Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 17

Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 17 ÍÞRÓTTIR leyti er tímabilið á enda nema ef vera kynni einhver æfíngamót heima,“ sagði Þórey Edda Elís- dóttir, sem hefur slegið rækilega í gegn í sumar og bætt sig um tugi sentimetra í stangarstökki. Sum- arið hefur að mestu farið í að viða að sér reynslu til að vera betur búin undir keppni á stórmótum á næstu árum. Reynsla var það fyrst og fremst sem Þóreyju vant- aði til að ná lengra á EM að þessu sinni. „Síðustu vikur hafa verið lærdómsríkur tími fyrir mig sem ég bý að í framtíðinni," sagði Þórey, en hún tók þátt í sínum fystu alþjóðlegu mótum utanhúss í þessum mánuði auk EM fyrr í vikunni. Hvað við tekur sagði Þórey óvíst, hún ætlaði að æfa af krafti áfram, hvort það yrði í Bandaríkjunum, í Svíþjóð eða heima á Islandi væri óvíst, en hún stefnir á háskólanám í haust. „Það fer eftir hvað hentar mér á íþróttasviðinu hvar ég verð.“ Eitt stórmót enn hjá Jóni Eins og Vala og Þórey verður Jón Arnar Magnússon tugþraut- arkappi meðal þátttakenda í Bik- arkeppninni þó tugþraut verði þar ekki á dagskrá. Jón hefur síðustu ár tekið þátt í nokkrum fjölda greina til að vinna sér inn stig fyr- ir sérsamband sitt, UMSS. Hefur hann farið langt með að fara í gegnum tug greina á þessum móta. Eftir það líða tvær vikur þangað til kemur að síðasta áfanga hans á þessu ár - aðlþjóð- lega boðsmótinu í Tallence í Frakklandi þar sem saman koma sterkustu tugþrautarmenn heims og reyna með sér. Á síðustu árum hefur oft komið besti árangur árs- ins og jafnvel heimsmet verið sett á þessu móti. Að þessu sinni er mótið í fyrsta sinn hluti af stiga- keppni Álþjóða frjálsíþróttasam- bandsins i tugþraut en þeirri keppni var hleypt af stokkunum í vor og allgóð peningaverðlaun eru í boð fyrir þá sem ná bestum sam- tals árangri í a.m.k. þremur mót- anna í röðinni. í þeirri keppni stendur Jón vel að vígi, er nú eftir EM í þriðja sæti og leggur hið minnsta þunga áherslu á að halda sinum sess. Eftir það tekur við langrþráð leyfi hjá Jóni með fjölskyldu sinni áður en hann og Gísli Sigurðsson þjálfari taka til við undirbúning næsta árs. Guðrún að komast inn á lokasprettinn „Tímabilið er búið hjá mér með Bikarkeppninni, þar tek ég þátt í mínum sjö greinum að vanda,“ sagði Guðrún Arnardóttir aðspurð um hvað tæki við eftir Evrópu- meistaramótið. „Mér finnst Bik- arkeppnin góður endir á keppnis- tímabilinu og legg mikla áherslu á að taka þátt í henni því ég tel mik- ilvægt að bestu frjálsíþróttamenn landsins taki þátt í henni svo fremi sem þeir hafa minnstu möguleika á því. Mótin heima eru máski ekki þau mikilvægustu fyr- ir okkur sem erum í fremstu röð, en þau skipta íþróttina heima miklu máli og ekki síst það unga fólk sem keppir á mótinu og hefur ekki náð eins langt og við enn sem komið er. Þegar ég var yngri fannst mér gaman að fá þá sem voru í fremstu röð til að vera með, þó það hafi verið upp og ofan hvort þeir komu, að minnsta kosti hjá mínu félagi. Við verðum að vera tilbúin til þess að miðla af reynslu okkar til þeirra sem yngri eru og jafnframt sýna að við erum ekkert öðruvísi en þau þó við sé- um atvinnumenn og höfum náð langt á alþjóðlegum vettvangi. Auk þess er svo gaman að keppa á bikarnum og spreyta sig á ýmsum greinum sem maður er alla jafna ekki að fást við, svo sem þrístökk," sagði Guðrún og hló við, en hún varð fyrst íslenskra kvenna til að setja Islandsmet í þrístökki eftir að hún varð viður- kennd keppnisgrein snemma á þessum áratug. „Síðan taka við æfingar fyrir næsta ár eftir stutt frí.“ Innritun nýrra nemenda Nemendur teknir FRÁ 7 ÁRA ALDRI. Skírteinaafhending LAUGARDAGINN ý. SEPT. Framhald frá KL. i4.OO-l6.OO Byrjendur frá KL. l6.OO-l8.OO KENNSLA HEFST: Úhvalsh.okkar: 25. Agúst Framhai.dsh.okkar: 3. sept B V RJIÍ NDAFLOK KAR: IJ.. SEPT. ííc Lagmula 9, simar 581 3730 & 581 3760 FÍLD - Félag íslcnskra listdansara DÍ - Dansráð Íslaridí Jazzballet er skapandi listgreiii fyrir bæði stráka og stelpur \ ■ . ■ V- m '1 ÆT Ahugavert og spennandi skipulagt starfsnám Markmið námsins er að útskrifa nemendur með hagnýta þekkingu á tölvunotkun og veita nemendum innsýn í notkunarmöguleika á útbreiddustu ritvinnslu- og töflureikniforritum sem eru á markaðinum í dag. uv':; Námið er 120 kennslustundir og hentar þeim sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaðinum. Boðið er upp á morgun og kvöldtíma tvisvar sinnum í viku. Skráning og upplýsingar í síma 5685010 V Rafiðnaðarskólinn Skeifunni 11B • Sími 568 5010 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.