Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 59

Morgunblaðið - 27.06.1998, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 59 FÖLK í FRÉTTUM Ljósmyndabók Richards Gere ► BANDARÍSKI leikarinn Rich- ard Gere er um þessar mundir að kynna ljósmyndabók sína sem heitir „Pilgrim" og fjallar um ferð hans um Tíbet árið 1993. Ljósmyndir Gere voru sýnar í d'Elysee safninu í Lausanne í Sviss fyrr í vikunni og var það í fyrsta sinn sem þær voru til sýnis í Evrópu. Richard Gere er lík- lega einn frægasti stuðningsmað- ur Tíbetmunka og er persónuleg- ur vinur Dalai Lama. Hann hefur því margsinnis lagt leið sína til Tíbets og aðdáun hans á landi og þjóð er yflrlýst. Fótbolti í solar plexus EITTHVAÐ verður að gera til að létta íþróttaánauðinni af ríkis- sjónvarpinu án þess þó að skerða nautn fíklanna, sem njóta ímynd- aðs bardaga um boltann, sem þó er skorðaður af með þungum við- urlögum. Sá rammi sem boltan- um er skapaður í leikjum á HM sundrast síðan á limum venju- legra franskra borgara, þegar fótboltabullur frá erlendum þjóð- um ganga um grenjandi og belj- andi á allt sem fyrir er, vegna þess að þær fá ekki útrás á boltaleikj- unum sjálfum, sem er athöfn íþróttar en ekki almenn slagsmál. Önnur rás fyrir íþróttir er lausnin, eins og gert er á Stöð 2, sem hefur Sýn fyrir fótbolta- leiki og golf eða annað íþrótta- kyns sem menn vilja sjó. Dag- skrá ríkissjónvarpsins var ekki beysin fyrir áður en HM hófst. Málið með fótboltann er bara leyst með því að skera dagskrána niður við trog. Þeir sem bera ábyrgð á þessum vandræðum eru einfaldlega ekki starfi sínu vaxn- ir. Mikið af skyldugu efni er þeg- ar nóg í allri venjulegri dagskrá þar sem verið er að elta ólar við ýmsa sérhópa í þjóðfélaginu, sem engan varðar um nema sérhóp- inn, en ekkert hirt um þótt sjálf- sagt dagskrárefni sé hundsað. Svo var um hundrað ára afmæli Emils Thoroddsen, tónskáldsins góða, og svo er um ágæta söngv- ara sem aldrei heyrist til í sjón- varpi eða þá mjög sjaldan, eins og Diddú, Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson. Skyldi það vera vegna þess að þau eru of normal? Allt er kallað list á tuttugustu öld og má sumt af henni rekja til þess, að viss hug- myndafræði, þar sem guðshug- takinu er útrýmt, hefur leitt af sér morð á nær hundrað milljón- um manna. Sumt í nútímalist dregur dám af hegðun þessara fjöldamorðingja og verður síðar dæmd með sama hætti og þeir. Þrátt fyrir fótbolta og allar aðrar sérþarfir þeirra sem vilja leggja undir sig sjónvarp, heldur líf- ið sinn gang merki- legt nokk. Svo var um dagskrá ríkiskassans síðasta sunnudag. Samt tókst að sýna þrjá fótbolta- leiki, samtals tvö hundruð áttatíu og fimm mínútur að viðbættu löngu og óskiljanlegu röfli í ein- hverjum „sérfræðingum" milli leikja. Lýsingarnar á þessum leikjum voru aumkunai-verðar, enda var atburðurinn sem lýst var löngu liðinn þegar málstirður þulurinn, hafði lokið sér af og kannski annar eða þriðji atburð- ur líka. Það voru í raun Danir, sem léttu okkur áhorfsraunina á sunnudagskvöldið, enda geta Danir verið með afbrigðum íyndnir og alvörulitlir. Sýnd var myndin Tveir menn í sófa og hafði verið verðlaunuð, sem er ekkert skrítið. Hún fjallaði um vinina Soren og Pierre. Þeir búa i sömu íbúð og eiga í grátbroslegu kvennastússi, sem hefur alvar- legar afleiðingar fyrir annan þeirra. Annar þeirra, Soren, er myndlistarmaður og nýkominn af geðdeild og kærastan er hlaupin frá honum. Pierre verður aftur á móti vel til kvenna og er það sýnt í ýmsum myndum. Hann reynir hvað hann getur að útvega vini sínum, Soren, kvenmann en það gengur brösulega. Undir lokin verður að samkomulagi milli vin- anna, að Pierre hringi í gleðikonu og verður það ámóta ópersónuleg athöfn og að hringja í taxa. Það varð að samkomulagi að hafa hana svarta og nota hana báðir. Svo kom stúlkan, boldangskven- maður, og listmálarinn var strax til í tuskið. Per ekki fleiri sögum af þessu, en allt var þetta með kímilegum blæ og svolítið sérdanskt, sem var ekki verra. Danir virðast vera að ná sér á strik í kvik- myndagerð og er það gleðiefni. Þeir virðast ekki þurfa að veifa skammbyssum til að ná árangri. Á laugardagskvöld var sýnd Woody Allen-myndin Ástalíf á Jónsmessunótt. Áð visu hét hún á amerískunni „sex comedý' og geta þeir svo þýtt sem kunna málið. Hún var ekki skemmti- legri en sú danska, sem líka var „sex comedy“. Woody Allen- myndin var sýnd á ríkisrásinni eftir að sýndar höfðu verið tvö hundruð áttatíu og fimm mínútur af fótbolta. Það er því alveg eins og fótboltinn sigi niður í solar plexus hjá þeim á sjónvarpinu við mikinn fótbolta. lndriði G. Þorsteinsson SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI Flautur, fíðlur og' naumhyggjugítar TÓJVLIST Gr isladisknr ÓSKIN Óskin, breiðskífa Óskar Óskarsdóttur. Lög öll eftir Ósk við ýmis Ijdð, útsetning- ar, upptökustjórn og hljóð- blöndun. Ósk leikur ú flcst hljdðfæri og syngur, en henni leggja lið Marteinn Bjarnar Þórðarson, Ásgeir Óskars- son, ‘Mbemba Bangoura,Ingi- mar Bjarnason, Eyjólfur Al- freðsson, Björn Leó Brynj- arsson, Marion Herrera og Dan Cassidy. Anna Lucy Muscat syngur með Ósk í þremur laganna. SKÖMMU fyrir síðustu jól sendi Ósk Óskarsdóttir frá sér jólaplötu sem var um margt merkileg og frá- brugðin hefðbundnu jóla- hljóðgervlastuðsulli sem börnum er yfirleitt boðið upp á fyrir jólin. Nýleg breiðskífa hennar, Óskin, er og frábrugðin því sem helst hefur komið út undanfarið því á henni eru frumsamin lög Óskar við ljóð eftir ýmsa höfunda, sum fengin úr Lesbók Morgunblaðins, önnur úr ljóðabókum sem hún hef- ur rekist á á bókamörkuðum. Lögin eru misjöfn að gæðum; sum heldur einföld og þannig er Þú réttir mér ilmvönd ekki vel heppn- að, framvinda í því of lítil til að fanga athyglina. Betur tekst til að mynda til í laginu I val þar sem ein- faldur undirleikurinn fellur vel að laginu, enda meira í sönginn lagt. I því lagi bjátar aftur á móti á í túlk- un, meiri dramatík vantar í lagið, meiri trega og viðkvæmni, því text- inn býður upp á það. Hljóðfæraskipan á plötunni er af- skaplega einföld, yfírleitt ber pí- anóið lagið uppi og það síðan skreytt með ýmsum hljóðfærum öðrum, flautum, fíðlum eða naum- hyggjugítar. Skemmtilegustu lögin eru þau þar sem mest er á seyði, til að mynda Vorboðinn, þar sem lág- fiðla lyftir laginu til muna, og Á vordegi, besta lag plötunnar fyrir skemmtilega útsetningu og samspil pínaós, slagverks Ásgeirs Óskars- sonar og smekklegs gítars Ingi- mars Bjarnasonar. Einnig gæðir söngur Önnu Lucy Muscat öll lög lífí sem hún tekur þátt í. Sérstak- lega kemur söngur hennar vel út í Gesti í vöggu og ólíkar raddirnar falla hvergi betur saman en þar. Vert er að geta haganlegrar notk- unar á fuglasöng og kvaki í Sónötu vorsins. Þessi plata Óskar Óskarsdóttur er skemmtileg áheymar þó að á henni séu ýmsir vankantar, sumir vísvitandi. Með fleiri hljóðfærum og meiri tíma hefði hún orðið enn betri. Árni Matthíasson Fleiri og betri umsagnir um „Vildspor“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA kvikmyndin „Vildspor", sem tekin var á Islandi með ís- lenskum og dönskum leikuram, hefur fengið jákvæðari dóma en íyrst var greint frá í Morgunblað- inu. í Ekstra Bladet fær myndin fjórar af sex stjömum. I tímaritun- um „Tjeck“, „Chili“ og „Scope“ fær hún fimm stjörnur af sex. Talað er um meistaralega frumraun leik- stjórans Simon Staho, sem sé hluti af dönsku nýbylgjunni í kvikmynd- um og góða frammistöðu leikar- anna. Þau Pálína Jónsdóttir, Egill Ólafsson og Jón Sigurbjörnsson fara með hlutverk í myndinni. Glæsileg og öðravísi í tímaritinu Euroman er einnig talað um danska nýbylgju, þar sem leikstjórinn, hinn 25 ára Simon Staho, sé nýjasta greinin. Með myndinni, frumraun hans, hafi hann slegist í hóp þeirra, sem setja megi traust sitt á, ef danskar kvik- myndir eigi að vekja athygli í fram- tíðinni. I Bogart, kvikmyndaþætti danska sjónvarpsins, var sagt að myndin væri spennandi og óhugn- anleg, „glæsileg og öðravísi og sannarlega mynd, sem hægt er að gleðjast yfír, því hún er svo frá- bragðin því, sem venjulega sést“. Umsjónarmaður þáttarins, Ole Michelsen, er mjög virtur en um leið strangur kvikmyndagagnrýn- andi og umsögn hans er því mikið hrós fyrir myndina. Náttúra íslands ljáir myndinni dýpt I tímaritinu Scope segir að frumraun Stahos sé ein áhrifamesta danska myndin, sem gagnrýnand- inn hafi lengið séð. Pesónur mynd- arinnar séu bæði á ystu nöf, en um leið svo venjulegar að sagan hitti einmitt aumasta blettinn. Myndin einkennist af nákvæmni, samræður séu skai-par og hafi eitthvað fram að færa, fluttar af leikuram, sem allir standi sig ft-ábærlega vel. „Hér era engin hávær rifrildi né stórbrotnar fyrirgefningai-, heldur bara þögul örvætning, sem einkennir erfiðustu stundir lífsins ... „Vildspor“ er ein áhiTfamesta myndin í mörg ár.“ Hrjóstrug og miskunnarlaus nátt- úra íslands Ijái myndinni sársauka- fulla dýpt, sem bæði hafí áhrif á persónur myndarinnar og áhorf- endur. Þeir sem vilja kynna sér mjmd- ina betur og umsagnir um hana geta farið inn á alnetið: ww'w.fílm.eon. dk/. tyeturfiaímn Smiðjtwegi 14, %ppavogi, sími 587 6080 í kvöld leikur Galabandið ásamt Önnu Vilhjálms Sjáumst hress

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.