Morgunblaðið - 30.06.1998, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Myndaleikur
Þu getur unnið þessa „svölu" myndavél frá Ljósmyndavörum, 1
Skipholti ef þú sendir inn „svala" mynd í anda Grease á Grase-1
vefinn eða merkta: Morgunblaðið, myndaleikur Grease-æðis, 1
Kringlunni 1,103 Reykjavík. 1
Kíktu á æfingu á söngleiknum á Grease-vefnum. }
Nú getur þú kíkt á mynd- og hljúðskeið af æfingum á söngleiknum
í Borgarleikhúsinu.
Vinningar vikunnar
•Miðar á söngleikinn Grease í
Borgarleikhúsinu
•Sólgleraugu frá
Gleraugnaversluninni Mjódd
Schwarzkopf ^UNNEVA
sogur sem t
zntugnum með einhvei
glæsileg i/erðleun
1 °9 h 0*fir unnið
°9 menningu.
BORGARLEIKHÚSIÐ
ÚR VERINU
Morgunblaðið/Kristjana
HÖFNIN í landi Skarðs á Skarðsströnd.
Sex útgerðarbændur
í Skarðsstöð
Búðardal - í Skarðsstöð í landi
Skarðs á Skarðsströnd, Dalasýslu,
er hafnaraðstaða góð frá náttúrunn-
ar hendi og til eru frásagnir af út-
gerð og skipaferðum þar í fyrstu
annálum.
Núverandi bryggja var byggð
1956 og á árunum milli 1960 og 1970
var algengt að 120 tonna flutninga-
skip lægju þar við bryggju. Sveitar-
stjóm Dalabyggðar hefur gert
miklar endurbætur á aðstöðunni
undanfarin ár. Byggður var sjó-
vamargarður 1992, smábátahöfn
1994, flotbryggja 1995 og svo var
lagt rafmagn, settur upp löndunar-
krani og löndunaraðstaða bætt
núna á þessu ári.
Grásleppuútgerð hófst 1986.
Einnig hafa menn veitt tijónukrabba
o.fl. tegundir í tilraunaskyni. Fyrstu
árin var aðeins einn bóndi sem hafði
þama aukabúgrein en bátum fjölgaði
svo fljótlega og núna era gerðir út sex
bátar frá Skarðsströnd. Það er því
ljóst að útgerðin er komin til þess að
vera og þetta er orðin mikilvæg auka-
búgrein fyrir bændur í Dalasýslu.
Þrátt fyrir lágt verð á afurðunum
þetta árið er engan bilbug að finna á
útgerðarbændum og þeir leggja ekki
árar í bát við dáh'tinn mótvind.
Tunu GR land-
ar loðnunni
hér á landi
NÓTASKIPIÐ Tunu GR 1895, sem
áður hét Guðmundur VE og ísfélag
Vestmannaeyja seldi nýlega græn-
lenska sjávarútvegsfyrirtækinu
East-Greenland Codfish í Ammas-
salik, mun landa hér á landi þeirri
loðnu sem það veiðir úr grænlenska
hluta loðnukvótans.
Isfélag Vestmannaeyja á 20%
hlut í grænlenska útgerðarfélaginu,
en hlutinn keypti ísfélagið síðastlið-
ið haust og þá keypti Faxamjöl, sem
er dótturfyrirtæki Granda hf.,
sömuleiðis 10% hlut í félaginu. Auk
þess að gera út nótasldpið Tunu
gerir East-Greenland Codfish út
grænlenska loðnuskipið Ammasat,
sem var eina loðnuskip Grænlend-
inga. Félagið er dótturfyrirtæki
Niniarteq Tasiilaq, sem gerir út
rækjufrystitogarann Tasiilaq og er
staðsett í Ammassalik eins og dótt-
urfyrirtækið.
Engar loðnuverksmiðjur era á
Grænlandi og að sögn Sigurðar Ein-
arssonar, framkvæmdastjóra Isfé-
lags Vestmannaeyja, mun Tunu GR
því landa afla sínum hér á landi líkt
og Ammassat hefur gert.
„Þeir munu landa loðnunni hér á
landi sitt á hvað eftir því sem hent-
ar og hvar loðnan er stödd á hverj-
um tíma, en við eram að breyta
verksmiðjunni hjá okkur og skipið
mun því að minnsta kosti ekki landa
hjá okkur til að byrja með,“ sagði
Sigurður.
Loðnukvóti Grænlendinga 11%
af heildarkvótanum
Samkvæmt loðnusamningi sem
tókst í vor milli samninganefnda Is-
lands, Grænlands og Noregs fá
Grænlendingar 11% af loðnustofn-
inum í sinn hlut, Norðmenn fá 8%
og Islendingar 81%. Bráðabirgða-
kvóti á loðnuvertíðinni hefur verið
ákveðinn 950.000 lestir og af því
magni koma rúmlega 680.000 lestir í
hlut íslands, auk þess sem íslensk
skip fá 8.000 lestir af kvóta Græn-
lands sem endurgjald fyrir veiði-
heimildir grænlenskra skipa á síð-
ustu loðnuvertíð. Miðast bráða-
birgðakvótinn við að endanlegur
leyfilegur heildarafli á loðnuvertíð-
inni verði 1.420.000 lestir og kemur
mismunurinn á bráðabirgðakvótan-
um og endanlegum kvóta allin- í hlut
íslands.
Að sögn Sigurðar fer hluti af
kvóta Grænlendinga til Evrópusam-
bandsins samkvæmt samningi þar
að lútandi.
„Færeysku og dönsku skipin
sem eru á loðnuveiðum eru því að
veiða úr grænlenska kvótanum.
Þau fá hins vegar ekki að vera í ís-
lenskri landhelgi eins og græn-
lensku skipin fá samkvæmt tvíhliða
samningi við Islendinga,“ sagði
Sigurður.
----------------
Meiri sfld
í Norðursjó
SÍLDARSTOFNARNIR í Norður-
sjó eru heldur á uppleið og líklegt
þykir, að veiðai’ til manneldis verði
auknar í 270.000 tonn á næsta ári en
kvótinn fyrir yfirstandandi ár er
254.000 tonn.
Svo virðist sem kvótaniðurskurð-
urinn 1996 og 1997 hafi hjálpað til
við að koma síldarstofnunum yfir
hið líffræðilega lágmark, 800.000
tonn, en vísindamenn leggja til, að
áfram verði gætt mikillar varúðar
og stefnt að því að koma hrygning-
arstofninum í 1,3 milljónir tonna.
Vilja þeir, að veiðar á smásíld til
bræðslu verði litlar og helst engar.
Þótt síldin virðist vera að rétta
nokkuð úr kútnum á það ekki við
um álinn en frá því snemma á síð-
asta áratug hefur æ minna af hon-
um gengið upp í evrópskar ár. Ekki
er ljóst hvað ofveiði á mikla sök á
því en lagt er til, að veiðar á ál verði
skomar niður tafarlaust.