Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 27.06.1998, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fegurð orðanna „Önnur varsú að hann talaði svo snjallt og slétt að öllum er á heyrðu þótti það eina satt. “ Heimskringla: Um fþróttir Óðins. Er hægt að komast hjá því að hluta stíl og inntak í sundur? Hvað felur það í sér að stíll sé aðalatriði málsins? Greinarmunurinn á innihaldi og formi, inntaki og stíl, er ein af þessum grundvallarforsend- um hugmyndaheimsins sem virðist illmögulegt að losna við. Ekki endilega vegna þess að þetta sé á einhvern hátt „rétt“ lýsing á því hvernig málum er háttað, heldur fremur vegna þess að það verður ákaflega erfítt að halda áttum ef þessu er kippt burtu. Skipting máls - til dæmis rit- máls eða myndmáls - í form og innihald er VIÐHORF senn^e&a álíka ----- gömul og vest- Krístján G. ræn hugsun, Arngrímsson og einum helsta smið hugmyndaheimsins sem við bú- um í, forngríska heimspekingn- um Platóni, var hún ákaflega hugleikin. Ein magnaðasta sam- ræðan hans, Gorgías, fjallar um þetta efni. Þar skilgreinir mælskulista- maðurinn Gorgías kúnst sína sem svo, að hún sé ,,[h]æfileik- inn til að sannfæra menn með orðum [...] í krafti þessa valds geturðu gert lækninn og íþróttakennarann að þrælum þínum [...] peningamaðurinn [...] mun ekki safna auði fyrir sjálf- an sig, heldur fyrir þig, sem getur talað og sannfært múg- inn.“ Og ef marka má Heimskringlu hafði Óðinn þetta vald. Ef þetta er rétt virðist sem við séum óhjákvæmilega ofur- seld því sem kanadíski heim- spekingurinn Will Kymlicka hefur nefnt (í dálítið öðru sam- hengi að vísu) „einræði hinna orðhögu", þar sem þeir, er ekki eru sérlega vel máli farnir, hljóta að beygja sig undir „sannleika" þeirra sem tala „snjallt og slétt“. Stíll skiptir öllu máli í mælskulist og kappræðu, en í samræðu getur hann aldrei orð- ið meginatriði. Hann getur meira að segja flækst fyrir, láti maður orðin ráða ferðinni í trausti þess að þau sjái manni fyrir skilningi. Að vísu kann það að bjóða heim nokkrum leiðind- um að stefna fyrst og fremst að skilningi - og helst gagnkvæm- um - því hann getur reynst tor- sóttur. Hinn orðhagi leggur alla áherslu á stfl. Ekki endilega með það að markmiði að ná valdi yfir öðrum, heldur getur stílfegurð haft gildi í sjálfu sér, það er að segja, ríkt „ofar hverri kröfu“ og því ekki bara verið leið að öðru - og væntanlega hærra - markmiði. Þar með hef- ur stíll öðlast helgan sess. Þegar kyngi orðanna ræður ferðinni er maður kominn inn á svið hins ljóðræna. Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera sagði einu sinni í viðtali að hann teldi ljóðrænan skáldskap ekki bara vera ákveðna gerð bók- mennta, heldur „ákveðið viðhorf til heimsins". Ljóðskáldið, sagði hann, „samsamar sig tilfinning- um sínum. Andstaða við hið ljóðræna felur í sér vantraust á tilfinningum manns sjálfs [...] og jafnvel annarra.“ Andstaðan við hið ljóðræna segir Kundera að eigi sér rætur í þeirri sannfæringu að óendan- legt bil sé á milli þess sem mað- ur heldur að maður sé og þess sem maður raunverulega er; milli þess sem maður vildi að væri og þess sem raunverulega er. Þetta viðhorf Kunderas felur í sér djúpstæðan efa um að maður geti í rauninni verið al- veg viss í sinni sök, hvort heldur er um sjálfan sig eða eitthvað annað. En hin „ljóðræna heims- mynd“, sem Kundera nefnir svo, strokar út þennan efa. Kannski finnst einhverjum þetta hljóma grunsamlega skáldlega í ljósi þess að þarna er verið að andmæla algildi ljóð- ræns skáldskapar. Astæðan er líklega sú, að þótt Kundera hafi snúið baki við ljóðinu er hann engu að síður sprottinn úr tékk- neskum bókmenntaheimi, og í viðtali árið 1967 sagði hann að í þeim heimi réði ljóðið ríkjum. Til marks um afgerandi stöðu þess nefndi hann að í Tékkóslóvakíu, sem þá var, væri ekki gefið út eitt einasta bók- menntatímarit sem ekki birti ljóð reglulega. Meira að segja fíude Pravo, opinbert málgagn Kommúnistaflokksins, hafði ljóðadálk á hverjum degi. Ein- hverju sinni hafi hann verið að blaða í handbók um gallblöðru- sjúkdóma, og meira að segja þar hafi verið að finna nokkur ljóð. „Þessi einhliða áhersla á Ijóð á þátt í að skapa almennan hugsunarhátt sem er ekki sér- lega skynsamlegur, ekki sérlega skarpur eða snjall, heldur er gjarn á geðshræringar, tilfinn- ingasemi og er gefinn fyrir glansmyndir," sagði Kundera. Þetta ljóðræna viðhorf, sem upphefur málið sjálft og setur það á stall sem uppsprettu sannleikans, er frjór jarðvegur fyrir helstu andstæðu samræð- unnar, nefnilega kappræðuna. Kappræða er barátta þar sem mestu skiptir hvað maður sjálf- ur segir og að virða orð and- stæðingsins að vettugi (þetta er oft gert með því að láta eins og andstæðingurinn hafi ekki sagt neitt). Við þessar aðstæður skiptir mestu að tala „snjallt og slétt“ til þess að viðstaddir grípi ekki fram í. Ollu skiptir að ráða ferðinni sjálfur. Samræða er öðru vísi. Þar skipta orð viðmælandans alveg jafn miklu og orð manns sjálfs, því að það sem viðmælandinn segir mótar það sem maður seg- ir sjálfur - og öfugt. Þannig fléttast ræðurnar saman. Mark- miðið er ekki að tala viðmæl- andann á kaf, og flott orð verða bara til vandræða. Það er stundum sagt að mál sé tæki. Oftast er átt við að það sé samskiptatæki. En Gorgías vissi að það getur líka verið valdatæki, ef maður einbeitir sér að hljómfegurð þess og áferð. Þá getur maður með orð- unum búið til glansmynd sem heillar þá sem á hlýða - og jafn- vel mann sjálfan - en það sem þeir heillast af er tækið sjálft. Borgarstjóri gaf rangar upplýsingar hann viki úr borgarstjórn ef til þess kæmi að hann sætti opin- berri ákæru vegna viðskipta sinna. Þar með viðurkenndi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að henni væri kunnugt um að um- ræddur frambjóðandi sætti opin- berri rannsókn vegna mála sinna aðeins nokkrum dögum eftir að hún reyndi að telja Reykvíkingum trú um að málin væru eldgömul, á allra vitorði og þörfnuðust ekki umræðu. A SÍÐASTA kjör- tímabili gegndi Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir embætti borgar- stjóra. Aður en hún tók við starfinu gaf hún borgarbúum fjöl- mörg loforð, t.d. að skattar yrðu ekki hækkaðir og skuldir borgarinnar yrðu greiddar niður. Borg- arstjóranum mistókst herfilega og loforðin voru svikin. Skattar á Reykvíkinga hækkuðu og skuldir borgarinnar Kjartan jukust um sex millj- Magnússon arða. Þessar staðreyndir einar og sér ættu að duga til þess að borg- arstjórinn yrði ekki endurráðinn. Þær sýna að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er stjómmálamaður án stefnu. En fleira hefur gerst sem leiðir í ljós með óyggjandi hætti að borgarstjóri fylgir pólitískri hentistefnu frá degi til dags og skiptir um skoðun hraðar en venjulegt fólk um sokka. Þetta kom einna best í ljós í nýafstað- inni kosningabaráttu þegar borg- arstjóri varð margsaga í alvarlegu máli og kom með þá skýringu sem henni fannst henta best hverju sinni. 1. Eftir að fjölmiðlar sögðu fyrst frá ávirðingum um fjármál t\'eggja frambjóðenda R-listans fyrir nýafstaðnar kosningar brást Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri þannig við að láta ekki ná í sig þrátt fyrir að um mjög alvarlegar ásakanir væri að ræða. Þegar hún sendi um síðir frá sér yfir- lýsingu, fullyrti hún að um væri að ræða gömul mál sem öllum væru löngu kunn. Hún hefði kynnt sér alla málavexti og því þyrfti ekki að ræða þetta frekar. I þessum orð- um felst að hún hlýtur sjálf að hafa vitað um hvað þessi mál snerust og að þau væru ekki al- varlegri en svo að ástæðulaust væri að hafast nokkuð að. 2. Nokkrum dögum síðar sneri borgarstjóri svo við blaðinu þegar hún sá að þessi málflutningur dugði ekki. Þá sagði hún að um- ræddir frambjóðendur hefðu vissulega lent í fjármálaerfiðleik- um en náð að vinna sig út úr þeim. Hins vegar væri fráleitt að ræða þessi mál fyrir kosningar þar sem enginn hefði sakað þá um refsi- vert athæfi. 3. Örfáum dögum síðar sá borg- arstjóri að þessi málflutningur dugði ekki heldur og þá er upp- lýst að hún hafi gert samkomulag við annan frambjóðandann um að Borgarstjóri skuldar borgarbúum skýringar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skuldar borgarbúum skýringar á því af hverju hún gaf þeim rangar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir skuldar borgar- búum skýringar á því, segir Kjartan Magnús- son, af hverju hún gaf þeim rangar upplýsing- ar og varð margsaga í þessu alvarlega máli. upplýsingar og varð margsaga í þessu alvarlega máli. Af hverju sagði hún ekki satt í fyrstu tilraun? Voru það rangar upplýsingar sem réðu svörum borgarstjóra eða kom hún með þá skýringu sem henni fannst henta best hverju sinni? Framgangan í þessu máli vekur upp miklar spumingar um heilindi hennar svo ekki sé meira sagt. Borgarstjóri sem breytir framburði sínum jafn oft í svo alvarlegu máli án skýringa getur ekld verið traustsins verður. Slík framkoma er heldur ekki samboðin virðingu borgarstjóraembættisins. Höfundur er v&raborgarfulltrúi. Sögulegur aukalandsfund- ur Alþýðubandalagsins HELGINA 3.-4. júlí nk. verður aukalandsfundur Alþýðubanda- lagsins haldinn í Reykjavík. Þessi landsfundur mun skipta sköpum um stjórnmálaástandið á íslandi á næstu áratugum. Þar verður tek- in ákvörðun um hvort félags- hyggjufólk býður fram í einni fylkingu til næstu Alþingiskosn- inga eða heldur áfram sérhyggj- unni. Innan Alþýðubandalagsins er stór meirihluti sem vill sameig- inlegt framboð, en þeir eru líka til sem hafna þessari leið og telja að með sameiginlegu framboði sé rauði fáninn dreginn niður og merki uppgjafar dregið að húni. Fyrir mig persónulega er ekki erfitt að fara samfylkingarleiðina, en þýðir það að ég sé að kasta frá mér hugsjónum um jafnrétti og bræðralag? Nei, þvert á móti. I tæp 30 ár hef ég gaufast um í rangölum vinstri manna, að berj- ast fyrir bættum kjörum alþýð- unnar, herinn burt, ísland úr Nató, gegn EES o.s.frv., og hvar stend ég? Islensk alþýða berst í bökkum, ríkisstjórnin ræðst að grundvallarrétti verkalýðsfélag- anna, bilið milli fátækra og ríkra í þjóðfélaginu eykst stöðugt. Her- inn situr sem fastast, ísland er orðið hluti af EES og sumir þing- menn Alþýðubandalagsins ekki síður talsmenn kvótakerfisins en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, talsmenn stærstu eignatilfærslu og auðsöfnunar í Islandssögunni samanlagðri. Það sér hver sem vill að vinstri menn hafa verið á undanhaldi í langan tíma, baráttu- mál eins og jafnrétti til náms og ókeypis heilsugæsla eru fyrir borð borin af ríkisstjórnum undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Auð- vitað vekur það ugg hjá mörgum að hugsa til þátttöku Alþýðu- flokksins í ríkisstjórn Davíðs um árið, þeir hafa ekki alltaf verið sannfærandi jafnaðarmenn þeir í Alþýðuflokknum, en gleymum ekki heldur þátttöku Alþýðu- bandalagsins í ríkisstjórnum þar sem flokkurinn þurfti að gera ýmsar vondar málamiðlanir til að halda ráðherrastólunum. Alþýðubandalagið hefur barist fremst í flokki gegn heimsósóm- anum, en árangurinn hefur verið harla lítill. A sama tíma hefur Sjálfstæðisflokknum tekist að búa svo um hnútana að völdin þjapp- ast á æ færri hendur og markaðs- hyggjan tröllríður samfélaginu. Sundurlyndi vinstri manna hefur hindrað það, segir Sveinn Allan Morthens, að hér hafí þróast öflugur vinstri flokkur. Sundurlyndi vinstri manna hefur hindrað það að hér hafi þróast öfl- ugur vinstri flokkur sem geti í samvinnu við verkalýðshreyfing- una sett íhaldinu stólinn fyrir dyrnar. Sameining vinstri manna kemur til af sögulegri nauðsyn, en ekki vegna þess að alþýðubanda- lagsmenn séu að henda frá sér hugsjónum um jafnrétti og bræðralag. Meirihluti alþýðu- bandalagsmanna gerir sér grein fyrir því að sameiginlegt framboð verður ekki umflúið ef menn vilja halda merkinu á lofti og ná ár- angri. Minnihlutinn hefur rétt til að berjast fyrir skoðunum sínum og þær ber að virða. Það er hins vegar harla undarlegt að heyra ýmsa þingmenn flokksins gefa yf- irlýsingar um að þeir muni ekki lúta lýðræðislegri niðurstöðu og kljúfa flokkinn ef til sameiginlegs framboðs kemur. Þá hvarflar að manni að það séu ekki hagsmunir íslenskrar alþýðu sem ráða heldur þröngir persónulegir hagsmunir eða persónubundin baráttumál sem ekki hafa verið yfirlýst for- gangsmál Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagsmenn hafa á sl. ári rætt sameiginlegt framboð ít- arlega, farið yfir málin og skoðað hvað það er sem er sameiginlegt og hvað það er sem skilur að. Nefndir sem hafa unnið að mál- efnavinnu milli Kvennalista, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags hafa náð samstöðu um öll helstu málin, en auðvitað er sitthvað sem skilur á milli, s.s. kvótamálið og aðild að Evrópusambandinu. Það sem sundurskilur flokkana er þó ekki meira en þegar skilur milli manna innan Alþýðubandalagsins. A landsfundinum verður tekin söguleg ákvörðun um framtíð ís- lenskrar vinstri hreyfmgar og um leið möguleika vinstri manna til áhrifa í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er framkvæmdastjóri og situr ímiðstjórn Alþýðubandnlags- ins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.