Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 12

Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jón Kjartansson hefur flutt bústofn og vélar frá Stóra-Kroppi vegna vegardeilu Heldur baráttunni áfram af fullum krafti EKKI liggur enn fyrir endanleg niðurstaða um hina umdeildu vega- lagningu Borgarfjarðarbrautar milli Flókadalsár og Kleppjárnsreykja. Jón Kjartansson, eigandi Stóra- Kropps í Borgarfirði, og fjölskylda, hafa nú flutt allan bústofn sinn og vélar frá Stóra-Ki-oppi að Ártúni í Rangárvallahreppi vegna þeirra ill- vígu deilna sem staðið hafa yfir í tæp 4 ár um þjóðvegarstæði í ná- grenni Stóra-Kropps. Um tíma leit út fyrir að niðurstaða fengist í þessu máli á síðasta ári þegar sam- komulag náðist um svonefnda sátta- leið, annað vegastæði sem hefði ekki kippt stoðunum undan bú- rekstri á Stóra-Kroppi, og uppfyllti sú lausn þær kröfur sem gerðar voru. Meirihluti þáverandi hrepps- nefndar Reykholtsdalshrepps, Vegagerðin og skipulagsyfirvöld gátu sætt sig við þessa leið en í ljós kom á sl. vetri, að málið var þó eng- an veginn til lykta leitt, og enn er uppi óvissa um endanlegt vega- stæði. Þrátt fyrir þetta er engan bil- bug að finna á Jóni, sem segist ætla að halda áfram baráttu sinni af full- um krafti gegn hugmyndum um að leggja þjóðveginn um túnið við Stóra-Kropp. Auk búrekstrar á Suðurlandi starfar Jón í dag sem verðbréfamiðlari hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Hann á að baki margra ára reynslu af verð- bréfaviðskiptum í Sviss. Ofríki og ofbeldi „Við höfum flutt alla okkar starf- semi úr Borgarfírðinum austur í Rangárvallasýslu og lagt niður bú- skap á Stóra-Kroppi, a.m.k. um stundarsakir," segir Jón. „Við ákváðum í júní á síðasta ári að flytja brott vegna þeirra deilna sem höfðu átt sér stað um veginn og þeirra per- sónulegu árása sejn við höfum orðið fyrir. Ég hef kallað það bæði ofríki og ofbeldi og mín skoð- un á því hefur ekkert breyst," segir Jón. Fjölskyldan flutti í fyrrasumar að Artúnum í Rangárvallahreppi þar sem hún rekur stórt kúabú. „Þannig háttaði til í fyrrasumar að heyskap- artíð var mjög erfið á Suðurlandi og við ákváðum að reka bæði búin að minnsta kosti fram á vorið, í þeirri von að niðurstaða fengist i þessu •vegamáli. Ég hélt því fram í júní í fyrra að það stæði yfir pólitískur loddaraleikur um þessa svoköllúðu sáttaleið og að þá hefði verið búið að ákveða fyrirfram í hvaða farveg málið færi og hver niðurstaðan yrði,“ segir Jón og bendir á að nú sé komið á daginn að hann hafi haft rétt fyrir sér. Menn hafi verið tog- Jón Kjartansson, eigandi Stóra-Kropps í Borgarfírði, hefur flutt allan bústofn sinn og vélar frá Stóra-Kroppi vegna þeirra hörðu deilna sem staðið hafa yfir í tæp 4 ár um þjóðvegarstæði í nágrenni Stóra- Kropps. Jón segist í samtali við Omar Friðriksson ætla að halda áfram baráttu sinni af fullum krafti gegn hugmyndum um að leggja þjóðveginn um túnið við bæinn Stóra-Kropp og kveðst munu fara með málið fyrir dómstóla ef nauðsyn krefji. aðir á asnaeyrunum þegar ákveðið var að láta fara fram um- hverfismat vegna sáttaleiðarinnar svokölluðu. „Lyktir málsins voru að mínu mati fyr- irfram ákveðnar. Ég hélt því þá fram að jafnvel þótt skipulags- stjóri rfldsins féllist á sáttaleiðina, sem hann og gerði, yrði úrskurð- ur hans kærður til umhverfisráðuneytis- ins og það var gert. T. v ^ TT , ° L ,,, b Jon Kiartansson Umhverfisraðherra staðfesti reyndar úrskurð skipu' Stundar verð- bréfaviðskipti með búrekstr- inum lagsstjóra um að heimila vegalagn- inguna á þeim stað sem sættir höfðu náðst um og þá trúðu menn því að niður- staða væri komin í málið. Fimm sveitarfélög norðan Skarðsheiðar, sem mynduðu Samband sveitarfélaga í Borgar- firði norðan Skarðsheiðar, létu fara fram svæðaskipulag, sem var í sjálfu sér ótengt þessum vegi. Það var ekki samstaða í svæðaskipu- lagsnefndinni sem var sett á stofn sem samvinnunefnd, með tveimur fulltrúum úr hverri sveitarstjórn, um hvar veglínan ætti að vera. Það hefði í raun ekki átt að skipta neinu máli því niðurstaða nefndarinnar er á engan hátt bindandi fyrir viðkom- andi sveitarstjórn. Þáverandi sveit- arstjórn Reykholtsdalshrepps hafði óskað eftir því að sáttaleiðin yrði farin og ákvað eftir ráðleggingum skipulagsstjóra ríkisins að setja þessa veglínu inn á svæðaskipulag- ið. Sveitarstjórn sendi erindi til skipulagsstjórnar ríkisins fyrir ára- mót um að þessi veglína yrði sett inn á svæðaskipulag og það var samþykkt í skipulags- stjórn. Það komu fram mótmæli frá vissum aðil- um um þetta og var er- indi þar um sent um- hverfisráðherra, sem sendi erindið til baka til frekari umfjöllunar, en skipulagsstjórn komst aftur að þeirri niður- stöðu að þetta ferli væri lögformlegt og sam- þykkti að þessi veglína yrði sett inn á svæða- skipulag. Umhverfisráðherra frestaði síðan staðfest- ingu á þessari veglínu. Þar með var orðin að veruleika sú tilgáta mín að niðurstaðan væri fyr- irfram ákveðin. Með því að fresta staðfestingu á þessari veglínu á svæðaskipulagi var þetta lögform- lega ferli eyðilagt," segir Jón og bendir á að aðstoðarmaður um- hverfisráðherra sé nátengdur aðil- um sem hafi barist fyrir því að mal- bikaður vegur yrði lagður um túnin á Stóra-Kroppi. „Ráðherra mæltist til þess að far- ið yrði í aðalskipulagsferli og eftir því sem ég best veit er staða máls- ins nú sú í kerfinu, að kynning á að- alskipulagi hefur hangið uppi í tæp- ar fjórar vikur. í dag er spumingin sú hvað ný sveitarstjórn í samein- uðu sveitarfélagi muni gera. Mun hún breyta þessu og óska eftir að svokölluð neðri-leið verði sett inn á aðalskipulag í stað sáttaleiðarinn- ar?“ segir Jón. Brot á meðalhófsreglu stjórnsýslulaga Jón segir að fjölskyldan hafi ákveðið að fiytja bústofn sinn frá Stóra-Kroppi með hliðsjón af því, að þeir aðilar sem völdust í meirihluta í sveitarstjóm í sameinuðu sveitarfé- lagi fjögurra hreppa hafi ekki sýnt málstað fjölskyldunnar neinn skiln- ing. „Við treystum okkur ekki til að vera háð duttlungum stjómvalda um hvort fótunum yrði kippt undan bú- skaparaðstæðum á Stóra-Kroppi. Þess vegna gerðum við alvöru úr því að flytja allan okkar búskap austur í Rangárvallasýslu, þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir. Það er hins vegar alveg ljóst að ég mun halda þessaii baráttu áfram af fullum krafti. Ef reynt verður að snúa dæminu við nú og fara með veginn yfir túnin á Stóra-Kroppi mun ég að sjálfsögðu leita réttar míns fyrir dómstólum. Ég mun byggja mál mitt á því að um sé að ræða skýrt brot á meðalhófsreglu stjómsýslulaga, vegna þess að það liggur núna fyrir annar og vægari kostur. Nýlegir dómar í hliðstæðum málum sem hafa fallið í Hæstarétti styrkja þá trú mína verulega að meðalhófsreglan muni gilda um þessa vegagerð. Það væri alger óhæfa að ætla sér að reyna að taka tún eignarnámi og malbika þar yfir og eyðileggja fyrh- mér jörðina þegar annar kostur býðst, sem skipulagsstjóri ríkisins, umhverfisráðherra, ásamt hrepps- nefnd og meirihluta landeigenda, hafa samþykkt að verði tekinn." Stærsta kúabú sveitarfélagsins Jón og fjölskylda hans höfðu byggt upp stórt kúabú á Stóra- Kroppi. Var það orðið hið stærsta i sveitarfélaginu með tæplega 150 þúsund lítra framleiðslurétt á mjólk. A seinasta ári var búið að Stóra-Kroppi nythæst allra kúabúa í sveitarfélaginu. „Ég hafði fjárfest mikið, byggt nýtt íbúðarhús, ræktað og endurræktað, breytt útihúsum, keypt nýjar vélar og hagrætt á alla þá lund sem mér var mögulegt. Ég trúði því aldrei að ís- lenski landbúnaðarráðherrann myndi senda málið í þennan farveg sem það er í í dag. Nú er okkur ólíft þarna. Við sitjum undir stöðugum persónulegum árásum og rógburði og framtíð okkar er það ótrygg að við treystum okkur ekki til að gera meira þarna og vera háð duttlung- um sveitarstjórnar eða annarra um hvernig eða hvort við höldum áfram uppbyggingu búsins, sem stóð vissulega fyrir dyrum,“ segir Jón. Jörðin ekki til sölu Þrátt fyrir að fjölskyldan hafi flutt allan bústofn frá Stóra-Kroppi er öll aðstaða til áframhaldandi bú- skapar til staðar á Stóra-Kroppi og Jón segist ekki ætla að selja jörð- ina. Fjölskyldan á einnig jörðina Mun að sjálf- sögðu leita réttar míns fyr ir dómstólum Efra-Nes í Borgarbyggð og verður heyjað á báðum jörðunum í sumar en málin eru að öðru leyti í bið- stöðu. Eiginkona Jóns, Regula Brem fæddist og ólst upp í Sviss og börnin tvö, Ema og Kjartan, eru á leið úr landi, „vegna þessara deilna og era allsendis ófáanleg til að taka nokkurn þátt í þessu starfi þarna uppfrá. Það er auðvitað visst áhyggjuefni iyiir mig sem bónda að hafa engan tH að taka við af mér,“ segir hann. Jón starfaði í 13 ár við verðbréfa- viðskipti í Sviss og hjá Kaupþingi í tvö ár. I dag starfar hann við verð- bréfaviðskipti á viðskiptastofu hjá SPRON. „Eg hef 15 ára reynslu af verðbréfaviðskiptum og undir þess- um kringumstæðum sem þarna höfðu skapast ákvað ég að snúa mér að þessu starfi um stundar sakir. Ég rek einnig mitt bú enda vinna bændur við ýmis störf auk búskap- arins,“ segir hann. Jón segir mikla þörf á aukinni hagræðingu í íslenskum landbúnaði. „Ég hef heyjað á fjórum jörðum og rekið þessi bú samhliða í þrjú ár með sama vélakosti. Ég tel að það séu mjög breyttar forsendur í land- búnaðinum og þörf á breytingum. Við verðum að átta okkur á að við erum ekki lengur einangruð þjóð. Við höfum undirritað alþjóðasamn- inga, bæði EES-samninginn og GATT-samninginn. Landbúnaður- inn mun mæta samkeppni og það er því alveg ljóst að búin þurfa að stækka og þeim þarf að fækka. Að því vann ég ötullega. Ég keypti eyðijörð sem varð stærsta búið í sveitarfélaginu á þremur árum. Þar sameinuðum við framleiðslu fimm jarða. Ég taldi að þetta væri í sam- ræmi við það sem stjórnvöld vildu. Þess vegna kom það mér verulega á óvart að Vegagerðin og ákveðnir að- ilar innan sveitarfélagsins, sem eiga í raun og veru engra hagsmuna að gæta, skuli með þessum hætti reyna að kippa fótum undar starfsemi okkar þama. Ég lít á þetta sem öf- undarbrölt og annarlegar hvatir. Þetta er ákaflega lýjandi, sér- staklega þegar nú liggur fytir að það er ekki verið að ræða málefni. Það liggur fyrir veglína sem uppfyllir all- ar kröfur Vegagerðarinn- ar hvað umferðaröryggi og greiðar samgöngur varðar. Það er engin spurning um að sú sáttaleið sem fyrir liggur er viðunandi fyrir alla aðila,“ segir Jón. Réttlætismál „En ég hef allan þann tíma sem heilsa mín leyfir til þess að berjast í þessu og það mun ég gera. Ég tel það skyldu mína við landið. íslend- ingar verða að átta sig á að við eig- um hér fagurt og gott land en það er ekki sama hvernig við göngum um það. Ég tel það tímaskekkju að ryðjast yfir tún og engi íslenskra bænda þegar aðrir kostir era fyrir hendi. Ég tel að þarna sé um rétt- lætismál að ræða og tel það skyldu mína við Iandið að standa vörð um hag og velferð þess. Það get ég best gert með því að vernda umhverfið og náttúruna," sagði Jón að lokum. Höfði opinn almenningi HÖFÐI, móttökuhús Reykjavík- urborgar, er opinn almenningi 1. sunnudag hvers mánaðar, segir í fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borizt.. Næsta skoðunarferð er sunnu- daginn 5. júlí kl. 13. Vinsamleg- ast skráið þátttöku hjá Upplýs- ingaþjónustu Ráðhúss Reykja- víkur kl. 9-18. Aðgangseyrir 200 kr. Eftir endurbætur sein gerðar hafa verið innanhúss í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkurborgar, heíjast nú skoðunarferðir að nýju fyrir almenning. Seinni hluta sl. vetrar voru gerðar ýmsar endurbætur á hús- sr: ii » f »| ala í? L - a S líí III inu. Veggir í sölum á aðalhæð hafa verið málaðir og parketgólf endurnýjað. Ný húsgögn, hönn- uð af Þórdísi Zoega, húsgagna- og innanhússarkitekt, hafa einnig verið tekin í notkun. Samkeppmsráð gríp- ur ekki til aðgerða SAMKEPPNISRAÐ hefur úrskurð- að að grípa ekki til aðgerða út af kvörtun Elínar Sigurðardóttur sem 25. ágúst sl. sendi Samkeppnisstofn- un bréf þar sem kvartað var yfir fyr- irkomulagi niðurgreiðslna Reykja- víkui'borgar á leikskólavist. Elín segir í kvörtun sinni að sam- keppnisstaða einkarekinna leikskóla gagnvart leikskólum Reykjavíkur- borgar sé augljóslega ójöfn þar sem Reykjavíkurborg niðurgreiði eigin leikskólarekstur meira en leikskóla- rekstur einkaaðila. I úrskurði samkeppnisráðs er tek- ið undir með kvartanda „að Reykja- víkurborg gæti að jafnræðissjónar- miðum við rekstur dagvistar fyrir börn og að rekstrinum sé almennt hagað til samræmis við þau sjónar- mið sem samkeppnislög eru reist á“. í úrskurðinum segir einnig að samkeppnisráð fái hins vegar ekki séð að sú starfsemi sem Reykjavík- urborg sinni í þessum málaflokki „sé á einhvern hátt yfirgripsmem en lög gera ráð fyrir, m.a. af þeirri ástæðu að eftirspurn efth’ dagvistun er meiri en framboð". Vegna þessa og með hliðsjón af úrskurði áfrýjunarnefnd- ar samkeppnismála, sem féll í máli Garðabæjar gegn samkeppninsráði ái’ið 1996, telur samkeppnisráð að lagagrundvöll skorti fyrir töku ákvörðunar af hálfu samkeppnisráðs í þessu máli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.