Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 41V.
FRÉTTIR
HÓPURINN við landgræðslustörf í Þórsmörk.
Jeppafólk við landgræðslu-
störf í Þórsmörk
Armageddon
sýnd allan
sólahringinn í
Bíóborginni
KVIKMYNDIN Armageddon með
Bruce Willis í aðalhlutverki verður
frumsýnd í 7 sölum Sambíóanna
auk Borgarbíós á Akureyri fóstu-
daginn 10. júlí nk. Má búast við
mikilli ásókn í miða fyrstu sýningar-
helgina.
Myndin var frumsýnd í Banda-
ríkjunum þann 1. júlí og stefnir nú
þegar í að verða ein aðsóknarhæsta
mynd allra tíma. Þess má geta að
Island er með fyrstu löndum utan
Bandaríkjanna til að sýna Arma-
geddon.
Til að anna eftirspurn og gera
sem flestum fært að sjá Arma-
geddon fyrstu sýningarhelgina hef-
ur verið ákveðið að sýna kvikmynd-
ina allan sólarhringinn frumsýning-
ardaginn 10. júlí. Sýningarnar verða
í Bíóborginni, Snorrabraut, og eru
sýningartímar sem hér segir:
Föstudag 10. júlí: Kl. 17, 21, 24, 3, 6,
9 og 12.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ís-
lendingum gefst færi á að fara í bíó
að næturlagi og í morgunsárið og
vona Sambíóin að undirtektir verði
jákvæðar hjá bíógestum," segir í
fréttatilkynningu.
Þess má geta að sérstakur við-
búnaður verður í Bíóborginni þessa
nótt og mun öflug gæsla tryggja að
allt fari vel fram.
Póstsýning á
Vesturfara-
setrinu
LÍTIL sýning um póstflutninga
verður opnuð sunnudaginn 12. júlí í
anddyri Vesturfarasetursins á
Hofsósi.
Tilgangurinn með sýningunni er
að undirstrika hið veigamikla hlut-
verk sem pósturinn og póstsam-
göngur höfðu í sögu vesturfara. Af
þessu tilefni hefur íslandspóstur
ákveðið að láta útbúa sérstakan
póststimpil fyrh’ Vesturfarasetrið
og framvegis geta gestir setursins
fengið bréf sín og póstkort stimpluð
á staðnum.
Til að undirstrika enn frekar
þennan þátt mun fræðimaðurinn og
UMHVERFISNEFND Ferða-
klúbbsins 4x4 efndi helgina
18.-21. júní sl. til landgræðslu-
ferðar í Þórsmörk. Ferðin var
farin í samvinnu við Landgræðslu
ríkisins sem nú vinnur markvisst
að uppgræðslu í Þórsmörk og
OLÍS hf. sem gaf eitt tonn af
áburði.
Samskonar ferð var farin á
vegum 4x4 í fyrra. Svo virðist
sem mikil vakning fyrir umhverf-
isvandamálum sé meðal félags-
manna 4x4 og áhugi á land-
græðslu að aukast til muna því
þátttakan í ár var ærið betri en
árið áður, en alls mættu 54 ein-
staklingar á öllum aldri og báð-
um kynjum í ferðina. Haldið var
áfram þar sem frá var horfið í
fyrra við að dreifa grasfræi og
áburði og planta birkiplöntum í
suðurhlíðar Þórsmerkurranans.
Alls var dreift rúmu tonni af
áburði og fræi og vel á fimmta
rithöfundurinn Böðvar Guðmunds-
son fjalla um íslensku Ameríkubréf-
in í fýrirlestrasal Vesturfaraseturs-
ins strax að lokinni formlegri opnun
sýningarinnar. Eins og flestum er
kunnugt fékk Böðvar Islensku bók-
menntaverðlaunin árið 1997 fyrh-
bók sína, Lífsins tré, en hún er síð-
ara bindi örlagasögu vesturfara.
Böðvar býr yfir mikilli þekkingu á
þessu málefni en einkum hafa ís-
lensku Ameríkubréfin verið honum
hugleikin, segir í fréttatilkynningu.
hundrað plöntur gróðursettar.
Að Ioknu starfí þáðu menn,
konur og börn hressingu hjá
Guðjóni Magnússyni frá Land-
græðslunni, en hann stýrði hópn-
um í vinnu þennan dagspart.
Ferðaklúbburinn bauð um kvöld-
ið til mikillar grillveislu.
Ferðaklúbburinn hefur um
árabil lagt ríka áherslu á góða
umgengni og ferðalög i sátt við
landið. Klúbburinn hefur staðið
fyrir hinum ýmsu landgræðslu-
ferðum, m.a. í formi baggaferða
þar sem melgresisböggum er
raðað í garða til heftingar sand-
foks. Slík ferð verður á dagskrá
klúbbsins í haust.
Umhverfísnefnd 4x4 vill hvetja
alla félagsmenn 4x4 og aðra
ábyrga ferðamenn til góðrar um-
gengni um landið og haga ferð-
um sínum þannig að landið hljóti
á engan hátt skaða af,“ segir í
fréttatilkynningu.
Helgarævin-
týri undir jökli
HJÁ Grænni ferðaþjónustu Snæ-
fellsáss-samfélagsins er boðið upp á
helgarævintýri undir Jökli helgina
10.-12. júlí.
Frá föstudagskvöldi til sunnu-
dagseftirmiðdags geta gestir ferða-
þjónustunnar notið dulúðar um-
hverfisins, slakað á í fagurri náttúr-
unni, gengið um orkulínur og álfa-
byggðir, farið í bátsferð og dorgað
fyrir fisk og upplifað ævintýraríka
aksturs- og gönguferð um ýiella-
svæði og þekkta sögustaði á Útnes-
inu.
Allir málsverðir eru framreiddir
úr lífræpu og heilsusamlegu hrá-
efni. Á laugardagskvöldið er
stjörnuspekiumfjöllun og rabb-
kvöld. Allt þetta er innifalið í einu
verði.
Gengið á milli
Hvalfjarðar og
Kollafjarðar
HAFNARGÖNGUHÓPURINN
leggur land undir fót miðvikudags-
kvöld og gengur yfir Kjalarnesið
milli Hvalfjarðar og Kollafjarðar.
Farið verður með rútu frá Hafn-
arhúsinu að austanverðu kl. 20 og
ekið upp að Saurbæ á Kjalarnesi,
þaðan verður gengin gömul alfara-
leið með Esjuhlíðum suður að Mó-
um og ekið til baka að Hafnarhús-
inu. Hægt verður að koma í og fara
úr rútunni við Kléberg en gangan
sjálf hefst um kl. 20.30 við Saurbæ.
Litið verður inn í Hvalfjarðar-
göng í byrjun ferðar. Allir eru vel-
komnir.
Sjöunda skóg-
argangan
SJÖUNDA skógarganga sumarsins
á höfuðborgarsvæðinu á vegum
Skógræktarfélags Reykjavíkur
verður fimmtudaginn 9. júlí. Mæt-
ing er kl. 20.30 við hliðið hjá Foss-
vogsstöðinni og Skógræktarfélagi
Reykjavíkur.
Gengið verður um fyrrverandi at-
hafnasvæði Skógi’æktarfélags
Reykjavíkur og Hermanns Jóns-
sonar og margt minnisvert skoðað.
Leiðsögumaður verður Ásgeir
Svanbergsson, ráðsmaður Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur. Að venju
er boðið upp á rútuferð frá Ferðafé-
lagi Islands, Mörkinni 6, og er
gjaldið 500 kr.
Göngurnar eru skipulagðar í
samvinnu við Ferðafélag íslands og
eru hluti af fræðsluverkefni Skóg-
ræktarfélags Islands og Búnaðar-
banka Islands. Minnt skal á að þeir
sem taka þátt í öllum skógargöng-
um sumarsins fá að launum fallegt
jólatré.
Áttunda ganga sumarsins verður
16. júlí nk. á vegum Skógræktarfé-
lags Mosfellsbæjar. Gengið verður
um ræktunarsvæði Vilhjálms Lúð-
víkssonar við Hafravatn.
Kynningar-
ganga á
Straumsvíkur-
svæðinu
NÆSTSÍÐASTA ganga sumarsins
til kynningar á Straumsvíkursvæð-
inu í samvinnu Ferðafélags íslands
og Umhverfis- og Útivistarfélags
Hafnarfjarðar er í kvöld, miðviku- ,
dagskvöldið 8. júlí, kl. 20.
Farið verður frá Kapellunni um
Gerðisstíg og að Þorbjamarstöðum
en byrjað verður á að skoða hina
stórmerku rúst Kapellunnar í Ka-
pelluhrauni. Ferðin er undir leið-
sögn Jónatans Garðarssonar.
Verð 500 kr., frítt fyrir börn með
fullorðnum. Brottfór frá BSÍ, aust-
anmegin, og Mörkinni 6. Hægt er
að koma á eigin farartækjum á bíla-
stæðið við Kapelluna.
Kynning á
vatnsnuddi
HINGAÐ til lands er komið þýskt '
par, Helena Schulz og Shanti
Petschel, sem hefur alþjóðlega við-
urkenningu sem kennarar í vatns-
nuddi, Watsu, sem er tækni sem á
rætur sínar að rekja í Zen Shiatsu
(japanskt nudd).
Haldinn verður kynningarfundur
um Watsu nuddið miðvikudags-
kvöldið 8. júlí kl. 20.30 í Sjálfefli,
Nýbýlavegi 30, Kópavogi, inngang-
ur Dalbrekkumegin.
LEIÐRÉTT
Nöfn féllu niður
í FORMÁLA minningargreina um
Davíð V. Sigurðsson frá Miklaholti,
sem birtust í Morgunblaðinu á útfar-
ardegi hans 2. júlí, féllu niður nöfn
tveggja fósturdætra Davíðs. Önnur
þeirra er stjúpdóttir hans, Erla Valdi-
marsdóttir, f. 12. apríl 1923, maki
Guðjón Magnússon, bóndi í Hrúts-
holti, f. 5. ágúst 1913, og hin var Elín
Guðmundsdóttir, f. 20. júní 1915, gift
Áma Guðjónssyni, bónda í Stafholts-
veggjum, f. 29. des. 1907, en þau era
bæði látin. Hlutaðeigendur era beðn-
ir afsökunar á þessum mistökum.
þú
Á Fótboltavef Morgunblaðsins
finnur
alla réttu
takkana
Titlar og afrek
Leikmenn og
frammistaða þeirra
www.mbl.is/boltinn
Liðsstjórinn,
gagnvirkur Netleikur
Dagbók, yfirlit yfir leiki
Saga félaganna
Fótboltavefur mbl
Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.