Morgunblaðið - 30.06.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 30.06.1998, Qupperneq 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson PERLAN við dýpkunarfram- kvæmdir í Klettsvíkinni í Eyjum. Dýpkað fyrir Keiko Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. DÝPKUN í Klettsvík í Vest- mannaeyjum, þar sem framtíð- arheimili háhyrningsins Keiko verður, hófst á sunnudaginn. Dýpkunarskipið Perlan sér um verkið en Björgun hf. tók fram- kvæmdirnar að sér. Að sögn Guðjóns Hjörleifssonar bæjar- stjóra er reiknað með að dýpk- unin taki fímm til sex daga en fjarlægja á um 12.000 rúmmetra af efni úr Klettsvíkinni. Meðal- dýpkun á svæðinu verður um tveir metrar en þá verður dýpið orðið um 10 metrar. Guðjón sagði að um 300 metrar af af- eangsvatnsleiðslu, frá fyrstu v' '*ögn vatnsleiðslunnar til Eyja, hefðu verið á botni Klettsvíkur þar sem dýpkunin fer fram og því hefði þurft að byija á að fjarlægja það en Ieiðslubútnum var sökkt þarna til geymslu á sinum tíma þar sem hann var talinn geymast betur í sjó en á landi. Guðjón sagði að talið væri að einungis þyrfti að Qarlægja sand og möl þar sem dýpkunin fer fram og sagði hann að heildar- kostnaður við verkið yrði 4,2 milljónir króna og bæri Hafnar- sjóður Vestmannaeyja kostnað- inn af því. Hann sagði að Vest- •-‘Anannaeyjabær hefði gefið vil- yrði fyrir að dýpkuninni yrði lokið fyrir 10. júlí og sagðist hann ekki eiga von á öðru en að sú tímasetning myndi standast. Ekiðá dreng á reiðhjóli EKIÐ var á dreng á reiðhjóli í Hafnarfírði í gær. Atvikið átti sér stað á Fjarðargötu, rétt við verslunarmiðstöðina Miðbæ. Drengurinn var fluttur á heilsugæslustöðina í Hafnar- fírði með minniháttar áverka. ESB afgreiddi ekki samningsumboð vegna Schengen Viðræður dragast til hausts UMBOÐ til samninga við fsland og Noreg um aðild að breyttu Schengen-vegabréfasamstarfí var ekki afgreitt á fundi utanríkisráð- herra aðildairíkja Evrópusam- bandsins í Lúxemborg í gær. Hæpið er því að viðræður ESB við ríkin tvö hefjist fyrr en í haust. Ráðherrarnir telja að íyrirliggj- andi drög að samningsumboði, sem ísland og Noregur hafa talið viðun- andi, geti orðið grundvöllur samn- ingaviðræðna. Þeir vísa því hins vegar til fastafulltrúa sinna í Bruss- el að fjalla nánar um nokkur atriði draganna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ágreiningur um skilgreiningu á því hvaða lög og reglur skuli teljast Schengen-gerð- ir. Jafnframt hafa sum aðildarríki ESB efasemdir um jafnvíðtækan aðgang íslands og Noregs að ákvarðanatöku um vegabréfasam- starfíð og ráð mun vera fyrir gert í drögunum. Trú á pólitískri lausn Ráðherrafundurinn í gær var sá síðasti, sem Robin Cook, utanríkis- ráðherra Bretlands, stýrir en hann hafði heitið Halldóri Ásgrímssyni starfsbróður sínum því að reyna að fá samningsumboðið endanlega samþykkt. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að aðalatriðið í sínum huga væri að samningsum- boðið yrði nógu víðtækt til þess að engum dyrum yrði lokað. „Við sjá- um ekki betur en að vilji sé til að leysa málin með þeim hæþti, sem við getum sætt okkur við. Eg trúi því að pólítísk lausn fínnist að lokum,“ sagði Halldór. Hann sagði hins veg- ar ólíklegt að viðræður hæfust úr þessu fyn- en liði á haustið. Endurskoðuð þjóðhagsspá bendir til aukins viðskiptahalla Segja þörf á aðhaldi og sparnaðaraðgerðum GRÍPA þarf til spai'naðaraðgerða í rekstri hins opinbera og í einkaneyslu ef koma á í veg fyrir að verðbólga aukist og hagvöxtui- minnki hér á landi. Þetta er álit Friðriks Más Bald- urssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnun- ar, í kjölfar nýs endurmats á þjóð- hagsspá, sem stofnunin kynnti í gær. I skýrslunni kemur m.a. fram að viðskiptahalli nemi 24,2 milljörðum króna á þessu ári, eða 4,2% af lands- framleiðslu en í marsspánni var gert ráð fyrir að hallinn yrði 16,8 millj- arðar króna. Þá er talið að þjóðarút- gjöld aukist um 9,6% sem er tvöfalt á við landsframleiðsluna sem eykst um 4,7%. Horfur eru á að atvinnuleysi verði um 3% en í mars var gert ráð fyrir að 3,6% mannaafla væru skráð atvinnulaus. Erum að auka skuldir Samkvæmt tölum um utanríkis- viðskipti fyrstu fjóra mánuði ársins, kemur í ljós að vöruinnflutningur var réttum þriðjungi meiri á föstu gengi en _á sama tíma í fyrra. Að teknu tilliti til erlendra verðbreyt- inga er magnaukningin 32%. Þótt aukningu innflutnings megi að veru- legum hluta rekja til fjárfestingar, er vöxtur annarra liða innflutnings einnig mjög mikill og er þar að fínna stærstu frávikin frá fyrri spá, að því er fram kemur í skýrslunni. Friðrik segir að verði ekkert að gert, megi gera ráð fyrir að hag- vöxtur fari minnkandi til lengri tíma litið, því í staðinn fyrir að greiða niður erlendar skuldir, þá séum við að auka þær: „Ef eftirspurnin held- ur áfram að aukast með sama hætti og verið hefur undanfarna mánuði eru verulegar líkur á að við sjáum meiri þenslumerki og aukna verð- bólgu“. ■ Nauðsynlegt að auka/18 Morgunblaðið/Golli A sólarströnd við Akranes EINMUNA veðurblíðu hefur gætt á suðvesturhornniu sig í sjónum. Þessar stelpur notuðu góða veðrið til að undanfama daga. í góðviðri sem þessu er um að gera svamla í sjónum við Langasand á Akranesi nú um að grípa tækifæri sem sjaldan gefast, eins og að baða helgina og virtust hinar ánægðustu með uppátækið. Forsætisráðherra ræðir við hjúkrunarframkvæmdastjóra sjúkrahúsanna Gagrirýnir aðferðir o g uppsagnir YFIRLÝSING hjúkrunarfræðinga á skurð- og svæfingadeildum um að sinna ekki skipulagðri neyðarþjón- ustu eftir að uppsagnir þeirra taka gildi á morgun stenst ekki lög.segir Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Hjúkrunarfræðingarnir segjast með yfirlýsingunni vera að vísa til þess að stjórnendur sjúkrahúsanna hafí, að hjúkrunarfræðingum for- spurðum, skipulagt vaktir fram í tímann, að sögn Astu Möller, for- manns Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga. Stefnir í öngþveiti Forsætisráðherra átti fund með hj úkrunarframkvæmdastj órum sjúkrahúsanna í stjórnarráðinu í gær og einnig með fulltrúum heilbrigðis- og fjármálaráðuneyta. Hann segir að í öngþveiti stefni með þeim aðferðum sem ákveðið hefur verið að nota. „I verkföllum gilda ákveðnar leikreglur sem menn geta farið að en þarna er um að ræða aðgerðir sem menn vilja ekki viðurkenna að séu aðgerðir hóps til að knýja fram launahækkan- ir. Ef um það er að ræða eru það mjög alvarlegar, ólöglegar aðgerðir sem bitna á saklausu, þjáðu fólki,“ segir Davíð Oddsson. Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga á ekki lengur beina aðild að við- ræðum til lausnar deilu hjúkrunar- fræðinga eftir að upp úr viðræðum þeirra við fulltrúa stjórnvalda slitn- aði á sunnudag, segir Asta Möller. Hún segh- að 8 milljónum ki-óna á mánuði í greiðslur til 1.100 hjúki'un- arfræðinga hafi munað milli sjónar- miða aðilanna þegar upp úr slitnaði. Davíð segir yfirlýsingu formanns- ins setta fram í léttúð. Hann segir að hjúkrunarfræðingai- séu ekki einung- is með réttindi heldur einnig skyldur. „Þetta er ekki neyðarástand sem er til komið vegna náttúruhamfara. Þetta er ákvörðun einstaklinga um að þetta neyðarástand skuli skella á.“ Umræður um gerð nýrra ráðning- arsamninga með endurskoðuðum ráðningarkjörum, í samræmi við það umboð sem forsvarsmenn sjúkra- stofnana hafa samkvæmt núgildandi kjarasamningi, eru hafnar milli for- svarsmanna sjúkrastofnana og hjúkrunarfræðinga. Verið er að ræða við einstaklinga að sögn Önnu Birnu Jensdóttur, hjúkrunarfor- stjóra hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, um að draga uppsagnir sínar til baka á grundvelli einstak- lingsbundinna ráðningarkjara. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins meta hjúkrunarfræðingar boð ríkisins til rúmlega 14% launahækkunai-, en í því felst meðal annars að tekið verður upp ákveðið framgangskerfi milli launaþrepa á næstu árum. Hjúkrunarfræðingar munu ekki vera ánægðir með það, sem í boði er. Læknaráð Landspítalans sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem segir að neyðarástand muni skapast frá fyrsta degi á spítalanum ef uppsagn- irnar taka gildi á miðnætti í kvöld og segjast læknar þvingaðir til að út- skrifa sjúklinga sem ekki eru í út- skriftarhæfu ástandi. Astandið kemur verst niður á lyf- lækninga: og geðdeild, að mati lækn- ananna. Öllum skipulögðum hjarta- aðgerðum á Landspítalanum hefur verið frestað og sjúklingar með ill- kynja sjúkdóma, eins og krabba- mein, þurfa að bíða meðferðar. Stjórn Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga samþykkti ályktun á stjórnarfundi í gær þar sem hún beinir þeim tilmælum til félags- manna sinna að þeir sinni neyðar- þjónustu, verði deila hjúkrunar- fræðinga og sjúkrahúsanna í Reykjavik ekki leyst fyrir miðnætti í kvöld. ■ Neyðarástand frá/4 ■ Boðin endurskoðun/31

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.