Morgunblaðið - 30.06.1998, Page 22

Morgunblaðið - 30.06.1998, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ BULGARIA Istanbul H Ankara GRIKK-' M-ANDr Adana.W^. SYRLAND KÝpuR stríðsglæpadómstólsins af þeim 28, sem haldið var fóngnum í fangelsi í Scheveningen, rétt utan við Haag. Hann var handtekinn fyrir réttu ári og var réttarhaldi yfir honum lokið, nema dómsuppkvaðingunni sjálfri. Til stóð að dómurinn yrði kveðinn upp 7. júlí nk. Með dauða Dokma- novic fellur málið niður. „Málið er búið. Það er ekki hægt að fella dóm yfir dánum manni,“ sagði talsmaður dómstólsins, Christian Chartier. Eitt illræmdasta illvirkið Dokmanovic fannst skömmu eftir miðnætti í klefa sínum, þar sem hann hékk í snöru sem hann hafði fest á hjarir klefahurðarinnar. Eng- ar nánari upplýsingar voru gefnar upp um aðstæður andláts Dokma- novics, en rannsókn fer nú fram á þeim. Haag. Reuters. SLAVKO Dokmanovic, Serbi sem þurfti að svara til saka fyrir stríðs- glæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag, fannst hengdur í fangaklefa sinum í gær, en hann beið dóms fyr- ir að bera ábyrgð á lífláti yfir 200 sjúkra- hússsjúklinga, sem flestir voru Króatar. Odæð- isverkið átti sér stað í nóvember 1991, skömmu eftir að stríð stavko brauzt út í Dokmanovic gömlu JÚ- góslavíu. Dokmanovic, sem áður hafði gegnt stöðu borgarstjóra Vukovar í króat- íska héraðinu Austur-Slavóníu, sem næst er landamærunum við Serbíu, var einn nafntogaðasti sakbomingur UNGUR piltur safnar í brennu sem haldin verður til minningar um sigur Vilhjálms af Óraníu á Jakobi Stúart við Boyne-ána í nágrenni Portadown árið 1691. Tólfta alþjóðlega alnæmisráðstefnan í Genf Að minnsta kosti 120 manns fórust í jarðskjálfta í Tyrklandi Fannst á lífi eft- ir tvo sólarhringa í húsarústunum Ceyhan. Reuters. KONA fannst á lífi í gær i rústum húss sem hrundi í jarðskálftanum í suðurhluta Tyrklands á laugardag og hafði þá legið í rústunum í tvo sólarhringa. Vonir um að finna fleiri á lífi fara dvínandi. Að minnsta kosti 119 manns fórust í skjálftanum, sem mældist um 6,3 stig á Richter. Um 1.500 slösuðust og fjöl- margra er enn saknað eftir skjálft- ann, sem var svo harður, að nokkur háhýsi hrundu til grunna. Ástandið á svæðinu er sagt slæmt enda fólk skelfingu lostið og eyðileggingin mikil í borgunum Adana og Ceyh- an. Sextán lík fundust í gær í rúst- um húsa í Ceyhan, svo og hin 46 ára gamla Hatice Eker. Sagði eig- inmaður hennar að hún virtist vera lítið slösuð og að hún hefði beðið um sígarettu á meðan hún beið þess að björgunarmennimir losuðu hana úr húsarústunum. Á sunnu- dag fannst ellefu ára drengur á lífi í sömu húsarústum og Eker en lík föður hans og bróður fundust skömmu síðar. Þá fannst ungbam í örmum látinnar móður sinnar að- franótt sunnudags. Mest eyðilegging varð í fátækra- hverfum Adana og Ceyhan, þar sem hús eru byggð af vanefnum. Að minnsta kosti þrjátíu hús og íbúðarblokkir hrundu til grunna og mörg hús eru mjög illa farin. Á milli húsarústanna reikar fólk enn í leit að ástvinum sínum. Meðal þeirra sem björgunarmenn leita nú eru um 25 börn er voru í afmælis- veislu er skjálftinn reið yfir. Flest líkanna hafa fundist í Ceyhan, 62, en 44 hafa fundist látnir í Adana. Tæplega tuttugu lík fundust í þorpum í nágrenninu. Fjöldi fólks er heimilislaus eftir skjálftann og hefst fólk við úti und- ir berum himni. Þá gekk björgun- arstarf illa í fyrstu þar sem stórir hópar fólks reikuðu um götur af ótta við að fleiri skjálftar kynnu að ríða yfir. Tyrkjum hefur nú borist hjálp frá mörgum Evrópulöndum, m.a. hafa verið sendir hundar til að leita í rústunum. Svæðið þar sem skjálftinn varð liggur á Anatólíu-misgenginu og eru jarðskjálftar þar tíðir. Var jarðskjálftinn svo harður að hann fannst á Kýpur, í Sýrlandi og ísra- el. Glæpurinn sem Dokmanovic var ákærður fyrir að hafa átt aðild að, var eitt illræmdasta illvirkið sem unnið var í átökunum sem fylgdu í kjölfar sjálfstæðisyfirlýsingar Króatíu 1991. Dokmanovic var sak- aður um að hafa, ásamt þremur serbneskum yfirmönnum úr Júgó- slavíuher, skipulagt fjöldamorð á yf- ir 200 manns, sem lágu á sjúkrahúsi í Vukovar. Sjúklingamir, sem flest- ir voru Króatar, voru fluttir til þorpsins Ovcara utan við borgina, þar sem þeir voru stráfelldir, tveim- ur dögum eftir að Júgóslavíuher og serbneskir sjálfboðaliðar höfðu náð Vukovar á sitt vald í nóvember 1991. Af um 260 sjúklingum sem serbneskir hermenn fóru með úr sjúkrahúsinu fundust 200 lík í fjöldagröf, sem opnuð var 1996. Hinna er enn saknað. Reutcrs iRAK 200 km Meintur stríðsglæpa- maður hengir sig Stefnir í átök við Drumcree Belfast, London, Brussel. The Daily Telegraph, Reuters. JOHN Alderdice, sem situr í lávarðadeild breska þingsins, sagði í gær af sér formennsku Alliance-flokksins á N-írlandi eftir að flokknum mistókst að vinna næg sæti i kosningunum á fimmtudag til að eiga rétt á full- trúa í ríkisstjóm. Kom ákvörðun Alderdice sem þruma úr heið- skím lofti en Mo Mowlam, N-ír- landsmálaráðherra, brást skjótt við og skipaði Alderdice um- svifalaust þingforseta. Þingið nýja þarf hins vegar að sam- þykkja þá skipan á fyrsta fundi sínum á miðvikudag. Alderdice og Alliance-flokkur- inn, sem er hófsamur miðju- flokkur mótmælenda og kaþ- ólikka, vora mikilvægur þátttak- andi í þeim viðræðum sem skil- uðu páskasamkomulaginu sem samþykkt var í þjóðaratkvæða- greiðslu í maí. Alliance hlaut 6.5% stuðning og 6 þingsæti en 8-10 þingsæti hefði þurft til að vinna ríkisstjórnarsæti. Ald- erdice sagði í gær að árangur- inn væri að vísu ágætur en að hann hefði sett markið hærra og fyrst ekki tókst betur til væri rétt að hann drægi sig í hlé nú. Hann sagðist þó ætla að starfa af fuilum krafti á þinginu nýja og í lávarðadeildinni bresku. Meðlimir í Óraníureglunni á N-írlandi neituðu í gær að sætta sig við bann sem bresk stjórn- völd tilkynntu í gær á „Drumcree-göngu“ samtakanna, sem fram á að fara næstkomandi sunnudag. Er óttast að því megi búast við vaxandi spennu nú er „göngutíð" Óraníureglunnar nær hámarki og ljóst er að bresk stjómvöld búa sig undir það versta því tilkynnt var ásunnu- dag að eitt þúsund hermenn yrðu sendir til N-írlands til við- bótar við þá sem fyrir em. Hafa þeir meðferðis fjölda brynvar- inna bfla og ýmsan annan búnað. Nefnd sem skipuð var af bresku ríkisstjórninni til að úr- skurða hvort umdeildar göngur fái að fara fram tilkynnti ákvörðun sína í gær en Alistair Graham, formaður nefndarinn- ar, lagði áherslu á að ákvörðunin hefði ekki verið auðveld. Hann sagði að fyrst ekld tókst að ná samkomulagi við Óraníumenn um að gangan færi aðra leið en vanalega væri nauðsynlegt að banna göngumönnum að ganga niður Garvaghy-veginn í Porta- down. Ekki væri hægt að hætta á álíka óeirðir og brotist hafa út undanfarin þrjú ár milli kaþ- ólskra íbúa götunnar og Iögregl- unnar er lögreglan rýmdi veginn fyrir göngumönnum. Vilja hindra HIV- sýkingn nýbura Genf. Reuters. RANNSÓKNARSTOFA Samein- uðu þjóðanna í alnæmi (UNAIDS) ýtti í gær úr vör verkefni er miðar að því að koma í veg fyrir að HIV- sýktar konur í Afríku, Asíu og Suð- ur-Ameríku smiti nýfædd böm sín. Bandaríska fréttastofan AP greinir frá því að sé bamshafandi konum, sem bera í sér veiruna, gefið lyfið AZT dragi það verulega úr hættunni á að barnið smitist einnig. Læknar á 12. alþjóðlegu alnæmis- ráðstefnunni, sem nú stendur í Genf í Sviss, sögðu þó að enn væri langt í land með að koma mætti í veg fyrir að böm sýktra kvenna sýktust. Meðal þess sem ráða þyrfti fram úr væri hvað gæti komið í staðinn fyrir brjóstagjöf. Á hveijum degi fæðast í heimin- um 1.600 börn sýkt af HIV, veirunni sem veldur alnæmi. Læknar hafa vitað síðan 1994 að fái bamshafandi konur, sem sýktar em, AZT-með- ferð dregur það verulega úr líkunum á að barnið smitist við fæðingu. Vandinn hefur hins vegar verið sá, að slík meðferð kostar yfirleitt sem svarar tæplega 60 þúsund íslenskum krónum fyrir hvern sjúkling, og það er of dýrt fyrir flest þau ríki þar sem nýfæddum bömum stafar mest ógn af alnæmi. UNAIDS greindi frá því í gær að lyfjafyrirtækið Glaxo Wellcome legði AZT til verkefnisins á mun lægra verði, eða á um 3.600 krónur fyrir hvem sjúkling. Auk UNAIDS mun (WHO) og Bamahjálp SÞ (UNICEF) vinna að verkefninu. Reiknað er með að um 30 konur í 11 fátækustu ríkjum heims muni taka þátt í því. Hraðari alnæmissýking Nýjar rannsóknir á því hvemig HlV-veiran sýkir heilbrigðar fram- ur í líkamanum kunna að varpa ljósi á það, hvers vegna sumt fólk færi al- næmi innan fárra mánaða frá því það smitast af HIV, en aðrir geta gengið með veiruna svo áram skiptir án þess að veikjast af alnæmi. Vís- indamenn greindu frá þessu á ráð- stefnunni í gær. Veiran sýkir líkamann með því að fara inn í hýsflfrumu og notar virkni hennar til þess að fjölga sér og búa til nýjar veiraeindir. Veiran festir sig við yfirborð hýsilframunnar á til- teknum stað, en þarf að finna annan stað til þess að komast inn í hana. Bandarískir vísindamenn hafa nú komist að raun um að sum afbrigði HIV geta komist inn í frumur á mörgum stöðum og getur það leitt til hraðari alnæmissýkingar hjá sumu fólki. Jeltsín vísar kreppu- tali á bug Moskvu. Reuters. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, neitaði því í gær að kreppa hefði skollið á í landinu en gengi rússneskra hluta- bréfa hélt þó áfram að lækka og kolanámamenn í Síberíu hótuðu mótmælaaðgerðum vegna vangoldinna launa. „Hér er engin kreppa og þess vegna lýsi ég ekíd efna- hagsáætlun stjómarinnar sem aðgerðum gegn kreppu, held- ur sem áætlun um að koma á jafnvægi,“ sagði Jeltsín við Sergej Kíríjenko forsætisráð- herra á fundi þeirra í Kreml. Fundurinn var haldinn tveim dögum áður en Dúman, neðri deild þingsins, hefur um- ræður um 20 lagaframvörp sem fylgja efnahagsáætluninni sem stjómin kynnti í vikunni sem leið. * i [ I I s i I i i i f i i i i i I i i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.