Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Myndir í Hall-
grímskirkju
MYIVPLIST
Listasafn llallgríniKkirkju
MÁLVERK
Eiríkur Smith. Til 1. júlí.
í HALLGRÍMSKIRKJU hafa
hangið til sýnis verk eftir Eirík
Smith og lýkur sýningunni í byrj-
un julí. Það er afar vel til fundið
hjá Listasafni Hallgrímskirkju að
efna til listsýninga. Nú í vetur
mátti einnig sjá myndir eftir Daða
Guðbjörnsson og Svein Björnsson.
Tónlistarmenn hafa fengið aðgang
að kirkjum landsins til tónleika-
halds og því ættu myndlistarmenn
ekki einnig að geta átt gott sam-
starf við kirkjuna?
Myndlistinni er ekki hleypt inn í
hið allra heilagasta í kirkjunni held-
ur hanga myndirnar uppi í forsal.
Þar hefur verið komið fyrir tveimur
málverkum og þremur vatnslita-
myndum. Myndirnar eru ekki alveg
nýjar af nálinni, frá árabilinu 1991
til 96. Málverkið „Jarteikn“, írá
1995, nálgast mjög abstrakt mynd-
irnar frá sjöunda áratugnum með
breiðum og sterkum strokum og
miklum andstæðum í lit og tóni.
Myndir Eiríks hafa ýmist
hneigst til fígúratívrar myndlýs-
ingar eða til algerlega óhlutbund-
ins expressjónísks stíls, þar sem
látbragð athafnarinnar, pensil-
strokan og skafan, mynda hreyf-
ingu yfir flötinn. Hitt málverkið,
„Víðsýni", er meira í ætt við þær
landslagsmyndir sem hann hefur
mikið málað á undanförnum árum,
þar sem landslagið er brotið upp
með lóðréttum fleti fyrir miðju.
Vatnslitamyndirnar sem hér eru
til sýnis eru algerlega óhutbundn-
ar og afar fölar og fljótandi. Litur-
inn er látinn dreifa úr sér á vel
bleyttum pappírnum með fáeinum
strokum. Mér finnst þessi sýning
ekki þess eðlis að það sé ástæða til
að fara i nána greiningu og leggja
dóm á myndlist Eiríks.
Hér er um að ræða kynningu á
list Eiríks Smiths með nokkrum
vel völdum sýnishornum af list
hans, sem er jafnframt ætlað að
prýða sali Hallgrímskirkju. Von-
andi verður framhald á og vel er
hægt að ímynda sér- að sumir
myndlistarmenn tækju vel í að
vinna sérstaklega fyrir það rými
sem er ætlað fyrir sýningar.
Gunnar J. Árnason
Vefmyndasýning í
Perlunni
ÞÝSKA veflistakonan Maria
Uhlig heldur sýningu á verkum
sínum í Perlunni og verður hún
opnuð laugardaginn 4. júlí kl.
19. Frú Barbara Nagano, sendi-
ráðunautur þýska sendiráðsins,
flytur ávarp og opnar sýning-
una, sem Maria nefnir Norræn
áhrif, en verkin hefur hún unnið
eftir mótífum frá íslandi og
Norðurlöndunum. Meðal við-
fangsefna Mariu eru hreyfingar
í náttúrunni, straumrennsli,
hamrabelti og hafóldur. Maria
hefur einnig unnið með og á
rekavið, en vefstíl sinn kallar
hún „áhrifamikinn ölduvef".
Maria Uhlig er meðlimur í lista-
mannahópnum Seltene Erden,
sem hélt náttúrulistaþing að
Þingeyrum í Austur-Húnavatns-
sýslu um miðjan júni siðastlið-
inn. Sýningin í Perlunni stendur
til 2. ágúst.
Vilhjálmur Einarsson
sýnir í Eden
VILHJÁLMUR Einarsson sýnir
málverk og myndir gerðar með
ýmissi tækni í Eden í Hvera-
gerði frá 1.-12. júh'. Þetta er 16.
einkasýning Vilíijálms hér á
landi en henn hefur einnig sýnt í
Svijjóð.
I kynningu segir: „Árið 1956
tók Vilhjálmur BA-próf í „Art
and Architecture" í Bandaríkj-
unum en vegna anna við skóla-
sljórn fram til ársins 1994 gat
hann ekki einbeitt sér að list .
sinni þótt penslamir væru aldrei
alveg lagðir á hilluna. Nú hin
síðari ár hefur hann þróaað
tækni með svart-hvítar myndir
unnar í bleki og bætt því við
flóru sína um efnisnot.
Myndir Vilhjálms eru fyrst og
fremst náttúrulegar landslagas-
myndir úr ýmsum landshlutum
unnar í olíu, akvarell, akrýl,
pastel eða með teiknibleki. (Indi-
an ink): Mikið er af smámyndum
á sýningunni, en þar er líka gall-
erí með fjölda mynda sem kaup-
endur mega taka með sér.“
Sýningin er opin á afgreiðslu-
tima Edens en sjálfur verður
hann við síðdegis sýningardag-
ana.
VILHJÁLMUR Einarsson sýnir
málverk í Eden í Hveragerði,
dagana 1.-12. júlí.
►r X
„Tröllið sem prjónaði“
KÓMEDÍULEIKHÚSIÐ bauð
bömum á Barnaspítala Hringsins
upp á ókeypis skemmtun á föstu-
daginn; sýninguna TröIIið sem
pijónaði. Þetta er gamansamt
ævintýri um lítinn dreng og leit
hans að deginum og er blanda af
Bergens Tidende, eitt stærsta dag-
blað Noregs, hefur útnefnt
Bergljótu Jónsdóttur framkvæmda-
stjóra Listahátíðarinnar í Björgvin,
nafn ársins í norsku menningarlífí.
Þetta er í fjórða sinn sem Bergens
Tidende stendur að slíkri útnefn-
ingu en í fyrsta sinn sem dómnefnd
blaðsins velur einhvem úr stjómun-
arstöðu í menningarlífinu, áður hafa
verið útnefndir listamenn.
Bergljót Jónsdóttir sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að þetta væri
mikil og ánægjuleg viðurkenning
íyrir sig. „Það er alltaf gott að fá
viðurkenningu fyrir það sem maður
gerir, við þurfum öll á því að halda.
Sérstaklega fínnst mér ánægjulegt
að við sem vinnum á bak við tjöldin í
menningarlífínu skulum fá viður-
kenningu fyrir okkar störf.“
í umsögn dómnefndarinnar kem-
ur fram að viðurkenningin sé sér-
staklega veitt Bergljótu fyrir að
stækka menningarlegan sjóndeildar-
leiklist, tónlist og tilheyrandi
trúðalátum". Tröllið sem prjóna-
ði var frumsýnt 17. júní s.l. á
Arnarhóli í Reykjavík, en Kó-
medíuleikhúsið skipa Elfari Logi
Hannesson, Hallgrímur Oddsson
og Róbert Snorrason.
hring almennings. í starfí sínu hafi
hún breytt áherslum hátíðarinnar í
þá veru að auka fjölbreytni og leita
meira eftir þátttöku yngri lista-
manna og þannig gert Björgvinjar-
hátíðina hvort tveggja í senn, meira
spennandi og alþjóðlegri. Björg-
vinjarhátíðin hafí undir hennar
stjóm undanfarin þijú ár orðið al-
þjóðlega þekkt og eftirsótt af lista-
mönnum um víða veröld. I leiðara
blaðsins er Bergljót hvött til að
halda áfram starfí sínu og leiða
Listahátíðina í Björgin inn í nýja öld.
Bergljót sagði að þessi viðurkenn-
ing hefði ekki áhrif á væntanlega
ákvörðun hennar um hvort hún héldi
áfram sem framkvæmdastjóri Björg-
vinjarhátíðarinnar, þegar samningur
hennar rennur út næsta vor. „Þetta
hefur ekki áhrif á það nema þetta
undirstrikar enn frekar þann velvilja
sem ég hef fúndið fyrir hér í Noregi",
segir Bergljót Jónsdóttir, nafn ársins
í norsku menningarlífi.
Ljósmynda-
sýning í
Norræna
húsinu
SÝNING á ljósmyndum eftir
norska ljósmyndarann Petter
Hegre verður opnuð í anddyri
Norræna hússins miðvikudaginn
1. júlí.
Sýningin ber yfirskriftina
„0ya og kvinnan" eða Eyja og
konan. Á sýngunni eru 7 svart-
hvítar ljósmyndir sem allar era
teknar hér á landi og sýna konu í
íslensku landslagi.
í kynningu segir: „Petter
Hegre hefur starfað sem ljós-
myndari í Stavanger frá 1992
þegar hann opnaði Ijósmynda-
stofu sína. Hann hefur fengist
við auglýsinga- og tískuljós-
myndun og hefur einnig haldið
sýningar og unnið ýmis verkefni
á eigin forsendum.
Petter Hegre nam ljósmynd-
um við Brooks Institute of Pho-
tography í Santa Barbara í
Bandaríkjunum um eins árs
skeið. Hann var valinn úr fjölda
ungra Ijósmyndara sem aðstoð-
armaður hjá Richard Avedon
sem er meðal fremstu Ijósmynd-
ara Bandaríkjanna.
Petter Hegre tekur eingöngu
svarLhvítar myndir og eru
myndir hans útfærðar með
meistaratökum. Mannslíkaminn
er honum hugleikinn og hann er
mjög meðvitaður um viðfangs-
efni sín. Petter Hegi-e hefur
ferðast víða og tekið margar
myndraðir m.a. Gay Day í New
York (1991) og myndröð frá
Rúmeníu, sem sýnir m.a. böm
smituð af alnæmi."
Sýningin í Norræna húsinu
stendur til 19. júlí og er opin á
sama tíma og húsið, kl. 9-18 alla
daga nema sunnudaga frá 12-18.
Bergljót Jónsdóttir, framkvæmdastjóri
Listahátíðar í Björgvin
Nafn ársins
í norsku
menningarlífí