Morgunblaðið - 30.06.1998, Page 23

Morgunblaðið - 30.06.1998, Page 23
MORGUNB LAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 23 ERLENT Nýtt vitni segir Monicu Lewinsky hafa sagt sér frá nánu sambandi hennar við Clinton Washington. The Daily Telegraph. NÝTT vitni, Dale Young, kom fram á sunnudag og gat með sann- færandi hætti andmælt þeirri full- yrðingu Bills Clintons, að hann hefði aldrei átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky. Young er 47 ára kaupsýslukona frá Scarsdale í New York-ríki. I viðtali við fréttatímaritið Newsweek á sunnudaginn gi-einir Young frá því að Lewinsky hafi sagt sér í smáatriðum frá „nánum snertingum“ forsetans í lítilli skrif- stofu inn af vinnuherbergi hans í Hvíta húsinu. Þá hafi forsetinn sett „grundvallan-eglur um kyn- ferðislegt samband" þeirra. Fréttamenn Newsweek, Mich- ael Isikoff og Evan Thomas, segja frá því í grein sinni að Kenneth St- arr, sérstakur saksóknari er rann- sakar meint misferli forsetans, hafi stefnt Young fyrir rannsókn- arkviðdóm í síðustu viku og þar hafi hún borið vitni um samtöl sín við Lewinsky. Þótt saksóknarar megi ekki ræða vitnisburð fyrir rannsóknarkviðdómi er vitnum frjálst að gera slíkt, og sagði Young Newsweek sömu sögu og dómnum. Samkvæmt því sem Young segir vildi forsetinn setja ákveðnar hömlur á sambandið við Lewinsky vegna þess að hann óttaðist að verða einhvern tíma spurður um það. Framburður Young getur skipt máli ef hann tekur af vafa um hvort Lewinsky og Clinton hafi framið meinsæri er þau neituðu að hafa staðið í kynferðislegu sam- bandi. Fréttamenn Newsweek segja þó, að ekkert af því sem hún hafi sagt þeim skeri úr um hvort einhver hafi gerst sekur um mein- særi. Young þykir trúverðug Fréttamenn Newsweek taka fram að þeim hafi ekki tekist að finna neitt sem kastaði alvarlegri rýrð á trúverðugleika Youngs. Að vísu hafi vinir hennar og nágrann- ar lýst henni sem „spjallgefinni, skapbráðri og klúryrtri". Hún hafi verið virk í Repúblikanaflokknum síðan í lok síðasta áratugar og sé andvíg Clinton. Þá er sagt að hún sé gjörn á að setja sig upp á móti ýfirvaldi. Starf hennar sé fólgið í því að andmæla áætluðum álögum skattayfirvalda á einstaklinga og fyrirtæki. Keppi- nautar hennar á viðskiptasviðinu tjáðu Newsweek að hún væri heið- arleg. Young kveðst vera vinkona Lewinsky og móður hennar, Marciu Lewis. Young sagði við gert á forsendum fyrirliggjandi skilgreiningar, sem forsetinn sá, á „kynferðislegum tengslum". Þau fólu m.a. í sér „snertingu við kyn- færi“ og aðra líkamshluta „í því augnamiði að æsa eða láta eftir kynferðislegum löngunum ein- hvers“. Young staðfesti frásögn Newsweek í samtali við Washing- ton Post á sunnudag. Fulltrúi Lewinskys sagði hins vegar að Lewinsky vildi ekkert segja um frásögnina. Forsetinn setti „grundvallarreg’lur“ cintamani Hágæða íslenskur útivistarfatnaður. Newsweek að Lewinsky hefði rætt við sig þegar þær voru í útivistar- ferð í grennd við Catskills í New York-ríki eina helgi í maí 1996. „Ég þoli þetta ekki,“ sagði Young að Lewinsky hefði sagt við sig. „Ég verð að tala við þig. Ég verð að segja þér hvað er á seyði en ekki segja neinum frá því.“ Síðan hafi Lewinsky sagt sér frá því að hún væri „í tygjum við for- setann", og lýsti síðan hvernig því væri háttað. Young sagði að um hefði verið að ræða „nána snert- ingu“ og „símtöl sem snerust um kynlíf' seint á kvöldin. Young sagði ennfremur frá því að Lewin- sky hefði sagt að hún hefði séð til þess að hún gæti hitt Clinton og beðið hans óþreyjufull. Hún hefði keypt gjafir handa honum. En samkvæmt því sem Young segir fullyrti Lewinsky að Clinton hefði sett ákveðnar grundvallar- reglur um kynferðisleg samskipti þeirra strax í upphafi. „Það var aldrei lokið við neitt,“ sagði Young við Newsweek. Samskipti Clintons og Lewinskys hefðu verið „eigin- lega eins og forleikur“. Ciinton kvaðst engum treysta Lewinsky mun hafa sagt að for- setinn hafi haft á reiðum höndum nákvæmar útskýringar á því hvers vegna hann vildi setja ákveðin mörk. Forsetinn hafi sagt að hann treysti engum, fólk sem hann hafi átt í sambandi við hafi gefið sig fram við fjölmiðla eða ráðfært sig við lögfræðinga. Honum hafi ekki fundist sem um munnmök væri að ræða ef ekki væri lokið við þau. I Newsweek segir, að saman- burður við frásögn Lindu Tripp, sem einnig hefur greint frá því að Lewinsky hafi sagt sér frá sam- bandi við Clinton, leiði fátt í ljós. Á segulbandsupptökunum sem Tripp hafi gert af samtölum sínum við Lewinsky sé hvergi að heyra ná- kvæmar lýsingar á sambandinu. Þær hafi þar rætt saman eins og sambandið væri staðreynd. Fréttamenn Newsweek benda á, að smáatriði í lýsingum geti haft lagalegt gildi. Lewinsky hefur gef- ið eiðsvarna yfirlýsingu um að hún hafi ekki staðið í kynferðislegu sambandi við forsetann. Henni var ekki gert að skilgreina hvað hún ætti við með því. Þetta gæti orðið flóknara fyrir Clinton. Þegar hann sór eið að því að hafa ekki átt í kynferðislegu sambandi við Lewinsky var það ICEGUARD öndunarfilma tryggir qóða öndun og mikla vatnsheldni (20.000 ml/cm2). Efnið er níðsterkt en jafnframt ótrúlega lótt og fyrirferðarlítið. Útsölustaðir: Skátabúðin Útilff Glæsibæ Everest búðin Veiðibúð Lalla Hafnaf. Sportver Akureyri KEA Lónsbakka Ak. Sport og Útivist Stakkur Verð 14.900- (Pyngd 460 gr.) Buxur Verð 9.900- (Þyngd 440 gr.) .aAeftS*°ia Lðbeiri^Su

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.