Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 19

Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 19 Ný gengisskráningarvog ífH' Byggð á viðskiptum 1997 B»y#. fi Rífcí Gjaldm. Vog fyrri vog Bandaríkin USD 24,09% 1,63 Þýskaland DEM 13,83% -0,33 Bretland GBP 13,39% 0,26 Danmörk DKK 9,16% -0,26 Noregur NOK 8,26% -0,28 Japan JPY 5,39% -1,42 Frakkland FRF 4,61% -0,14 Holland NLG 4,53% 0,02 Svíþjóð SEK 3,85% -0,28 Spánn ESP 3,02% 0,25 Sviss CHF 2,35% 0,69 Ítalía ITL 2,10% -0,16 Belgía BEF 1,46% -0,09 Kanada CAD 1,37% 0,06 Portúgal PTE 1,37% 0,03 Finnland FIM 1,22% 0,01 ALLS: 100,0% Gengisskráningarvogin endurskoðuð Vægi Bandaríkja- dollars eykst Kaupfélag Eyfírðinga opnar KEA Nettó í Reykjavík Morgunblaðið/Ásdís Júlíus Guðmuudsson er nýr verslunarstjóri í KEA nettó í Mjóddinni. Lítilla breytinga að vænta í upphafi KAUPFÉLAG Eyfirðinga hefur tekið við rekstri verslunarinnar Kaupgarðs í Mjóddinni í Reykja- vík. Verslunarstjóri er Júlíus Guðmundsson, sem áður sá um rekstur KEA Nettós á Akureyri. Júlíus segir að litlar breyting- ar muni eiga sér stað í verði og vöruúrvali í fyrstu en einhverra breytinga sé þó að vænta fyót- lega: „Markmiðið er einfaldlega að gera út matvöruverslun sem er samkeppnishæf við lægsta verðið á þeim markaði. Okkur hefur vegnað ágætlega með þennan rekstur á Akureyri og það er von okkar að slíkt hið sama gerist hér í Reykjavík." Aðspurður segir Júlíus að ástæðan fyrir opnun verslunar í höfuðborginni liggi fyrst og fremst í stærð markaðarins syðra og þeirri staðreynd að þar muni mesta þróunin eiga sér stað á næstu árum. Hann segist ekki eiga von á að í gang fari verðstríð af þeim toga sem skapaðist á Akureyri þegar Bónus opnaði þar verslun í stuttan tíma síðla árs 1994: „Ég held að menn hugsi sig tvisvar um áður en farið er í slíkar að- gerðir. Stefna okkar er að bjóða upp á samkeppnishæft verð við það lægsta sem gerist á mat- vörumarkaðinum hverju sinni en tíminn einn mun skera úr um hvernig þau mál þróast í fram- tíðinni.“ VÆGI Bandaríkjadollars eykst nokkuð á kostnað japansks jens og mynta landa Evrópu í nýrri gengis- skráningarvog sem mæla mun gengisbreytingar frá og með degin- um í dag. Endurspeglar þetta breytingar á utanríkisviðskiptum þjóðarinnar frá því gengisskráning- arvogin var síðast endurskoðuð en það var fyrir ári. Gengisskráningarvogin er endur- skoðuð árlega í ljósi samsetningar utanríkisviðskipta árið áður. Mark- miðið er að tryggja að hún endur- spegli ætíð eins vel og kostur er samsetningu utanríkisviðskipta þjóðarinnar, bæði vöru- og þjón- ustuviðskipta. I fréttatilkynningu frá Seðlabankanum er lögð á það áhersla að aðeins er um að ræða tæknilega breytingu á þeirri geng- isvog sem notuð er við daglegan út- reikning á gengi krónunnar og felur ekki í sér neina breytingu á gengis- stefnunni. Mesta breytingin er, sem fyrr segir, hækkun hlutfalls Bandaríkja- dollars sem er nú liðlega 24% af gengisvoginni, eins og sést á með- fylgjandi töflu. Hefur hlutfall doll- ars hækkað um 1,63 prósent frá síð- ustu endurskoðun vogarinnar. Aft- ur á móti hefur hlutfalls japansks jens minnkað um 1,42 prósent. Hlutfall mynta Evrópuríkja er lið- lega 69% og hefur minnkað um 0,27 prósent frá síðasta útreikningi. Fyrirtæki- stofnanir Eigum fyrirliggjandi á lager margar stærðir af Balma-loftpressum. Gæða-pressur á hagstæðu verði. ÞAÐ LIGGUR f LOFTINU AVSH-4Qf^Ki n¥, Garðsenda 21.108 Reykjavík. Sími 568 6925. Fax 568 5311. Nú hefux flokkum ríkisvíxla verið fækkað og þeir flokkar sem eftir eru stækkaðir í markflokka. Þetta er gert í kjölfarið á vel heppnaðri markflokkavæðingu spariskírteina og ríkisbréfa. Markflokkafyrirkomulagið tryggir kaupendum og seljendum ríkisvíxla bestu markaðskjör á hverjum tíma, öflum aðilum á markaðnmn til hagsbóta. Utboð ríkisvíxla munu fara fram eins og áðtu í upphafi hvers mánaðar og nálægt miðjum mánuði. í útboði 1. júlí verða eftirfarandi flokkar ríkisvíxla í markflokkum boðnir út: Flokkur Gjalddagi RV98-0917 17. september 1998 Lánstími g i/a mámiðir Núverandi staða* 3.4.80 Aaetlað hámark tekxnna tilhoða* 1.500 * Milljónir króna. Uppbyggiiig markflokka ríkisvíxla Staða ríkisvíxla 30. júní, 13- 54-6 milljónir króna. Áætluð hámarksstærð og sala í útboði I. og 8. júlí 1998. ... ■Mfcl , 51? k I - ÍhSÍL jJS&I - MKm. KV9I-OW RV9Í-OÍ1, RV,8-o,i7 RV,«-loi, RV9Í-111S RV9I-IRI, RV99-011! RV99.0917 RV99-031I RV99-0.1l RV99 051I RV99-0Í1I Gjalddagar | Stftd. 30. júnf 1998 i Antlud iila I. júlí 1998 i Áicdiið ifylíinglíðir ijHU Ájcduð iala 8. júlí 1998 12 min fj H -M. Sölufyrirkomulag: Ríkisvíxlamir verða seldir með tilboðsíyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða i ríkisvíxla að því tiiskyldu að lágmarksijárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 miiljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, íjárfestinga- lánasjóðum, verðbréfafyrirtækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimill að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð i ríkisvixla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkjsins fyrir kl. 11:00, miðvikudaginn 1. júli. Útboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu rfldsins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: lanasysla@lanasysla.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.