Morgunblaðið - 27.06.1998, Qupperneq 48
>íi8 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Vinur okkar,
JÓHANN GESTSSON
(BOBBI)
rakari,
New York,
lést 22. júní. Bálför hefur farið fram.
Fyrir hönd vina og ættingja.
Svava Gunnarsdóttir,
Björn Kristjánsson,
Efstalandi, Ölfusi.
t
Okkar ástkæra
KRISTBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR,
Grenigrund 28,
Akranesi,
er látin.
Sigurður Villi Guðmundsson, Dagbjört Friðriksdóttir,
Guðmundur Þórir Sigurðsson, Jóhanna S. Sæmundsdóttir,
Pálína Sigurðardóttir,
Sigurður Páll og Vilhjálmur Sveinn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐLIN f. JÓNSDÓTTIR,
Lindarbrekku,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánu-
daginn 29. júní kl. 13.30.
Auður Ingibjörg Theodórs, Sigurður H. Björnsson,
Arndfs Gná Theodórs, Ingvar S. Hjálmarsson,
Elín Þrúður Theodórs, Guðmundur S. Pálsson,
Ásgeir Theodórs, Björg Kristjánsdóttir,
Þorbjörn Garibaldason
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
FJÓLU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Flatey á Breiðafirði.
Guð geymi ykkur öll.
Kristín Kolbrún Guðmundsdóttir, Samúel Guðmundsson,
Valey Guðmundsdóttir,
Guðmundur Guðmundsson,
Halldór Guðmundsson,
Ingi Vigfús Guðmundsson,
Unnur Guðmundsdóttir,
Svavar Valdimarsson,
Ólína Steinþórsdóttir,
Inga L. Þorsteinsdóttir,
Guðjón Þ. Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
systur,
VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Víðivöllum 21,
Selfossi.
Sérstakar þakkir færum við Kvenfélagi
Selfosskirkju.
Bjarni Dagsson,
Guðmundur Bjarnason,
Þórlaug Bjarnadóttir, Karl Þórir Jónasson,
Bjarni Dagur og Valgerður Ósk,
Guðfinna Guðmundsdóttir,
Guðjón Guðmundsson,
Unnur Margrét Guðmundsdóttir.
HELGI
EINARSSON
+ Helgi Einars-
son, múrara-
meistari, fæddist á
Sperðli, V-Land-
eyjum, Rangár-
vallasýslu 31. júlí
1926. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur aðfaranótt 20.
júní síðastliðins.
Foreldrar hans
voru Hólmfríður
Jónsdóttir, húsmóð-
ir á Sperðli, f. 26.
jan. 1889 í Krók-
túni, Hvolhreppi,
Rang., d. 4. okt.
1980, og Einar Einarsson, bóndi
á Sperðli, f. 2. nóvember 1887 á
Krossi, A-Landeyjum, d. 8. nóv-
ember 1967. Systkini Helga eru:
Kjartan, húsasm.meistari á
Hvolsvelli, f. 22. maí 1923, d. 31.
des. 1961, Jón, fyrrv. bóndi á
Sperðli, f. 16. maí 1929, og
Anna Elín, húsmóðir í Garðabæ,
f. lO.júlí 1931.
Helgi kvæntist 15. janúar
1955 Guðrúnu Aðalbjörnsdótt-
ur, húsmóður og verkakonu, f.
10. febrúar 1928 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Þor-
björg Grímsdóttir, húsmóðir, f.
8. júlí í Litla-Seli í Reykjavík, d.
3. ágúst 1993, og Aðalbjöm
Stefánsson, prentari; f. 28. des.
1873 á Garðsá, Óngulst.hr.,
Eyjafirði, d. 18. júní 1938. Böra
Helga og Guðrúnar eru: 1) Ein-
ar, múrarameistari á Hvolsvelli,
f. 27. nóv. 1954, kvæntur Sigríði
Guðrúnu Þorgilsdóttur, hár-
greiðslumeistara, f. 24. apríl
1959. Börn þeirra eru Helgi og
Þorgils Bjarni. 2) Aðalbjörg
Katrín, húsmóðir í Reykjavík, f.
18. mars 1959, gift Gísla Ant-
Föðurbróðir minn, Helgi Ein-
arsson, múrarameistari á Hvols-
velli, lést á Sjúkrahúsi Reykjavík-
ur aðfaranótt 20. júní sl. eftir erf-
ið veikindi nokkur undanfarin
misseri. Helgi fæddist og ólst upp
að Sperðli í V-Landeyjum, annar í
röðinni af fjórum börnum þeirra
ömmu og afa, Hólmfríðar Jóns-
dóttur og Einars Einarssonar,
sem þar bjuggu árin 1925-1964.
Sá sem þetta ritar, þá borgar-
barn, naut þeirra forréttinda að
vera sendur í sveit að Sperðli að-
eins fímm ára að aldri og eftir það
öll sumur til fjórtán ára aldurs.
Á ekkert skólastarf skal hallað
þótt ég fullyrði, að betri skóla og
undirbúning til að takast á við lífið
hefði undirritaður vart getað kosið
sér en hjá skyldfólkinu á Sperðli.
Bænir og söngur ömmu að morgni
og kveldi, skilvirk kennsla í lestri
og góð ráð um lífsins gildi var það
fóður sem gefíð var fólki sem þar
dvaldi, smáu sem stóru, skyld-
mennum sem öðrum. Úr þessum
r Blóma
Cíarðskom
. v/ 1~ossvogsl<i»*l<jw0ai*3 ,
XwSímb 554 0500
1 CjrficfryÁÁjur VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3
p AKOGESHÚSIÐ slml 562-4822
i Biynjar Eymundsson matreiðslumelstarl
tík Guðbjörg Elsa Guðmundsdóttir
1 smurbrauðs|ómfrú 1 VEISLAN iA
mFm VEITINGAELDHÚS Frábærar veitingar Síml: 561 2031
Fyrirmyndar þjónusta
onssyni, húsasmið,
f. 28. sept. 1954.
Bam þeirra er Gísli
Grímur. 3) Hólm-
fríður Kristín, hús-
móðir á Hvolsvelli,
f. 25. jan. 1961, gift
Sigmari Jónssyni,
iðnverkamanni, f.
15. apríl 1957. Börn
þeirra eru Elísabet
Rut og Jón Ægir. 4)
Drengur, andvana
fæddur, 9. mars
1967.
Eftir farskólanám
í V-Landeyjum fór
Helgi til vertíðarstarfa í Vest-
mannaeyjum nokkra vetur og
stundaði sveitastörf á sumrin.
Því næst vann hann almenn
byggingarstörf í Reykjavík þar
til hann hóf nám í múraraiðn
árið 1956. Helgi útskrifaðist frá
Iðnskólanum í Reykjavík í bók-
legum greinum og lauk sveins-
prófi árið 1960 og meistararétt-
indi hlaut hann árið 1963. Hann
var félagi í Múrarafélagi
Reykjavíkur 1960-1965 og síð-
an í Múrarafélagi Suðurlands
þar sem hann sat í stjóra um
árabil. Helgi flutti ásamt íjöl-
skyldu sinni til Hvolsvallar árið
1965, þar sem hann vann við iðn
sína í Rangárþingi og víðar eft-
ir það, bæði einn og með öðrum,
og síðast með syni si'num, Ein-
ari.
Helgi tók þátt í félagsstörfum
og var m.a. virkur félagi í
Stangaveiðifélagi Rangæinga
og Rauðakrossdeild Rangár-
vallasýslu.
Utför Helga verður gerð frá
Stórólfshvolskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
jarðvegi var Helgi Einarsson
sprottinn ásamt þeim systkinum,
Kjartani, Jóni og Ónnu Elínu.
Erfitt var um skólagöngu í
sveitinni á þessum árum, en eftir
farskólanám sótti Helgi vertíðar-
störf í Vestmannaeyjum og síðan
byggingarvinnu í Reykjavík. Faðir
minn Kjartan, bróðir Helga, hafði
þá um árabil verið búsettur í
Reykjavík þar sem hann nam
húsasmíði, en þar kynntist hann
móður minni, Katrínu Aðalbjörns-
dóttur.
Mál æxluðust svo á þann veg, að
Helgi kynntist móðursystur minni,
Guðrúnu Aðalbjömsdóttur, og
gengu þau í hjónaband árið 1955.
Þau eignuðust fjögur börn og eru
þrjú þeirra á lífi. Margar minning-
ar á ég um Helga úr sveitinni, en
ein er mér einna minnisstæðust, er
hann einhverju sinni kom í heim-
sókn að Sperðli og var hann þá
með takkaharmonikku í fartesk-
inu. Fannst mér það meiri háttar
upplifun að hlusta á hann spila á
^ÁVEXITR
Austurveri, sími 588 2017
Sérfræðingar
í bIómaskrevtingum
við öii iækifæri
mblómaverkstæði f§
INNA 1
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
slíkan undragrip. Nikkuna skildi
hann eftir, og lagði talsvert að
heimilisfólki að grípa í hljóðfærið
ef færi gæfist. Var það óspart gert
af okkur Nonna frænda milli þess
sem gafst til heyskapar.
Árið 1956 hóf Helgi nám í múr-
araiðn og sótti hann bóklegt nám í
Iðnskólanum í Reykjavík. Þar lauk
hann sveinsprófi árið 1960 og fékk
meistararéttindi árið 1963. A þess-
um árum hófu þau Helgi og Guð-
rún búskap í Reykjavík og bjuggu
þau íyrst á Skólavörðustíg 26 og
síðar í Ferjuvogi 19.
Eiginleg kynni mín af Helga
hófust fyrst fyrir alvöra árið 1961,
þegar faðir minn, þá verkstæðis-
formaður í trésmiðju Kaupfélags
Rangæinga á Hvolsvelli, fékk
Helga til að taka að sér múrverk
að hluta í nýbyggðu félagsheimili á
staðnum og þótti honum affara-
sælla að fá mig til að handlanga
hjá bróður sínum en að bera út
póst í Reykjavík, en það hafði und-
irritaður tekið sér fyrir hendur í
skólafríi. Samstarfið við Helga í
múrverkinu var lærdómsríkt og
ánægjulegt. En segja má, að
óvænt og ótímabært fráfall föður
míns þetta ár, þá aðeins 38 ára
gamals, hafi orðið til þess að
styrkja vináttuböndin enn frekar.
Helgi og Gunna frænka reyndust
okkur fjölskyldunni vel, enda syst-
urnar góðar vinkonur í orðsins
fyllstu merkingu. Það var síðan ár-
ið 1965, að kynnin urðu enn betri
þegar frændfólkið flutti á Hvols-
völl og hóf skömmu síðar byggingu
íbúðarhúss að Stóragerði 12. Þetta
gaf að sjálfsögðu tilefni til vinnu-
skipta á múrverki og tréverki hjá
okkur frændum.
Helgi stundaði síðan iðn sína í
Rangárþingi og víðar, bæði einn
og með öðram og síðast með syni
sínum Einari, múrarameistara á
Hvolsvelli. Á tímabili upp úr 1970
tók Helgi sér öðru hvora frí frá
múrarastörfum og lagði undirrit-
uðum lið í hans atvinnurekstri, en
þá voru að koma á markaðinn
þéttilistar fyrir glugga og hurðir.
Var svo mikil eftirspurnin, að ekki
hafðist undan. Helgi gerðist þar
liðtækur mjög og held ég að hann
hafi bæði haft gaman af tilbreytn-
inni og ekki síst að fá smáhvíld frá
erfiðri vinnu í múrverkinu.
Margs er að minnast í sam-
fylgdinni við Helga. Við vorum
saman félagar í Stangaveiðifélagi
Rangæinga þar sem við fórum
stöku sinnum en þó allt of sjaldan
í veiðitúra í Rangárnar og víðar.
Hann var einn af þeim félögum
sem tóku þátt í samskiptum við
veiðifélaga í Þýskalandi sem hann
heimsótti tvisvar. Þá var hann
einn ötulasti félagi í Rauðakross-
deild Rangárvallasýslu. Mikið
yndi hafði hann af músík og söng-
maður var hann góður þótt hann
tranaði sér lítt fram í þeim efnum.
Sem nágranni var hann ljúfur,
skapferlið alltaf á léttu nótunum
og ég man hann hreinlega aldrei í
vondu skapi. Helst að ég man
hann gefa óþægilegar skipanir í
sveitinni í gamla daga, en það er í
bamsminni og hlýtur þá að hafa
verið ærin ástæða til. Veikindum
sínum tók hann með miklu æðra-
leysi.
Gunna mín, guð veiti þér og þín-
um styrk í sorgum ykkar. Við
Dúna og fjölskyldan í Stóragerði
10 þökkum samfylgdina við
frænda okkar og nágranna.
Blessuð sé minning Helga Ein-
arssonar og megi hann hvfla í friði.
Aðalbjörn Kjartansson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.