Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Breytt eignaraðild í Fiskmiðlun Norðurlands hf. á Dalvík Hilmar Daníelsson keypti hlut IS BREYTINGAR urðu á eignaraðild í Fiskmiðlun Norðurlands hf. á Dalvík nýverið. Hilmar Daníels- son, einn af stofnendum féjagsins og aðaleigandi þess, keypti þá allan hlut Islenskra sjávarafurða hf. í félaginu, samtals 43,9%. Fyrir átti Hilmar 12,5% hlut og var nærststærsti eigandi á eftir ÍS. Hann hefur nú jafnframt selt þeim Daníel Hilmarssyni, Heiðu Hilmarsdóttur og Katrínu Sig- urjónsdóttur hluti í félaginu. Hagnaður síðasta árs 7 milljónir króna Fiskmiðlun Norðurlands var stofnuð áiáð 1987 af 30 einstaklingum og fyrirtækjum, aðallega af Norð- urlandi. íslenskar sjávarafurðir keyptu 40% í félag- inu árið 1992 og voru upp frá því stærsti einstaki eigandi, þar til áðurgreindar breytingar urðu. Starfsemi Fiskmiðlunar Norðurlands felst í um- boðssölu á sjávarafurðum, einkum skreið og haus- um. Félagið hefur á undanförnum árum flutt mikið út til Nígeríu með góðum árangri. Reksturinn hef- ur gengið vel og skilaði hann 7 milljónum ki-óna í hagnað á síðasta ári, eða sem nemur tæpum 18% af tekjum. Þetta er jafnframt 170% hækkun miðað við fyrra ár þegar hagnaðurinn nam 2,5 milljónum króna. Rekstrartekjur námu 39,5 milljónum króna en rekstrargjöld 29,3 milljónum króna. Hagnaður fyr- ir afskriftú og fjármagnsgjöld nam 10,2 milljónum króna samanborðið við 8,2 milljónir árið áður. Af- skriftir námu 452 þúsund krónum og lækkuðu um 58,7% milli ára. Fjármunatekjur minnkuðu hins vegar 44,5% á milli ára og námu 1,2 milljónum króna. A aðalfundi félagsins fyrir skömmu var kosin ný stjórn í samræmi við breytta eignaraðild. Stjórn- arformaður er Hilmar Dáníelsson og aðrir í stjórn eru Katrín Sigurjónsdóttir, Ottó Jakobsson, Valdi- mar Bragason og Gunnai’ Sigvaldason. Fram- kvæmdastjóri er Asgeir Ai-ngrímsson. Hundasýning Hundaræktar- félags fslands á Akureyri Arthúr valinn besti hundur sýningarinnar MÆÐGURNAR Valgerður Júl- íusdóttir og dóttir hennar Vikt- oría Jensdóttir, höfðu ástæðu til að fagna vel og innilega á árlegri hundasýningu Hund- ræktarfélags fslands og svæða- félags HRFÍ á Norðurlandi í fþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Arthúr, tíbet-spaniel hundur Valgerðar, var valinn besti hundur sýningarinnar og Dreki, golden retriver hundur sem Viktoría sýndi, varð í öðru sæti en hann er í eigu Þór- unnar Hafstein. Bensi, enskur setter hundur í eigu Margrét- ar G. Andrésdóttur, varð í þriðja sæti og Gildewangen’s Aramis, þýskur fjárhundur í eigu Hjördísar H. Agústsdóttur í því fjórða. Eðal-Darri, írskur setter, var valinn besti öldungur sýningarinn- ar en hann er í eigu Magnúsar Jónatans- sonar. Besti hvolpur sýningarinnar var val- inn Baron, enskur springer spaniel hund- ur í eigu Söru Heimis- dóttur. Ungir sýnendur eru jafnan áberandi á hundasýningum á Akureyri og svo var einnig að þessu sinni. Margrét Osk Tómas- dóttir var valin besti Ungi Synandinn, Auður Morgunblaðið/Kristján Sif Valgeirsdóttir MÆÐGURNAR Valgerður Júlíusdóttir og Viktoria Jensdóttir kampakátar með árangurinn á hundasýningunni. hafnaði í öðni sæti, Svava Arn- órsdóttir í þriðja sæti og Stein- unn Þóra Sigurðardóttir í því fjórða. Að þessu sinni voru sýndir alls um 130 hundar af 29 teg- undum, auk 15 ungra sýnenda. Dómari var Karl-Erik Johanns- son frá Svíþjóð. MARGRÉT G. Andrésdóttir hafnaði í þriðja sæti með hundinn Bensa. KEA hefur verslunar- rekstur í Reykjavík Sýningn lýkur GRAFÍKSÝNING Svein- bjargar Hallgrímsdóttur á Café Karólínu lýkur næsta föstudag, 3. júlí. Innblástur verkanna er koma farfuglanna og gróand- ans, um flugið sem virðist svo leikandi létt og rómantíkina sem ekki síst tengist þessum árstíma birtu og gróðurs. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma staðarins. KAUPFÉLAG Eyfirðinga tók í gær, mánudag, við rekstri verslun- arinnar Kaupgarðs í Mjóddinni í Reykjavík. KEA keypti fyrir nokkru hús- næðið og mun reka þar matvöru- verslun, sem til að byrja með verður rekin í lítt breyttu formi. Júlíus Guðmundsson, sem veitt hefur KEA-Nettó á. Akureyri forstöðu, hefur verið ráðinn verslunarstjóri. Fram kemur í frétt frá KEA að ákvörðunin hafi verið tekin að vel yf- irlögðu ráði, en með þessu vilji félag- ið freista þess að ná betri fótfestu á höfuðborgarsvæðinu. Þar sé langstærsti markaðurinn og útlit fyrir mesta vöxtinn á komandi árum. Fyrirtæki sem vilji vera samkeppn- ishæft á sviði verslunar og þjónustu á landsvísu verði að eiga aðild að stærsta markaðnum á jafnréttis- grundvelli. Til skoðunar er innan KEA að opna fleiri verslanir á höfuð- borgarsvæðinu í náinni framtíð. Nýir verslunarstjórar hafa verið ráðnir að verslun KEA-Nettó á Akureyri, þær Kristín Ingólfsdóttir og Laufey Ingadóttir sem báðar hafa starfað í versluninni um árabil. Lögreglan á Akureyri Fimmtíu kærðir fyrir hrað- akstur FIMMTÍU ökumenn hafa síð- ustu daga verið kærðir á Akur- eyri fyrir að aka of hratt. Ökumaður vélhjóls var einn þeirra, en hann ók á 94 kíló- metra hraða um götur bæjar- ins þar sem leyfður er 50 kfló- metra hraði á klukkustund. Margir hafa kvartað til lög- reglu vegna vélhjóla sem gjarnan er ekið mörgum sam- an en af slíkum hópakstri hlýst töluverður hávaði. Ungur ökumaður var stað- inn að mjög ógætilegum og einkennilegum akstri á Þing- vallastræti, en alls voru sex at- riði í kæru lögreglunnar, m.a. ók hann í svigi milli akreina, gaf ekki stefnuljós auk þess að gefa öfug stefnumerki. Lögregla kærði einnig sjö ökumenn fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu, fjóra fyrir meinta ölvun við akstur, tvo fyrir að nota ekki öryggisbelti, tvo fyrir að hafa of margar far- þega í bfl sínum, tvo fyrir að aka gegn rauðu ljósi, einn fyrir að virða ekki einstefnu auk þess að áminna rúmlega fimm- tíu ökumenn fyrir að leggja bílum sínum öfugt. Bifreið eyði- lagðist í eldi LÍTIL sendibifreið eyðilagðist í eldi í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði í gærmorgun. Ökumaðurinn sem var einn á ferð gat lítið aðhafst eftir að eldurinn kom upp og þegar slökkvililiðsmenn frá Akureyri komu á staðinn var allt brunn- ið sem brunnið gat. Þá var slökkviliðið kallað að fjölbýlishúsi við Víðilund seinni partinn í gær en þar varð fólk í nágrenninu vart við að reykur kæmi út unysvala- hurð á einni íbúðinnni. I íbúð- inni var verið að fræsa niður úr lofti og útblásturinn látinn fara út um svalahurðina. Það var því ekkert fyrir slökkvi- liðsmenn að gera á staðnum. Færeyskt kvöld FÆREYSKT kvöld verður um borð í kútter Jóhönnu annað kvöld, miðvikudagskvöldið 1. júlí. Lagt verður af stað frá Tor- funefsbryggju kl. 19 og er áætlað að ferðin taki um þrjár klukkustundir. í boði verður færeyskur matur; knettir, sem er sérstök tegund af fiskiboll- um með tilheyrandi súpu, salt- að hvalspik, harðfiskur, beina- kex og kaffi. Færeyskur söng- ur og tónlist mun hljóma um skútuna og hver veit nema stiginn verði færeyskur dans á þilfarinu. Ferðin kostar 2.000 krónur og er hægt að panta í síma 896-6853. Gönguferð um Akureyri FRÆÐSLUFERÐ á vegum Sumarháskólans á Akureyri verður farin fimmtudaginn 2. júlí næstkomandi kl. 17. Jón Hjaltason sagnfræðingur segir frá sögu Akureyrar í göngu- ferð um bæinn. Mæting er við Nonnahús við Aðalstræti og er aðgangur ókeypis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.