Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 13
AKUREYRI
Forseti norska Stórþingsins í opinberri heimsókn á Islandi
Góð samvinna milli
þinga Norðurlandanna
KIRSTI Kolle Grondahl, forseti
norska Stórþingsins, er nú í opin-
berri heimsókn á Islandi í boði
Ólafs G. Einarssonar, forseta Al-
þingis. Með í fór er eiginmaður
hennar, Sven Erik Grondahl, og
Hans Brattesto, skrifstofustjóri
Stórþingsins. Auk forseta Alþingis
eru m.a. í íslenska fóruneytinu
Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri
Alþingis, og Kristín Ólafsdóttir,
fuÚtrúi alþjóðasviðs Aiþingis, og í
ferð um Norðurland voru einnig
þingmennirnir Tómas Ingi Olrich
og Valgerður Sverrisdóttir.
Þetta er annað kjörtímabilið sem
Grondahl er forseti Stórþingsins,
en hún tók við embættinu árið
1993. Hún hefur einnig gegnt starfi
menntamálaráðherra frá 1986 til
1989 auk þess sem hún var ráð-
herra þróunarmála 1988 til 1989.
Heimsóknin hófst síðdegis á
sunnudag, en á mánudag var flogið
að Mývatni og farið í skoðunarferð
um svæðið, m.a. var ekið að Grjóta-
gjá og Dimmuborgum og hádegis-
verður snæddur á Hótel Reynihlíð.
Hópurinn kom til Akureyrar síð-
degis á mánudag þar sem kvöld-
verður var snæddur á Fiðlaranum í
boði Kristjáns Þórs Júlíussonar
bæjarstjóra.
Norðmenn kunna að klæða sig
í gærmorgun voru gestirnir að
fara í skoðunarferð um Akureyri
með leiðsögn Jóhanns Sigurjóns-
sonar og létu hellirigningu ekki
hafa áhrif á sig. „Norðmenn kunna
að klæða sig,“ sagði Jóhann, en
Ólafur brá sér í næstu verslun og
fékk fínan regngalla á þúsund
krónur sem hann skartaði m.a. í
siglingum með kútter Jóhönnu um
Eyjafjörð. Áður hafði hópurinn
heimsótt Valgerði Sverrisdóttur al-
þingismann á Lómatjörn sem bauð
til hádegisverðar. „Góður kunningi
minn færði mér þorsk sem hann
veiddi úti á firði í gær og ég bjó til
fiskibollur með dyggri aðstoð Sig-
ríðar systur minnar," sagði Val-
gerður, sem að sjálfsögðu hafði
með kartöflur úr garði fjölskyld-
unnar á Lómatjörn og í eftirmat
var skyr með rjómablandi.
„Þing Norðurlandanna hafa átt
með sér mjög góða samvinnu til
margra ára. Við hittumst reglulega
og ræðum ýmis sameiginleg mál er
okkur varða og eigum þar mjög
góðan vettvang. Með því að hittast
kynnumst við hvert öðru og eigum
betra með að starfa saman á eftir,“
sagði Grondahl.
Fengum lánaðan bfl og
sumarbústað
Fyrir tveimur árum bauð hún
Ólafi G. Einarssyni í heimsókn til
Noregs og sagði hann nú vera að
endurgjalda þá heimsókn. „Ég hef
komið til Islands nokkrum sinnum
áður, bæði í opinberum erinda-
gjörðum og eins höfum við, ég og
eiginmaður minn, verið hér í sum-
arleyfi." Fyrir fimm árum ferðuð-
ust þau í sumarfríi sínu um Suður-
land og áttu góða daga. „Við feng-
um lánaðan bíl og sumarbústað og
ferðuðumst víða, fórum á Vatna-
jökul, til Vestmannaeyja og skoð-
uðum Þingvöll."
Hún kvaðst nú vera í fyrsta sinn
á ferð um Norðurland og var hrifin
af Mývatni, en veðrið lék við
norsku gestina þegar ferðast var
um svæðið á mánudag. „Ég var
mjög ánægð með daginn, við sáum
margt forvitnilegt og veðrið var
gott. Það gerir ekkert til þó að
rigni á okkur núna, ég er búin að
kaupa góðar peysur og er búin
undir hvaða veður sem er,“ sagði
forseti norska Stórþingsins.
Heimsókninni lýkur
í Reykjavík
Gestimir héldu suður til Reykja-
víkur í gærkvöld, en í dag, mið-
vikudag, verður hádegisverður í
boði Knut Elias Taraldset, sendi-
herra Noregs^ þá verður fundur
með Halldóri Ásgeirssyni utanrík-
isráðherra og síðar Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur borgarstjóra.
Norsku gestimir munu einnig
heimsækja Stofnun Áma Magnús-
sonar og snæða kvöldverð í Viðeyj-
arstofu í boði forseta Alþingis. Á
morgun hittir forseti norska Stór-
þingsins Davíð Oddsson forsætis-
ráðhema og á fund með Ólafi G.
Einarssyni og loks verður Nor-
ræna húsið heimsótt, en heimsókn-
inni lýkur síðdegis.
Morgunblaðið/Björn Gíslason
JÓHANN Sigurjónsson leiðsögumaður bendir á eitthvað áhugavert í
Lystigarðinum á Akureyri, en aðrir á myndinni eru Friðrik Olafsson,
skrifstofustjóri Alþingis, Kristín Ólafsdóttir, fulltrúi alþjóðasviðs Al-
þingis, Tómas Ingi Olrich, alþingismaður, Ólafur G. Einarsson, forseti
Alþingis, Kirsti Kolie Grondahl, forseti norska Stórþingsins, og eigin-
maður hennar, Sven Erik Grondahl.
KIRSTI Kolle Grondahl, forseti norska Stórþingsins, er nú í heimsókn
á íslandi í boði Óiafs G. Einarssonar, forseta Alþingis.
Morgunblaðið/Guðmundur Skúlason
Mikil um-
ferð um
Eyjafjörð
UMFERÐ um Eyjafjörð er nú
mikil vegna Landsmóts hesta-
manna á Melgerðismelum.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni á Ákureyri hefur
umferðin gengið vel. I öryggis-
skyni hefur hámarkshraði ver-
ið lækkaður niður í 70 km
hraða á klst. frá Hrafnagili
fram að Melgerðismelum. Lög-
reglan minnir líka á að há-
markshraði um Hrafnagils-
byggðina eru 50 km á klst.
Hraðskákmót
Krappur
dans í Eyja-
fjarðará
ÞEIR komust í hann krappann,
félagarnir sem ætluðu að fara yf-
ir Eyjafjarðará að landsmóts-
svæði hestamanna á Melgerðis-
melum í Eyjafirði í gær. Þeir óku
út í ána austanmegin og ætluðu
yfir, en ekki vildi betur til en svo
að þeir misstu bflinn á flot og fór
hann niður ána töluverðan
spotta. Þeir komust klakklaust út
úr bflnum og biðu aðstoðar á
þaki Hummer-jeppans sem þeir
ferðuðust á. Björgunarmenn fóru
í flotgöllum út í ána og síðan var
jeppinn dreginn á Iand.
Aksjon
SKÁKFÉLAG Akureyrar efnir til
hraðskákmóts í skákheimilinu að
Þingvallastræti 18 á morgun,
fimmtudaginn 9. júlí. Allir eru vel-
komnir.
Miðvikudagur 8. júh'
21 :OO^Sumarlandið Þáttur
ætlaður ferðafólki á Akureyri og
Akureyringum í ferðahug.
Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Sigurboginn Laugavegi, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ,
Bylgjan Kópavogi, Sara Bankastræti, Sandra Smáratorgi, Hringbrautarapótek, Nana Hólagarði,
Tara Akureyri, Bjarg Akranesi, Krisma ísafirði, Hilma Húsavík, Miðbær Vestmannaeyjum, Apótek
Keflavíkur, Apótek Egilsstaða, Gallerí Heba Siglufirði, Sauðárkróksapótek, Borgarness Apótek.