Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 43
Skeiðveisla á
afmælismóti
HESTAR
Murneyri
AFMÆLISMÓT SLEIPNIS
OG SMÁRA
Sleipnir og Smári í Árnessýslu héldu
um helgina sitt þrítugasta mót á
Mumeyri. Þátttaka var góð og veður
hið besta meðan á móti stóð. Sérlega
góður árangur náðist í skeiðgreinum
kappreiða og skilaði eitt hrossanna
besta tími ársins í 50 metra skeiði.
FYRIR tveimur árum voru há-
værar raddir um að hætta bæri
sameiginlegu mótahaldi félaganna á
Murneyri en eftir velheppnað af-
mælismót sem haldið var um helg-
ina er óhætt að segja að öll áform í
þá áttina séu á bak og burt. Frábært
veður, góð hross og vellir og snurðu-
laus framkvæmd skópu besta mót
sem haldið hefur verið á Murneyri.
Þá eru Murneyrarmótin sérstök að
því leyti að þangað koma menn ríð-
andi í stórum flokkum, fjöldi manna
gistir á staðnum í tjöldum og hin
gamalgróna stemmning hestamót-
anna ríkir.
En það er án efa árangur Áka frá
Laugarvatni og Þórðar Þorgeirsson-
ar í 150 metra skeiði sem hæst ber
að þessu sinni. Tíminn var 13,9 sek.
sem er líklegai besti tími ársins í
greininni. Átta fljótustu hestarnir
skeiðuðu vegalengdina undir 15 sek-
úndum og sá níundi var á 15 slétt-
um. Tímar 250 í metra skeiðinu voru
einnig góðir þar sem Bendill frá
Sauðafelli og Ragnar Hinriksson
skiluðu 22,1 sek. og má mikið vera ef
það er ekki besti tími ársins. Einnig
mætti geta tíma Glaðs frá Sigríðar-
stöðum og Sigurðar V. Matthíasson-
ar, 22,27 sek.
Gæðingaval mótsins var fjöl-
skrúðugt og góð hross í efstu sæt-
um. Hestakostur Smáramanna í úr:
slitum virtist betri nú en oft áður. I
A-flokki stóð efst Blúnda frá Kíl-
hrauni sem Magnús Benediktsson
sat í forkeppni en félagi hans Þórður
Þorgeirsson sat hryssuna í úrslitum.
Magnús sat sjáþfur hest í öðru sæti,
Ás frá Háholti. í B-flokki hjá Smára
stóð efstur Nasi frá Hrepphólum
sem Olil Amble sat með 8,23 í ein-
kunn. Sigfús 6. Sigfússon var með
hest í öðru sæti, Garp frá Vestra-
Geldingaholti. Sigfús fékk Sveins-
merki Smára sem eru reiðmennsku
verðlaun enda stóð pilturinn sig vel,
var með þrjú hross í úrslitum í B-
flokki og eitt í A-flokki.
Hjá Sleipni var keppni í A-flokki
spennandi þar sem Roði frá Egils-
staðakoti og Halldór Vilhjálmsson
höfðu sigur eftir spennandi keppni
við Storku frá Dalbæ og Brynjar J.
Stefánsson sem stóðu efst að lokinni
forkeppni. í B-flokki hjá Sleipni
sigruðu þær stöllur Glóð frá Grjót-
eyi-i og þríburamóðirin Svanhvít
Kristjánsdóttir. Brynjar var einnig
með hest í öðru sæti en ástæða er til
að geta frammistöðu hans á mótinu
þar sem hann kom fímm hestum í
úrslit hjá Sleipni, þremur hrossum í
A-flokki og tveimur í B-flokki
í yngri flokkum stóðu efstir í ung-
lingaflokki Smára Hamar frá Há-
holti og Bjarni Másson og systir
hans, Ragnheiður, í barnaflokki á
Þyt frá Háholti. Hjá Sleipni var efst
í unglingaflokki Ólöf Haraldsdóttir á
Bangsa frá Grímshúsum en Kristinn
Loftsson varð hlutskarpastur í
barnaflokki á Inga Hrafni frá Egils-
staðabæ. Það skyggii- nokkuð á
hversu lítil þátttaka var í yngri
flokkunum hjá félögunum.
Töltkeppni Murneyrarmótanna
hefur öðlast miklar vinsældir síð-
ustu árin enda til mikils að vinna þar
sem veittar eru 50 þúsund krónur í
1. verðlaun en gefandi er Sláturfélag
Suðurlands. Hugrún Jóhannsdóttir
hafði sigur á Blæ frá Sigluvík eftir
spennandi keppni við Sigurbjörn
Bárðarson og Odd frá Blönduósi
sem höfðu forystu eftir forkeppni.
Þáttur kvenna var góður á þessu
móti. Konur voru í efsta sæti í B-
flokkskeppni beggja félaga og í tölti
SIGFÚS B. Sigfússon gerði
góða ferð á Murneyri, hlaut
Sveinsmerki Smára sem eru
knapaverðlaun og kom fjórum
hrossum í úrslit. Sigfús situr
hér hryssuna Hlýju og hjá hon-
um stendur Sigurður Steinþórs-
son formaður Smára.
KARLINN í brúnni, Snorri
Ólafsson, kirfllega merktur til
aðgreiningar frá óbreyttum
starfsmönnum mótsins, broshýr
eftir vel heppnað mót.
og sagði sá kunni knapi Einar Öder
Magnússon, sem aldrei þessu vant
kom ekki hesti í úrslit, að nú væri
tímabært að skipta keppendum í
karla- og kvennaflokk.
Snorri Ólafsson mótsstjóri var að
vonum ánægður með velheppnað
mót og sagði hann knapa í skeið-
keppni hafa lofað mjög vellina og
hvatt til að haldnar yrðu síðsumar-
kappreiðar á Murneyri og þá yrðu
metin í stórhættu. Snorri gat þess
að Fákur hefði lánað rásbása félags-
ins og hefðu þeir auðveldað mjög
framkvæmd kappreiða.
En úrslit mótsins urðu annars
sem hér segir:
Sleipnir - A-flokkur
1. Roði frá Egilsstaðabæ, eigendur
Einar Hermannsson og Halldór
Vilhjálmsson, knapi Halldór Vil-
hjálmsson, 8,35.
2. Storka frá Dalbæ, eigandi Már
Ólafsson, knapi Brynjar J. Stef-
ánsson, 8,37.
3. Gammur frá Hreiðurborg, eigend-
ur Vignir og Lovísa, knapi Þor-
valdur Á. Þorvaldsson, knapi í úr-
slitum Vignir Siggeirsson, 8,25.
4. Míla frá Syðri-Völlum, eigandi
Hilmar Pálsson, knapi Brynjar J.
Stefánsson, knapi í úrslitum Leif-
ur Helgason, 8,25.
5. Munnur frá Eyrarbakka, eigend-
ur Guðmundur Sigurjónsson og
Brynjar J. Stefánsson, knapi
Brynjar J. Stefánsson, knapi í úr-
slitum Þórður Stefánsson, 8,33.
B-flokkur
1. Glóð frá Grjóteyri, eigendur
Svanhvít Kristjánsdóttir og Kri-
stján Finnsson, knapi Svanhvít
Kristjánsdóttir, 8,41.
2. Heljar frá Skíðbakka, eigendur
Bi-ynjar og Rútur Pálsson, knapi
Brynjar J. Stefánsson, 8,35.
3. Oliver frá Garðsauka, eigandi
ÞÓRÐUR Þorgeirsson reið Blúndu fyrir félaga sinn, Magnús
Benediktsson, í úrslitum A-flokks hjá Smára og hirti af honum
gullið. Sýnir þetta vel að enginn er annars bróðir í leik.
ÞÓTT ekki næði Brynjar Stefánsson,
sem hér situr hryssuna Storku, að
krækja í gull að þessu sinn getur hann
vel við unað, kom fimm hrossum í úrslit
hjá Sleipni.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
HALLDÓR Vihjálmsson hreppti skjöldinn eftirsótta í A-flokki Sleipnis
á Roða frá Egilsstaðakoti, aðrir eru frá vinstri talið: Þórður og Mugg-
ur, Leifur og Míla, Vignir og Gammur og Brynjar og Storka.
Þorsteinn Þorsteinsson, knapi
Ólafur B. Ásgeirsson, 8,38.
4. Tinni frá Hjálmholti, eigandi
Sævar Larsen, knapi Sigurður Ó.
Kristinsson, 8,25.
5. Skjanni frá Hallgeirseyjahjáleigu,
eigandi og knapi Sigurður R.
Guðjónsson, 8,22.
6. Nótt frá S-Völlum, eigandi Hilm-
ar Pálsson, knapi Brynjar J. Stef-
ánsson, knapi í úrslitum Þórður
Stefánsson, 8,22.
Unglingaflokkur
1. Bangsi frá Grímshúsum, eigandi
Haraldur Þórarinsson, knapi Ólöf
Haraldsdóttir, 8,36.
2. Elva frá Dalbæ, eigandi Sigríður
Harðardóttir, knapi Þóranna
Másdóttir, 7,88.
Barnaflokkur
1. Ingi Hrafn frá Egilsstaðabæ, eig-
andi og knapi Kristinn Loftsson,
8,38.
2. Blesi frá Votmúla, eigandi Freyja
Hilmarsdóttir, knapi Freyja Á.
Gísladóttir, 8,45.
3. Jarpur frá Lágafelli, eigandi Erl-
ing Pétursson, knapi Daníel I.
Larsen, 8,07.
4. Bætir frá Eyrarbakka, eigandi og
knapi Skúli Steinsson, 8,27.
5. Gjöf frá Steinum, eigendur Sigrún
Ái'na og Valgerður Hafliðadóttir,
knapi Sigrún A. Brynjarsdóttir,
8,27.
Smári - A-flokkur
1. Blúnda frá Kflhrauni, eigandi
Guðmundur Þórðarson, knapi
Magnús Benediktsson, knapi í úr-
slitum Þórður Þorgeirsson, 8,26.
2. Ás frá Háholti, eigandi Már Har-
aldsson, knapi Magnús Bene-
diktsson, 8,34.
3. Hlýja frá V-Geldingaholti, eigandi
Sigfús Guðmundsson, knapi Sig-
fús B. Sigfússon, 8,02.
4. Skuggi frá V-Geldingaholti, eig-
andi og knapi Sigfús Guðmunds-
son, 8,04.
5. Yrpa frá Enni, eigandi Ari Ein-
arsson, knapi Gunnar Ö. Mai'-
teinsson, 7,98.
B-flokkur
1. Nasi frá Hrepphólum, eigandi
Stefán Jónsson, knapi Olil Amble,
8,23.
2. Garpur frá V-Geldingaholti, eig-
andi Sigfús Guðmundsson, knapi
Sigfús B. Sigíusson, 8,21.
3. Kvika frá Egilsstaðakoti, eigandi
og knapi Birna Káradóttur, 8,18.
4. Vorsól frá V-Geldingaholti, eig-
andi Sigfús Guðmundsson, knapi
Sigfús B. Sigfússon, knapi í úr-
slitum Sigfús Guðmundsson, 8,19.
5. Kolfinna frá V-Geldingaholti, eig-
andi Sigfús Guðmundsson, knapi
Sigfús B. Sigfússon, knapi í úr-
slitum Anna Þ. Rafnsdóttir, 8,13.
Unglingaflokkur
1. Hamar frá Háholti, eigandi og
knapi Bjarni Másson, 7,72.
2 Goði frá Húsatóftum, eigandi Þor-
steinn Vigfússon, knapi Helena
Steinþórsdóttir, 7,37.
Bamaflokkur
1. Þytur frá Háholti, eigandi og
knapi Ragnheiður Másdóttir,
8,30.
2. Yrpa frá Háholti, eigandi Belette
og Sigurður Holti, knapi Helga
H. Sigurðardóttir, 7,49.
3. Bylur frá Hæli, eigandi Sigurður
Steinþórsson, knapi Dóróthea H.
Sigurðardóttir, 7,93.
Tölt
1. Hugrún Jóhannsdóttir á Blæ frá
Sigluvík, 7,27.
2. Sigurbjörn Bárðarson á Oddi frá
Blönduósi, 7,35.
3. Gunnar Arnarson á Sveiflu frá
Ásmundarstöðum, 7,12.
4. Vignir Siggeirsson á Ofsa frá Við-
borðsseli, 7,07.
5. Ragnai' E. Ágústsson á Hrólfi frá
Hrólfsstöðum, 7,10.
6. Kristbjörg Eyvindsdóttir á Gyll-
ingu frá Hafnarfirði, 6,82.
Skeið - 150 metrar
1. Áki frá Laugarvatni, knapi Þórð-
ur Þorgeirsson, 13,90.
2. Lúta frá Ytra-Dalsgerði, knapi
Þórður Þorgeirsson, 14,00.
3. Hraði frá Sauðárkróki, knapi Logi
Laxdal, 14,02.
Skeið - 250 metrar
1. Bendill frá Sandfelli, knapi Ragn-
ar Hinriksson, 22,10.
2. Glaður frá Sigríðarstöðum, knapi
Sigurður V. Matthíasson, 22,27.
3. Áslaug frá Laugarvatni, knapi
Auðunn Kristjánsson, 23,20.
Stökk - 350 metrar
1. Lýsingur frá Brekkum, knapi
Sveinn Þ. Gunnarsson, 25,86.
2. Gullrass, knapi Sigurjón Björns-
son, 26,40.
3. Jökull, knapi Ágúst Þoi-valdsson,
26,60.
Valdimar Kristinsson
SMÁAUGLÝSINGAR
ÝMISLEGT
Einkatímar
í stjörnuspeki
hjá Gunnlaugi
Guðmundssyni.
Persónulýsing,
framtíðarkort,
samskiptakort.
Uppl. I síma 553 7075.
Sendum í póstkröfu.
FÉLAGSLÍF
FERDAFÉIAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Helgarferðir 3.-5. júlí.
a) Landmannalaugar og
nágr., gist í sæluhúsinu.
b) Öræfajökull (Hnappaleið)
með Oræfaferðum.
Pantið tímanlega.
Laugardagur 4. júlí, kl. 8.00,
Hekla.
Sunnudagur 5. júlí.
Kl. 8.00 Landmannalaugar,
dagsferð (nýtt)
Kl. 8.00 Þórsmörk, dagsferð
og til lengri dvalar.
Kl. 10.30 Þingvellir, jarð-
fræðiferð.
Kl. 10.30 Leggjabrjótur, ný
ferð um gamla þjóðleið.
Brottför frá BSÍ, austanmeg-
in og Mörkinni 6.
Helgarferð í Þórsmörk 10.—
12. júlí.
Fimmvörðuháls —Þórsmörk
11.-12. júlí.
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Mú fer hver að verða síðastur
að fá miða í spennandi sum-
arleyfisferðir innanlands!
Hér eru nokkrar af ferðunum:
1) , 3.-9. júlí Eyðibyggðir á
skaganum milli Eyjafjarðar
og Skjálfanda. Nokkur sæti
laus í þessa sívinsælu ferð með
Valgarði Egilssyni.
2) 3.—5. júlí Hnappadalur—
Hítardalur—Hreðavatn.
Ný bakpokaferð um „Vatnaleið-
ina".
3) 11.-15. júlí Víkurnar
sunnan Borgarfjarðar eystri.
Ný gönguleið á Austfjörðum.
Fararstjóri Ina Gísladóttir.
4) 17.—21. júlí. Gekk ég upp
á gnípu (Árneshreppur).
Ný ferð með fjallgöngum. Farar-
stjóri: Guðmundur Hjartarson.
5) 25.—30. júlí Norðurlands-
ferð.
Farið á ýmsa skemmtilega staði
m.a. í Drangey. Fararstjóri: Ólaf-
ur Sigurgeirsson.
6) 4.-9. ágúst Borgarfjörður
eystri—Seyðisfjörður.
Aukaferð.
Gönguferðir um „Laugaveg-
inn" hefjast 3. júlí.
Nánari upplýsingar og far-
miðar á skrifst., Mörkinni 6.
KENNSLA
Námskeið
fyrir áhugafólk i listsköpun í App-
lication — að sauma myndverk.
Upplýsingar í sima 553 2296 —
Kjuregej eftir kl. 18 frá 1. júlí.
Námskeiðið byrjar 6. júlí og
stendur til júlíloka.