Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 8

Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnur frækni kom, sá og sýndi að hann „sér ekkert“, „heyrir ekkert „og“ segir ekkert“. Amma og mamma eru enn að nota sínar AEG! Ég treysti þeim n f Lavamat W 80 > Tekur 5 kg * Vindingarhraði: 800/400 snúningar > Ryöfrír belgur og tromla > Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi nýjasta tækni V »"Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki »"ÖK0" kerfi (sparar sápu) > Öll þvottakerfi »Ullarvagga »Þvottahæfni "B" Þeytivinduafköst "C" 0) Verð 59.900,- stgr. j •TekurSkg • Vindingarhraði: 1000/600 snúningar • Ryöfrír beigur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni. "Fuzzy-Logic enginn 1/2 takki • "ÖKO" kerfi (spararsápu) • Öll þvottakerfi ásamt sérstöku blettakerfi • Ullarvagga • Þvottahæfni "B" Þeytivinduafköst “C" | BRÆÐURNIR (jfp OFMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800 Örugg þjónusta í 75 ár Verð 69.900,- stgiTJ f Lavamat W 1010 f Lavamat 74600 • Rafeindastýrður forskriftarvalsrofi (vélin sem hugsar) • Sýnir í Ijósaborði gang forskriftar • Hægt að seinka gangsetningu forskriftar allt að 19tímum • Sýnir í Ijósaborði of mikla sápunotkun • Sérstakur takki fyrir kælingu og aukaskolun • Tekur 5 kg • Vindingarhraði: 1400,1000,800,600 og 400 snúningar • Ryðfrír belgur og tromla • Sjálfvirkt magnskynjunarkerfi - nýjasta tækni "Fuzzy-Logic" enginn 1/2 takki • "ÖKO" kerfi (sparar sápu) • "UKS“ kerfi, jafnar tau í tromlu fyrir vindingu • Froðuskynjunarkerfi (bætir við aukaskolun) • Öll þvottakerfi ásamt sérstöku þlettakerfi • Ullarvagga • Þvottahæfni "A” Þeytívinduafköst "B" — Verð 89.900,- stgr. J UMBOÐSMENN _______Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Heimahornið Stykkishólmi. Ásubúð, Búoardal. VestfirólR Geirseyrarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísatiröi Norðurland: Kt. Steingrímsljarðar, Hólmavlk. Kl. V-Hún„ Hvammstanga. Kl. Húnvetninga, Blönduósi. Skaglirðingabúð, Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvik. KEA ólafstiröi. KEA, Siglufirði. Kl. Þingeyinga, Húsavík. Urð Raularhöln. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Hjalti Sigurðsson, Eskilirði. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafiröi. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kl. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsliröi. KASK, Höfn. KASK, Djúpavogi. Suóurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn, Ralmagnsverkstæði KR, Hvolsvelli. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklauslri. Klakkur, Vlk. Brimnes, Veslmannæyjum. Reykjanea: Stapafell, Kellavík. Ralborg, Grindavík._________________________________________________________________________ íslendingafélagið í Seattle Guy Benjamin Chapman hana Islenskunni hald- ið við á vikuleg- um fundum Yestur-íslendingur- inn Guy Benjamin Chapman sem er búsettur í Seattle í Banda- ríkjunum er staddur hér á landi. Hann er í stjórn Is- lendingafélagsins í Seattle. „íslendingafélagið í Seattle er nokkuð öflugt, í því eru um 175 félagar en auk þess eru á bilinu 50-75 manns sem fá reglulega fréttabréfið okkar. Borgirnar Seattle og Reykjavík eru systra- borgir.“ -Hvernig er starfsemi félagsins háttað? „Þeir félagar sem hafa aðstöðu til hittast á hverj- um þriðjudagsmorgni, fá sér kaffí saman og tala ís- lensku, þ.e. þeir sem kunna. Með þeim hætti, að hitt- ast svona vikulega, er hægt að halda íslenskunni við. Að loknu kaffí vinnum við stundum við Norræna menningarsafnið eða Nordic Heritage Museum en að því eiga, auk okkar, aðild Finn- land, Svíþjóð, Noregur og Dan- mörk. Hvert land er með sitt herbergi og þar er reynt að end- urspegla sögu og menningu Norðurlandanna. Við höfum reynt að sýna lífshætti íslenskra innflytjenda þegar þeir komu til Norður-Ameríku. Þar er m.a. baðstofa og kirkja og ýmsar gamlar myndir. Þá erum við með til sýnis íslenskan fatnað eins og t.d. lopapeysur og sýnishorn af ýmsu sem tengist sjávarútvegi og landbúnaði áður fyrr.“ Guy segir að ef einhverjir geti séð af munum sem endurspegli sögu og menningu landsins þá séu slíkar gjafir vel þegnar. Hann segir að á síðasta ári hafí íslensku for- setahjónin komið á safnið og það hafi verið stór dagur fyrir Is- lendingafélagið í Seattle og safn- ið. -Þið eigið líka orðið myndar- legt bókasafn? „Já, við eigum orðið nokkurt safn íslenskra bóka sem stendur félagsmönnum okkar til boða. Þá erum við líka með hátíðarkvöld- verð í kringum 17. júní, höldum upp á sumardaginn fyrsta, jóla- sveinninn kemur í heimsókn á jólaballinu okkar og síðan er þorrablótið ómissandi liður í starfsemi félagsins. -Þið slepptuð þorrablótinu í ár? „Já, að þessu sinni hélt íslend- ingafélagið í Seattle ekki þorra- blót og ástæðurnar eru nokkrar. Ein þeirra er að við áttum erfitt með að koma okkur saman um hvort hafa ætti um hönd áfengi eða ekki. ______ Einhverjir tóku sig saman og héldu eigið þorrablót en að ári munum við að sjálf- sögðu halda þorrablót því þau eru ómissandi liður í starfsem- inni.“ - Haldið þið ykkur þá við sí- gildan íslenskun þorramat? „Já, við höfum fengið sviðin, hrútspungana og allt sem til- heyrir með flugi frá Islandi og höfum fengið gesti langt að til að gæða sér á þessum herramanns- mat eða allt frá Kaliforníu." - Nú eru borgirnar Reykjavík og Seattle systraborgir. Hefur það einhverja þýðingu fyrir Is- lendingafélagið? ►Guy Benjamin Chapman er fæddur í Washington árið 1933. Afi hans og amma voru Valdimar Markússon Eyford ættaður úr Eyjafirði og María Benjamínsdóttir ættuð úr Skagafirði og Húnavatnssýslu. Þau fóru út í kringum árið 1890 hvort í sínu lagi. Guy starfaði um 35 ára skeið við rafbúnað ýmiskonar en er nú kominn eftirlaun. Eiginkona hans er Carol Chapman og eiga þau tvo syni, Jeffrey og Eric. „Það að borgirnar eru systra- borgir þýðir að þær reyna að skiptast á upplýsingum og hug- myndum. Okkur í Islendingafé- laginu langar að þróa þessi tengsl þannig að t.d. nemendur í framhaldsskólum í Seattle og Reykjavík geti heimsótt systra- borg sína til að kynnast landi og þjóð.“ - Hvað ert þú að gera á Is- landi? „Ég kom hingað á síðasta ári í þeim tilgangi að skoða landið og nálgast uppruna minn. Fyrir tveimur árum vissi ég bara skírnarnafn ömmu og afa. Það var svo fyrir tilviljun að ég fann á netinu heimasíðu Hálfdans Helgasonar sem aðstoðaði mig við að ná sambandi við fjöl- skyldu mína hér á landi. Slóð heimasíðunnar Emigration from Iceland to North-America er http://ny- herji.is/— halfdan/westward/ves tur.htm varð vendipunktur fyrir mig og án hennar hefði ég aldrei fundið þessar ugplýsingar um uppruna minn. Ég hef fengið tækifæri til að kynnast skyld- mennum mínum hér- lendis og ætla að heimsækja þau í þessari ferð. Ég dvel hérna til 15. júlí, fer _^___ til Akureyrar og heimsæki ættingja í Eyjafirði, á Húsavík og kannski í Skagaftrði.“ - Hvernig líkar þér hér á landi? „Mér finnst Island frábært land. Mild veðráttan kom mér á óvart og svo er fólkið vingjarn- legt og maturinn það góður að ef ég dveldi hér um hríð yrði ég ak- feitur á því að borða kleinur og vínarbrauð.“ Mamma sagði mér alltaf að það væri frábært að vera Islend- ingur en ég vissi ekki hversu gott það er fyrr en ég fékk tæki- færi til að koma hingað og kynn- ast landi og þjóð. Ekki komist á sporið án heimasíðunnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.