Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Opinber heimsókn utanríkisráðherra í Namibíu Anægja í Namibíu með samstarf þjóðanna Windhoek, Naraibíu. Morgunblaðið. HALLDOR Asgrímsson utanríkis- ráðherra kom á fóstudag í opinbera heimsókn til Namibíu. Hann ræddi meðal annars við þarlenda ráðamenn um að Island og ríki sunnanverðrar Afríku samræmdu málflutning sinn á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að því er varðar stjóm fiskveiða. Halldór átti í fyrradag fundi með Sam Nujoma, forseta Namibíu, Theo-ben Gurirab utanríkisráð- herra, ásamt iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og sjávarútvegsráðherra landsins. „Anægjulegast var að heyra á þessum fundum að mildl ánægja ríkir með samstarfið við Is- lendinga og ráðamenn hér telja að það hafí orðið Namibíu að miklu gagni,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið. ísland hefur í átta ár veitt Namib- íu margvíslega þróunaraðstoð á sviði sjávarútvegs og segir Halldór að namibísk stjómvöld hafí óskað eftir að þar yrði framhald á. „Ég gerði þeim grein fyrir að við komum ekki hingað inn til að vera hér alla tíð, heldur fyrst og fremst tii að koma þeim af stað í ákveðnum málaflokkum sem Namibíumenn taki síðan alfarið við. Við höfum hins veg- ar lagt áherslu á samstarf íslenskra og namibískra fyrirtækja og ég er þeirrar skoðunar að besta leiðin til að tryggja áframhald hér sé að fyrir- tæki geti starfað hér við eðlilegar að- stæður. Við höfum reynt að aðstoða þau íslensku fyrirtæki sem hér starfa og tókum upp nokkur mál sem að þeim snúa.“ Utanríkisráðherra segist hafa far- ið yfír þær umræður, sem orðið hafa á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, um að umhverfisverndarsamtök komi meira að stjóm sjávarútvegsmála. „Namibíumenn ætla að beita sér fyr- ir því innan SADC, Samtaka ríkja í sunnanverðri Afríku, að við sam- ræmum málflutning okkar á því sviði. Við erum alfarið þeirrar skoð- unar að fiskveiðistjómun innan efna- hagslögsögu sé málefni hvers ríkis, en ekki alþjóðastofnana," segir Hall- dór. Ástandið í Kongó alvarlegt Halldór ræddi ítarlega um ástand- ið í Kongó við namibíska ráðamenn, en forseti og utanríkisráðherra landsins hafa tekið virkan þátt í að reyna að stilla til friðar í Kongódeil- unni. „Ég held að þetta ástand sé miklu alvarlegra en margur gerii- sér grein fyrir á Vesturlöndum. Menn em uppteknir af þessum atburðum í Súdan og Afganistan í fréttum en því miður Iítur ástandið í Kongó mjög illa út,“ segir Halldór. Mikilvæg ábending til matvælafyrirtækja! Afleíbingar óhreinlætis geta verib alvariegar Hvaða afleiðingar gætu matarsjúkdómar haft á starfsemi ykkar og heilsu neytenda? Mikilvægt er að starfsfólk kynni sér fræðsluefnið „Með allt á hreinu“ og tileinki sér hreinlæti við störf. Fræðslubæklingur um hreinlæti og meðferð matvæla ásamt veggspjöldum til að legga áherslu á einstök atriði, fást hjá Hollustuvemd og Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga. Hollustuvernd ríkisins Ármúla Ia, 108 Rvík, sími 568 8848, heimasíða www.hoiiver.is Ríkislög- reglustjórar á fund forseta RÍKISLÖGREGLUSTJÓRAR á Norðurlöndum hittu forseta fs- lands á Bessastöðum þegar þeir funduðu í Reykjavík í vikunni. Taldir frá vinstri eru Hans S. Sjövold frá Noregi, Reijo Naulapáa frá Finnlandi, Harald- ur Johannessen, ríkislögreglu- sljóri, Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands, Ivar Boye frá Danmörku, og Olof Egerstedt frá Svíþjóð. Ekiðá hross á Krísuvík- urvegi SENDIBIFREIÐ skemmdist mikið og varð óökufær eftir að ökumaður hennar hafði eldð á hross á Krísuvíkurveginum um miðnætti á föstudagskvöld. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en hrossið fannst dautt skammt frá slysstað morgun- inn eftir, en það hafði sloppið út í myrkrið eftir slysið, að sögn lögreglunnar á Selfossi. Svo virðist, að sögn lögregl- unnar sem hesturinn hafi sloppið úr girðingu og hlaupið inn á veginn og í veg fyrir bíl- inn. Slysið varð skammt frá Hlíðardalsskóla og er, að sögn lögreglunnar, girðing beggja vegna vegarins á því svæði. Ályktun um skipulag endurskoðuð Island aftarlega í framkvæmd skipulagsmála SVOKOLLUÐ Aþenu- samþykkt viðvíkjandi skipulagi þéttbýlis, sem gerð var í vor, er endurskoð- un á stefnumótun sem leið- andi aðilar í skipulagi í Evr- ópu gerðu árið 1933, að sögn Gests Olafssonar arkitekts og skipulagsfræðings sem átti sæti á ráðstefnunni fyrir hönd Skipulagsfræðingafé- lags Islands. „Sú ályktun hef- ur verið steftiumótandi um skipulag þéttbýlis um allan heim síðan þá og sjást afleið- ingar hugmyndafræði henn- ar til dæmis í Breiðholtinu í Reykjavík. Evrópuráð skipu- lagsfræðinga, ECTP, var stofnað árið 1986 og hefur unnið töluvert mikið á sam- eiginlegum grundvelli þess- ara fræða. Eitt af því sem það hefur tekið að sér er að endurskoða þessa stefnumótandi ályktun og afrakstur þess starfs er Aþenusamþykktin 1998.“ - Hefur veríð fylgst nógu vel með þessarí umræðu um skipu- lagsmál hér á landi að þínu mati? „Mér kom mest á óvart á þess- ari ráðstefnu hvað ísland hefur einangrast og dregist aftur úr í þeirri sameiginlegu umræðu um skipulagsmál, sem fram hefur far- ið hjá þjóðum Evrópusambandsins undanfarin ár.“ - Eru uppi nýjar hugmyndir um það hvemig eigi að skipuleggja þéttbýlissvæði? ,Aðferðafræði skipulagsfræð- innar er ekki ný í grundvallarat- riðum. Starfsheitið skipulagsfræð- ingur hefur ekki verið lögverndað hér á Islandi fyrr en hin síðari ár og nýbúið að setja lágmarkskröfur um menntun og starfsreynslu. Hér á landi vinna ekki skipulagsfræð- ingar nema hjá stærstu sveitarfé- lögunum, þótt við skipulagsfræð- ingar segjum að almenningur á Is- landi eigi rétt á því að njóta þess- arar sérþekkingar. Þekkingunni fleygir stöðugt fram og viðfangs- eftiin eru stöðugt að breytast. Stjómmálamenn gera sér almennt ekki grein fyrir þessu. Eitt mikilvægasta verkefni sem skipulagsfræðingar standa frammi fyrir núna er að stuðla að sjálf- bærri þróun, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Það er ekki nóg að for- ráðamenn samþykki á alþjóðaráð- stefnum að það skuli gert því til þess að svo megi verða þarf aðstoð sérfræðinga. Við þurfum líka að stuðla að hagkvæmari þróun og nýta það fjármagn sem við höfum eins vel og við getum. Samgöngu- mál á höfuðborgarsvæðinu eru t.d. geysilega dýr fyrir okkur sem þjóð og fullyrða má að hægt sé að spara milljarða á ári með því að skipu- leggja samgöngur og byggð hag- kvæmar en nú er gert. Annað sem var mjög ofarlega á baugi á ráðstefnunni í Aþenu er nauðsyn þess að treysta meira á almenning og taka meira tiilit til óska fólks og skoðana. Þetta á ekki síst erindi til íslenskra ------ stjómmálamanna. Gott dæmi er skipulag há- lendisins og umræðan kringum það í vor þar sem meira en 80% þjóð- arinnar óskuðu eftir frestun á nýrri löggjöf. Alþingi sá ekki Gestur Ólafsson ► Gestur Ólafsson lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1961 og prófi í arkitektúr frá Leicester College of Art árið 1966. Að því búnu lauk hann prófí í skipulagsfræði frá Liverpool-háskóla árið 1968. Gestur stundaði framhaldsnám og rannsóknir í skipulagsfræð- um við Pennsylvaníu-háskóla í Bandaríkjunum árið 1973 og lauk námskeiði í umhverfismati við Aberdeen-háskóla árið 1982. Hann stofnaði Teiknistofuna Garðastræti 17 (TG 17) árið 1968 og rak hana til ársins 1980. Hann var jafnframt stundakenn- ari og síðar hlutadósent f skipu- Iagsfræðum við Verkfræðideild Háskóla íslands 1974-1988. Gestur keypti Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins árið 1988 og hefur rekið hana síðan undir heitinu Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofan (SAV). Maki hans er Guðbjörg Garðarsdóttir prentsmiður og eiga þau eina dóttur. Gestur á tvö böm af fyrra hjónabandi. ástæðu til þess að hlusta á þennan meirihluta þjóðarinnar. Einnig er bent á nauðsyn þess að reiða sig á bestu þekkingu og nútíma vinnu- brögð í skipulagi ef við ætlum t.d. að ná markmiðum um sjálfbæra þróun. Hér er líka mikilvægt að bera saman kosti sem koma til greina, í stað þess að leggja fram einn kost og biðja almenning um að gera athugasemdir við hann. Að leggja fram einn kost er ekki nú- tímaleg vinnubrögð og þeir sem kæra sig um vita að alltaf koma til álita aðrir kostir. Almennir borg- arar eiga skilið að fá slíka kosti borna saman og metna því annars er ekki hægt að taka skynsamlega afstöðu til mála. Umræða fyrir síð- ustu kosningar um Geldinganes og Grafarholt í Reykjavík er gott dæmi. Þar hafði almenningur eng- in tök á því að meta kosti og galla viðkomandi stefnu. Mistök í skipu- lagi eru líka ákaflega afdrifarik. Það er feikilega dýrt og oft ómögulegt að leiðrétta þau seinna og alltaf er það almenningur sem borgar brúsann.“ - Hvað með hugmyndir um blöndun íbúðarbyggðar og at- vinnustarfsemi? „Þetta er eitt af þeim grundvall- aratriðum sem Aþenusamþykktin ------------------- tekur til. Einnig má Taka á meira benda á verulegar tillit til óska breytingar sem era að verða a gerð og sam- setningu mannijölda, til dæmis fjölgun aldraðra. Atvinnulíf er að breytast mjög verulega og sama máli gegnir um verslun. Einnig má nefna menntun, samgöngur, lífsmynstur og hús- næðisþarfír. Við þurfum að endur- meta afstöðu okkar til allra þess- ara málaflokka ef vel á að vera. Hér duga engar patent-lausnir og það er heldui- ekki hægt að búa til skipulag í eitt skipti fyrir öll.“ almennings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.