 1510 L-Threoine 290 L-Arginine 1160 ,L-Proline 2380 L-Histidine* 110 L-Hydroxyproline 1840 L-Lysine 590 L-Valine* 340 L-Hhydroxylysine 120 L-lsoleucine* 230 L-Phenylaianine 290 L-Leucin* 450 L-Tyrosine 40 Total Amino Acids 16010 mg y * Essential Amino AcidsL-Glycine DÆMIGERÐ innihaldslýsing sem segir líklega neytandanum lítið nema liann sé þeim mun betur að sér í næringarfræði. geta gagnast íþróttafólki vel, en sú spurning vaknar hins vegar hvoit þeir séu fyrir venjulegt fólk, til dæmis kyrrsetumann, sem vinnur við tölvu sína frá níu til fímm? „Öll þau efni sem era í þessum drykkjum er hægt að fá úr venjuleg- um hollum mat,“ segir Brynhildur. „Það hefur engan tilgang að drekka þessa drykki og setjast svo niður. Þessar vörur færa engum heilsu ein- ar sér. Ef fólk neytir þessarar vöra án þess að brenna því sem þeim nemur þá fitnar það bara. Fólk get- ur til dæmis talið sér trú um að eitt- hvað af þessu gefi því orku, en áttar sig kannski ekki á því að um leið gefur það því hitaeiningar. Hitaein- ingar eru bara mælikvarði á orku og ef menn brenna þeim ekki þá fitnar það. Eg myndi því ráðleggja kyrr- setumanni, sem ekki stundar lík- amsrækt, að borða bara venjulegan, hollan mat. Og hið sama myndi ég raunar gera við mann sem stundar hefðbundna hkamsrækt, eða hleyp- ur sér til heilsubótar. Ef hann hleypur fyrir hádegi getur hann fengið sér hollan hádegismat á eftir og hið sama gildir ef hann hleypur fyrir kvöldmat. Þá ætti góður kvöld- matur að nægja honum.“ -Ertu þá alfarið á móti þessum orkudrykkjum ? „Þessir drykkir eru ekki skaðleg- ir, ef þeir eru notaðir rétt. En þeir eru algerlega óþarfir og venjulegt fólk græðir ekkert á þessu umfram það að borða venjulegan mat. Þegar menn hlaupa þurfa þeir auðvitað að bæta sér upp vökvatapið, en ef áreynslan er ekki meiri en sem nemur einum klukkutíma í hlaup þá getur fólk bara drukkið vatn. Hins vegar ef menn stunda íþróttir, sem taka verulega á, geta þessir drykkir vissulega gert gagn,“ segir Bryn- hildur. Undir þetta tekur Fríða Rún, enda hefur hún persónulega reynslu af notkun þessara drykkja þar sem hún stundar frjálsar íþróttir og hef- ur auk þess keppt í vaxtarrækt. „Ég er sammála því að ef fólk hreyfir sig ekki á móti er ekki ráðlegt að nota þessa drykki," segir hún. „Menn þurfa að brenna orkunni og þessir drykkir hafa upphaflega verið búnir til fyrir afreksfólk í íþróttum. En ég get hins vegar mælt með því að nota suma þessara drykkja í staðinn fyr- ir gosdrykki." - En geta þessir diykkir þá kannski komið í staðinn fyrir mat, ef menn eru til dæmis seinir fyi-ir á morgnana, eða hafa ekki nægan tíma fyrir staðgóðan mat yfír dag- inn? „Það má auðvitað hugsa sér það, en ég líki því nú ekki saman hvað það er miklu skemmtilegra að setj- ast niður og borða góðan mat held- ur en að drekka eitt glas með sítrónubragði. Ég ráðlegg því fólld frekar að haga lífi sínu þannig að það þurfi ekki að rjúfa máltíðaryt- mann vegna tímaskorts," segir Brynhildur og bætir við: „Orku- drykkir geta komið í staðinn fyrir venjulegt fæði, en þá þarf að vanda valið vel. Það þarf miklu meiri þekkingu í næringarfræði til að lifa á þessum di-ykkjum og fá rétt sam- sett fæði, heldur en með þessu hefð- bundna fæði okkar, sem við höfum lært að lifa með.“ Fríða Rún kveðst hafa horft upp á fjölda fólks sem gefur sér ekki næg- an tíma til að borða eða vandar ekki valið á þeim fæðutegundum sem það neytir, eins og títt er til dæmis með unglinga. „Það getur verið erfitt að koma því inn hjá unglingum að þeir þurfi að drekka vatn, en ef hægt er að fá þá til að drekka slíka drykki þá er það auðvitað betri kostur en gos- ið. En það má alls ekki markaðssetja þessar vörar þannig að telja fólki trá um að þær komi i staðinn fyrir mat. Hins vegar má hugsa sér að maður,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.