Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 08.07.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 27 MIKE Williams leitar leiða til að leysa vandamál í sambandi við úr- gang frá svínabúum og hann er bjartsýnn á að lausn finnist. _____AÐSENPAR GREINAR_ Annað tækifæri! fjölmargir háskólar víða um Banda- ríkin, segir að einn meginvandinn við þessa umfangsmiklu svínarækt í fylldnu sé að koma köfnunarefni og öðrum áburðarefnum í svínaskít fyrir. Vandinn sé sá að verulegur hluti af fæðu svínanna sé korn sem er ræktað í öðrum fylkjum Banda- ríkjanna. Úrgangurinn frá svínun- um innihaldi mikið af köfnunarefni sem síðan er borið á akrana. Á ökrunum sé aðallega ræktað hey fyrir nautgripi og hesta. Offramboð sé á heyi og sú ræktun sem fram fari á ökrunum nái ekki að taka upp allt það köfnunarefni sem berst í jarðveginn. I stuttu máli sé verið að flytja til fylkisins mikið magn af köfnunarefni í formi korns, en það sé í takmörkuðum mæli flutt burt. Köfnunarefnið safnist því upp og berist m.a. í grunnvatn. Williams segir að mælingar á jarðvegi hafi sýnt að víða í fylkinu geti landið ekki tekið við meira köfnunarefni. Nýtingin sé þegar 100%. Staðan sé víða enn verri hvað varðar dreifingu á fosfór. Ekki hafi enn verið sett í reglugerð ákvæði um hámarksdreifingu á fosfór, en mælingar sýni að ef ætti að nota sömu viðmiðanir um fosfór og not- aðar eru varðandi köfnunarefni þyrftu svínabændur á tvöfalt stærra landi að halda en þeir hafa í dag til að koma úrgangsefnunum fyrir. Botts segir að þessi gífurlega framleiðsla á áburðarefnum stefni í að verða meiriháttar umhverfisslys fyrir N-Karólínu. Menn hafi enn ekki séð þá mengun sem fylgi þess- ari framleiðslu og margir neiti að horfast í augu við vandann. Grunn- vatn sé mengað af köfnunarefni og þungmálmum og a.m.k. 10 ár taki að koma jafnvægi þar á jafnvel þó að sú mengun sem nú á sér stað verði stöðvuð. Hann bendir á að dýrara og erfiðara verði að takast á við vandann eftir því sem tímar líða. Nú þegar sé til staðar tækni sem geti ráðið við þennan vanda að ein- hverju leyti. Hún sé hins vegar dýr og framleiðendur hafi fram að þessu komist upp með þau rök að þeir geti ekki staðið undir henni. Leita tæknilegra lausnaá vandanum Stofnuninni sem dr. Williams veitir forstöðu hefur verið falið að finna lausn á mengunai'vandanum frá svínabúum. Árið 1996 voru ell- efu fyrirtæki valin til að koma fram með tæknilega lausn á vandanum. Eitt þeirra er Ekokan, sem er í eigu Alexöndru Kantardjieff. Þetta er lítið fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var í Kanada þar sem Kantardjieff bjó. Hún segir að sér hafi gengið af- ar illa að koma framleiðslu sinni á framfæri í Kanada þrátt fyrir að óháðar rannsóknir hafi sýnt fram á að sú tækni sem hún bauð skilaði verulegum árangri, sérstaklega hvað varðaði það að losna við köfn- unarefnið úr mykjunni. Kantardjieff segist hafa tekið ákvörðun um að flytja til N-Kar- ólínu eftir að Ekokan var valið til að taka þátt í tilraunaverkefni við Animal and Poultry Waste Mana- gement Center. „Bandai'íkjamenn hugsa allt öðruvísi en Kanadamenn. Þegar Bandaríkjamenn uppgötva eitthvert vandamál bregðast þeh' yfirleitt hratt við og leita tæknilegra lausna á vandanum. Þeir bjóða ekki styrki eða niðurgreiðslur heldur láta markaðinn um að finna bestu lausn- ina. Það má segja að það hafi sína kosti því með því móti er tryggt að ávallt sé leitað hagkvæmustu leiða við að leysa vandamálið," segir Kantardjieff. Williams segir að sú lausn sem Ekokan bjóði lofi góðu. Margt bendi einnig til að bændur geti náð veru- legum árangri með því að horfa á fleiri þætti en úrganginn sjálfan. Rannsóknir hafi sýnt að með því að skoða fóðrun dýranna betur og hreinlega ala þau á orkuminna fóðri sé hægt að minnka verulega köfn- unarefnismagnið í úrganginum. í FRUMGREINADEILD Tækni- skóla íslands fær fólk á öllum aldri annað tækifæri til að ljúka því und- irbúningsnámi sem er nauðsynlegt til að geta hafið Háskólanám. Upphaflega var frum- greinadeildin stofnuð til þess að þjóna iðnmennt- uðum mönnum sem hugðu á nám í tækni- fræði. Reyndin varð seinna sú að þetta nám hentaði einnig þeim sem af einhverjum orsökum höfðu ekki lokið hefð- bundnum framhalds- skóla. Þó þurfa þeir sem hyggja á nám í frum- greinadeildinni að vera búnir með fyrsta hluta framhaldsskólanámsin, því inngönguskilyrðin eru bæði bókleg og verkleg. Fyrir tveimur árum fann ég sjálfa mig í þeirri slæmu stöðu að vera nýfráskilin með barn á framfæri og eina menntun mín byggðist á nokkrum áföngum úr menntaskóla. Vissulega stóð alltaf til að Ijúka stúdentsprófinu og áhug- inn á frekara námi var ávallt fyrir hendi en á unglingsárunum var ég óákveðin og eirðarlaus. Þar af leið- andi sótti að mér leiði tiltölulega snemma í framhaldsskólanáminu, líkt og hendir marga aðra. Áfanga- kei'fið í Menntaskólanum við Hamrahlið hentaði mér illa, sérstak- lega vegna alls frjálsræðisins og óreglunnar sem var í stundatöflun- um. Síðar gerði ég tilraun til að ljúka þessu námi í kvöldskólanum en líkt og í dagskólanum reyndist mér erfitt að fóta mig þar. Ég er sannfærð um að vera ekki sú eina sem hef haft allt til að bera í frekara nám en ekki náð að feta hinn hefð- bundna veg í átt að stúdentsprófi. Síðan var það eins og áður sagði, fyrir tveimur árum að ég stóð frammi fyrir því að taka ákvörðun. Ég vissi af fenginni reynslu að nám í öldungadeild hentaði mér illa, auk þess sem ég var ein og hafði fyrir barni að sjá. Nám í öldungadeild hefði tekið mig nokkur ár með fullri Vöggusængur, vöggusett. SmwJrtmtliia Sáml 55U050 Rgykfrvlk. vinnu og að loknum fullum vinnu- degi, heimavinnu og tímasókn yrði ekki mikil tími eftir til að sinna minni litlu fjölskyldu. Þess vegna varð frumgreinadeild Tækniskólans fyrir valinu. Þar er boð- ið upp á fullt, lánshæft nám til að ljúka þeim undirbúningi sem nauð- synlegur er til að hefja nám á háskólastigi. Námið er hnitmiðað og yfirferð hröð en þrátt fyrir að námið sé þungt getur fjölskyldufólk stundað það sem hverja aðra vinnu og átt tíma með fjölskyldunni án þess að hafa miklar áhyggjur af framfærslu hennar. Og er það líka reyndin að fjölskyldu- fólk á öllum aldri með mismunandi bakgrann stundar þarna nám, allir með aukna þekkingu og betri fram- tíðarmöguleika að markmiði. Frum- greinadeildin hentar mörgum líka mjög vel að því leyti að reglan er meiri en í áfangakerfinu. Þar era fastir bekkir, allir eiga fastan sessu- naut, allar kennslustundir eru kenndar í sömu stofu, kennararnir eru nánast þeir sömu þessa tvo vet- ur sem námið tekur og innan bekkj- arins myndast ákveðin heild og kunningsskapur sem aftur verður að ómetanlegum stuðningi á ei-fiðum tímum í náminu. Frumgreinadeild veitti mér, og hefur í gegnum tíðina veitt mörgum sem hafa staðið í sömu sporum og ég, annað tækifæri á betra lífi og ég tel að það væri stórskref aftur á bak að skerða hlut hennar í menntakerf- inu með þau rök að vopni að þessi menntun fáist í öldungadeildunum, því eins og áður sagði þá hentar það sem þar er í boði alls ekki öllum. Mikið af hæfu fólki, bæði iðnaðar- menn og þeir sem af einhverjum ásæðum hafa ekki gengið hinn hefð- bunda menntaveg eða einfaldlega blómstra seint, þurfa á frumgreina- deildinni að halda th að geta átt möguleika á að Ijúka námi. Reynslan sýnir að flestir þeirra sem ljúka frumgreinadeildinni ljúka einnig háskóla- eða tæknifræðiprófi aðeins nokkrum árum eftir útskrift. Reynslan sýnir að flestir þeirra sem ljúka frumgreinadeildinni, segir Sigurlaug Þorsteinsdóttir, ljúka einnig háskóla- eða tæknifræðiprófi nokkrum árum síðar. Sú reynsla og sá undirbúningur sem fæst í frumgreinadeildinni er nauð- synlegur þáttur í menntakerfinu og gerir fólk hæfara til að takast á við framtíðina hvort heldur sem er í námi eða starfi. Þetta tækifæri er ómetanlegt fyrir marga og ég skora á menntamálayfirvöld að gera þessu námi hærra undir höfði og veita Tækniskóla íslands þá athygli er hann á skilið. Höfundur er nýútskrifaður úr frum- greinadeild Tækniskóla Islands WJÉsala KJtsaMa Ca 40-50% CL f S 1 (í t t u r Uœmi um verð: Áður kr. Nú kr. Dömujakki ðjm 2.490 Bómullarpeysa 2.490 Hlýrabolur 790 490 Hifílaður bolur LF90 690 Bolur m/v hálsin. 990 390 Reniid jakkapeysa íjm 2.390 Svartur gallajakki -um 1.390 Sítt pils 1.790 Döinubuxur itWO 1.990 KjóU 2.390 Tunika toppur a^90 1.690 Opið frá kl. 10.00- 18.00 íeioöfes Síðiiiiiú 1 íi 13, sími 568 2870 Sigurlaug Þorsteinsdóttir Lokað í dag Útsalan hefst á morgun kl. 8.00 Oáuntu v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.