Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/RAX
Prdfessorar án leiðréttingar eftirlauna í 2V2 ár
Kjaranefnd kærð til
umboðsmanns Alþingis
Folald á
sólskins-
degi
FOLÖLDIN eru ekki lengi að
fóta sig í þessum heimi. Þessu
rauða folaldi, sem fæddist á sól-
skinsdegi í Skagafirði um helg-
ina, varð að minnsta kosti ekki
fótaskortur þó það sé rétt komið
úr móðurkviði og viti fátt annað
um heiminn en hvar mjólkina er
að finna, en þangað er stefnan
tekin eins og sést á meðfylgjandi
mynd.
-------------
Formaður Alþýðu-
bandalagsins
Samfylking-
artillaga á
föstudag
MARGRÉT Frímannsdóttir, for-
maður Alþýðubandalagsins, mun
strax við upphaf aukalandsfundar
Alþýðubandalagsins næstkomandi
fóstudag leggja fram tillögu varð-
andi sameiginlegt framboð félags-
hyggjuflokkanna. Margrét vill í engu
greina frá innihaldi tillögunnar.
í gærkvöldi var haldinn síðasti
fundur framkvæmdastjómar AI-
þýðubandalagsins iyrir aukalands-
fundinn og er orðið ljóst að ekki
verður lögð fyrir landsfundinn til-
laga um samfylkingarmálin í nafni
framkvæmdastjómarinnar.
GÍSLI Jónsson prófessor hefur
sent umboðsmanni Alþingis kæm
þar sem hann telur að kjaranefnd
hafi gróflega brotið ákvæði 9. grein-
ar stjómsýslulaga. Gísli telur að
óheyrilegur dráttur hafi orðið á
störfum nefndarinnar þvi liðið sé
tæplega eitt og hálft ár síðan lög
tóku gildi sem fólu kjaranefnd að
ákveða laun prófessora en enginn
úrskurður hafi enn verið kveðinn
upp. Þá telur Gísli sig eiga rétt á að
fá upplýsingar frá nefndinni um
væntanlegan úrskurð skv. stjórn-
sýslulögum.
Gísli er í forsvari i þessu máli fyr-
ir hóp prófessora sem komnir era á
eftirlaun en í yfirlýsingu sem níu
fyrrverandi prófessorar samþykktu
24. apríl sl., segir m.a. að sá mikli
dráttur sem orðið hafi á störfum
kjaranefndar, sé tvímælalaust brot.
á 9. grein stjómsýslulaga og hafi
hann að öllum líkindum valdið
mörgum prófessoram emeriti fjár-
hagslegum erfiðleikum ofan á
óhæfilega lág eftirlaun. „Kjara-
nefnd ber samkvæmt sömu laga-
grein að upplýsa málsaðila um það,
hvenær vænta megi úrskurðar,"
segir i yfirlýsingunni.
Gísli hefur hvað eftir annað farið
þess á leit við formann kjaranefnd-
ar að fá upplýsingar um ástæður
tafanna sem orðið hafa á því að
ákveða laun prófessora og hvenær
ákvörðunar væri að vænta. Fyrsta
bréfið ritaði hann 29. desember sl.
en fékk þá m.a. þau svör frá Guð-
rúnu Zoega, formanni kjaranefnd-
ar, að nefndin hefði átt í viðræðum
við og væri í stöðugu sambandi við
viðræðunefnd sem prófessorar
hefðu valið sem fulltrúa sína í um-
ræddu máli. „Kjaranefhd lítur svo á
að aðilar máls séu upplýstir um
gang mála og ástæður þess að úr-
skurður hefur ekki enn verið upp
kveðinn. Nefndin vísar yður því á
viðræðunefndina, en formaður
hennar er Guðmundur Magnússon
prófessor. Kjaranefnd mun leitast
við að hraða ákvörðun, en getur
ekki að svo stöddu sagt til um
hvenær úrskurðar sé að vænta,“
sagði m.a. í svari formanns kjara-
nefndar.
Engin leiðrétting
eftirlauna
Umrætt ákvæði stjómsýslulaga
sem Gísli vitnar til er svohljóðandi:
„Þegar fyrirsjáanlegt er að af-
greiðsla máls muni tefjast ber að
skýra aðila máls frá því. Skal þá
upplýst um ástæður tafanna og
hvenær ákvörðunar sé að vænta.“
Gísli sendi umboðsmanni kæra
vegna málsins 29. maí sl. og rekur
þar árangurslaus samskipti sín við
formann nefndarinnar og segist
telja orðið ljóst að formaður kjara-
nefndar ætli að virða beiðni sína að
vettugi. „Ekki þarf að orðlengja um
þau óþægindi, sem hinn mikli drátt-
ur á störfum kjaranefndar hefur
valdið okkur, sem komnir eram á
eftirlaun. Við höfum ekki fengið
neina leiðréttingu eftirlauna okkar í
a.m.k. 2 1/2 ár og eigum ekki von á
neinum vöxtum á þá leiðréttingu,
sem væntanleg er,“ segir Gísli m.a. í
kæranni.
í svarbréfi formanns kjaranefnd-
ar til umboðsmanns vegna kærann-
ar segir m.a. að skv. lögum um
Kjaradóm og kjaranefnd skuli
kjaranefnd ákveða laun og starfs-
kjör prófessora, þ.e. þeirra sem
gegni þeim störfum að aðalstarfi.
Prófessorar sem komnir séu á eftir-
laun heyri því ekki með beinum
hætti undir ákvörðunarvald nefnd-
arinnar.
í bréfi sem Gísli sendi umboðs-
manni Alþingis sem svar við þessu
bréfi kjaranefndar er bent á að
nefndinni beri lagaleg skylda til að
ákvarða grann til útreiknings eftir-
launa prófessora, sem hafa hafið
töku lífeyris. Þeir eigi því lögvar-
inna hagsmuna að gæta varðandi
störf nefndarinnar og eigi því sama
rétt til upplýsinga og prófessorar,
sem enn era í starfi.
Fékk sexfaldan
lottóvinning
Hæsti vinn-
ingur á einn
miða frá
upphafí
ÞEGAR úrslit í Lottó 5/38 vora
kunn á laugardagskvöldið kom í Ijós
að aðeins einn var með allar tölurn-
ar 5 réttar. Fær sá alls 25,5 milljón-
ir króna skattfrjálst í vinning og er
það hæsti vinningur á einn miða frá
því að leikurinn hófst. Að sögn Bolla
Valgarðssonar, markaðsstjóra Is-
lenskrar getspár, hefur vinnings-
hafinn gefið sig fram og mun hann
taka við vinningnum í lok vikunnar
og verður hann greiddur út í einu
lagi eftir mánuð.
Vinningshafinn keypti miðann í
versluninni Hominu á Selfossi eftir
hádegi á laugardag en alls seldist
um land allt rúmlega ein milljón
raða fyrir dráttinn. Þetta er í þriðja
sinn sem lottóvinningur er sexfald-
ur en áður gerðist það í apríl 1997.
Þá var hann 34 milljónir sem fimm
manns skiptu á milli sín. Aftur gerð-
ist það í ágúst sama ár en þá var
hann 27 milljónir króna og vora
fjórir með allar tölumar réttar.
Alls fengu 9.900 raðir vinning síð-
astliðinn laugardag en fyrir fjórar
tölur réttar auk bónustölu gaf hver
röð 211 þúsund krónur. Heildarupp-
hæð vinninga sem greiddir vora út
nam rúmum 35 milljónum króna en
líkumar á því að fá allar 5 tölumar
réttar era 1/502.000.
------*-♦-«----
Maður
hrapaði í
Litla-Höfða
í Eyjum
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
MAÐUR hrapaði og féll níu til tíu
metra og lenti á moldarfláa norðan í
Litla-Höfða í Vestmannaeyjum síð-
degis í gær. Að sögn lögreglunnar í
Eyjum var tilkynnt um slysið til
hennar laust fyrir klukkan sex og
var þá þegar hafist handa við björg-
unaraðgerðir.
Maðurinn hafði ásamt félaga sín-
um siglt á gúmmítuðra austur fyrir
Heimaey og höfðu þeir klifrað upp í
Litla-Höfða þegar maðurinn rann
til og féll niður. Félagi hans, sem
var með farsíma, gat kallað eftir
hjálp og fóru félagar úr Björgunar-
félagi Vestmannaeyja á vettvang.
Var búið um manninn en hann síðan
fluttur með gúmmíbát út í ferða-
mannabátinn PH Viking sem flutti
hann til hafnar í Eyjum. Komið var
með manninn til lands um klukkan
hálfníu í gærkvöldi og var hann
fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum en
síðan var hann fluttur með sjúkra-
flugi til Reykjavíkur. Ekki lá ljóst
fyrir hver meiðsl hans væra en talið
var að hann væri mjaðmagrindar-
brotinn.
I
>
>
I
HIVl ’98
á Netinu
www.mbl.is
Á ferð með landsliði kvenna
í handknattleik á Spáni / B8
Þjálfari Þýskalands vill
breytingar á HM / B7
í dag
^ímtouiIBLE
>
i