Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 1

Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 1
104 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 144. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bill Clinton ávarpar kínverska námsmenn í Peking Mannréttindi verði heiðri í Kína Lögregla sökuð um kynþáttahatur höfð í Peking. Reuters. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, skoraði á Kinverja að virða mannréttindi og hvatti til „nýrra tengsla" milli ríkjanna í ávarpi sem hann flutti í Peking-háskóla, þar sem fjöldamótmæli kínverskra námsmanna hófust árið 1989. Avarpið var sýnt í beinni útsend- ingu í kínverska sjónvarpinu, sem nær til hundraða mOljóna manna, og þetta er í annað sinn sem Clinton fær tækifæri til að tala til kínversku þjóðarinnar um mannréttindi. Námsmenn í Peking-háskóla, þar sem margir af helstu embættis- mönnum Kína hafa menntast, fengu tækifæri til að spyrja forsetann spurninga. Námsmennimir voru ekki allir ánægðir með ávarp forset- ans og einn þeirra spurði hvort vin- gjamlegt bros hans hyldi leynileg áform um að „halda Kína í skefj- um“, koma í veg íyrir að landið yrði að stórveldi á borð við Bandaríkin. Clinton neitaði þessu og svaraði spumingu annars námsmanns um hvort mannréttindi væm alltaf höfð í heiðri í Bandaríkjunum með því að ræða eiturlyfjavandann, glæpi og kynþáttamismunun í landi sínu. „Við emm ekki enn fullkomin," sagði hann. „Frelsið eflir stöðugleikann" Clinton minntist ekki á blóðuga árás hersins á kínverska náms- menn á Torgi hins himneska friðar árið 1989 en ræddi aðallega um framtíðartengsl ríkjanna og mikil- vægi þess að frelsi almennings í Kína yrði auldð. „Frelsið eflir stöð- ugleikann," sagði hann. Námsmennirnir stóðu upp og klöppuðu fyrir og eftir ræðuna en viðbrögð þeirra við svömm forset- ans vom blendin. „Sum svörin vom í lagi, en ég hef efasemdir um önn- ur,“ sagði laganeminn Ge Shao- hong. Hann bætti við að bandarísk stjórnvöld hefðu engan rétt til að predika yfir Kínverjum um mál eins og deilurnar um Tíbet og Tæv- an. Síðar um daginn fór Clinton til Shanghai og hugðist svara spurn- ingum hlustenda útvarpsstöðvar í borginni. ■ Deilt um orðaskiptin/24 FRESTA varð opinberri rann- sókn á starfsaðferðum bresku lögreglunnar í London í gær, er til átaka kom þar sem yfirheyrsl- ur fara fram. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir rannsókn á morði á ungum, svörtum manni, Stephen Lawrence, sem myrtur var árið 1993, að því er virtist eingöngu vegna litarháttar síns. Fimm hvítir menn voru handteknir, sakaðir um morðið en málsóknin á hendur þeim rann út í sandinn og var ekki dæmt í málinu. Þátt- ur lögreglunnar er hins vegar til rannsóknar og áttu fimmmenn- ingarnir að bera vitni í gær. Það reyndist hins vegar ekki unnt, þar sem um 200 manns efndu til mótmæla við réttarsalinn. Bað móðir Lawrence, Doreen, mann- fjöldann um að sýna stillingu en allt kom fyrir ekki og þurfti lög- regla að beita táragasi til að dreifa hópnum. Mál Lawrence hefur komið illa við marga Breta, sem þykir það óhugnanleg áminning um að kyn- þáttahatur Iifí enn góðu lífi þar í landi, auk þess sem það sé áfellis- dómur yfir lögreglu, sem var sökuð um kynþáttahatur í mót- mælunum í gær. Reuters Enn ein atlaga Serba að albönskum skæruliðum í Kosovo ESB hafnar þátttöku KLA í viðræðum Á lífi eftir tvo sólarhringa KONA fannst á lífi í rústum íbúð- arhúss í borginni Ceyhan í Tyrk- landi í gær, tveimur dögum eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir. Konan er lítið slösuð en björgun- armenn heyrðu hana berja í vegg er þeir Ieituðu í rústunum. Dag- inn áður hafði ellefu ára drengur fundist á lífí í sama húsi. Að minnsta kosti 119 manns fórust í skjálftanum en vonir um að fleiri finnist á h'fi fara dvínandi. ■ Fannst á lífi/22 Viagra varasamt? New York. Reuters. BANDARÍSKA matvæla- og lyfjaeftirlitínu hafa verið tíl- kynnt þrjátíu dauðsfoll sem rak- in eru til Viagra-lyfsins fræga sem um tvær milljónir karl- manna hafa nýtt sér gegn getu- leysi síðan það kom á markað í apríl. Auk dauðsfallanna hafa verið tilkynntar ýmsar aðrar aukaverkanir, hjartsláttar- óregla, svimi og sjóntruflanir, alls í kringum 100 tilfelli. Er talið að í einhverjum til- fellum hafi viðkomandi verið á blóðþrýstingslyfjum. Haft er eftir Raymond Woosley, for- seta lyfjafræðideildar George- town-háskólans, að þar sem Vi- agra geti lækkað blóðþrýsting sé hættulegt að blanda því saman við lyf gegn háum blóð- þrýstingi, niðurstaðan geti orð- ið of hátt blóðþrýstingsfall. Pfizer-lyfj aframleiðandinn hefur tekið skýrt fram að ekki eigi að taka Viagra ef menn eru jafnframt á nítratlyfjagjöf. Tal- ið er hins vegar að dauðsföllin veki spurningar um hvort yfir- höfuð megi taka nokkur önnur lyf með Viagra. Pristina, Lundúnum. Reutcrs. SERBNESKAR öryggissveitir efndu í gær til viðamikillar hernað- araðgerðar gegn skæruliðum að- skilnaðarsinnaðra Kosovo-Albana, en í gær höfnuðu ráðamenn Evr- ópuríkja tillögu Bandaríkjamanna um að fulltrúum skæruliða yrði boð- ið að taka þátt í friðarsamningavið- ræðum. Vopnaðar sveitir lögreglu beittu bryndrekum til að loka öllum leiðum að bænum Belacevac, um 10 km vestur af héraðshöfuðborginni Prist- ina, og í gærkvöld tókst þeim að ná aftur með áhlaupi kolanámunni við bæinn, sem hefur séð nálægu raf- orkuveri fyrir eldsneyti, en það hef- ur séð stórum hluta Suður-Júgó- slavíu fyrir rafmagni. Skæruliðar náðu námunni á sitt vald í síðustu viku og tóku serbneska starfsmenn þar í gíslingu. Evrópuveldin vilja ekki ýta undir aðskilnað Nú hafa skæruliðar Frelsishers Kosovo (KLA) náð á sitt vald nærri þriðjungi héraðsins, sem tilheyrir Serbíu. Hefur það flækt mjög af- stöðu vestrænna ráðamanna til átakanna, þar sem þeir vilja ekki að hótanir sínar um loftárásir ýti undir frekari upplausn Júgóslavíu. Utanríkisráðherrar Evrópusam- bandsins, sem funduðu í Lúxem- borg í gær, tóku ekld undir banda- rískar tillögur um að fulltrúum KLA yrði leyft að taka þátt í friðar- viðræðum, sem Vesturveldin eru að reyna að koma af stað. Hvöttu utan- ríkisráðherrarnir til þess að Kosovo-Albanir kæmu sér saman um sameiginlega fulltrúa, sem samið gætu fyrir þeirra hönd, bæði herskáa og hófsama. Weizman gerir atlögn að Netanyahu Kosið verði sem fyrst Jerúsalem. Reuters, The Daily Telegraph. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðheiTa Israels, vísaði í gær á bug áskorun frá Ezer Weizman, forseta landsins, um að leggja stefnuna í friðarmálum í dóm kjósenda með því að boða til kosninga fyrr en seinna. Netanyahu hefur verið legið á hálsi, bæði heima og erlendis, fyrir að standa friðarumleitunum við Pa- lestínumenn fyrir þrifum. Hann sagði í gær að stjórn sín myndi sitja út kjörtímabilið, sem lýkur árið 2000. Weizman þykir orðhvatur og hefur oft lent í sennum við Net- anyahu vegna friðarumleitana við Palestínumenn. Forsetaembættinu fylgja lítil völd, en tillaga Weizmans í gær er enn ein atlagan að pólitískum trúverðugleika Net- anyahus. Weizman sagði að friðarumleit- anirnar væru „haltrandi“ og því fyrr sem gengið yrði til kosninga því fyrr myndi liggja ljóst fyrir hvað almenningi þætti um stefnu forsætisráðherrans. Fallið frá þjóðar- atkvæðagreiðslu Netanyahu féll um helgina frá þeirri hugmynd að efna til þjóðar- atkvæðagreiðslu um frekara landa- afsal á Vesturbakkanum, að því er haft var eftir ráðherrum í stjórn- inni. Astæðumar voru sagðar vera hversu flókið slíkt yrði í fram- kvæmd og einnig var því haldið fram að Shas-flokkur heittrúaðra, sem á aðild að stjóm Netanyahus, hefði hótað að fella hana ef efnt yrði til atkvæðagreiðslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.