Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
HALLGRÍMUR ELÍAS MÁRUSSON,
Kópavogsbraut 1b,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku-
daginn 24. júní sl.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 3. júlí nk. kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeir sem
vilja minnast hans, vinsamlega láti hjúkrunarheimilið
Sunnuhlíð njóta þess.
Hermína Sigurbjörnsdóttir,
Steinar Haligrímsson, Þráinn Hallgrímsson,
Dúa St. Hallgrímsdóttir, Pálmar Hallgrímsson,
Jónas Hallgrímsson.
t
Systir okkar,
ÁSDÍS SIGURJÓNSDÓTTIR SÖRENSEN
frá Neskaupstað,
andaðist á heimili sínu í Fredericia í Danmörku
sunnudaginn 21. júní.
Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Helga Sigurjónsdóttir,
Guðmundur H. Sigurjónsson,
Ásmundur Sigurjónsson,
Ágústa Sigurjónsdóttir.
t
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURLÍN GUNNARSDÓTTIR,
Árskógum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum að morgni
laugardagsins 27. júní.
Gunnar Baldursson, Margrét Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
RAGNAR A. ÞORSTEINSSON
fyrrum kennari á Eskifirði,
andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugar-
daginn 27. júní.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
ALDA JENNÝ JÓNSDÓTTIR,
Hringbraut 50,
(áður Réttarholtsvegi 37),
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 28. júní.
Fyrir mína hönd, systkina minna og annarra vandamanna,
Þorsteinn Ragnarsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓRUNN S. GRÖNDAL,
síðast til heimilis
í Hæðargarði 35,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 1. júlí kl. 13.30.
Sigurlaug Gröndal, Hörður Arason,
Steingrímur Þ. Gröndal, Sigríður Ásgeirsdóttir,
Benedikt Þ. Gröndal, Drífa Björgvinsdóttir,
Ólafur Þ. Gröndal, Margrét Guðbjörnsdóttir
og barnabörn.
ÞÓRDÍS
JÓHANNESDÓTTIR
+ Þórdís Jóhann-
esdóttir fæddist
í Reykjavík 1. októ-
ber 1904. Hún lést
23. júní síðastliðinn
á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur. For-
eldrar hennar voru
Helga Vigfúsdóttir
frá Sólheimum í
Mýrdal, f. 16. nóv.
1875, d. 15. nóv.
1918, og Jóhannes
Jónsson, trésmiður
frá Narfastöðum í
Melasveit, f. 21. maí
1872, d. 17. des.
1944. Systkini Þórdísar voru:
Kristín, f. 28. apr. 1906, d. 22.
okt. 1996, Jónína, f. 27. ágúst
1907, d. 4. ágúst 1996, Vigfús, f.
5. des. 1908, d. 14. aprfl 1996,
Karl, f. 30. sept. 1910, Þorbjörn,
f. 10. mars 1912, d. 4. júlí 1989,
Theodór, f. 18. sept. 1913, Elín,
f. 4. aprfl 1914, d. 24. júlí 1916.
Hálfbræður Þórdísar samfeðra:
Siguijón Guðmundur, f. 31.
mars 1930, Sólmundur, f. 31.
Hinsta kveðja
Sölvhólsgata 12, sem ekki sér
lengur stað, var tveggja hæða
reisulegt steinhús á háum kjallara
og með risi. Samkvæmt gögnum í
Arbæjarsafni var það skilgreint
sem snoturt fjölbýlishús sem fallið
hafí vel að skipulagshugmyndum
síns tíma. Það var 1924 að Guð-
björn Pálsson úr Pálshúsi, Sölv-
hólsgötu 14, fékk leyfi til að byggja
hús þetta á lóð þeirri er hann hafði
þá keypt úr Nýjabæjarbletti. Nýi-
bær, sem einnig var nefndur Niku-
lásarkot, var samkvæmt fyrr-
greindum heimildum eitt tómthúss-
býlanna í Skuggahverfi, en svo
nefndist svæðið frá Vegamótastíg
niður að sjó. Hverfið dró nafn sitt
af einu tómthúsanna, Skugga, sem
stóð niðri við sjóinn. í húsinu voru
upphaflega fimm íbúðir og bjuggu
fjórir bræður þar ásamt fjölskyld-
um sínum og fleira fólki. Einn
þeirra, Bergþór Pálsson, löngu lát-
inn sómamaður, eignaðist síðar allt
húsið og bjó þar áfram um langan
aldur með eiginkonu sinni, Þórdísi
Jóhannesdóttur, móðursystur
minni, og fjölskyldu.
Menn voru nýtnir á þriðja tug
aldarinnar, enda voru aflagðir
splæstir trollvírar frá rausnarfélagi
Thors Jensens, Kveldúlfi, óspart
notaðir í járnabindingu hússins og
voru þeir vírar víst lítið fagnaðar-
efni þeim sem löngu síðar fengu
það verkefni að brjóta niður þessa
rammgeru byggingu. Af hverju
mér hafi orðið svo tíðrætt um þetta
hús sem nú er búið að jafna við
jörðu? Það er kannski einmitt
vegna þess og að hinu leytinu af því
að undirritaður á þó nokkrar rætur
að rekja til þessa húss, í veraldleg-
um og andlegum skilningi.
Foreldrar mínir bjuggu þar með
mig einhvern tímann á tveim fyrstu
hjúskaparárum sínum uns þau
fluttu vestur í bæ og við börnin þá
orðin þrjú, undirritaður og tvær
systur. Og menn voru ekki bara
nýtnir í þá daga, þeir voru einnig
sleipir og fylgnir sér, ekki síst vest-
firskir menn. Bamafjölskyldur
voru ekki vel séðar í húsum eigna-
manna í Reykjavík forðum daga.
Þegar faðir minn, sem var sjómað-
jjótíl
JIUTflUíflll! • Cflft
Upplýsingar í s: 551 1247
mars 1930, d. 12.
júlí 1989.
Þórdís giftist
Bergþóri Pálssyni
bifreiðastjóra, f. 10.
ágúst 1901, d. 7.
jan. 1968. Foreldrar
hans voru Guðlaug
Agústa Lúðvíks-
dóttir, f. 15. ágúst
1876, d. 10. maí
1962, og Páll Haf-
liðason, f. 20. sept.
1857, d. 12. maí
1937.
Börn Þórdísar og
Bergþórs eru: 1)
Helga, f. 19. júlí 1925, maki
Guðjón Guðjónsson. 2) Harald-
ur, f. 31. júlí 1926, maki Guðrún
I. Magnúsdóttir. 3) Guðlaug, f.
16. nóv. 1927, maki Magnús
Jónsson. 4) Hjördís, f. 21. des.
1925, maki Ásgeir Ásgeirsson.
5) Helgi Jóhannes, f. 17. mars
1937, maki Sjöfn Þórsdóttir.
Utför Þórdísar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ur, hafði spumir af íbúð til leigu á
Sólvallagötu skildi hann dæturnar
eftir í kirkjugarðinum ásamt móður
minni, en leiddi mig við hönd sér til
leigusalans með leigusamning tO-
búinn uppá vasann. Og þér eigið að-
eins þennan eina dreng, spurði
leigusalinn hýr á brá. Já, svaraði
faðir minn, og tvær dætur í kirkju-
garðinum.
Leigusalinn komst við að vonum
og af því að faðir minn átti að sögn
að sigla daginn eftir var eðlilegt að
gengið væri frá leigusamningi án
tafar.
II
En það var efni máls, hún Þórdís,
alltaf kölluð Dísa. Hún fóstraði mig
þegar ég var einbirni og móðir mín
í siglingu með fóður mínum. Og
þegar ég á stríðsárunum starfaði í
Landsmiðjunni átti ég mörg sporin
upp bratta stigana í kaffi til Dísu á
Sölvhólsgötu 12, það var ekki nema
yfir götuna að fara. Samvistirnar
við Dísu og Bergþór héldu áfram
lengi eftir það. Þegar ég stundaði
nám í framhaldsskóla las ég lexí-
urnar mínar á Landsbókasafninu,
steinsnar ofar í Skuggahverfinu, og
síðar þegar ég grúskaði þar öllum
stundum í bókmenntaskruddum lá
leiðin næstum dag hvern til Dísu
frænku. Og það var ekki bara kaffið
sem freistaði. Andrúmsloftið í
þessu horfna húsi var svo þrungið
góðvild að ég þekki aðeins örfá
sambærileg dæmi. Bergþór var
gæddur þeim fágæta eiginleika sem
kallaður er bjarnylur, en Dísa með
afbrigðum létt í lund og hláturmild.
Hjartanlegur hlátur hennar feykti
á svipstundu burt drunga í veðri og
geði manna. í húsakynnum hennar
var alltaf sumar og sól. Löngu eftir
að Landsmiðjan og Landsbókasafn-
ið heyrðu til liðinni tíð og manni var
þungt í skapi, þá var þrautalend-
ingin að heimsækja Dísu og Berg-
þór. Og ekki spillti að í húsinu voru
auk þess frændur og frænkur á
svipuðu reki.
Andlát þeirra sem manni eru
kærir vekja ætíð upp myndir í hug-
skoti. Þegar foreldrar mínir og við
systkinin vorum flutt á Bárugötu
23 þar sem við bjuggum í sjö ár, á
neðri hæðinni í húsi þeirrar mætu
konu, Þuru Benonýsdóttur, og
móðir mín lá á sæng, brást aldrei
að Dísa kæmi færandi hendi með
eitthvað fallegt á nýburann og þær
ferðir urðu býsna margar í húsi
Þuru. Það fyrsta sem frænka gerði
þegar hún kom í heimsókn var ein-
kennandi fyrir umhyggju hennar.
Úr eldhúsinu lá brattur stigi niður í
kjallarann. Dísa vatt sér jafnan
strax að hurðinni og kannaði hvort
hún væri ekki örugglega læst, enda
fjörmikið ungviði í íbúðinni. Dísa
fékk hinsvegar aldrei að vita að í
þessum ágæta kjallara bræddi ég
blý og steypti tindáta íyrir utan
framleiðslu á prússnesku herpúðri í
sprengjur fyrir stórhátíðir.
Frænku hefði tæpast orðið svefn-
samt með þá vitneskju.
III
Fleiri myndir ber fyrir augu,
fleiri en hér verða dregnar upp.
Eitt sinn þegar undirritaður var
kominn til sjós á togara skömmu
eftir stríð og skipið í febrúarstór-
hríð undir miðnætti um það bil að
kasta landfestum hlaðið afla á
Þýskalandsmarkað, þá eru mér
gerð boð um að á bryggjunni standi
kona sem eigi brýnt erindi við mig.
Þar stendur þá Dísa frænka kapp-
klædd í hríðinni og ekki bara til að
kasta á mig kveðju. Hún er með
gjöf handa mér, forláta seðlaveski,
og kyssir mig með þessum orðum:
„Erlendur gjaldeyrir er svo dýr-
mætur.“ Og í töluðum þeim orðum
var hún horfin mér í hríðina.
Islenska krónan var ekki í mikl-
um metum í þá daga og ekki urðu
heimatilbúnu krónuseðlarnir á
stríðsárunum til að efla virðinguna
fyrir gjaldmiðlinum. Krónuseðlarn-
ir urðu að mylsnu í vösum manns
og maður var að sveia þessu méli
og kasta því út í veður og vind og
þá var Dísa alveg dolfallin, enda
mikil ráðdeildarkona. Oðru máli
gilti um gjaldeyri, einkum sterl-
ingspundin. Og Dísa vissi sem var
að mér var fé laust í hendi. Því
skenkti hún mér trúlega þessu dýra
veski. Svo skildust leiðir í áranna
rás svo sem er lífsins gangur, en ég
og frænka mín vissum alltaf hvort
af öðru og skiptumst á kveðjum.
IV
Þórdís var hávaxin kona, fóngu-
leg á velli, létt á fæti og fríð sýnum.
Fegursti drátturinn í fari hennar
var þó hve kærleiksrík móðir hún
var, að ógleymdri einstakri frænd-
rækni. Hún var aldrei rík kona í
veraldlegum skilningi, þvert á móti,
en auðug í þeim skilningi sem öllu
máli skiptir. Þegar í sauminn er
skoðað er kærleikurinn og sívak-
andi umhyggja fyrir sínum nánustu
einu yfirburðirnir sem verðskulda
afdráttarlausa virðingu hér í heimi.
Þórdís var gædd slíkum eiginleik-
um í óvenju ríkum mæli. Þau voru
líka samheldin þessi systkini, ekki
bara í jarðvistinni, heldur einnig við
brottfór úr henni. Á tveim árum
hafa fjögur þein-a kvatt: Vigfús,
móðir mín, Kristín og í dag stend
ég yfir moldum Dísu og kveð hana
hinstu kveðju.
Enginn maður er eyland. Ætt-
leggurinn allur er samofinn í órofa
heild. Með Dísu er nú horfinn enn
einn þátturinn úr hinum mikla
margslungna vefi. En ef spakvitrir
menn hafa lög að mæla sé ég í anda
í dag fóngulega konu stika léttstíga
og háreista um hin háu hlið til fund-
ar við skapara sinn og genginn ætt-
boga handan við sól og mána.
Blessuð sé minning Þórdísar Jó-
hannesdóttur.
Jóhannes Helgi.
Aðfaranótt þriðjudags sofnaði
amma okkar í hinsta sinn og gekk á
fund skaparans. Sorg okkar systk-
inanna var mikil en tilhugsunin um
hversu háum aldri amma náði og
hversu góðu lífi hún lifði er huggun
harmi gegn. Amma var orðin þreytt
og hennar tími kominn, okkur er
tjáð að hún hafi sofnað fallega í
þetta hinsta sinn.
Við systkinin eigum margar ljúf-
ar minningar um hana ömmu okk-
ar. Hún var einstaklega lífsglöð
kona, hló mikið og brosti. Við mun-
um ávallt minnast ömmu sem glað-
legrar konu og heyra hlátur hennar
í huga okkar og það vermir hjörtu
okkar. Amma var ekki einungis lífs-
glöð kona heldur var hún einnig
einstaklega falleg fram á síðasta
dag, silfraða hárið hennar var eins
og silki svo um var talað og húðin
slétt og mjúk. Þegar Inga Dís hitti
ömmu í síðasta sinn sagði hún að
ástæðan fyrir fallegri húð sinni
væri sú að hún hefði aldrei púðrað
sig um ævina og síðan hló hún sín-
um glaðlega hlátri svo það birti í
stofunni.
Þegar við vorum börn áttum við
margar góðar stundir við borð-