Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOPNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GEYSIR I HAUKADAL GEYSIR í Haukadal er einn frægasti goshver heims. Það segir sína sögu að í enskri tungu er nafn hans, „geyser“, samheiti goshvera jarðar. Stór hluti erlendra ferðamanna heimsækir Geysisvæðið, enda er aðdráttarafl þess mikið. Það standa því sterk rök til þess, efnahagsleg sem náttúru- fræðileg, að sinna vel rannsóknum á þessu svæði og vernda það til framtíðar. Geysir hefur vart staðið undir fornri frægð hin síðari árin. Ekki tókst að ljúka nauðsynlegum rannsóknum á hvernum í vetur sökum fjárskorts. „Við þurfum heildarmynd af jarð- hitasvæðinu til að geta áttað okkur á því hvað muni gerast með Strokk ef Geysir verður látinn gjósa og til þess þurfum við viðbótarrannsóknir,“ sagði Arni Bragason, í Geysisnefnd, í viðtali við Morgunblaðið. Það verður hið fyrsta að tryggja nægilegt fjármagn til rannsókna á Geysi og hverasvæðinu umhverfis hann. Það er réttmæt athugasemd að benda á, að á sama tíma og varið er tugmilljónum króna í „hver“ í Öskjuhlíð skortir fjármuni til nauðsynlegra rannsókna á þeirri fágætu náttúruperlu, Geysi í Haukadal, sem dregur að sér erlenda ferðamenn tugþús- undum saman. FRÆKNIR DANIR FRÆNDUR vorir Danir sýndu frábæra frammistöðu á sunnudagskvöld, er þeir lögðu léttleikandi og bráð- skemmtilegt lið Nígeríu að velli í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í Frakklandi, með því að skora fjögur mörk gegn einu. Danska landsliðið lék frábæra knattspyrnu, sem hrein skemmtun var að horfa á. Danska landsliðið lék á sunnudagskvöld sterka sóknar- knattspyrnu eins og hún gerist best og beitti skyndisóknum þegar líða tók á leikinn. Svíinn Bo Johansson, þjálfari danska landsliðsins, sem eitt sinn þjálfaði íslenska landsliðið, má vera stoltur af þeim árangri sem liðið hefur náð í keppn- inni. Vissulega kom þessi stóri sigur danska landsliðsins á afar sterku og skemmtilegu landsliði Nígeríu á óvart, því lið Níg- eríu er nú það lið keppninnar, sem hefur komið hvað mest á óvart hingað til. Danir tryggðu sér með þessum sigri, sæti í átta liða úrslit- um og munu þeir leika við landslið Brasilíu næstkomandi föstudag. Þar verður við ramman reip að draga hjá Dönum því Brasilíumenn eru núverandi heimsmeistarar í knatt- spyrnu og fjölmargir spá því að þeir nái að verja titilinn. En það er of snemmt að afskrifa Dani í þessum efnum, því ef þeir ná að sýna leik á borð við þann sem þeir sýndu á sunnu- dagskvöld getur allt gerzt. ARKITEKTAN ÁM Á ÍSLANDI ARKITEKTÚR á íslandi hefur einna helst einkennst af ákveðinni sundurgerð; í Reykjavík gefur til dæmis vart að líta tvö hús teiknuð í sama stíl. Hefur sumum þótt þetta skemmtilegt en öðrum fundist nóg um misleitnina. Ástæðan hefur hins vegar verið augljós; íslenskir arkitektar hafa sótt menntun sína til útlanda, alls til sautján landa en enginn þeirra er menntaður hér á landi. íslenskir arkitektar hafa um árabil rætt nauðsyn þess að komið verði á fót menntastofnun á háskólastigi fyrir arki- tekta hér á landi og telja að nú sé þörfin orðin brýn. Ástæð- an er einkum sú að nýjustu upplýsingar um inngöngu ís- lenskra nema í fagskóla erlendis benda til verulegrar fækk- unar í nýliðun stéttarinnar sem gæti haft slæmar afleiðingar eins og fram kom í samtali í Lesbók Morgunblaðsins sl. laug- ardag við Hörpu Stefánsdóttur, formann stjórnar íslenska arkitektaskólans ÍSARK. Harpa benti á að arkitektúr væri mjög háður menningu hverrar þjóðar, náttúru- og veðurskil- yrðum og því væri bagalegt að íslenskir arkitektar skyldu ekki eiga sér sameiginlegan faglegan bakhjarl hér á landi; hætta væri á að fagleg þekking og reynsla sem starfandi arkitektar á Islandi hefðu aflað sér skilaði sér ekki til næstu kynslóðar þegar enginn innlendur aðili bæri ábyrgð á menntun þeirra. Þótt það hafi vissulega verið einn af kostum íslensks arki- tektúrs hve víða hann hefur sótt áhrif hlýtur það að vera okkur kappsmál að varðveita sérkenni, þekkingu og reynslu okkar í þessu fagi; það verður vart gert nema með því að ís- lenskir arkitektar geti að minnsta kosti hlotið hluta mennt- unar sinnar hérlendis. Nýtum kosti nálægð- arinnar Undanfarin tvö ár hafa sest hér að 69 flótta- menn frá Júgóslavíu. Sigríður B. Tómas- dóttir komst að því að mikil ánægja er með hvernig til hefur tekist. Fólkið þykir hafa aðlagast íslensku samfélagi vel og er það m.a. að þakka markvissri íslenskukennslu og góðu viðmóti fólks í bæjarfélögunum. ETTA hefur gengið ótrúlega vel og má segja að öll vand- kvæði séu horfin. Hópurinn hefur aðlagast mjög vel og það tel ég að sé fyrst og fremst ís- lenskukennslunni að þakka,“ segir Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfull- trúi Rauða krossins á Vestfjörðum. „íslenskan skiptir sköpum í aðlögun útlendinga að samfélaginu og nú er þessi hópur sem kom hingað til Isa- fjarðar 1996 orðinn hluti af samfélag- inu hér. Þau eiga íslenska vini og halda sig alls ekki í hóp.“ Bryndís segir að krakkarnir í hópn- um hafi líka aðlagast mjög vel. Hún var grunnskólakennari áður en hún tók við núverandi starfi og kenndi einu barninu úr hópnum sem var sex ára við komuna. „Það gekk mjög vel. Krakkarnir fóru strax að tala saman þrátt íyrir að þau töluðu ekki sama tungumál, þau notuðu bara líkamann og skildu hvert annað mjög vel.“ Anna Sigurðardóttir, aðstoðarmað- ur bæjarstjóra á Höfn, segir ís- lenskunámið hafa gengið mjög vel þar. „Auðvitað er fólk misfljótt að læra tungumál, sumir hér hafa náð frábæru valdi á íslensku eftir tæpt ár, aðrir þurfa lengri tíma.“ Auk ís- lenskukennslunnar sem stendur yfir í níu mánuði eftir að flóttamennirnir koma til landsins hafa krakkarnir sem eru á grunnskóla- og leikskóla- aldri verið í kennslu í serbó-króatísku og leggur Bryndís áherslu á að það sé mjög mikilvægt. „Rannsóknir hafa sýnt að þeim sem varðveita móður- málið gengur miklu betur með nýja málið. Við gerum það þannig hér að á leikskólann kemur unglingsstelpa úr hópnum og talar við börnin þar. í grunnskólanum er svo kennsla i serbó-króatísku á hverjum degi. Það er kona úr hópnum sem sér um það en hún var barnaskólakennari í Jú- góslaviu." Hafa komið undir sig fótunum Nú tveimur árum eftir komu flótta- mannanna til ísafjarðar og tæpu ári eftir komu hópsins til Hafnar eru all- ir komnir með vinnu. Vinnan er af ýmsum toga, fískvinnsla, hótelvinna, leikskólar, byggingarvinna o.fl. „Hér á ísafirði hafa sex fjölskyldur af sjö keypt sér íbúð þannig að óhætt er að segja að þau hafi komið undir sig fót- unum,“ segir Bryndís. Þetta auðgar mannlífið, segir Anna og í sama streng taka aðrir viðmæl- endur. Halldór Halldórsson nýskip- aður bæjarstjóri á Isafirði segist hafa fylgst með hópnum síðan hann flutt- ist til ísafjarðar haustið 1996. „Mér finnst hafa tekist mjög vel til, þetta er duglegt fólk og nú tala allir reiprennandi íslensku.“ Ami Gunnarsson formaður flótta- mannaráðs og aðstoðarmaður félags- málaráðherra segir að þær efasemd- araddir sem heyrðust á sínum tíma um að taka við flóttafólki og senda út á land séu löngu þagnaðar. „Þessi hugmynd kom fram á sínum tíma að senda fólkið út á land og nýta kosti nálægðarinnar sem er þar,“ segir hann. Páll Pétursson félagsmálaráðherra segir landsbyggðina hafa ýmsa kosti sem móttökustað fyrir flóttamenn. „Það skiptir ekki Reykvíkinga máli þó að komi einhver hópur útlendinga og setjist að í borginni. Það er tölu- vert annað andrúmsloft úti á landi, menn koma hver öðrum við þar og þar er miklu meiri samkennd. Fólkið sem er nú komið til Blönduóss á t.d. eftir að flnna að heimamenn vilja leggja talsvert á sig við að bjóða það velkomið." Ámi segir mikla áherslu hafa verið á það frá upphafi að gera fólkið að virkum þátttakendum í íslensku sam- félagi. „Við fórum þá leið að taka ekki mjög stóra hópa en gera þetta mjög vel. Það er alveg séð um fólkið í ár, borguð leiga, kennsla, húsnæði og ís- lenskukennsla og dagpeningar. Dag- peningarnir eru hins vegar skilyrtir við það að fólkið taki þátt í íslensku- kennslunni. Þannig að aginn er til- tölulega mikill en fólk hefur tekist á við það verkefni og verið sjálfbjarga eftir árið.“ Árni segir kostnað við verkefnið vera um 1,4-1,5 milljónir á mann með öllu, sem alls er um 100 milljónir. All- ur kostnaður er greiddur af ríkinu en sveitarfélög annast málið sem verk- takar, kennsla flóttamannana hefur svo verið í höndum Rauða krossins. Vekur athygli erlendis Að sögn Árna hefur það vakið at- hygli erlendis hvernig staðið hefur verið að þessum málum hér en al- gengast er að að flóttamenn setjist að í borgum. „Nú er á leiðinni hingað út- varpskona frá BBC sem ætlar að gera þátt um flóttamennina þannig að óhætt er að segja að við vekjum athygli. Við getum auðvitað ekki bor- ið okkur saman við t.d. Norðurlöndin sem hafa tekið miklu fleiri en við en þessi leið hefur virkað vel.“ Alls eru komnir til landsins 69 flóttamenn frá Júgóslavíu, 29 voru í hópnum sem fór til ísafjarðar, 17 í hópnum sem fór til Hafnar og 23 komu til Blönduóss nú í vikunni. Flestir flóttamannanna eru af blönd- uðum hjónaböndum og eiga þess vegna enga framtíð fyrir sér í hinum nýju ríkjum á Balkansskaga, þar sem landamæri hafa verið dregin eftir þjóðerni. Félagsmálaráðherra segir stefnt að því að taka við nýjum hópi á næsta ári. „Eg hef sagt það að meðan ég er ráðherra þá hyggst ég leggja það til við ríkisstjórnina að tekið verði á móti nýjum hópi, hingað til hefur því verið tekið mjög vel.“ Hópurinn á Blönduósi er nýkominn en ef að líkum lætur á því fólki sem hann skipar eftir að ganga vel að að- lagast. „Það er samdóma álit þeirra sem hafa verið að vinna að þessum málum hér, stuðningsfjölskyldna og flóttamannanna sjálfra, að þetta hafi farið mjög vel af stað hér,“ segir Skúli Þórðarson bæjarstjóri á Blönduósi. „Mér líst mjög vel á þetta og þegar fram í sækir á ég von á að þetta skili nýjum straumum inn í samfélagið." Venjulegt líf á ísafirði eftir hrakn- inga og lífshættu á Balkanskaga EIN AF fjölskyldunum sem kom til Isafjarðar fyrir tveimur árum er Schally- fjölskyldau. Fjölskyldufað- irinn Nebojsa segir þau hafa komið sér vel fyrir á Islandi. „Eg er nýbúinn að kaupa mér bíl og nú ætlum við ijölskyldan að ferðast um Island í sumarfríinu. Okkur langar til að sjá meira af landinu en Isa- fjörð,“ segir Nebojsa Schally sem kom til ísa- íjarðar í hópi flóttamanna árið 1996. Með honum í för voru eiginkona, tvær dæt- ur og tengdamóðir. Nebojsa segir að fyrsta hálfa árið hafi verið erfítt, nýtt tungumál að læra og nýtt umhverfi sem þurfti að venjast. Síðan hefur allt gengið mjög vel. „Við eig- um mikið af íslenskum vin- um sem við hittum oft og leitum til þegar við þurfum að spyija um eitthvað,“ segir Nabojsha. „Við höf- um ekki keypt okkur íbúð, ég vil kynna inér málin og finna út hvað sé hagstæðast.“ Nebojsa vinnur í Ishúsfélaginu á fsafirði en eiginkona hans, Vesna, er aðstoðarkokkur á Hótel Isa- firði. „Hún bakar júgóslavnesk brauð fyrir gestina sem hefur vak- ið mikla lukku.“ Nebojsa hefur líka kynnt Isfirðingum júgóslav- neska matargerð því hann tók sig til og byggði reykhús og reykti svínakjöt fyrir júgóslavneska menningardaga í vetur. Þetta líf er venjulegt í saman- burði við það sem á undan er sem var leidd af lögreglu- bflum. Þegar myrkur var skollið á sneri ég bflnum inn í hliðargötu og beið þar í þrjá til fjóra tíma eft- ir að bflarnir færu hjá en lögreglubflar ráku lestina. Ég vildi ekki fara með fjöl- skyldu mína í flóttamanna- búðir vegna þess að þær eru hræðilegur staður að vera í og fólk sem er þar virðist oft gefast upp, það sér ekki lengur tilgang með lífinu." Erfið upplifun Nebojsa segir þessar hrakningar hafa verið rnjög erfiða upplifun. „Við vorum rekin frá heimili okkar með sprengjuregni, það féll sprengja á bflalest- ina h.u.b. tuttugu bflum fyrir aftan bflinn sem við vorum í, á vörubfl fullan af börnum. Það er ekki hægt að lýsa þessu með orðum, fólk sem hefur ekki upplif- að stríð getur ekki skilið þetta.“ Fjölskyldan hefur nú jafnað sig á þessari reynslu, segir Nebojsa, og eru þau mjög ánægð í dag. „Ég vil ekki snúa aftur til Júgóslavíu, það er ekkert sem bíður mín þar. Nú er ástandið líka orðið mjög slæmt fyrir flóttamenn út af Kosovo, forseti Serbíu er með mann í vinnu sem safnar mönnum úr flóttamannabúðum sem eiga að fara til Kosovo og þeir geta ekki sagt nei, þá eru þeir bara skotnir. Við erum mjög þakklát Islending- um fyrir að hafa tekið á inóti okk- ur og viljum vera hér áfram.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson VESNA, Jelena og Nebojsa Schally heima hjá sér. Jovana, yngri dóttir þeirra hjóna, var í heimsókn hjá ömmu sinni og frænku sem búa á Höfn í Hornafirði. gengið í lífí fjölskyldunnar. I ágúst 1995 voru þau hrakin úr úr Króa- tíu þar sem þau hafa búið undan- farin tólf ár. Nebojsa er fæddur í Sarajevo í Bosniu en kona hans í Króatíu. Þau voru rekin frá heim- ili sínu til Serbíu, það var ekki vænlegur kostur sem framtíðar- samastaður. „Konan mín getur ekki fengið serbneskan passa og ég ekki króatískan, ég var því að leita að nýju landi fyrir mig og fjölskyldu mína þegar ég fékk tækifæri til að fara til íslands.“ Nebojsa segist ekki hafa litist á blikuna þegar honum var boðið að koma til íslands en hafi svo skipt um skoðun. „Vinir mínir söfnuðu nýjum upplýsingum um Island og við komumst að því að þar er ekki her og gott að búa og ala upp börn. Þegar við heyrðum þetta slógum við til.“ Schally-fjölskyldan hafði þá búið í tíu mánuði í borginni Novo Sad í Serbíu. Þangað flúðu þau þegar þau voru rekin frá Króatíu. „Það átti að senda okkur í flóttamanna- búðir en ég gat ekki hugsað mér að enda þar. Við vorum í bflalest ÞRIÐ JUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 31 v Forsvarsmenn spítalanna ræða einslega við hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp Boðin endurskoðun ráðningarkj ara FORSVARSMENN sjúki-astofnana tóku í gær til við að ræða við þá hjúkrunarfræðinga, sem sagt hafa upp störfum frá og með morgundeg- inum og kannað viðhorf þein-a til þess að gera nýja ráðningarsamninga með endurskoðuðum ráðningarkjör- um, í samræmi við það umboð sem forsvarsmenn sjúkrastofnana hafa samkvæmt gildandi kjarasamningi. Anna Birna Jensdóttir, hjúkrun- arforstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, Landakoti, sagði í samtali við Morgunblaðið S gær að verið væri að ræða við einstaklingana um að þeir dragi uppsagnir sínar til baka á grundvelli einstaklingsbundinna ráðningarkjara. Hún hafði rætt við nokkurn fjölda hjúkrunarfræðinga í gær og sagði að viðmælendurnir hefðu tekið sér frest og myndu gefa sér svar í dag. Anna Birna sagði að samkvæmt gildandi kjarasamningi hefði hver stofnun umboð til að gera stofnana- samning og það væri innan þess ramma sem nú væri rætt við sem sagt hafa upp störfum. Hún sagðist ekki geta upplýst um það hvers konar endurskoðun ráðn- ingarkjara hjúkrunarfærðingum væri boðið og á hvaða bili kjarabæt- ur gætu legið, enda væri það mis- munandi. „Það fer eftir stað og hæfni og kemur mismunandi út eftir einstaklingunum. Það er t.d. annað álag í öldrunarþjónustu en á bráða- skurðdeildum eða handlækninga- deild,“ sagði hún. Anna Birna sagði að þessi einstak- lingsbundnu ráðningarkjör ættu rætur að rekja til síðustu kjara- samninga, þar sem farið var úr mið- stýrðu í dreift launakerfí. Afleiðingin sé sú að ekki er hægt að staðsetja einstaklinga í launum út frá kjara- samningi og einstaklingsbundin ráðningarkjör ráist að nokkru leyfi eftir vinnustað, þ.e. álagi á viðkom- andi deild og einnig þein'i hæfni og getu sem viðkomandi starfsmaður býi' yfir. 62% uppsagnir Á Landakoti hafa 62% starfandi hjúkrunarfræðinga sagt upp, eða um 40 einstaklingar. Landakot mun halda um fjórðungi sinna hjúkrunarfræð- inga við störf, að teknu tilliti til sumai'- leyfa, fæðingai-orlofa og slíks. Augljós- lega verði mun meira álag en venju- lega á það starfsfólk sem eftir er. Taki uppsagnir gildi á miðnætti í kvöld segir hún að fyrir liggi neyðar- áætlun. „Við reiknum með að út- skrifa um 100 manns; um 40 af dag- spítala og 60 af sjúkradeild. 78 sjúk- lingar verða eftir. Þeim fjölda getum við haldið til föstudags en þá þyrfti að fækka um 10 sjúklinga til viðbót- ar,“ sagði Anna Birna. Áætlað er að allir sjúklingar á dagdeildum verði útskrifaðir. Sjúk- lingar dagdeilda eru taldir betur á sig komnir en sjúklingar á sjúkra- deild en Anna Birna sagði að engu að síður væru í þessum hópi margir einstæðingar og margir, sem misstu ákveðið haldreipi með því að verða af þjónustu dagspítalans. Miklar byrðar Hún sagði að ættingjar sjúklinga hefðu fylgst með aðdraganda þein-a áætlana, sem verður hrint í fram- kvæmd ef uppsagnir koma til fram- kvæmda. „Það leggur miklar byrðar á þeirra herðar, þetta er fólk sem þarf umönnun allan sólarhringinn. I einhverjum tilvikum hefur fólk sagt nei, en þá öxlum við ábyrgðina. Við verðum með einhverjar sjúkrastofur þar sem ættingjum gefst kostur á að vaka yfír sínum og leita aðstoðar ef þörf krefur," sagði Anna Birna. Hún sagði að þess væru meðal annars dæmi að hjúkrunarfræðingar sem sagt hafa upp störfum verði bundnir yfir umönnun ættingja strax frá mánaðamótum. Forsætisráðherra um stöðuna í deilu hjúkrunarfræðinga MORGUNBLAÐIÐ/GOLLI HJÚKRUNARFRAMKVÆMDASTJÓRAR koma frá fundi með Davíð Oddssyni forsætisráðherra í stjórnarráðinu í gær. Stefnir í algjört öngþveiti DAVÍÐ Oddsson forsætisráðhen’a segir að yfirlýsing hjúkrunarfræð- inga á skurð- og svæfingadeildum um að sinna ekki skipulagðri neyðar- þjónustu eftir að uppsagnir þeirra taka gildi á miðvikudag standist ekki lög. Hann segir yfírlýsingar for- manns Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga um að 8 milljónir króna á mánuði hafi borið á milli aðila þegar viðræðum var hætt á sunnudag sett- ar fram í léttúð. Forsætisráðhen'a átti í gærmorg- un fund í stjómarráðinu með hjúkr- unarframkvæmdastjórum sjúkra- húsanna að þeirra framkvæði og sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær auk þess hafa átt fund með full- trúum heilbrigðis- og fjármálaráðu- neyta til að fara yfir málin. „Það er ljóst að það stefnir í al- gjört öngþveiti með þeim aðferðum sem ákveðið hefur verið að nota og er mjög erfitt fyrir okkur að eiga við,“ sagði Davíð Oddsson. „í verk- föllum gilda ákveðnar leikreglur sem menn geta farið að en þarna er um að ræða aðgerðir sem menn vilja ekki viðurkenna að séu aðgerðir hóps til að knýja fram launahækkan- ir. Ef um það er að ræða eru það mjög alvarlegar ólöglegar aðgerðir sem bitna á saklausu þjáðu fólki. Það gerir okkur erfitt fyrir, en engu að síður hafa menn teygt sig afar langt og miklu lengra en í raun hefur verið leyfilegt." Teygt sig lengra en fæst í raun Ásta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, hefur sagt að þegar slitnaði upp úr viðræð- um hjúkranarfræðinga og stjómvalda á sunnudag hafi 8 milljónir króna á mánuði í greiðslum til 1.100 hjúkran- arfræðinga borið á milli aðOa. Davíð sagðist ekki vita hvemig hjúkranar- fræðingar gætu haldið slíku fram. „Þeir geta ekki haldið því fram, þetta er ekki kjaradefla í þeim skilningi og slíkar tölm- eru bara nefndar í ein- hverri léttúð," sagði Davíð. Hann sagði ljóst að menn væra þegar búnir að teygja sig lengi’a en fært væri í raun. „Nú þarf bara að undirbúa varnaraðgerðir gagnvart þessu. Það þarf að reyna að verja hagsmuni sjúklinga eins og mögu- legt er og reyna að sjá til þess að þessar aðgerðir skapi sem minnst tjón og sárindi gagnvart þessu fólki sem er klemmt inn á milli með þess- um aðgerðum. Við eram í afskaplega erfiðri stöðu en hjúkrunarfræðingar eru ekki bara með réttindi heldur einnig með skyldur. Þetta er lögvar- n in stétt og lögverndun felur ekki bara í sér réttindi heldur einnig skyldur. Ég tala ekki um þegar það snýr að fárveiku fólki. Þetta er ekki neyðarástand, sem er til komið vegna náttúrahamfara. Þetta er ákvörðun einstaklinga um að þetta neyðarástand skuli skella á. Það era samningar í gildi milli aðilanna en það er auðvitað áhyggjuefni að hjúkranarfræðingar lenda í ýmsum óþægindum við að fara út af spítul- unum. Það era réttindi sem tapast, til stórra óþæginda fyrir þá, og sem er heldur ekki gott fyrir spítalana upp á andrúmsloftið eftir slíka at- burði. Þannig að þetta er allt á mjög erfiðum brautum.“ Davíð sagði að þrátt fyrir að full- yrt væri að ekki væri um kjaradeilu að ræða heldur einstaklingsbundnar uppsagnir hefði ríkisstjómin horft framhjá því og komið mjög til móts við þau sjónarmið sem uppi hafa ver- ið. „Það er náttúralega afskaplega vandmeðfarið og spurning hvort við höfum heimild til þess,“ sagði hann. Hann sagði aðspurður að aðgerðir á borð við setningu bráðabirgðalaga kæmu ekki til greina og sagði að spítalarnir sjálfir önnuðust skipulag neyðarþjónustu í samræmi við þær reglur sem um það gilda. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga um viðræðuslit við stjórnvöld . 8 m.kr. á mánuði munaði þegar upp úr slitnaði ÁSTA Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, segir að félagið eigi ekki lengur beina aðild að viðræðum til lausnar deilu hjúkr- unarfræðinga eftir að upp úr viðræð- um þeirra við fulltrúa stjórnvalda slitnaði á sunnudag. Ásta segir að 8 milljónum króna á mánuði í greiðsl- ur til 1.100 hjúkrunarfræðinga hafi munað milli sjónarmiða aðilanna þegar upp úr slitnaði. Asta vildi ekki upplýsa hvað hefði falist í tillögum hjúkrunarfræðinga en sagði að þessari fjárhæð hefði munað. „Núna er félagið ekki lengur inni í þessu og mér finnst staðan frekar óviss,“ sagði Ásta aðspurð um mat á stöðunni í deilunni um miðjan dag í gær. Hjúkrunarfræðingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur ákváðu á sunnudags- kvöld sameiginlega að hafna tilboð- um um endurskoðun ráðningarkjara í anda gildandi kjarasamninga, þar sem komið yrði til móts við einstak- linga um hækkanir, mismunandi eft- ir deildum og álagi, og Ásta kvaðst eiga von á að hjúkrunarfræðingar á Landspítala mundu taka sameigin- lega afstöðu til þessa máls á fundi í gærkvöldi. Hjúkrunarfræðingar, sem sagt hafa lausum störfum á skurðstofum kvennadeildar Landspítalans, skurð- stofum Landspítala og skurðstofum Sjúkrahúss Reykjavíkur sendu í gær frá sér yfirlýsingu, þar sem fram kemur að þeir hafi ákveðið að sinna ekki skipulagðri neyðarþjónustu eft- ir mánaðamót. I yfirlýsingunni er ekki skilgreint hvað átt er við með skipulagðri neyðarþjónustu en Ásta sagðist telja að með þessu væra hjúkranarfræðingarnir að vísa til þess að stjórnendur sjúkrahúsanna hafa, að hjúkrunarfræðingum for- spurðum, skipulagt vaktir fram í tímann. „Það er það sem hjúkrunar- fræðingar eiga við, að það sé búið að setja þá niður á vaktir til þess að vera til taks en ekki að það verði kallað í þá vegna þeirra tilvika sem upp koma,“ sagði Ásta og kvaðst telja að þessir hjúkranarfræðingar myndu fylgja læknalögum og siða- reglum stéttarinnar. Að áliti lög- manns hjúkrunarfræðinga geri læknalög ráð fyrir því að heilbrigðis- starfsmenn sinni útkalli þegar tiltek- ið neyðarástand hefur skapast en ekki að þeim sé skylt að standa vakt- ir ef til slíks ástands muni koma.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.