Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 54
54 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Gettu hvað ég lærði í skólanum í Við vorum að borða hádegismat- Hver er höfðuborg Noregs? Hver
dag... inn, og ég lærði að opna poka með veit það?
kartöfluflögum ...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Staðreyndir
um ginseng
Sævari Magnússyni:
GINSENG hefur verið nokkuð til
umræðu á síðum Morgunblaðsins
undanfarið og vissulega má segja
það af hinu góða, því umræða um
fæðubótarefni og „óhefðbundnar"
lækningaaðferðir á erindi til allra.
Nú má vera að fólk átti sig ekki
alveg á um hvað málið snýst eftir
skrif þeirra Lyfjumanna og innflytj-
anda rauðs eðalginsengs. Málið
snýst í raun um það hvenær og
hvort fólk er að
kaupa það besta
sem völ er á hvað
ginseng varðar.
Nokkuð er síð-
an undirritaður
hóf innflutning á
heilsuvörum frá
Power
Health/Davina
og þar á meðal
Power Ginsengi.
Power Health
Sævar
Magnússon
auglýsir í um 50 löndum að þeirra
ginseng sé virkasta ginseng í heimi!
Hvernig má það vera? Svarið er ein-
falt. Hvert hylki inniheldur 100 mg af
30% ginsenosíðum, sem er hið virka
efni ginsengsins. Án ginsenosíða er
engin virkni. Undirritaður hefur
fengið leyfi hjá Þorsteini Njálssyni
lækni, þýðanda bókarinnar Lækn-
ingamáttur líkamans, og Setbergs,
sem er útgefandi bókarinnar, sem ég
kann bestu þakkir fyrir, til að vitna í
kafla bókarinnar sem fjallar um
ginseng. Þar segir meðal annars: „Ef
ginsengafurðimar eru ósviknar inni-
halda þær ginsenosíð, því meira þeim
mun betra. Mönnum er því ráðlagt
að kaupa aðeins afurðir með stöðluðu
ginsenosíðinnihaldi, nema þegar
keyptar eru heilar rætur.“
Power Ginseng var samkvæmt
minni þekkingu fyrsta ginsengið á
markaðnum þar sem fólk var upp-
lýst um virkni þess sem verið var að
kaupa. Power Ginseng er unnið úr
Panex C.A. Meyer-ginsengi, sem er
þekkt sem besta ginseng sem völ er
á. Aðeins aðalhluti 4-6 ára rótar er
notaður. Mildlvægur þáttur er að
rótin sem notuð er sé 4-6 ára. Er
það vegna þess að hlutfall hinna
ýmsu ginsenosíða er þar talið í bestu
jafnvægi og best er það í aðalhluta
rótarinnar. Rótarendar eru einnig
notaðir af sumum framleiðendum og
er ginsenosíðinnihald þeirra nokkuð
mikið en jafnvægið milli einstakra
ginsenosíða er ekki í því jafnvægi
sem einkennir rótina sjálfa. Hins
vegar er það þannig, hvort sem um
lyf eða fæðubótarefni er að ræða, að
það sem hentar einum hentar ekki
öðrum. Því getur samsetning gin-
senosíða í rótarendum, svo framar-
lega sem þeir bera hið virka efni
ginsenosíð, hentað mörgum á meðan
aðrir kjósa virkt efni úr rótinni
sjálfri.
Ginsengi er skipt í hvítt ginseng,
sem er þurrkuð rót, og rautt
ginseng (steamed root), sem hefur
verið þekkt nokkuð lengi en er á
undanhaldi vegna ekki nógu góðrar
virkni. Hinar ýmsu gerðir af gins-
engi sem fluttar eru inn kunna að
vera ágætisvörur með mismunandi
virkun en mjög mikilvægt er að á
umbúðum þess komi fram hvað fólk
er að kaupa og ættu, innflytjendur
að ráða bót á því sem fyrst og m.a.
upplýsa kaupendur um ginsenosíð-
innihald þar sem það hefur ekki ver-
ið gert.
Eg endurtek að ginsenosíð er hið
virka efni ginsengsins. Án ginsen-
osíða er engin virkni. 30% ginsen-
osíð er mjög virkt efni og vert að
taka fram að hér er um að ræða
mörg ginsenosíð sem hafa hina
ýmsu virkni sín á milli en of langt
mál er að fara gegnum allt það ferli.
Það að efnið er mjög virkt þýðir að
sjálfsögðu ekki að neytendur verði
svo sprækir að þeim komi ekki dúr á
auga dögum saman, heldur er hér
um að ræða slíka betrumbót á efna-
skiptastarfsemi líkamans að ginseng
ætti að vera hluti af fæðu hvers
manns. Svefninn verður betri og
dagsformið betra, efnaskiptastarf-
semi líkamans nær betra jafnvægi,
sem er forsenda góðrar heilsu, og
ekki má gleyma því að súrefni er
undirstaða góðra efnaskipta.
Ginseng hefur verið þekkt um
stór svæði Asíu í um 4.000 ár. Síðan
á dögum Marco Polo hefur ginseng
borist um hinn vestræna heim og
miklar tröllasögur gengið um ágæti
þess fyrir manninn.
Síðastliðna áratugi hafa farið
fram gífurlega margar klínískar
rannsóknir á Panex C.A. Meyer-
ginsengi, sem hafa fært manninum
heim sanninn um að allar sögumar
að austan um ágæti ginsengs áttu
meira og minna við rök að styðjast
og gæti það verið fróðlegt efni í aðra
grein. Nú má spyrja hvað sé hæfi-
legur dagskammtur af ginsengi.
Hvort sem um er að ræða fólk í
dagsins önn eða íþrótta- og afreks-
fólk hefur skammtur upp á um
100-200 mg af ginsengi (30% gin-
senosíð) í mýmörgum rannsóknum
reynst hæfilegur dagskammtur.
Itrekað skal að hver og einn verður
að finna út hvað hentar honum.
Jafnframt er talið gott að hvíla
ginsenginntöku af og til, t.d. á
tveggja eða þriggja mánaða fresti
og þá í u.þ.b. tvær vikur.
Þeir sem gera hin ýmsu fæðubót-
arefni að daglegri fæðu tilheyra
flestir þeim hópi sem vill bera
ábyrgð á eigin heilsu og segja má
jafnframt að það þurfi góða heilsu til
að takast á við sjúkdómstilfelli sem
upp kunna að koma. Eitt sinn sat ég
í leigubíl í Kaupmannahöfn og tók
eftir að bflstjórinn sat á tréperlu-
mottu og spurði ég hvort mottan
gerði honum gott. Hann svaraði:
Kannski ekki svo mikið núna en eft-
ir tuttugu ár verð ég feginn að hafa
notað mottuna. Sama á við um notk-
un bætiefna. Heilbrigt efnaskipta-
kerfi frá unga aldri skilar sér alla tíð
og sérstaklega þegar aldurinn fær-
ist yfir.
Að lokum vil ég hvetja fólk sem
hefur áhuga á þessu góða fæðubót-
arefni sem ginseng er að kynna sér
ginser.osíðinnihald áður en keypt er.
SÆVAR MAGNÚSSON,
innflytjandi Power Health/Davina-
fæðubótarefna.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.