Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 18
18 PRIÐJUDAGUR 30. JIJNÍ 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Norðlensk
Ný skýrsla Þjóðhagsstofnunar um efnahagshorfur í ár
félög leigja
sláturhúsið í
Borgarnesi
FÉLAG í meirihlutaeigu Kaupfé-
lags Eyfírðinga (KEA) á Akureyri
og Norðvesturbandalagsins hf.
(NVB) á Hvammstanga hefur tek-
ið á leigu sláturhús Afurðasölunn-
ar Borgarnesi hf. Nýja fyrirtækið
tekur til starfa fyrir komandi slát-
urtíð.
Félag um reksturinn verður
stofnað á næstu dögum og mun
það bera nafnið Sláturfélag Vest-
urlands hf. Hlutafé verður 40
milljónir kr. og munu KEA og
NVB leggja fram 17,5 milljónir kr.
hvort félag og Kaupfélag Borgfirð-
inga leggur fram 5 milljónir í
hlutafé. Eignarhlutur Kaupfélags
Borgfírðinga verður því 12,5% en
hinna félaganna samtals 87,5%.
Framkvæmdastjóri hefur ekki
verið ráðinn.
Rekstrarerfíðleikar
Afurðasölunnar
Afurðasalan Borgarnesi hf. hef-
ur átt í rekstrarerfiðleikum eins og
fram hefur komið. Fyrirtækinu
var skipt í þrennt um áramótin,
kjötvinnslan fer fram í sérfélagi,
slátrunin er sér og kjötmjölsverk-
smiðjan sér. Nýja félagið sem
norðlensku fyrirtækin stjórna
kemur aðeins að slátrunarþættin-
um. Akveðin óvissa hefur verið
með sauðfjárslátrun í haust en
Þórir Páll Guðjónsson, fráfarandi
kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, seg-
ir að næstu daga verði unnið að
kynningu á þessum breytingum á
starfssvæði sláturhússins. Telur
hann að breytingar verði litlar
gagnvart einstökum bændum.
Afram verði slátrað nautgripum,
hrossum og svínum, auk sauðfjár.
Hætta á verðbólgu verði
ekki gripið til aðgerða
Vöruinnflutningur
janúar-apríl Verömæti Breyting
1997 1998 Verðm. Verð Magn
Neysluvörur 13.191 15.480 17,4 0,9 16,3
Bifreiðar til einkanota 3.220 3.824 18,8 2,1 16,3
Aðrar neysluvörur 9.971 11.656 16,9 0,4 16,4
Fjárfestingarvörur 12.213 18.397 50,6 -1,0 52,2
Rekstrarvörur 14.738 18.328 24,4 -3,9 29,4
Eldsneyti og olíur 2.938 2.739 -6,8 -21,5 18,7
Til stóriðju 1.507 3.036 101,5 7,6 87,3
Hráfefni til fiskvinnlsu 362 802 122,0 19,3 86,1
Aðrar 9.931 11.751 18,3 -0,7 19,1
Samtals 40.219 52.281 30,0 -1,5 31,9
Almennur innflutningur 38.735 47.829 23,5 -1,6 25,5
Án stóriðju 37.229 44.794 20,3 -2,3 23,1
Án álframleiðslu 37.366 45.000 20,4 -2,3 23,3
Án eldsneytis og stóriðju 34.290 42.055 22,6 0,1 22,5
HÆTTA er á að verðbólga hér á
landi aukist samhliða minnkandi
hagvexti verði ekki gripið til ráð-
stafana til draga úr eftirspum og
þjóðhagslegur sparnaður aukinn.
Þetta er mat forstjóra Þjóðhags-
stofnunar í kjölfar nýs endurmats
stofnunarinnar á efnahagshorfum
fyrir árið 1998 sem út kom í gær.
Samkvæmt skýrslunni er útlit
fyrir að viðskiptajöfnuður á þessu
ári verði neikvæður upp á 24,2
milljarða króna en í þjóðhagsspá
sem út kom í mars sl. var gert ráð
fyrir að hallinn yrði 16,8 milljarðar
króna.
Þá lítur út fyrir að þjóðarútgjöld
muni vaxa hraðar en spáð hafði
verið. Endurskoðuð spá sýnir 9,6%
aukningu þjóðarútgjalda meðan
hagvöxtur er nær óbreyttur frá
fyrri spá, eða 4,7%. Þar vegur
þyngst mikil aukning einkaneyslu.
Atvinnuleysi hefur minnkað mun
hraðar en áætlað var. í mars var
gert ráð fyrir að 3,6% mannafla
væru skráð atvinnulaus, en horfur
eru á að sú tala verði einungis 3%
auk þess sem útlit er fyrir að störf-
um muni fjölga meira en spáð var.
Spamaður
ekki nægilegur
Svipaða niðurstöðu má lesa úr
nýrri úttekt hagfræðisviðs Seðla-
bankans á efnahagsmálum og
stöðu ríkisfjármála. Þar kemur
fram að þrátt fyrir ýmis merki um
hugsanlega ofþenslu sem raskað
gætu verðstöðugleika þá haldist
verðbólga í landinu lág og ekki
verði séð að hún muni vaxa að ráði
á allra næstu mánuðum. Vaxandi
viðskiptahalli og ónógur þjóðhags-
legur sparnaður bendi hins vegar
til þess að auka þurfi aðhald ríkis-
fjármála að innlendri eftirspurn,
annaðhvort með hækkun skatta
eða niðurskurði útgjalda.
Fríðrik Már Baldursson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, segir
ljóst að sparnaður í landinu sé ekki
nægilegur: „Útgjöldin eru að
aukast tvöfalt meira en tekjurnar
þótt raunar hafí þjóðartekjur auk-
ist nokkuð meira vegna betri við-
skiptakjara".
Friðrik segir ljóst að auka þurfi
þjóðhagslegan sparnað og það eigi
við um alla aðila í hagkerfinu, ríki,
sveitarfélög og einstaklinga: „Rík-
ið hefur í raun staðið sig betur í
þessu efni en sveitarfélögin sem
hafa sennilega verið rekin með
talsverðum halla í fyrra og í ár.
Rekstur hins opinbera er nokkurn
veginn á núOi á þessu ári, sem er
auðvitað ekki nógu góður árangur
þegar við erum að nálgast topp
hagsveiflunnar. Sömuleiðis hafa
heimilin greinilega aukið neysluna,
a.m.k. jafnmikið og tekjurnar hafa
aukist, sem veldur töluverðum
vonbrigðum. Það þarf því að
hvetja til töluverðs einkasparnaðar
einnig,“ sagði Friðrik.
Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja versnaði milli áranna 1996 og 97
Afskriftir jukust um 30% og
Unnið að hagræðingu
Kolbeinn Þór Bragason, fram-
kvæmdastjóri Norðvesturbanda-
lagsins hf., sem til varð á síðasta
ári með samruna nokkurra slátur-
húsa á Norðurlandi vestra, í Dala-
sýslu og á Ströndum, segir að
Borgarfjörður sé eitt blómlegasta
landbúnaðarhérað landsins og
NVB sjái ýmis sóknarfæri þar.
Telur hann að ágætis grundvöllur
sé fyrir rekstri sláturhúss í Borg-
arnesi en unnið verði að hagræð-
ingu í rekstri þess.
Líkur eru á að Sláturfélag Vest-
urlands kaupi síðar sláturhús Af-
urðasölunnar Borgarnesi hf. Þórir
Páll Guðjónsson segir hins vegar
að ekki hafi gefíst tækifæri á að
ljúka samningum um þá hluti og
ákveðið hafi verið að byrja rekst-
urinn með því að taka sláturhúsið
á leigu.
fjármagnsgjöld um
HAGNAÐUR og arðsemi sjávarút-
vegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði
drógust saman milli áranna 1996 og
1997. Afskriftir jukust mikið á síð-
asta ári eða um 30% og fjármagns-
gjöld hækkuðu um 68%. Fastafjár-
munir fyrirtækjanna jukust um 18
milljarða og þrátt fyrir lakari heild-
arafkomu hækkaði eiginfjárhlutfall
í tæplega 35% í árslok 1997 en var
rúmlega 31% í árslok 1996. Arðsemi
eignaliða og fjármagns hélt áfram
að dragast saman í fyrra. Þetta
kemur fram í nýútkomnu hefti
Hagtalna mánaðarins.
23 sjávarútvegsfyrirtæki voru
skráð á hlutabréfamarkaði um síð-
ustu áramót og nam velta þeirra um
56% af heildarútflutningsveltu sjáv-
Helstu kennitölur rekstrar og efnahags
sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði
jS/í f 4 1996 1997
Velta í millj.kr. “41 50.531 57.938
Fjöldi fyrírtækja '\ ./ 24 23
Rekstrarafkoma1*/ velta 15,3% 15,8%
Hagnaður af regl. starfsemi/ velta 3,6% 1,7%
Hreinn hagnaður/ velta 6,6% 5,8%
Rekstrarhagnaður2*/ langtímafjármagn3> 6,5% 5,0%
Eiginfjárhlutfall 31,3% 34,9%
Veltuhraði fastafjármuna41 0,95 0,81
1) Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði. 2) Hagnaður eftir afskriftir en fyrir
fjármagnsliði. 3) Langtímaskuldir og eigið fé. 4) Skilgreindur sem velta / fastafjármunir
A MORGUN VERÐA
ALLIR AÐ GREIÐA í
LÍFEYRISSJÓÐ
s Frá og með 1. júlf taka ný lög gildi sem skylda alla til að greiða í lífeyrissjóð.
< Nú er lag, veldu frelsi til að njóta lífsins eftir þínu höfði. Þú þarft að byrja
- snemma að safna í réttum sjóði til að geta notið lífsins síðar á ævinni.
Hringdu í síma 540 5060 eða komdu til okkar á Laugaveg 170.
FRJÁLSI
LÍFEYRISSJÓÐURINN
Frjálsi lífeyrissjóöurinn er stærsti og elsti séreignarlífeyrissjóður landsins.
arútvegsins 1997. Er það veruleg
aukning frá árinu 1996 en þá voru
sjávarútvegsfyrirtæki á hlutabréfa-
markaði með um 49% af heildarvelt-
unni.
Heildar rekstrar-
tekjur jukust
Arðsemi eigin fjár fyrirtækjanna
lækkaði verulega á milli ára og var
10,8% 1997 en 15,8% árið áður.
Heildarrekstrartekjur þeirra jukust
hins vegar nokkuð á liðnu ári eða úr
50,5 milljörðum króna í tæplega 58
milljarða.
Hagnaður fyrirtækjanna fyrir af-
skriftir og fjármagnskostnað jókst
um tæplega hálfan annan milljarð
eða 19%. Hagnaður af reglulegri
starfsemi lækkaði hins vegar veru-
lega eða úr 3,6% af veltu 1996 í 6,2%
á síðasta ári.
Minni hagnaður skýrist aðallega
af því að afskriftir og fjármagns-
kostnaður hafa stóraukist milli ár-
anna 1996 og 1997. Afskriftir jukust
um tæp 30% milli ára og námu 9,7%
af veltu í fyrra í stað 8,5% árið áður.
Fjármagnskostnaður jókst einnig
verulega eða úr 1,6 milljörðum í 2,6
eða um 68%.
Heildareignir sjávarútvegsfyrir-
tækjanna 23 jukust verulega í fyrra
frá árinu 1996 eða um 32%. Námu
þær 88,5 milljónum króna í árslok
1997 þar af 71 milljarði í fastafjár-
munum. Heildareignir voru um 67
milljarðar í árslok 1996. Bókfærð
eigna á veiðiheimildum hækkaði um
4,2 milljarða króna og nam kvóta-
eignin alls 9,8 milljörðum um síð-
ustu áramót.
Ekki búist við aukinni arðsemi
Fyrirtækin fjárfestu mikið í
fastafjármunum á síðasta ári og
hækkuðu langtímalán því um 10
milljarða króna. Þrátt fyrir það
batnaði eiginfjárhlutfall fyrirtækj-
anna og nam tæpum 35% um síð-
ustu áramót. í Hagtölum mánaðar-
ins segir að þetta hlutfall nálgist að
vera viðunandi en taka verði tillit til
þess að sjávarútvegur sé áhættu-
söm atvinnugrein sem krefjist
hærra eiginfjárhlutfalls en aðrar og
áhættuminni atvinnugreinar.
Hlutfallsleg rekstrarafkoma er
oft höfð til viðmiðunar þegai- fyrir-
tæki á hlutabréfamarkaði eru veg-
inn og metin. Þessi kennitala hefur
verið 15-16% á undanförnum þrem-
ur árum í umræddum fyrirtækja-
hópi. Hlutfallið hefur því sem næst
staðið í stað eða lækkað lítillega.
Segir að ekki sé að vænta hærri
arðsemi, mælt sem hlutfallsleg
rekstrarafkoma miðað við núver-
andi kostnaðaruppbyggingu í sjáv-
arútvegi að óbreyttri heildarveltu.
Þá er bent á að það hljóti að vera
nokkurt umhugsunarefni hversu
fjármunir og fjármagn í rekstri hafi
hingað til skilað sér illa til tekju- og
hagnaðarmyndunar í sjávarútvegi.
Auknar aflaheimildir og hækkun
sjávarafurðaverðs að undanfömu
muni þó að einhverju leyti bæta
þessa mynd á yfirstandandi ári.
I
I
i
I
>
í
>
>
i
l
i
i
I