Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Gagnrýnum ummælum Clintons í Kína vel tekið í Bandaríkjunum
Deilt um hvort orða-
skiptin marki tímamót
Washington, Peking. Reuters.
FRAMGANGA Bills Clintons
Bandaríkjaforseta í Kína hefur
mælst vel fyrir meðal andstæðinga
hans á bandaríska þinginu sem
höfðu gagnrýnt forsetann fyrir að
fórna kröfum um mannréttindi fyrir
viðskiptahagsmuni. Þeir segja þó að
forsetinn verði að fylgja orðum sín-
um eftir í verki.
Repúblikaninn Fred Thompson,
öldungadeildarþingmaður frá Tenn-
essee, kvaðst ánægður með hrein-
skilin orðaskipti Clintons og Jiangs
Zemins, forseta Kína, þegar þeir
ræddu við fréttamenn á laugardag.
Fundurinn var sýndur í beinni sjón-
varpsútsendingu í Kína og Clinton
notaði tækifærið til að fordæma
árás kínverska hersins á námsmenn
á Torgi hins himneska friðar í Pek-
ing árið 1989.
„Ég gladdist þegar ég sá þetta,“
sagði Thompson. „Hann varð að
gera þetta. En ég tel að þetta hafí
verið það minnsta sem hann gat
gert við þessar aðstæður.“
Christopher Cox, repúblikani frá
Kalifomíu og formaður þingnefndar
sem fjallar um málefni Kína, sagði
að hreinskilin gagnrýni Clintons
hefði verið nauðsynleg til að bæta
upp þann álitshnekk sem forsetinn
hefði beðið með því að fallast á mót-
tökuathöfn á Torgi hins himneska
friðar fyrir leiðtogafundinn á laug-
ardag. Þingmaðurinn bætti þó við
að orðin ein dygðu ekki, forsetinn
yrði að taka harðar á mannréttinda-
brotum Kínverja.
Orðunum verði
fylgt eftir í verki
Öldungadeildarþingmaðurinn
Max Baucus, demókrati frá Mont-
ana sem er í föruneyti Clintons,
sagði að blaðamannafundur Clint-
ons og Jiangs á laugardag markaði
„tímamót" í samskiptum ríkjanna.
Sú ákvörðun Jiangs forseta að láta
sjónvarpa blaðamannafundinum
Pinot Noir
Hágæða rauðvínsþrúgur
30 flöskur
5.565 kr
rrm
Nóatún 17 ■ Faxafeni 12
Kringlan ■ Fláholt 24, Mosfellsbæ
Reuters
BILL Clinton, forseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans, Hillary, veifa til námsmanna í Peking-háskóla í
kveðjuskyni eftir að forsetinn flutti ávarp í skólanum í gær.
benti til þess að hann teldi að óhjá-
kvæmilegt yrði að koma á pólitísku
frelsi í Kína þegar fram líða stundir.
Repúblikaninn Christopher
Smith, fulltrúadeildarþingmaður frá
New Jersey, var á öndverðum meiði
við Baucus og sagði of snemmt að
fullyrða að fundurinn markaði tíma-
mót. „Það er mjög mikilvægt að
orðunum verði fylgt eftir í verki.“
Martin Lee, leiðtogi Lýðræðis-
flokksins í Hong Kong, kvaðst hissa
á því að blaðamannafundurinn
skyldi hafa verið sýndur í beinni
sjónvarpsútsendingu. „En ég yrði
mjög glaður ef almenningur í Kína
fengi frelsi til að ræða þessi við-
kvæmu mál af hreinskilni."
„Þetta er mjög óvenjulegur at-
burður," sagði Mike McCurry, tals-
maður Clintons. „Atburður sem ég
er ekki viss um að ég geti útskýrt."
Stanley Roth, aðstoðarutanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, tók í sama
streng og sagði að blaðamannafund-
urinn myndi hafa mjög mikil áhrif á
kínverska þjóðfélagið á næstu ár-
um.
Jeffrey Bader, einn af helstu ráð-
gjöfum Clintons í málefnum Kína,
sagði að með því að fallast á að
ræða Tíbet-málið á blaðamanna-
fundinum á laugardag hefði Jiang
gefið til kynna að kínversk stjórn-
völd gætu léð máls á viðræðum við
Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tí-
beta.
Endurgjald fyrir
athöfnina á torginu?
Fregnir herma að blaðamanna-
fundurinn hafí verið eitt af helstu
umræðuefnum Kínverja um helgina
og margir hafí fagnað því að kín-
verskur almenningur hafi fengið
tækifæri til að hlýða á opinská orða-
skipti leiðtoganna. Sumir tóku mál-
stað Clintons en aðrir studdu Jiang.
„Við faðir minn lentum í rimmu um
atburðinn á Torgi hins himneska
friðar eftir útsendinguna," sagði
kínverski ljósmyndarinn John Li.
„Hann hélt áfram að styðja kín-
versku stjómina."
Kínversk dagblöð leiddu þó gagn-
rýni Clintons hjá sér að mestu og
sögðu aðeins að leiðtogarnir hefðu
„skipst á skoðunum um mannrétt-
indi, Tíbet og fleiri mál“.
Clinton flutti einnig ræðu í Pek-
ing-háskóla í gær og fjallaði þar um
nauðsyn þess að auka frelsi almenn-
ings í Kína. „Frelsið eflir stöðug-
leikann,“ sagði hann.
Kínversk stjómvöld ákváðu á síð-
ustu stundu að sjónvarpa ávarpi
Clintons í skólanum.
Nokkrir fréttaskýrendur hafa
túlkað þá ákvörðun stjórnvalda í
Peking að gera Clinton kleift að
ávarpa kínversku þjóðina í sjón-
varpi um viðkvæm mál eins og
blóðsúthellingarnar í Peking, póli-
tíska fanga og deiluna um Tíbet
sem endurgjald fyrir þá ákvörðun
forsetans að fallast á móttökuat-
höfnina á Torgi hins himneska frið-
ar. Með því að styrkja stöðu Clint-
ons gagnvart repúblikönum á
bandaríska þinginu vilji Kínverjar
auka líkumar á því að Bandaríkja-
menn fallist á tilslakanir í viðskipta-
málum og fleiri málum sem ríkin
hafa deilt um.
Hvatt til trúfrelsis
Clinton flutti ávarp í mótmæl-
endakirkju í Peking á sunnudag og
notaði tækifærið til að hvetja til trú-
frelsis í Kína. Síðar um daginn
skoðuðu forsetahjónin og dóttir
þeirra, Chelsea, Forboðnu borgina
og Kínamúrinn.
Viðskipti eru einnig mikilvægur
þáttur í ferð Clintons og bandarísk
fyrirtæki undirrituðu í gær samn-
inga, sem metnir eru á tvo milljarða
dala, 142 milljarða króna, í Alþýðu-
höllinni í Peking. Stærsti samning-
urinn kveður á um sölu á 27 Boeing-
þotum fyrir 1,2 milljarða dala, 85
milljarða króna.
Seðlabankastjóri Svíþjóðar um EMU
EMU-aðild eða útganga úr ESB
FYRR eða síðar kemur að því, að
Svíþjóð verður að velja milli þess að
taka þátt í Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu (EMU) eða að
öðmm kosti að hætta þátttöku í
Evrópusambandinu, ESB. Svíþjóð
hefur enga formlega undanþágu frá
þátttöku í EMU og einhliða yfírlýs-
ing sænsku stjómarinnar um að
landið kjósi að standa utan við
myntbandalagið getur ekki haldið
gildi sínu um ótakmarkaðan tíma.
Þetta er álit Urbans Báckströms,
seðlabankastjóra Svíþjóðar, sem
hann lét í ljósi í viðtali við sunnu-
dagsblað Svenska Dagbladet.
Undir þessi sjónarmið seðla-
bankastjórans tekur í mánudags-
blaði SD Carl B. Hamilton, talsmað-
ur Þjóðarflokksins í efnahagsmál-
um. „Backström hefur rétt fyrir
sér. Það er virðingarleysi af hæstu
gráðu af hendi ríkisstjórnarinnar
gagnvart þeim samningum sem við
höfum undirritað, og þetta gengur
einungis í takmarkaðan millibils-
tíma,“ sagði Hamilton.
Hamilton gizkar á að Svíar hafi
um það bil einn áratug þangað til
þeir verða að gera endanlega upp
við sig hvom valkostinn þeir vilja.
„Það er bara ein leið fær,“ segir Ha-
milton. „Hún er sú, að ríkisstjórn-
inni takizt að sannfæra sænskan al-
menning um að myntbandalagið sé
af hinu góða.“
Samkvæmt frásögn blaðsins vildu
hvorki Göran Persson forsætisráð-
herra, Erik Ásbrink fjármálaráð-
herra né Thomas Östros, skatta-
málaráðherra, tjá sig um ummæli
seðlabankastjórans.
Samninga-
maður
SÞ fórst
VONIR um að takast megi að
koma í veg fyrir nýtt borgara-
stríð í Afríkuríkinu Angóla
minnkuðu nokkuð um helgina
þegar fréttist að Alioune
Blondin Beye, aðalsamninga-
maður Sameinuðu þjóðanna í
Angóla, hefði látist í flugslysi
nærri Abidjan á Fílabeins-
ströndinni. Alls fómst átta
með flugvélinni sem var að
koma frá Lome í Togo.
Bretar hrifnir
af pundinu
MEIRIHLUTI Breta er
andsnúinn evrópska gjald-
miðlinum, Evrunni, ef marka
má nýja skoðanakönnun sem
birt var í gær. 58% aðspurðra
voru andsnúnir því að evran
tæki við af pundinu sem gjald-
miðill Breta og 66% fannst
ekki að fella ætti pundið úr
gildi.
Olsen hættir
stjórnmála-
afskiptum
JAN Henry T. Olsen, fyrrver-
andi sjávai-útvegsráðherra
Noregs, tilkynnti í gær að
hann hygðist hætta afskiptum
af stjórnmálum. Olsen, sem
var sjávarútvegsráðherra
1992-1996, sagðist ekki vita á
þessari stundu hvort hann
hæfí aftur stjómmálaþátttöku
síðar en að í öllu falli yrði um
fjögurra ára hlé að ræða.
Liðhlaupar
skotnir
TVEIR rússneskir hermenn,
sem gerst höfðu liðhlaupar,
voru í gær skotnir til bana
nærri norsku landamærunum.
Herlögregla hóf eftirfór þegar
ljóst var að mennirnir hefðu
strokið úr æfíngabúðum land-
hersins á Kóla-skaga og kom
til skotbardaga þar sem tveir
féllu, einn var handtekinn en
annar komst undan. Aðstæður
í búðunum eru taldar afar erf-
iðar og eru liðhlaup og sjálfs-
morð algeng meðal hermanna.
Randið í
erfíðleikum
GJALDMIÐILL S-Afríku,
randið, á nú í vök að verjast og
hefur fallið um 26% gagnvart
bandaríska dollaranum síðan
um áramót, en helmingur
þessa hruns hefur átt sér stað
síðan á fimmtudag. Hækkun
vaxta kom í gær í veg fyrir
enn verra hrun en óttast er að
kreppa eigi enn eftir að aukast
í S-Afríku.
Bjargað
af sjó
KÝPURMENN björguðu í
gær meira en 100 innflytjend-
um eftir ellefu daga bátsferða-
lag um Miðjarðarhafið. Bátur-
inn, sem var fullur af fólki frá
ýmsum Afríkulöndum, hafði
verið á reki síðan vél hans bil-
aði fyrir níu dögum. Höfðu
tveir menn látist á ferðalag-
inu.