Morgunblaðið - 30.06.1998, Qupperneq 37
*\ o
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 37
AÐSENDAR GREINAR
Ég árétta
NÚ SÍÐUSTU vik-
urnar hefur risið á aft-
urfætur hér í landi
vargur sem ætlar öllu
illu að eyða. Sá vargur,
sem svona hegðar sér,
er sú samviska þjóðar-
innar sem enn er sauð-
meinlaus og óspjölluð.
Ef einum manni skal
þakka það að hafa
íklæðst sauðargæru,
þá er Sverrir Her-
mannsson sá maður.
En Sverri virðist, eftir
að hann klæddist
gærunni, hafa tekist að
jarma að sér flesta
villuráfandi sauði þjóð-
arinnar.
Um leið og forystusauðurinn
reynir að forðast slátrun, hefur
hann í huga, að þegar maður eign-
ast nýja vini þá fylgir jafnan sá
böggull skammrifi, að óvinimir
verða sýnilegri. Og fyrst hér er
minnst á óvini, þá skal þess getið
að mannsnafnið Sverrir merkir svo
mikið sem: óvinur eða fjandmaður.
Og þegar maður með því nafni er
Hermannsson í þokkabót, þá er
ekki gott að átta sig á því hvort
gervið er betra, úlfurinn eða sauð-
argæran.
Sá maður, sem sagður er líta á
Sverri sem óvin nr. 1, er kollegi
minn, Davíð Oddsson, leikskáld,
söngtextahöfundur og forsætisráð-
hema. En grafarþögn Davíðs gef-
ur leikmanni tilefni til
að ætla að hatrið í
garð Sverris sé hrein-
ræktað. Davíð virðist
nefnilega hafa áttað
sig á því í textagerð-
inni, að bilið á milli
orðanna getur haft
svipað vægi og orðin
sjálf. En honum hefur
þó yflrsést sú stað-
reynd, að þeir sem
textanna eiga að
njóta, kjósa að hafa
þagnir og orð í sam-
ræmi við þá tónlist
sem undir er leikin.
Þóttahragð Davíðs
þarf svosem ekki að
koma á óvart, því hrokinn hefur
hjálpað þeim ágæta manni til að
skella skollaeyrum við mörgu því
sem að hans mati hefur talist
óþægilegt.
Davíð hefur átt fádæma vinsæld-
um að fagna, þær hefur hann eink-
um öðlast fyrir þá uppgerðar hóg-
værð sem hann viðhefur á vett-
vangi stjómmálanna. Sú leikræna
hlédrægni, er hér um ræðir, lýsir
sér í því að maðurinn reynir að
komast hjá því að tala. Honum er
það nefnilega ljóst, að sá talar ekki
af sér sem alltaf heldur kjafti. Lýð-
hyllinni hefur hann svo haldið
stöðugri með því að senda undir-
mönnum sínum persónuleg bréf. I
þeim bréfum hefur Davíð hótað
mönnum því, að fletta ofanaf spill-
ingu þeirra ef þeir ekki hlýða hon-
um í einu og öllu.
Sú leikflétta þagnarinnar sem
Davíð Oddsson sá í stöðunni, þegar
Sverrir Hermansson byrjaði að
fletta ofanaf spillingunni í valda-
klíkunni, virtist um stund ætla að
eyða orðkynngi Sverris. En Sverr-
ir hóf þá upp raust og talaði fyrir
þá báða.
Og nú hefur Sverrir farið mikinn
í fjölmiðlum, spurt margra spum-
inga og haldið á lofti ýmsum full-
yrðingum. Á milli línanna í skrifum
Davíð er ljóst, segir
Kristján Hreinsson,
að sá talar ekki
af sér sem alltaf
heldur kjafti.
hans hefur mátt lesa t.d. það, að
bankaráðsmenn, ýmsir stjómmála-
menn, ríkisendurskoðandi, svo og
margir af fyrrverandi veiðifélögum
hans séu hin mestu dusilmenni og
að þeirra bíði ekkert nema uppgjör
við eigin samvisku.
Ekki hefur Davíð Oddsson séð
ástæðu til að bera í bætifláka fyrir
þá tryggu vini sína, sem þama hafa
fengið það óþvegið.
Þegar Sveirir gerir því skóna, að
spiliingarbræðralag framsóknar-
og sjálfstæðismanna sé sú voldug-
asta og siðlausasta klíka sem með
völd hefur farið á Islandi, þá er fátt
um þrætur frá kollega mínum Da-
víð Oddssyni.
Og ekká svarar Davíð því hvort
fjölskmðugar og margítrekaðar
ásakanir á hendur Finni Ingólfs-
syni eigi við rök að styðjast. Ekki
svarar hann því heldur hvort ásak-
anir í garð Lindar-manna geti
talist réttmætar. Hann svarar yflr-
höfuð engri af þeim spurningum
sem gætu varpað skugga á hann og
hans innstu koppa í búri hvít-
flibbanna. Að svara slíku er ein-
faldlega ekki hans stíll.
En títtnefndur Davíð Oddsson
fékk málið nú um daginn, þegar lið
hans laut í lægra haldi íýrir heiðar-
legum andstæðingi, því þá vaknaði
þessi öðlingur til vitundar um
stöðu sína og tróð sér fremst í
ræsiskákina til að kvarta og
kveina. Kappsmálið var að rægja
fréttamenn og segja þá vilhalla
hans helsta andstæðingi.
Að vísu var umkvörtunin bæði
ómakleg og órökstudd, enda
kannski ekki annars að vænta frá
manni sem fer allajafna sparlega
með orð. En rökleysuna kórónaði
Davíð með því að geta ekki nefnt
neitt einasta dæmi um rangfærslur
fréttamanna. Og aðspurður gat
hann ekki heldur nefnt dæmi þess
að hlutdrægni hafi verið viðhöfð af
þeim íréttamönnum sem hann þó
taldi hafa brotið af sér í starfi.
En þarna gaf Davíð Oddsson
sjálfum sér langt nef um leið og
hann hljóp á sig, því hann hefði
getað nefnt nærtæk dæmi. Hann
hefði getað nefnt mýmörg dæmi
þess, að fréttamenn hafa þurft að
segja: „Ekki náðist í Davíð Odds-
son útaf þessu máli...“ Hann hefði
getað útskýrt hvers vegna ekki er
hægt að ná í hann ef óþægilegum
spumingum þarf að svara. Hann
hefði getað sagt þjóðinni hvemig
unnt er að leyna sannleikanum
með þögninni. Þama gafst Davíð
gullið tækifæri til að benda á dæmi
um óheilindi, því það er ekkert
annað en óheiðarleiki sem knýr
ráðamenn til að fara í felur þegar
fréttamenn, fyrir hönd þjóðarinn- <
ar, vilja fá svör við áleitnum spum-
ingum.
Kannski er það svo að Davíð
Oddsson er að reyna að sniðganga
sannleikann með því að svara ekki
spurningum og vera ekki til taks,
nema akkúrat á þeim augnablikum
sem honum þóknast að brúka til
þess arna. Eða e.t.v. álítur hann að
þjóðin sé svo vitlaus og gleymin, að
það sé nóg fyrir hann að láta svörin
bíða í einn til tvo daga, og þá verði
búið að eyða mesta óbragðinu af
þeirri afsakandi skreytni sem *■
hann, einsog aðrir stjómmála-
menn, virðist líta á sem sjálfsagt
stjómtæki.
En nú virðist þetta stórkostlega
stjómtæki ráðamanna ætla að snú-
ast í höndum þeirra, því ef sauða-
hjörð sú sem eyrnamerkt hefur
verið Sverri Hermannssyni lætur
horn vaxa útúr gæra, þá má ætla
að lífdagar lyga og þagnar verði
taldir áðuren langt um líður.
Höfundur er skáld.
Kristján
Hreinsson
verð aðeins: 1.410.UUU Kr.
Öflug 1400 vél og sjálfskipting
'IÍÍÉMÍÍÍ&M
iSv»Sjí
Peugeot 106 5 dyra - kattliðugur
Það koma engin meðalljón frá Peugeot. Snerpa og lipurð gera Peugeot 106 að
verðugum fulltrúa Peugeot. Þessi smábíll fœst nú með öflugri 1400cc vél og sjálfskiptingu
sem skilar sér í frábœrum aksturseiginleikum, miklu afli og einstakri lipurð. Það er enginn
meðaljón á Peugeot.
NÝBÝLAVEGI 2
S(MI: 554 2600
0PIÐ LAUGARDAG KL. 13-17
■ *
*