Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 22

Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 22
22 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LÚÐRASVEITIN Snær Snær til Englands i Framsækin frumraun LÚÐRASVEITIN Snær í Snæ- fellsbæ er í tónleikaferð um Englands, þar sem sveitin bæði leikur á norrænum tónleikum og tekur þátt i hátíðarhöldum og skrúðgöngum í South Shields í South Tyneside, í borginni Dur- ham og nágrenni á Norðaustur- Englandi. Alls taka 30 börn og ungling- ar þátt í tónleikaferðinni ásamt stjórnanda smum, Ian Wilkin- son, og um 20 manna fylgdarliði foreldra en ferðin stendur í 8 daga en þátttakendur munu gista í háskólanum í Durham og ferðast um svæðið til tónleika- halds, ásamt því að koma fram í staðbundnum árlegum hátíðar- höldum.I tilefni ferðarinnar hef- ur sveitin gefið út myndskreytt- an kynningarbækling um sveit- ina og ferðaáætlun hennar til Englands, þar sem að auki eru ávörp og kveðjur sérstaks full- trúa forsætisráðherra Breta, bæjarstjórans í Snæfellsbæ og sendiherra Breta á íslandi, auk kynningar á Snæfellsbæ. Bæk- lingi þessum verður dreift til áheyrenda og stuðningsaðila á Englandi svo og hér heima og ennfremur fjölmiðla. Er texti hans bæði á íslensku og ensku. TOIVLIST Skálholtskirkja SUMARTÓNLEIKAR Verk eftir Elínu Gunnlaugsdóttur. Guðni Franzson, klarínett; Helga Ingólfsdóttir, semball; sönghópurinn Hljómeyki u. stj. Bernharðs Wilkinssonar. Skálholtskirkju, laugardaginn 4. júlí. ELÍN Gunnlaugsdóttir, sem ásamt Báru Grímsdóttur er staðar- tónskáld þetta sumar í Skálholti, var í brennidepli á seinni tónleikum fyrsta dags Sumartónleika í Skál- holti á laugardaginn var, þegar fimm verk hennar voru flutt, þar af þíjú í fyrsta sinn. Það er alltaf spennandi að upplifa nýútsprungin tónskáld fersk frá ný- loknu framhaldsnámi, í tilfelli Elínar frá Haag í Hollandi, þó að slík „debút“ verði að taka með fyrirvara um að lengi skuli manninn reyna. Því það sem fyrst er borið á borð að prófi loknu þarf engan veginn að vera einkennandi fyrir viðkomandi síðar, þegar búið er að vinza betur úr lærdómslistum viðtekinna sjónar- miða í samtíðartónsmíðafræðum. Það er ekki nema eðlilegt að leita fyrir sér meðan flest er leyfiiegt og sjálfið á eftir að velja og hafna úr þeim mýgrút stíla og tónsmíðaað- ferða sem nú er uppi. Þá er lag að reyna hitt og þetta til þrautar og kanna mörk hins mögulega, og var ekki nema fyrirsjáanlegt að söng- hópur eins og Hljómeyki, atvinnu- mennskulegasti kór landsins, fengi þá að vinna fyrir kaupi sínu, þvf kór- verkin voru kröfuharðari en almennt gerist hér um slóðir. Guðni Franzson lék fyrst Línur fyrir einleiksklarínett; fremur stutta en stemmningsþrungna tónsmíð, þar sem langir stakir tónar og iðandi tónakasir skiptust á og tón- og styrksvið hljóðfærisins voru nýtt út í æsar. Var flutningurinn borinn uppi af einbeitingu og reynslu hins þraut- reynda hljómlistarmanns sem veit nákvæmlega hvað gerir sig í fram- sækinni tónlist og hvemig á að koma því til skila. Vögguvísa Elínar við samnefnt ljóð Páls Ólafssonar sem hér var frumflutt var samin fyrir fjórar kvenraddir; stutt en allnjörv- að verk, þar sem klasahljómatæknin féll vel að miðlinum, enda frábær- lega vel sungið af þeim Hljómeykis- konum. Sú tækni var og áberandi í Föstusálmum við passíusálma Hall- gríms Péturssonar nr. 19, 12 og 31 (fluttir í annarri röð en í tónleika- skrá), þar sem hljómabeitingin var, líkt og í lokaverki tónleikanna, nán- ast atónöl og stíllinn „erfiður" og krefjandi, jafnt fyrir flytjendur sem áheyrendur. Sérkennilegt svífandi framhaldsbragð var yfir endahljómi verksins, lfkt og lokapunktur væri ekki hér, heldur einhvers staðar í óvissri framtíð. Það var kærkomin tilbreyting að sembaleinleiksverkinu Taram- gambadi (frumfl.) sem samið var fyr- ir Helgu Ingólfsdóttur í endurminn- ingu morgunstemmningar er tón- skáldið upplifði í samnefndu smá- þorpi á Suður-Indlandi í fyrra. Verk- ið lá framan af á hásviði sembalsins og minnti þá á n.k. japanska náttúru- hermitónlist, líkt og kótó væri að kalla fram áhrif af fíngerðu, púls- lausu regni. Síðar mátti þó greina ávæning af 3/4 takti í eins konar flögrandi fiðrildadansi neðar á tónsviðinu, sem færðist svo yfir í stuttan tokkötusprett, áður en verki lauk með uppstyttandi brotnum hljómum molto rubato. Helga lék þessa snotru tónsmíð af innlifun og öryggi. Síðasta verk tónleikanna var jafn- framt hið lengsta, Úr lofsöng Maríu (frumfl.), þar sem Elín hafnar hinum viðkunna latínutexta (Magnificat) og kýs heldur móðurmálið í þýðingu Gideonsbiblíunnar 1966, þar eð tón- skáldið skipti skv. tónleikaskrá miklu að „innihald textans kæmist til skila“. Þótti undirrituðum þetta við- horf almennt séð sjálfsagt, en um leið svolítið sérkennilegt með tilliti til yfirbragðs verksins, sem var að hans mati síður en svo aðgengilegt fyrir óbreytta hlustendur. Hefðu undangengin kórverk Elínar verið erfið að þessu leyti vó þó stuttleiki þeirra á móti. Hér naut ekki stuttleikans. Fyrir utan að textinn, eins og í svo mörg- um módemískum söngverkum, var sjaldnast auðgreinanlegur. Tónverk- ið var langt, og frá upphafi til enda í ómstríðum framúrstefnuháskólastíl, sem hefði sárlega þurft á andstæð- um að halda. I heild verkaði tónsmíð- in á neðanskráðan yfirdramatíseruð, oft af litlu textatilefni, án þess að glaðværðin yfir boðun guðsmóður væri neins staðar áberandi, og reyndist þrautin þyngri að halda fullri athygli áður en yfir lauk, þrátt fyrir að Hljómeykið og Bernharður legðu sig öll fram. í nútímatónlist má oft varla á milli sjá hvað flokkast undir einstaklings- bundna dirfsku eða akademískan aga. í þessu tilfelli gmnaði mann hið síðara; að Elín Gunnlaugsdóttir kæmi að sinni ekki alveg til dyra eins og hún væri klædd, en ætti vonandi innan tíðar eftir að varpa sumu því námsgóssi fyrir róða sem hér virtist drepa persónuleika einstaklingsins í dróma lærdóms og nýliðinnar tízku tónvísindaklaustra nútímans. Verður spennandi að skoða fiðrild- ið, þegar púpan feUur. Ríkarður Ö. Pálsson Dáðir og BÆKUR Kitgerðir ATLANTIS DÁD OG DRÖM 17 ESSAYS OM ISLAND / NORGE Ritstjóri: Asbjöm Aarnes, Aschehoug, Oslo. 1998 - 327 bls. ÍSLENSK menning er á margan hátt sér- stök og hægt er að fullyrða án nokkurs hroka að miðaldabókmenntir okkar taki flestu öðm fram á því tímaskeiði. Á þetta hafa ýmsir bent. Norðmenn eru sérstakir áhugamenn um þess- ar bókmenntir enda væri saga Noregs fátæk- leg án þeirra. Sumir Norðmenn ganga jafnvel svo langt að líta á íslenska foramenningu sem svar Vesturlanda við heUenískri menningu. Þennan samanburð viðhafa Hallvard Mageröy og Asbjöm Aames í virðulegu riti, Atlantisk dád og dröm. I því er að finna fjölda ritgerða og nokkur Ijóð. TUefhi bókarinnar var ráðstefna sem haldin var í Granavolden í Noregi 1996 á vegum Humanistisk seminar. Þar var meginefnið menning fslands og þýðing hennar fyrir Norð- menn. Bókin einskorðast þó ekki við fyrirlestra ráðstefnunnar heldur er efnið sótt víðar að. M.a. em birtar eldri ritgerðir sem áður hafa vakið athygU í Noregi og á íslandi. Sumar ritsmíðarnar em fremur túlkun á persónulegum viðhorfum en fræðUeg úttekt. Af þeim toga em inngangur ritstjórans, As- bjöms Aames, hugleiðing Kjell Arilds Pollestad sem fjaUar um hina heUögu íslensku þrenningu, land, þjóð og tungu og hugnæm grein Anne-Lise Kroft um norræn trúarljóð sem hún hefur kynnst og myndskreytt. Önnur verk byggja á vandaðri fræði- mennsku. Þannig ritar Rolf Nyboe Nettum um sögustUinn íslenska og nálgast hann frá ýms- um hliðum. Else Mundal fjallar um kvenmynd norrænnar menningar, einkum út frá íslend- ingasögunum og hvemig menn skilja erfðir. Meginniðurstaða hennar er að í norrænu menningarsamfélagi hafi ávallt verið litið til erfðaþátta beggja foreldra ólíkt því sem tíðk- aðist í öðmm miðaldarsamfélögum þar sem eingöngu var litið tU erfðaþátta feðra. Mat á konum á íslandi var þannig svipað og hjá körl- um. Litið var fyrst og fremst á konur sem mæður uppvaxandi karlmanna og erfðaþættir draumar þeirra skoðaðir út frá því. Konur vom því oft metnar út frá karUegum eigindum eins og hug- rekki. Jon Gunnar Jörgensen og Vésteinn Ólason rita grein um kvæðið Fyrirlát mér jungfrúin heima og færa rök að því að kvæðið sé af norskum uppruna. Á því séu þýðingareinkenni sem bendi tU þess. Kvæðið sé kærkomin viðbót við annars tveggja alda eyðu norskrar bók- menntasögu. í þessu riti era einnig nokkrar eldri ritgerð- ir. Þannig er að finna ritsmíð eftir Hermann Pálsson þar sem hann fjallar um gildi rithstar íslendinga. Án hennar ættu Færeyingar, Orkneyingar, Norðmenn og íslendingar ekki sína sögu. Kunn Njálutúlkun Alf Larsens sem sjálfsagt hefur veitt mörgum innsýn í heim Islendinga- sagna birtist í bókinni og einnig ritgerð eftir Hallvard Lie þar sem fjallað er um siðfræði og gildi hinnar íslensku ættarsögu. Lie á einnig ritgerð í bókinni þar sem hann fjallar einkum um ákveðið sagnaminni sem finna má í Flat> eyjarbók. Sighvati skáldi Þórðarsyni er færður fiskur að eta ög við það upplýsist hann, verður „skýrr maðr“. Skáldskapur hans tengist síðar skýrleika og hreinleika sem em einmitt kristi- leg einkenni og hæfa vel hirðskáldi Ólafs helga. Lie bendir á svipuð sagnaminni í íslenskum og norskum sögum og tengir þau jafnframt við hið andlega fisktákn Biblíunnar. Ritgerð eftir Hallvard Maeröy um Aristotel- es og Snorra Sturluson byggir á athyglisverð- um samanburði á verkum Snorra og samtíðar hans og þeim fomgriska, fomrómverska eða aristotelíska arfi sem miðaldamenn höfðu yfir að ráða. Mageröy lætur sér ekki nægja að skoða tengsl Snorra-Eddu og uppsetningu hennar og skáldskaparfræði Aristotelesar heldur ber einnig saman ýmis einkenni sagna- listar, hlutlægni, sögulegt raunsæi, orsakasam- hengi, samræmi í persónusköpun o.s.frv. Ma- geröy finnur margar samsvaranir í skáldskap- arlist fomaldar og í fomritum Islendinga. Vafalaust era það réttar ábendingar hjá hon- um og öðmm fræðimönnum að íslenskar bók- menntir varðveiti á sinn hátt fomaldararf Grikkja og Rómverkja og beri keim af þeirri andlegu umræðu sem fram fór undir áhrifum þess arfs víða um Suður- og Mið-Evrópu á þessum tíma. Um margt sýnist mér þó allur sá samanburður vera það almennur að vandasamt sé að draga af honum miklar og ákveðnar ályktanir. Ljóðagerð og sagnalist f öllum heimshlutum virðist hlíta ýmsum grundvallar- reglum án þess að augljós rittengsl ráði þar nokkra. Mér hefur líka fundist þessi samanburður draga dálítið athyglina frá sérkennum hins ís- lenska menningararfs. Þar er af nógu að taka eins og Preben Meulengracht Sörensen bendir á í ritgerð um mannsýn og samfélag íslenska þjóðveldisins. Meginskoðun hans er sú að ís- lenska þjóðveldið hafi verið einstök þjóðfélags- skipan, byggð á hugsjónum um frelsi, sæmd og mannhelgi. Það hafi ekki verið byggt á fomri þjóðfélagsgerð norrænni þó að eitthvert mið hafi verið tekið af Gulaþingslögum í upphafi. Goðaveldið hafi verið í gmndvallaratriðum ólíkt bæði hinu foma ættarveldi og konunglegu léns- veldi. Þær málamiðlanir sem gerðar hafi verið, t.a.m. varðandi kristni hafi verið gerðar til að viðhalda þessu þjóðfélagskerfi sem tryggði mönnum á vissan hátt frelsi og friðhelgi. Magnus Rindal setur fram þá tilgátu í rit- gerðarkomi að Björgvin hafi verið fyrsti menningarlegi höfuðstaður Islands. Þar hafi mikill hluti viðskipta Islendinga farið fram. Is- lendingar hafi sótt margt til staðarins. Þar hafi og konungar oftast haft vetursetu og bærinn verið ráðandi í menningarlegum efnum. Víst er að Björgvin var um þessar mundir mikilvægur fyrir íslendinga sem Norðmenn. Þó finnst mér margt í röksemdafærslu Rindals hvíla á veik- um gmnni. T.a.m. er mér til efs að hugtakið höfuðstaður í svipaðri merkingu og höfuðborg eigi rétt á sér þegar rætt er um 7000 manna bæ í Noregi þótt hann hafi verið allstór á þess tíma mælikvarða. Það veikir einnig röksemda- færslu Rindals að hann skuli ekki nefna sem heimildir önnur íslensk rit en Hákonar sögu Hákonarsonar. í Sturlungu og ekki síst í Áma sögu biskups kemur í ljós að í andlegum efnum sækja menn andlegt vald til Niðaróss en í ver: aldlegum jafnt til Björgvinjar og Túnsbergs. I Túnsbergi dvelst Hrafn Öddsson í konungs- garði og deyr þar. í Leiðarvísi Nikuláss Bergs- sonar ábóta á Þverá er rætt um þrjá höfuðstaði Noregs, Kaupang í Þrándheimi, Björgyn á Hörðalandi og Vík í austur. En vera má að í þessu mati ábóta séu fremur trúarlegar for- sendur en veraldlegar. Því er ekki hafnað að Björgvin hafi verið mikilvæg Islendingum. En menn skyldu fara varlega með hugtök eins og höfuðstað sem bersýnilega hafa aðra merkingu nú en til foma. Athyglisverðar ritgerðir em einnig um seinni tíma menningu í ritinu. Liv BUksmd ræðir áhrif íslendingasagna á Sigrid Undset sem bersýnilega hafa verið veruleg. Gunnar Harðarson opnar augu okkar fyrir heimspeki- legum athugagreinum Brynjólfs biskups Sveinssonar sem hann gerði við rit Petmsar Ramus (Pierre de la Ramée) sem vom í nýplatónskum anda. Einnig er að finna greinar eftir Knud Ödegárd, skrifaðar af þekkingu og innsæi um tónlistarlíf og Ijóðlist á Islandi. Tvö Ijóðskáld eiga verk í bókinni, Peter Munheim sem ort hefur nokkur falleg Ijóð til Islands og þýðing Ödegárds á ljóði Matthíasar Johannessen sem hann nefnir MSnen er tidens spejl en það er úr bókinni Dagur af degi sem kom út árið 1988. Jafnframt er viðtal við skáld- ið sem Eilif Straume tók fyrir Aftonbladet og formáli Lars Roars Langslet að ljóðabók Matthíasar Om vindheim vide sem út kom 1994 í Noregi. Ljóst er að kveðskapur Matthíasar er í miklum metum hjá frændum okkar í Noregi og Ödegárd kemst svo að orði að hann sé „áhugaverðastur íslenskra nútímaljóðskálda“. Atlantisk d&d og dröm er að mörgu leyti áhugavert rit. Það er bersýnilega ætlað norsk- um lesendum og með því stefnt að því að vekja áhuga Norðmanna á frændum sínum í vestri og menningarlegu sambandi Islendinga og Norðmanna. Margt er samt í ritinu sem ís- lenskir fræðimenn og almenningur geta haft gagn og gaman af. Það er hlý frændkveðja. Skafti Þ. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.