Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 6

Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR I LUNDINN horfir yfirvegaður yfir ríki sitt. LANGVÍAN í Árhöfn hristir sig og sperrir. SELURINN er makindalegur í Arfakletti. Ríki fugla og sela Papey er í hugum flestra einfaldlega eyjan sem talið er að írskir munkar hafí numið land á áður en norrænir menn settust að á Islandi, enda dregur hún nafn sitt af þeim. Það má því segja að fólk hugsi fyrst og fremst um Papey í fortíð því fáir hafa komið út í hana til að kynnast af eigin raun. Hildur Gróa Gunnarsdóttir blaðamaður og Ragnar Axelsson ljósmyndari kynntust í heimsókn sinni til Papeyjar fjölskrúðugu fuglalífí, sögulegum minjum, fögru landslagi og sjaldgæfri ró. Morgunblaðið/RAX FARARSTJÓRINN Már Karlsson kemur með Jóhönnu Magnúsdóttur og Huldu Steins- dóttur frá heimiliskirkjunni í Papey. PAPEY liggur í austur frá Hamarsfirði og var lengst af eina byggða eyjan við austurströnd íslands. Þar hefur enginn fasta búsetu lengur. Papey er um tveir ferkílómetrar að stærð og kringum hana eru nokkr- ar smærri eyjar. Síðustu fjögur sumur hefur Már Karlsson siglt út í eyna með ferðalanga og veitt þeim leiðsögn. Már segir um 2.500 manns hafa siglt með sér á þessum tíma. Hann segir það koma mörg- um á óvart að komast að því að bú- ið var á Papey allt fram til 1948. En margir hafi búið þar nokkuð stóru búi með kýr, kindur og fleira búfé. Frá Djúpavogi er um 40 mínútna sigling til Papeyjar, þegar þangað er komið siglir Már meðfram eynni og sýnir fólki fuglalífið í klettunum, þar má m.a. sjá lunda, langviu og ritu. Daginn sem Morgunblaðsmenn slógust í fór með Má og skipstjór- anum Stefáni Ingólfssyni var nokk- ur þoka og þótt hún kæmi niður á útsýninu varð tilfinningin fyrir því að Papey er heill heimur út af fyrir sig enn sterkari þar sem ekkert sást nema dúnmjúk þokan allt í kring. Forfeðra vitjað Svo skemmtilega vildi til að far- þegar Papeyjarferjunnar, Gísla í Papey, voru þennan dag afkom- endur Sigríðar Bjamadóttm- frá Viðfirði og Eiríks Jónssonar frá Vík í Lóni en þau bjuggu úti í Pa- pey um nokkurra ára skeið undir síðustu aldamót og eru bæði jarð- sett í eynni. Afkomendumir vom allir að fara í fyrsta sinn út í Papey. Þau sögðust lítið vita um líf for- feðra sinna í eynni en þeim hafí verið sagt frá því að Eiríki hafi ver- ið ráðlagt af lækni að flytjast út í Papey þegar heilsa hans var farin að bila. Eiríkur hafi ekki fengið bót meina sinna og látist í Papey eftir stutta búsetu, Sigríður hafi þá selt jörðina og flutt í land en sé jarðsett hjá bónda sínum í Papey. Með okkur var líka Snorri Gísla- son en hann ólst upp í Papey. Fjöl- skylda hans fluttist þangað alda- mótaárið og föst búseta lagðist af eftir að faðir hans, Gísli í Papey, lést 1948. Lífíð í eyjunum Efnaðir ábúendur Papey er vogskorin og girt lág- um björgum. Fyrsti viðkomustaður í eynni er Attahringsvogur sem er höfn norðaustan til á eynni. Þar er hringsólað örlitla stund og fuglinn skoðaður. Síðan er haldið í átt að Selavogi sem er önnur höfn en báð- ar em þær úrvals hafnir frá nátt- úmnnar hendi. A leiðinni má sjá lífið í eyjunum í ki-ing, Höfða, Flat- ey, Arnarey, Sauðey, Hvanney og Arfakletti. Fuglinn er allsráðandi nema á Arfakletti en þar liggja nokkrir selir makindalega. Þá er staldrað við í Arhöfn, þar hafa löngum verið helstu fuglabjörgin, Góðabjörg og Skálm en Snorri og Már segja fuglinn meiri með hverju árinu og hann sé farinn að halda sig mun víðar en hann gerði áður. Fuglinn í Arhöfn leikur listir sínar fyrir ferðalanga, syndir undir bátinn, sperrir sig og hristir. í Selavogi er lagt að landi og far- ið í gönguferð. Már leiðir hópinn. Fyrst er gengið undir Hellisbjarg, og síðan upp á það. Már segir frá þvi að undir Hellisbjarginu ætlaði Gísli, faðir Snorra, eitt sinn að grafa vatnsleiðslu frá uppsprettu og þá hafi hann fundið þar brot úr litlum trékrossum. „Kristján Eld- jám kom eftir þetta nokkmm sinn- HORFT niður í Árhöfn hjá Jörundarskom. MÁR Karlsson tilbúinn að segja sögur frá Papey. um út í Papey til að kanna forn- ( minjar, 1972 gróf hann upp bæ sem talinn er geta verið frá 10. öld, heit- ir það Goðatættir en þar sem krossamir fundust er kallað Rúst- ir, Papatættur em svo austarlega á eynni og em taldar merki um bú- setu Papa hér.“ Már segir frá ábúendum Papeyj- ar og því sem fyrir augun ber. Hann segir ábúendur hafa átt það sameiginlegt að vera vel efnaðir, I sem dæmi um það nefnir hann Jón j Jónsson. „Hann átti Papey á fym hluta 18. aldar, hann átt líka hálft Kirkjubæjarklaustur og hálft Þykkvabæjarklaustur, enda var hann kallaður hinn auðugi." Minnsta og elsta trékirkja landsins Að endingu er gengið að kirkj- i unni og gamla íbúðarhúsinu. Már , segir ldrkjuna í Papey, sem er ein- ungis 16 fermetrar, minnstu og elstu timburkirkju landsins, en hún er talin vera frá árinu 1807. Ýmsar sagnir em til af kirkjunni og meðal annars sú að undir altari hennar sé falið gull Mensaldurs Raben hins ríka sem var ábúandi á Papey á 18. öld, sonur Jóns hins auðuga. Sagt er að aldrei megi hrófla við undir- stöðum kirkjunnar. „Því hefur ver- 1 ið hlýtt fram á þennan dag, kirkjan , var nýlega gerð upp og þá höfðum við þetta í heiðri og þegar hún var endurbyggð í byrjun aldarinnar fylgdist Gísli faðir Snorra með því að ekki væri hróflað við undirstöð- unum.“ Þannig lifa gamlar sagnir úr Papey enn meðal manna. Á heimleiðinni þéttist þokan en Stefán var ömggur við stýrið og lagt var að höfn í Djúpavogi eftir ferð sem verður strax draumkennd í minningunni, grösugar eyjar í mjólkurhvítri þoku þar sem fuglar og selir ráða ríkjum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.