Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 39 SVAVA ÓLAFSDÓTTIR + Svava Ólafsdótt- ir fæddist í Reykjavík 14. febr. 1912. Hún lést á Droplaugarstöðum 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þóra Bjarna- dóttir, og Ölafur Kárason frá ísa- firði. Svava átti sex hálfsystkini, börn Ólafs Kárasonar, og hálfsystur, Elsu Þorbergsdóttur. Eiginmaður Svövu var Jökull Pétursson málarameistari, f. 13.11. 1908, d. 27.5. 1973. Þau áttu þijá syni. Þeir eru: 1) Ingólfur, f. 4.7. 1931, maki Mar- grét S. Kristinsdóttir, þau eiga þijú börn: Helga Örn, Svövu og Guðjón, og tvö bamabörn. 2) Garðar, f. 26.3. 1935, maki Helga Nielsen, eiga þau fjögur börn: Guðrúnu, Jökul Karl, Svava tengdamóðir mín er látin, amma Svava eða „langa okkar“, eins og litlu stelpurnar í Garðabæ köll- uðu hana. Amma Svava var búin að vera heilsutæp sl. fjögur ár. Það byrjaði með legu á Borgarspítalanum. Það- an fór hún inn á Dalbraut í þjón- ustuíbúðir aldraðra, þar naut hún aðhlynningar eins lengi og mögulegt var. Viljum við flytja starfsfólkinu þar bestu þakkir fyrir hjálpina. Fyrir tveimur mánuðum fór Svava á Droplaugarstaði. Þar fór mikið vel um hana og allt gert til þess að henni liði sem allra best. Sérstakar þakkir viljum við færa Dýrleifu á 2. hæð á Droplaugarstöð- um og öllu hennar starfsfólki fyrir frábæra hjúkrun og umhyggju. Ég hef aldrei hitt eins yndislegt og sam- valið starfsfólk. Guð blessi þeirra störf. Amma Svava hafði óskaplega gaman af litlu langömmustelpunum sínum í Garðabæ. Reyndum við að segja henni spaugilegar sögur af þeim, ef eitthvað skemmtilegt hafði gerst. Þegar þær litlu komu í heim- sókn til „löngu“ fengu þær glæra boxið með marglituðu hálsfestunum sem hún átti og skreyttu þær sig á staðnum. Þá voru þær orðnar ofsafínar. Svava var svo hreykin þegar hún sagði frá hvað hann Garðar ætti margar stelpur, þær væru sko níu. Þegar farið var að telja þá reyndist þetta jú rétt. Þetta voru hún sjálf, ég, dætur okkar Garðars þrjár og langömmu stelpumar í Garðabæ fjórar. Mikið rétt, níu stykki. Næstu jól verða tómleg. Engin „langa“ en amma Svava hefur alltaf verið hjá okkur á aðfangadags- og gamlárs- kvöld síðan afí Jökull dó, að einum jólum undanskildum. Síðasta að- fangadagskvöld áttum við saman á heimili Egils og Guðrúnar dóttur okkar Garðars ásamt öðrum böm- um okkar, tengdabömum og bama- bömum. Naut hún þess afskaplega vel að geta séð okkur þar öll saman, og mikið fannst henni maturinn góð- ur. Hún spurði mig fyrir stuttu hvenær við fengjum aftur svona fín- an forrétt eins og hjá henni Guðrúnu um jólin. f febrúar sl. varð hún 86 ára. Sótt- m | i ur örficfryÁÁj VEISLUSALURINN SÓLTÚNI 3 AKOGESHÚSIÐ síml S62-4822 Brynjar Eymundsson malrelðslumeistarl Guðbjörg Eisa Guðmundsdóttir smurbrauðsiómfrú 1 VEISIAN A VEITINGAELDHtíS Frábærar veitingar Síml: 5612031 Fyrirmyndar þjónusta Svövu og Soffíu Dögg, og Qögur baraaböm. 3) Stef- án Gunnar, f. 28.12 1949, ókvæntur, á tvö böm: Ingibjörgu og Stefán Jökul. Svava var heima- vinnandi meðan synir hennar uxu úr grasi, en vann eftir það í áraraðir hjá Iðnaðarbankanum við þrif og ræsting- ar og hafði umsjón Iengstum með þeim störfum. Svava tók þátt í félagsstörfum í kvenfél. Árbæjarsóknar og klúbbi eiginkvenna málara- meistara og var heiðursfélagi í þeim báðum. Hún söng með Verkalýðskómum, Alþýðukórn- umog Fílharmómukórnum. títför Svövu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. um við hana inn á Dalbraut og fór- um með hana heim til okkar í af- mæliskaffi. Mikið varð hún glöð því að þar beið allur hópurinn. í apríl kom hún svo í fermingu Elínar Helgu, en hún er elsta langömmu- barnið. Það var hennar síðasta heimsókn til okkar. Elsku Svava mín, nú skilja leiðir eftir 38 ára kynni, „en hittumst fyrir hinum rnegin". Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð drottins í, þar áttu, hvíld að hafa hörmunga’ og rauna M, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pét) Guð blessi þig og varðveiti að ei- hfu. Þín tengdadóttir. Helga. Elsku amma, þegar ég læt hug- ann reika og minningamar um sam- verustundir okkar koma fram, þá eru þær allar minningar um hlátur og gleði. Sterkastar eru minningarnar um jólin á Móaflöt hjá mömmu og pabba. Það voru sko ekki komin jól fyrr en þú komst. Þá settumst við systkinin inn í stofuna með þér og þú fórst að segja okkur brandara og skondnar sögur, þá sérstaklega af uppátækjum pabba á hans uppvaxt- arárum. Síðan upphófst mikil brand- arakeppni þar sem þú og Jökull bróðir voruð helstu keppinautamir. Þegar ég skrifa þetta þá heyri ég hláturinn þinn og glamrið í pottun- um hjá pabba þar sem hann er að leggja lokahönd á sósuna með steik- inni, að ógleymdri jólamessunni, en hún glumdi alltaf í bakgrunni. Eins kemur það sterkt upp í huga mér þegar þú bauðst mér með þér í ferðalag til Hallormsstaðar, þar sem Ella og Stebbi bjuggu. Ég var að- eins sjö ára og þessi ferð var mér mikið ævintýri. Við fómm saman í flugvél og ég sá landið okkar úr lofti í fyrsta sinn. Þarna eyddum við saman mörgum dögum í sól og hinni mestu blíðu, sem Hallormsstaður er vel þekktur fyrir. Það var rétt eins og við værum komnar til útlanda. A þessari stundu, þegar ég hugsa um þig og hversu glettin þú varst, get ég ekki annað en brosað í gegn- um tárin. Farðu nú og hlauptu um með afa, en það er svo langur tími sem þið eigið eftir að vinna upp sam- an. Þú lifir áfram innra með okkur og ég skal leggja mitt af mörkum, með því að segja litlu „kleinunum" mín- um, sem þú hafðir svo gaman af, frá þér. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín Svava Garðarsdóttir. Mitt höfuð, Guð, ég hneigi, að hjartað stíga megi í bljúgri bæn til þín. Lát heims ei glys mér granda, en gef mér bænaranda og hjartans andvörp heyr þú mín. Eg bið þig, faðir blíði, um bót í lífsins striði í Jesú nafni nú. í hæðir hjartað mænir, þú heyrir allar bænir í Jesú nafni’, í Jesú trú. Sá andans andardráttur sé ósh'tandi þáttur á milli mín og þín. Þá bamslegt þjarta biður, þín blessun streymir niður. Ég fer til þín, kom þú til mín. (V. Briem.) Elsku amma. Guð varðveiti þig. Hjartans kveðjur. Guðrún, Jökull Karl, Svava, og fjölskyldur. Nú, legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðar kraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson.) Elsku „langa“ okkar, við munum sakna þín. Guð blessi þig. Langömmustelpumar þínar, Elín Helga, Svava, Guðrún Hrefna og Helga Þöil. Elsku besta amma mín. Héma em bara örfá kveðjuorð frá mér. Þú hefur alltaf skipað mikil- vægan sess í mínu lífi. Þú varst alltaf órjúfanlegur hluti af jólahald- inu heima á Móaflöt og maður gat alltaf treyst á að gjöfin frá þér yrði eitthvað alveg „hæstmóðins í dag“. Einnig var alltaf gaman að koma heim til þín á jóladag, fá heitt kakó og kökur. Þú hafðir svo góðan smekk, og þú vaktir áhuga minn á gömlum fallegum húsgögnum. Það var mér því mikils virði þegar þú gafst mér gamla spegilinn þinn þeg- ar ég varð tvítug. Hann mun alltaf skipa sérstakan sess hjá mér. Ég veit að þér líður vel núna og það er okkur öllum mikil huggun. Loksins ertu aftur hjá honum afa Jökli og ég veit að þið munuð hafa það gott saman. Guð og englamir gæti þín, elsku amma mín. Ég mun sakna þín. Þín Soffía Dögg. í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. ÍB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR JÓHANN ALEXANDERSSON, Drápuhlíð 24, Reykjavík, sem lést 25. júní sl., verður jarðsunginn frá Frikirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 2. júlí kl. 13.30. Bentey Hallgrímsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæri, ÓLAFUR (ÓLI) ARNARS, rafvirki, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 27. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Elín Stella Gunnarsdóttir og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON, Brekastíg 33, Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur laugardaginn 27. júní. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 3. júlí kl. 13.30. Heiða Þórðardóttir, Ari Jóhannesson, G. Hans Þórðarson, Inga Ósk Ólafsdóttir, Hanna Þrúður Þórðardóttir, Ari Brynjar Arason, Ólafur Ingvi Hansson og aðrir ástvinir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON, Hlíðarvegi 3, ísafirði, lést á heimili sínu aðfaranótt 27. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Guðbjörg Sigrún Valgeirsdóttir, Kristján Guðmundsson, Guðfinna Skúladóttir, Valgeir Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Einar K. Guðmundsson, Sigurður R. Guðmundsson, Hildur G. Bæringsdóttir, Steinunn M. Arnórsdóttir, Aðalbjörg Pálsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Ólöf Minný Guðmundsdóttir, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, Guðmundur S. Ásgeirsson, Birgir Már Guðmundsson, Nína E. Sandberg. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA INGÓLFSDÓTTIR, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum að morgni 27. júní sl. Útförin auglýst síðar. Guðmundur I. Guðmundsson, Rósa S. Jónsdóttir, Grétar Guðmundsson, Kathleen A. Guðmundsson, Örn Guðmundsson, Kristfn Guðfinnsdóttir, Ævar Guðmundsson, Guðrún Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnaböm. + SIGURBJÖRN ÞORBJÖRNSSON fyrrverandi ríkisskattstjóri, Skúlagötu 40A, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 28. júní. Betty H. Þorbjörnsson, Björn Þór Sigurbjörnsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Markús Sigurbjörnsson, Björg Thorarensen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.