Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 4 PltrgumWalíÍli STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KURLIÐ OG KYOTO JÁRNBLENDIVERKSMIÐJAN á Grundartanga hefur undanfarin ár brennt um 7.000 tonnum af timburkurli frá Sorpu árlega við framleiðslu á kísiljárni. Margvíslegur árangur er af þessu samstarfi Járnblendiverksmiðjunnar og Sorpu. Úrgangstimbur, sem ella hefði verið urðað, er nýtt. Verksmiðjan losnar við að flytja inn 2.200 tonn af kolum. Síðast en ekki sízt veldur notkun timburkurls í stað kola því að beinn útblástur koltvísýrings frá verksmiðjunni minnkar um 6.700 tonn á ári, en koltvísýringurinn er ein þeirra loft- tegunda, sem valda svokölluðum gróðurhúsaáhrifum. I Morgunblaðinu í gær er haft eftir Þorsteini Hannessyni, efnafræðingi hjá Járnblendifélaginu, að vegna endurbóta geti verksmiðjan nýtt mun meira af timburkurli en áður, eða um 20.000 tonn á ári. Sorpa getur ekki annað þeirri eft- irspurn og lýsir Þorsteinn því eftir úrgangstimbri frá öðrum sveitarfélögum. Takist að fá svo mikið af kurli til brennslu má draga úr útblæstri koltvísýrings um 19.000 tonn, sem Þorsteinn segir jafngilda því að 5.000 bifreiðum væri lagt. Framtak af þessu tagi er afar jákvætt framlag til vernd- unar umhverfisins, bæði hér á Islandi og á heimsvísu. Notk- un úrgangstimburs, sem ella hefði orðið engum að gagni, stuðlar þannig að bættri nýtingu auðlinda jarðarinnar. 19.000 tonna samdráttur útblásturs jafngildir að vísu ekki nema u.þ.b. sjöunda hluta þeirrar aukningar útblásturs, sem áætlað er að fyrirhuguð stækkun Járnblendiverksmiðjunnar muni valda. Hins vegar jafngildir þessi minnkun u.þ.b. 0,7% af heildarútblæstri gróðurhúsalofttegunda á íslandi árið 1996. Verði losun gróðurhúsalofttegunda takmörkuð með bind- andi alþjóðasamningi, Kyoto-bókuninni, munar um hvert prósentustig, sem tekst að draga úr henni. Árangur af þessu tagi sýnir jafnframt ríkjum þeim, sem Island á enn í samn- ingaviðræðum við um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar, að Islendingar gera ekki eingöngu kröfur um meira svigrúm til að auka losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, heldur leitum við einnig leiða til að draga úr henni þar sem hægt er. Frumkvæði Járnblendiverksmiðjunnar og Sorpu mætti verða öðrum til fyrirmyndar. HNÚTUKAST MIÐSTJÓRNARMANNA STEINGRÍMUR J. Sigfússon alþingismaður vitnar í opnu bréfi hér í blaðinu til orða Grétars Þorsteinssonar for- seta ASÍ: „Mikill áhugi er á sameiningu félagshyggjufólks meðal forystumanna Alþýðusambands Islands sem eru með- limir í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sameiginlegt framboð myndi treysta tengsl ASI við pólitísk samtök fé- lagshyggjufólks ...“ Og hann spyr: „Er þarna verið að boða að vænta megi beinna flokkslegra tengsla ASÍ við stjórn- málasamtök félagshyggjufólks sem yrðu til með sameigin- legu framboði núverandi stjórnarandstöðuflokka...?“ Þessi spurning er réttmæt og tímabær, m.a. í ljósi sögunnar, en það kostaði langa og stranga baráttu á fjórða áratugnum að skilja Alþýðusambandið frá Alþýðuflokknum og gera það að faglegu, ópólitísku stéttarsambandi. Þingmaðurinn tínir til sitthvað tengt kjarastöðu fólks, sem að hans dómi varpar sök á sitjandi ríkisstjórn, og spyr: „Er það misminni mitt að einmitt við þessa sömu ríkisstjórn hafi verkalýðshreyfingin undir forystu ASI gert einhverja lengstu kjarasamninga í manna minnum, m.ö.o. tryggt þess- ari skelfilegu ríkisstjórn fullkominn starfsfrið meira en út allt þetta kjörtímabil?“ Það er kúnstugur undirtónn í þessari spurningu mið- stjórnarmanns í Alþýðubandalaginu til annars miðstjórnar- manns. En hnútukast þeirra félaga verður að skoða sem hluta af sögulegum innanflokksátökum í Alþýðubandalaginu um sameiginlegt eða sjálfstæð framboð A-flokka í næstu þingkosningum. Skattyrði þeirra félaga vekja á hinn bóginn spurningu um, hvort ASÍ, og reyndar Álþýðubandalagið ekki síður, hafi skotizt undan því að marka skýra og ótvíræða stefnu í ýmsum brýnum hagsmunamálum íslenzks almennings. Hvernig vilja þessir aðilar t.d. koma í veg fyrir að sjávar- auðlindin, sameign þjóðarinnar, sem mestu ræður um af- komu hennar í samtíð og framtíð, safnist á fárra hendur? Og hvað um jafnstöðu fólks gagnvart landslögum er kveða á um almenn þegnréttindi eins og kosningarétt til Alþingis? Hvað um jafnan kosningarétt án tillits til búsetu? s Fornleifauppgreftri á Neðri-Asi að ljúka Arþúsund aftur í tímann Brunninn viðarstubbur og ryðguð beltissylgja eru harla ómerkilegir hlutir í augum flestra og fæstir hafa áhuga á að fínna morkin mannabein í jörðu. Hildur Gróa Gunnarsdóttir blaðamaður og Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari urðu hins vegar --------------------------------------7--- vitni að því í heimsókn sinni að Neðra-Asi í Hjaltadal að þessir hlutir eru gersemar í augum fornleifafræðinga. Fomleifauppgreftrinum á Neðra-Ási í Hjaltadal hefur miðað vel í sumar. Fom- leifafræðingarnir hafa á fjórum vikum flett byggingarlögum síðustu árhundraða ofan af leifum kirkju sem athyglin beinist að en hún er talin geta verið frá 11. öld og leif- arnar þar með ummerki einnar elstu kirkju á landinu. Á Neðra-Ási stóð kirkja á 13. öld og þá vom uppi sagnir um að hún væri með þeim elstu á landinu. Þessi sögn kemur fram í ýmsum heimild- um, þar á meðal Þorvalds þætti við- fórla. Sagt er að Þorvaldur Spaki Böðvarsson hafí fyrstur Islendinga reist kirkju á bæ sínum, Ási, 984. Fornleifafræðingamir segja rann- sóknir sínar ekki geta staðfest hvort kirkjan var byggð fyrir kristnitöku, eins og sögur greini frá eða á íyrri hluta 11. aldar eins og margar fleiri kirkjur. Þeir gera sér hins vegar von- ir um að uppgröfturinn og rannsókn- ir á þeim gögnum sem safnað hefur verið saman svari ýmsum áhugaverð- um spurningum um upphaf kirkju- bygginga og trúarhætti fyrstu kyn- slóðar kristinna manna á Islandi. Uppgröfturinn er unninn í sam- vinnu Fornleifastofnunar Islands og Þjóðminjasafnsins með styrk frá Al- þingi. Áður hefur verið gengið úr skugga um að undir fjárhústóft á Neðra-Ási séu leifar kirkju, fvrst með uppgreftri Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar 1984 en hann fann grafir við fjárhústóftina. Síðastliðið sumar var svo grafinn könnunar- skurður þvert á tóftina og fundust eldri byggingarleifar undir henni. Efsta lagið er fjárhús, byggt á 19. öld, þar undir koma svo tvö bygging- arlög, einnig fjárhús, annað er undir öskulagi frá 1777. Þar undir er svo elsta byggingarlagið en á milli em merki um að tóftin hafi verið notið við járnbrennslu. Brunnið timburþil Stjórnandi rannsóknarinnar, sem staðið hefur í fjórar vikur í sumar, er Orri Vésteinsson fomleifa- fræðingur. Hann segir markmiðið að leiða í ljós leifar kirkjunnar, sjá hversu stór hún hefur ver- ið, hvemig hún hefur verið í laginu og hvernig hún hefur verið byggð upp. Hann segir nú hægt að segja fyrir um stærð kirkjunnar og lögun. „Við getum sagt með nokkurri vissu hvað kirkjan hefur verið löng, hún hefur verið tæpir sex metrar að innanmáli að lengd og getur ekki hafa verið mikið meira en 3,50 til 3,70 á breidd. Elsta byggingin sem hefur staðið héma hefur verið með timbur- þili og utan með því hefur verið torf- veggur, þetta hefur svo brunnið. Þessi bygging snýr aðeins öðravísi en yngri húsin, er nær því að vera rétt við áttum þ.e. snúa í austur og vestur og við teljum að þetta hljóti að vera kirkjan. Rökin fyrir því eru kannski fýrst og fremst að það era grafir hér í kring og maður myndi ekki búast við húsi svona vel gerðu, með timburþili, hér nema það væri kirkja. Það er ekkert sem við höfum séð við timbrið sjálft sem segir að það sé úr kirkju og við eram enn að reyna að fá lagið endanlega fram, m.a. að sjá hvort það hefur verið kór á henni.“ Eyðileggja sönnunargögnin Vinnuaðferðir fomleifafræðinga era um margt óvenjulegar og vinnu- umhverfið sömuleiðis. Á svæðinu má sjá um 10 manns bogra með spaða, skóflur, sköfur og bursta. Orri segir fomleifafræðinga vinna mjög skipu- lega. Þau vinni sig í gegnum lögin og fjarlægi þau í réttri röð, fyrst það yngsta og svo koll af kolli. Þau renni stundum saman, og nái yfir misstór svæði, það sé því kúnst að átta sig á því hvar eitt lag endi og annað byrji. Orri bendir á Sigurð Bergsteinsson fornleifafræðing hjá Þjóðminjasafn- inu sem er einmitt önnum kafinn við að skilgreina vegg en til þess fjar- lægir hann yngri moldarlög frá brenndu torfinu í veggnum. Magnús Sigurgeirsson jarðfræðingur og sér- fræðingur í gjóskulagafræði var þennan dag að rannsaka gjóskulögin á svæðinu en þau era ásamt munum sem finnast mikilvægasta leiðin til aldursgreiningar. Orri segir fornleifafræðingana í raun þurfa að eyðileggja sönnunar- gögnin svo þau gagnist, og á þá við að þeir þurfa að fjarlægja þau og taka úr þeim sýni til að fá svörin sem þeir leita. Allt er tekið í sundur, greint, myndað og teiknað. Ur því verður svo þykkur bunki af gögnum sem þau taka með sér til að vinna úr. Orri segir stefnt að því að helstu nið- urstöður liggi fyrir í september. Einn fomleifafræðing- anna er Natascha Mehler. Hún horfir athugul á mold- arvegg, ber að honum mælistiku og dregur svo upp mynd. Hún segist vera að teikna upp móöskulag sem leggst upp að brenndum torfvegg og sé að reyna að ná upp gólfmynd. Önnur ung kona, Agnes Stefánsdóttir, forn- leifafræðingur á Þjóðminjasafni, tínir sýnishom upp úr holu í litla poka og virðist velja þau af gaumgæfni. Orri segir hana vera að safna viðarkolum sem senda eigi í aldursgreiningu. Hann segir líklegt að þarna hafi ver- ið rauðablástursofn, það sé tiltölu- Ein elsta kirkja landsins SÉÐ yfir vinnusv® SYLGJAN vakti mikinn fó mikilvægir við t: ORRI Vésteinsson fornleifafræ sljórnar rannsdknii RAGNAR Edvardsson fornleifa- fræðingur burstar af brunnu timburþilinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.