Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 4

Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 4
4 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGU NBLAÐIÐ VTKAN 16/8 - 22/8 ►RANNSÓKN hefur staðið yfir í nokkra mánuði hjá Listasafni Islands á olíumál- verki eftir Svavar Guðnason, vegna gruns um fölsun. Nið- urstöður liggja enn ekki fyr- ir, en langan tíma tekur að efnagreina oliu og liti og bera saman við litanotkun listamannsins. ►UM 4.500 sex ára börn setj- ast ífyrsta sinn á skólabekk 1. september. Gert er ráð fyrir því að u.þ.b. 3.900 nem- endur hefji nám í framhalds- skólum landsins. Tæplega tvö þúsund nýnemar eru skráðir til náms i Háskóla ís- lands, en alis eru skráðir tæplega 5.900 i skólann. ► RANNSÓKNIR sem gerð- ar hafa verið á fiski úr Fýl- ingjavötnum á Ströndum benda til þess að ný fiskiteg- und sé komin fram. Fiskur- inn likist bleikju i fjarska en DNA rannsóknir hafa Ieitt í ljós skyldleika við urriða. ►ÖRNEFNANEFND hefur sent út umsagnir um nöfn tii sex sveitarfólaga. Nefndin mælti eingöngu með tveimur nöfnum af ellefu sem send voru til umsagnar. Tillaga sameinaðs sveitarfélags Nes- kaupstaðar, EskiQarðar og Reyðarfjarðar um nafnið Fjarðabyggð var saraþykkt. ►NÁTTÚRUFRÆÐISTOFN- UN hefur verið falið af lög- reglunni að farga eitraðri kónguló af tegundinni Latrodectus mactans, sem nefnd hefur verið Svarta ekkjan, sem borist hefur hingað til lands frá Banda- i-ikjunum. Bit kóngulóa af þcssari tegund veldur mikl- um sársauka og ógleði en sjaldgæft er að það sé ban- vænt. Flugleiðir tapa 1.578 milljónum á hálfu ári STJÓRN Flugleiða hefur ákveðið að hætta flugi til og frá Lúxemborg í byrjun næsta árs en þar hefur félagið og áður Loftleiðir haft viðkomu í áætlunarflugi í 43 ár. Akvörðunin er liður í spamáðará- ætlun sem tekin er í kjölfar upplýsinga um 1.578 milljóna króna tap af rekstri fé- lagsins á fyrstu sex mánuðum ársins. Reisa rækju- verksmiðju í Kanada FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur og Básafell á ísaflrði hafa í samvinnu við kanadíska fyrirtækið Clearwater Fine Foods Inc. ákveðið að reisa rækjuverk- smiðju í St. Anthony nyrst á Nýfundna- landi. FH og Básafell munu eiga 25% hlutafjár í St. Anthony. Reiknað er með að afkastageta verksmiðjunnar verði um 10 þúsund tonn þegar hún verður komin í fullan gang. Neysluvörur lækka INNFLUTTAR mat- og drykkjarvörur hafa lækkað um 4% það sem af er þessu ári og aðrar innfluttar vörur um 5% á sama tímabili. Vísitalan hefur mælt verð- hjöðnun síðustu tvo mánuði og verðbólga á Islandi er nú ein sú lægsta sem mæhst á Evrópska efnahagssvæðinu. Óheimilt að framselja samningsg-erð ÚRSKURÐARNEFD sjávarútvegsins hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhöfnum og útgerðum fískiskipa sé ekki heimilt að feia hagsmunasamtökum sín- um eða öðrum utanaðkomandi samn- inga um fiskverð. Óvíst að nýr ráðherra taki við EKKI er jjóst hvort nýr maður og þá hver tekur við stöðu umhverfis- og landbúnaðarráðherra ef Guðmundur Bjamason verður ráðinn framkvæmda- stjóri íbúðalánasjóðs, sem nú virðist allt útlit fyrir. Clinton játar samband við Lewinsky BILL Clinton Bandaríkjaforseti játaði fyrir rannsóknarkviðdómi á mánudag og í sjónvarpsávarpi sama kvöld að hafa átt í „óviðeigandi" sambandi við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku í Hvíta húsinu. Forsetinn hafði áður neit- að að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Lewinsky og útlit er fyrir að hann telji sambandið ekki hafa verið kynferð- islegt. í ávarpi sínu sagðist forsetinn iðr- ast gjörða sinna, það hefði verið rangt af sér að eiga í umræddu sambandi við Lewinsky og til marks um alvai-legan dómgreindarbrest. „Ég blekkti fólk, jafnvel eiginkonu mína,“ sagði forsetinn. Hann tók ennfremur fram að hann hefði ekki beðið neinn að ljúga eða hylma yfir vísbendingar. Skoðanakannanir, sem gerðar voru í Bandaríkjunum á þriðju- dag benda til þess að flestir Bandaríkja- menn séu ánægðir með að forsetinn skyldi viðurkenna opinberlega að hafa átt í sambandi við Lewinsky og vilja flestir að málið verði látdð niður falla. Lewinsky kom öðru sinni íyrir rann- sóknarkviðdóm á fimmtudag og leitar sérstakur saksóknari, Kenneth Starr, nú að misræmi í framburði Clintons og Lewinskys. Klofningshópur úr IRA kveðst ábyrgur „HINN sanni írski lýðveldisher“, klofti- ingshópur úr írska lýðveldishernum, IRA, lýsti á hendur sér sprengutilræð- inu í Omah á N-írlandi sl. laugardag þar sem tuttugu manns fórust. Sagði hópurinn það ekki hafa verið markmiðið að valda dauða óbreyttra borgara. Bertie Ahern, forsætisráðherra írlands, gaf á þriðjudag þrem klofningshópum úr IRA sólarhring tii að lýsa yfir vopna- hléi. Hópurinn sem kvaðst ábyrgur fyr- ir tilræðinu í Omah varð við áskorun Aherns, en Mo Mowlam, N-írlands- málaráðherra bresku stjómarinnar kvaðst telja vopnahlésyfirlýsingu hóps- ins móðgun. ►BANDARÍSKI herinn skaut á fimmtudag stýrifiaugum á skotmörk í Súdan og Afganistan og sagði Bill Clinton forseti árásirnar beinast að hryðu- verkasamtökum Saudi-Ara- bans Osama bin Ladens, sem búsettur er í Afganistan. Þau samtök bæru ábyrgð á sprengjutilræðunum við sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og Tansanfu fyrr í mánuðinum. Bandaríkja- stjórn hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að „bráð ógn“ stafaði af samtökun- um. ►DESMOND Tutu, erkibisk- up og formaður suður- afrfsku Sannlciks- og sátta- nefndarinnar, birti á mið- vikudag skjöl sem hann sagði benda til þess að leyni- þjónustur á Vesturlöndum hefðu staðið að flugslysinu sem varð Ðag Hammar- skjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að bana 1961. Bandaríska Ieyni- þjónustan og Sir Brian Urquhart, fyrrverandi að- stoðarframkvæmdastjóri SÞ, hafa visað fullyrðingum Tut- us á bug. ►BANDARÍSKI auðkýfing- urinn Steve Fossett fannst heill á húfi á mánudag í björgunarbáti á Kóralhafi norðaustur af Ástralíu. Loft- belgur hans hafði hrapað þar um miðnætt ið á sunnu- dag úr níu þúsund metra hæð. Fossett hafði verið að gera tilraun til að verða fyrstur manna til að fijúga umhverfis hnöttinn í loft- belg. Sér nú fyrir endann á uppsveiflu í verklegum framkvæmdum? Lítið framundan hjá j arð vinnuverktökum SVEINN Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnað- aiins, segir að þótt talið hafi verið að spenna væri í verktakaiðn- aði í sumar hafi komið í ljós þegar farið var að skoða stöðuna og kalla eftir upplýsingum að hjá jarðvinnu- verktökum að lítið virðist framund- an eftir sumarið. „Það má segja að það komi á óvart miðað við hvemig hljóðið hef- ur verið undanfarið," segir Sveinn. Rætt hefur verið um aðgerðir til að slá á þenslu og ríkisstjómin hefur m.a. fyrirætlanir um að fresta fram- kvæmdum við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í því skyni. „Það er ekki hægt að leysa þensluein- kennin í neyslunni með því að fresta fjárfestingu. Við sjáum ekki að það sé slík þensla á því sviði að það sé þörf á því,“ segir Sveinn. 12 fyrirtæki um 20 milljóna króna verk Fyrir nokkrum misserum börðust verktakar um verk og buðu allt nið- ur í helming af kostnaðaráætlunum. Sveinn segir þær fullyrðingar rang- ar að þetta sé gjörbreytt og nú séu lægstu boð jafnvel yfir kostnaðará- ætlun. „Við sjáum ekki að þetta ástand hafi mikið breyst. Það er enn verið að bjóða út smáverk upp á 20 milljónir, sem 12 fyrirtæki em að keppa um hér á svæðinu. I hafnar- framkvæmdir á Suðumesjum var nýlega verið að bjóða um 50% af kostnaðaráætlun. Menn era oft svartsýnir á haustin en ég man ekki eftir að menn hafi verið famir að hafa svona miklar áhyggjur í ágúst. Við höfum hitt jarðvinnuverktakana og rætt við þá og það er nánast sama hljóðið í þeim öllum þannig að mér fínnst full ástæða til að taka þetta alvarlega," segir Sveinn. Hann segir Samtök iðnaðarins telja vandann sem virðist blasa við hjá jarðvinnuverktökum að miklu leyti heimabilbúinn á markaðnum hér. „Vandinn liggur í því að allt of mikið af verkefnum er boðið út á vorin og unnin yfir sumarið og síðan era þvinguð fram verklok í október. Það má segja að það sé reglan frek- ar en undantekningin í til dæmis vegaframkvæmdum. Þetta þýðir að menn þurfa að setja í þessi verk rpikið af mönnum og tækjum og vinna þau í blóðspreng yfir sumarið en sigla svo inn í hálfgert aðgerðar- leysi á haustin. Við teljum að það væri hægt að komast hjá þessu að miklu leyti með því að dreifa útboð- um betur og lengja verktímann. Það mundi koma bæði verktökunum og verkkaupunum til góða.“ Sveinn segir að Samtök iðnaðar- ins bendi á að eins og mál standi nú sé kjörið fyrir þá, sem era með verklegar framkvæmdir á döfinni og Jarðvinnuverktakar sjá fram á verkefnaleysi með haustinu, að því er fram kemur í samtölum Péturs Gunnarssonar við framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins og forsvarsmenn tveggja verktakafyrirtækja. Talsmennirnir eru ósáttir við hugmyndir um frestun flugstöðvar- framkvæmda. hafa e.t.v. haldið að sér höndum vegna þess hve mikið hefur verið að gera hjá iðnaðarmönnum, að fara að huga að því að bjóða út jarðvegs- framkvæmdir í haust. Bjóða út jarðvegshluta flug- stöðvarframkvæmda strax „Okkur fyndist til dæmis mjög skynsamlegt að bjóða út jarðvegs- hlutann í flugstöðvarframkvæmdun- um þótt byggingunni sjálfri væri frestað. Það þyrfti að hafa verktím- ann rúman þannig að menn gætu unnið þetta eins og eðlilega vinnu. Það mundi væntanlega þýða hag- stæðara verð á þeim framkvæmdum og minnka líkumar á að það þyrfti að vinna við stækkun flugstöðvar- innar sjálfrar í óðagoti þegar þar að kemur.“ „Þegar framkvæmdatíminn er ekki nema fjórir mánuðir er ástand- ið ekki eðlilegt. Menn vinna nótt og dag og um helgar og era að leggja í verkin miklu fleiri tæki og meiri mannskap en þyrfti í raun og vera, jafnvel að kaupa tæki sem þeir hafa ekki þörf fyrir. Þegar menn fara að skoða þetta sjá þeir að það væri hagkvæmara fyrir báða aðila að nýta árið betur og hafa verktímann lengri. Við vonum að fleiri verkefni eigi eftir að koma inn því við teljum að það sé einfaldlega hagkvæmt að bjóða út núna.“ Sveinn sagði að annað og betra ástand væri í byggingariðnaði en jarðvegsiðnaði enn sem komið er og verkefnaframboðið jafnara. Launa- skrið hefur verið nokkuð í bygginga- iðnaði og Sveinn segir að launaskriðs hafi einnig orðið vart hjá jarðvinnu- verktökum enda þurfi þeir að halda í sitt fólk þótt verkefnastaðan sé ekk- ert til að hrópa húrra fyrir. Sveiflur í jarðvegs- og byggingar- iðnaði era þannig að verkefnastaðan Sérsamin bók handa skólafólki ENSK r __ ^ ^ j: - r v B0K30S 3.115,- Verð frá 1. október 4.450,- • 36.000 uppflettiorð og 50.000 orðaskýringar. • Margs konar málfræðilegar upplýsingar um merkingar, beygingar, stigbreytingu, fleirtölu, framburð og fleira. Itt Mál og menning 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500 í jarðvegsiðnaði er að sögn Sveins Hannessonar um það bil einu ári á undan byggingariðnaði. Því gæti deyfðin í jarðvegsvinnu í haust verið ávísun á svipað ástand í byggingar- iðnaði næsta haust þótt þar sé enn gott ástand og sögur fari af miklum skorti á ákveðnum hópum bygging- armanna, t.d. múraram, smiðum og dúklagningarmönnum. Kannast ekki við spennu á markaði Sævar Jónsson, framkvæmda- stjóri Loft-Orku, sagði í samtali við Morgunblaðið að árið í ár hefði verið svipað og í fyrra, kannski heldur meira um að vera yfir háannatím- ann. „En það er bara stigsmunur en ekki eðlismunur." „Þetta hefur verið nokkuð líflegt hjá flestum en verkefnastaða í þess- um geira er almennt þannig að menn era frekar lítið búnir að setja á fyrir veturinn. Þess vegna könn- umst við ekki við tal forsvarsmanna sveitarfélaga og jafnvel ríkisstjóm- arinnar um að það sé spenna á markaði nema í einstökum geiram eins og í viðgerðarvinnu og slíku. Þetta hefur verið ósköp hefðbundið ár en það er ekki mikið framundan í vetur.“ Sævar sagði að verktakar væra hins vegar vanir því að vita h'tið hvað veturinn ber í skauti sér. „En ég er í sambandi við aðra verktaka og það er staðreynd að það er al- mennt htið búið að ákveða fyrir vet- urinn og verktakar hér á svæðinu era til í meiri verkefni. Hágöngu- miðlun er að klárast í næsta mánuði og í vetur verður áframhaldandi jarðvinna og byggingaframkvæmdir á Sultartanga þannig að það er frek- ar að það verði skortur á verkefnum á þessum markaði heldur en hitt.“ Óðagot að klára fyrir 1. október Ólafur Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri hjá verktakafyrirtæk- inu Veli, sagði í samtali við Morgun- blaðið að það væri töluverð spenna á markaðinum. „Það byggist á því sem ég kalla óðagot að klára allt fyr- ir 1. október en það er ekki mikið á markaðnum annað fyrir veturinn. Að vísu er á áætlun hjá vegagerð- inni að bjóða t.d. út byrjun á mis- lægum gatnamótum við Skeiðarvog, breikkun Reykjanesbrautar frá Breiðholtsbraut að Fífuhvamms- vegi, Búlandshöfða, Laugarvatnsveg frá Úthlíðarmúla og eitthvað fleira en það er ekki búið að bjóða út neitt af þessu.“ „Við eram ekki allt of hressir með það sem er í gangi. Sultartangi er í gangi og er heilmikið verkefni en að öðra leyti virðist allt búið í haust og þá virðist eiga að vera heimsendir. Mér finnst það merkilegt ragl sú umræða að fresta Flugstöðinni, sér- staklega í jarðvinnunni. Tilboðin sem eru í gangi núna era ekki há, það er ein og ein undantekning frá því.“ Hágöngumiðlun að ljúka Völur er aðili að samstarfsfyrir- tækinu ísafli, sem er að ljúka vinnu við Hágöngur. Fyrirtækið vinnur við breytingu þjóðvegar nr. 1 í Mos- fellsbæ og vegagerð við Korpúlfs- staði. Þessum verkefnum er að ljúka. „Það eina sem við eram með sem stendur eitthvað lengur er smá- vegis verkefni fyrir Reykjavíkur- höfn,“ segir Ólafur og tekur undir að það sjái fyrir endann á uppsveiflunni sem fylgdi stóriðjuframkvæmdum og Hvalfjarðargöngum í haust. Ólafur tekur undir að eitthvert launaskrið hafi verið í greininni en kvaðst telja það bundið að mestu við hálendisvinnuna þar sem launin eru hærri. ,Annars era það ekki nein ósköp hjá okkur. Sjálfsagt verða aðrir, t.d. byggingarmenn, meira varir við launaskrið en við.“ Sævar Jónsson tekur í sama streng hvað launaþróun í greininni varðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.