Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 ERLENT f MORGUNBLAÐIÐ Hag'kvæmni í stað háleitra hug’sjóna BAKSVIÐ Gerhard Schröder kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna telur hugsjónir Evrópu- sambandsins (ESB) reistar á ótraustum grunni. Rósa Erlingsdóttir fréttaritari í Berlín kynnti sér áherslur stóru flokkanna í evrópumálum skömmu fyrir sambands- þingskosningarnar. KOHL kanslari hefur beitt sér fyrir stækkun ESB til austurs. Reuters GERHARD Schröder, leiðtogi SPD, hefur stundum verið nefndur hinn „þýski Tony Blair“. EVRÓPSKA Efnahags- og Myntbandalagið (EMU) og útþensla Evrópusam- bandsins til austurs eru um þessar mundir þau pólitísku málefni er hæst bera í evrópumál- um. í vor ákvað Evrópunefndin að alls 11 lönd væru í stakk búin til þess að taka þátt í EMU. Með stofnun þess reynir Evrópusam- bandið að bjóða hinni hröðu heims- væðingu birginn. Evróið, sameigin- legur gjaldmiðill aðildaríkjanna, á að styrkja samkeppnisstöðu álfunn- ar við Bandaríkin og Japan og auka þannig áhrif ESB á alheimsmörkuð- um. Á sama tíma byrjuðu samn- ingaviðræður við fimm lönd Austur- Evrópu (auk Kýpur) um inntöku þeirra í ESB. Fyrir þessum sögulegu aðgerðum hafa Þjóðverjar, í stjórnartíð Helmuts Kohl og flokks hans Kristilegra demókrata CDU, haft forystu. Á ný reynist Kohl vera kanslari sameiningar, í þetta sinn þeirrar evrópsku. Vissra mótsagna gætir í stefnu Þýskalands gagnvart ESB og stjórnvöldum hefur reynst erfitt að vinna stuðning almennings við hraða þróun evrópumála. Stór hluti þýsku þjóðarinnar er andvígur auknum umsvifum Evrópusam- bandsins. En vinsældir ESB hafa dvínað í kjölfar sameiningar lands- ins og vegna hræðslu við áhrif evr- ósins á þýskt efnahagslíf. Eins er líkt og grafið sé í þjóðarsálina að Þjóðverjar borgi of mikið til ESB. Pólitískir gagnrýnendur kanslar- ans segja þróunina í evrópumálum of hraða. Uppgangur eftir efnahags- lega kreppu í Vestur-Evrópu sé of skammt kominn til að fjármagna megi nauðsynlegar umbætur í þeim löndum Austur-Evrópu er nú knýja á dyr sambandsins. Eins sé ESB ekki í stakk búið til að taka við fleiri fátækum landbúnaðarlöndum svo lengi sem óskilvirkt og kostnaða- samt styrlqakerfi þess breytist ekki. Helmut Kohl ötull talsmaður ESB Helmut Kohl hefur á 16 ára stjómartíð sinni verið ötull talsmað- ur sameiningar Evrópu sem byggir á hugmyndafræði íyrirmyndar hans Konrads Adenauer. En við stofnun gamla Evrópubandalagsins var stefna samstarfsins íyrst og fremst friðarsamvinna í stríðshrjáðri Evr- ópu. Áherslur Þýskalands í Evrópu- samstarfinu hafa æ síðan verið póli- tísks eðlis. Steftiufesta Helmuts Kohls gagnvart aðild ríkja Austur- Evrópu í ESB pólitísk ákvörðun. Sameining gömlu Evrópu er því táknræn en um leið á hún að leiða til stöðugleika og styrkja þróun mark- aðshagkerfis í þeim ungu lýðræðis- ríkjum er nú eiga í samningaviðræð- um við framkvæmdastjómina. Á þann hátt geta ráðamenn túlkað inn- töku þessara ríkja út frá friðarsjón- armiðum sem íyrirbyggjandi aðgerð. Stefna Bonn í evrópumálum hef- ur síðastliðin 16 ár verið stefna kanslarans. Kohl ætlar sér að ná þremur markmiðum samtírnis, sem ekki geta farið saman. Hann vill að ríki Austur-Evrópu hljóti sem íyrst inntöku í ESB. Vegna þrýstings heima fyrir beitir hann sér hins vegar fyrir því að draga úrbætur á landbúnaðar- og uppbyggingarsjóði Evrópu á langinn. Og á sama tíma gefur hann loks kosningarloforð um að lækka beinar nettógreiðslur Þýskalands til sambandsins. Kohl hefur af miklum eldmóði beitt sér fyrir inngöngu Póllands, Tékklands og Ungverjalands í ESB. Ástæða þess er ekki aðeins táknræn því útflutningur Þýskalands til þessara landa er mikill og eins vill hann tryggja - þýskum fjárfestum aðild að efnahagslegum uppgangi Austur-Evrópu. Eins hafa Frakkland og Þýska- land þrýst á fátækari lönd ESB að uppfylla skilyrði EMU. Með tilliti til vanda stóru ríkjanna í efnahagsmál- um heima fyrir og erfiðleika þeirra að uppfylla fyrmefnd skilyrði fór forsjárhyggja þeirra fyrir brjóstið á mörgum. Nú þegar hagsmunamál þýskra stjómvalda hafa hlotið af- greiðslu vilja þeir minnka beinar greiðslur sínar til ESB. Þetta vekur allra helst óánægju suðurevrópskra aðildarríkja sambandsins þar sem þau munu keppa við austurevrópsku löndin um úthlutun styrkja úr land- búnaðar-og uppbyggingarsjóði ESB. Útgjöld landbúnaðar- og upp- byggingarsjóðsins, sem skiptist í sjö minni sjóði, nema um 2/3 af fjár- lögum Evrópusambandsins. Löndin fimm, sem nú eiga í samningavið- ræðum, myndu hreinlega sprengja ramma fjárlaganna ef þær umbæt- ur sem samþykktar voru í Ma- astricht II samningnum ná ekki fram að ganga. Framkvæmdaráætl- un þessi (Agenda 2000) á m.a. að undirbúa ESB fyrir það að taka við fátækum löndum Austur-Evrópu og kveður á um að umbótunum skuli lokið í marslok 1999. Evróið er „veiklulegur fyrirburi" Burtséð frá úrslitum sambands- þingskosninganna í haust er nú leit- að eftir arftaka Helmuts Kohls. Gerhard Schröder kanslaraefni jafnaðarmanna hefur löngum verið nefndur efasemdarmaður í evrópu- málum. í stjórnarstöðvunum í Brussel er hann óskrifað blað og ekki er laust við að ótti ríki vegna hugsanlegra stjómarskipta í stærsta landi Evrópusambandsins, sem frá byrjun hefur verið hliðholl- ast útþenslu stjómarsamstarfsins. Schröder hefur margsinnis gangrýnt efnahagsstefnu ESB og líkt evróinu við „veiklulegan fyrir- bura“. í kosningabaráttunni falla slagorð sem þessi í góðan jarðveg þar sem Þjóðverjar óttast að missa sterkan gjaldmiðil sinn. Nú þegar nær dregur kosningum vendir hann hins vegar kvæði sínu í kross og sýnir evrópumálum mikinn áhuga, rétt eins og frammámenn þýskra jafnaðarmanna hafi kennt honum þá lexíu að ekki sé hægt að stjórna Þýskalandi í andstöðu við Evrópu. Á sama tíma og hann reynir að skerpa skilin gagnvart Kristilegum demókrötum segist hann vilja beita sér fyrir stöðug- leika í stefnu landsins í evrópumál- um. Samræming efnaliagsmála Slagorð CDU; friður, frelsi og bræðralag heyra að hans mati for- tíðinni til og eru yfirborðsleg því fá- ránlegt sé að óttast stríð á milli að- ildarríkja ESB. Sem kanslari Þýskalands muni hann fyrst og fremst standa vörð um hagsmuni landsins í efnahagsmálum. Þýska- land verði að segja skilið við söguna til að öðlast meira sjálfsöryggi í al- þjóðamálum. Tímabært sé að setja nýjar áherslur til að mæta niður- sveiflu í efnahagsmálum og hinu mikla atvinnuleysi í einstökum að- ildaríkjum sambandsins. Með öðr- um orðum vill hann minnka greiðsl- ur Þjóðverja til ESB. Hugmyndir þýskra jafnaðar- manna um sameinginlegt átak ríkis, vinnuveitenda og launþega til at- vinnusköpunar vill Schröder yfir- færa á Evrópu. Tryggja þarf jafn- vægi á milli efnahags- og stjóm- mála með því að veita þeim síðar- nefndu meira vægi. Á sama hátt sé algjört forgangsverkefni að aðildar- ríkin lögfesti samþykktir í tengslum við hinn pólitíska ramma Evrópu sem hugsaður var sem fyrirrennari EMU. Stefna þýskra jafnaðar- manna er, að franskri fyrirmynd, að tryggja nánari samráð við mótun efnahagsmála aðildarríkjanna, sam- þættingu styrkja í formi félags- og atvinnubóta og á sama hátt sam- ræmingu skattakerfa. Að mati Schröder er EMU og evróið jákvætt pólitískt tæki til að hafa áhrif á alþjóðavæðinguna. En umbætur á efnahagskei’fi ESB verði að eiga sér stað samhliða. Evrópupólitíkin verði nú að einbeita sér að efnahags- og fjármálum eigi evróið að ná tilskildum árangri. „Evrópa er líka heimkynni“ Á sama tíma reynir Schröder að vinna hug almennings með kosn- ingaslagorðinu „Evrópa er ekki bara markaður, heldur heimkynni". Er hinn raunsæi (Pragmatiker) Schröder þá í raun hugsjónamaður líkt og Helmut Kohl? Að mati kansl- araefnisins ætti að fá samþykki al- mennings fyrir stærri ákvörðunum ESB sem takmarka fullveldi þjóð- ríkjanna. í því tilliti vísar hann til Tony Blairs forsætisráðherra Bret- lands sem nú undirbýr almenning íyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um að- ild landsins að EMU. Ákvarðanir sem lúta að útþenslu Evrópusambandsins til austurs voru teknar þvert á samþykktir um evróið og í hvorugu málinu var leit- að álits almennings. Þýskaland er til að mynda ekki í stakk búið til að taka á móti ódýru vinnuafli úr austri meðan erfiðleika gætir í at- vinnumálum heima fyrir. Auk þess að ætla ESB aukið vægi í alþjóða- stjómmálum vill Schröder styrkja sameiginlega löggæslu í Evrópu. Hann telur það þó vera brýnasta verkefni ESB að vinna aftur stuðn- ing almennings. Hugmyndir um evrópskt ríki ótímabærar Ljóst er að ef öll þessi háleitu markmið verða að veruleika ínnan skamms mun ESB líkjast sam- bandsríki Norður-Ameríku án þess þó að lýðræðislegar skyldur og rétt- indi almennings séu skráð í sameig- inlega stjómarskrá. Höfuðstöðvarn- ar í Brussel líkjast stjórnsýslurisa einfalds tollabandalags en mikil völd þess em í engu samræmi við nafngiftina. Þykir mörgum nóg um ólýðræðislega stjórnarhætti sem meðal annars koma í Ijós í ákveðinni forræðishyggju ráðamanna and- spænis almenningi. Leiðtogar stóru þýsku flokkanna telja hugmyndina um evrópskt ríki eða sambandslýð- veldi jafnt ótímabæra sem óraun- hæfa. Schröder telur að veita þurfi Evrópuþinginu meira vægi til að all- ar stærri ákvarðanir séu ekki tekn- ar af ráðherraráðinu sem ekki er kosið beinni kosningu. Þó að gagn- rýni kanslaraefnisins eigi við rök að styðjast virðist sem hún sé sniðin að sjónarmiðum kjósenda sem eru flestir langþreyttir á ólýðræðisleg- um og óskilvirkum stjórnarháttum ESB sem þeir hafa lítil sem engin áhrif á. Prófraun jafnaðarmanna í evrópumálum Fyrsta prófraun Gerhard Schröder í evrópumálum, verði hann kanslari Þýskalands, er að taka við forsæti í ráðherraráði Evr- ópusambandsins aðeins þremur mánuðum eftir sambandsþings- kosningar. Það verður því hlutskipti Þjóð- verja að fylgja eftir framkvæmdará- ætlun Maastricht II samningsins um umbætur á landbúnaðar- og uppbyggingarsjóði ESB. Eins og fyrr sagði er almenningur í Þýska- landi óánægður með háar nettógreiðslur landsins til ESB. En í raun kemur annað hvert þýskt mark aftur í ríkiskassann í formi styrkja til landbúnaðarins. Auk þess greiðir þýski ríkissjóðurinn hæstu styrki til atvinnu- og land- búnaðarmála er um getur í Evrópu og hefur margsinnis brotið sam- keppnislög innri markaðarins um frjálsa samkeppni með því að bjarga stórfyrirtækjum frá gjald- þroti í kjölfar sameiningar landsins. Gagnrýni Þjóðverja eru því oft úr lausu lofti gripin. Eina leiðin til að draga úr greiðslum Þjóðverja til ESB er að borga svokallaðar tekju- uppbætur sem hingað til hafa verið greiddar af landbúnaðar- og upp- byggingarsjóði úr eigin ríkissjóði. Með þeim hætti væri hægt að spara um sex milljarða marka árlega. Þar sem aðrar reglur gilda um úthlutun á styrkjum gæti þessi tilfærsla á fjármagni þýtt mikil mótmæli land- búnaðargeirans og því heynst ekk- ert enn um áform Schröders í þeirn efnum. . i l [ I [ I I l I r i I i t I ! I I I- t I I l t I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.