Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 22

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fólk gf öllum þjóðernum á ferð um hálendið F Islands / A sumrin er fjöldi ferðamanna á hálendi Islands, Islendingar eru fjölmargir en út- lendingar eru greinilega margfalt fleiri. Fólk er þarna ýmist í skipulögðum hóp- ferðum á vegum útlendra eða íslenskra ferðaskrifstofa og ferðafélaga eða á eigin vegum; akandi ájeppum eða mótorhjólum, hjólandi eða gangandi. Hvers konar fólk er þetta? Hvaða fólk er þetta? Hvaðan kemur það? Hvað er það að gera? Hvert fer það? Sigurði Sigurðarsyni lék forvitni á að vita nokkur deili á fólkinu á hálendinu. SVO fjölbreyttur er þessi aragrúi ferðamanna að óhætt er að tala um alþjóð- legt samfélag á hálendi ís- lands. Hugarfar fólks á há- lendinu er um margt frá- brugðið því sem gerist og gengur í hefðbundnu um- hverfi og eiginlega skilja það vart aðrir en þeir sem hafa lagst í ferða- lög og göngur í nokkum tíma í senn. Samkennd er mikil meðal þessa fólks. Fólk miðlar hverju öðru af eigin reynslu, segir reynslusögur um afrek eða óhöpp, ókunnugt fólk samlagast hverju öðru á örskammri stundu, þjóðemi skiptir engu og menn tala þeim tungum sem nauð- synlegar eru til að skilja og skiljast. Þetta er alþjóðlegt fyrirbrigði sem ríkir þar sem fólk stundar útiveru og ferðalög er útheimtir einhverja likamlega áreynslu. Ekkert stress í Veiðivötnum „Af hverju kem ég hingað," hváði maðurinn, rétt eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. Hann stóð á bakka Litlasjóar með veiðistöng í höndum og leit út yfir hvítfryssandi vatnið um leið og hann svaraði: „Þú þarft ekki annað en hafa augun opin og sjá þessa stórkostlegu náttúru fyrir framan þig og ekki sakar ef þú reynir að skilja hana um leið. Hér þrífst ekkert stress því hér er mað- urinn ein'n með náttúrunni og það er heillandi." Sigurjón Sváfnisson, veiðimaður- inn frá Hvolsvelli, kemur hingað Qórum til fimm sinnum á sumri og reynir sig við vötnin sem sumir segja að séu óteljandi. Litlisjór er hiuti af Veiðivötnum og þangað leita fjölmargir veiðimenn á hverju sumri. Samkvæmt upplýsingum veiðivarða hefur veiðin í sumar verið meiri en nokkru sinni fyrr, á land hafa komið 7.590 fiskar. „Hér hefur verið óskaplega mikið að gera í sumar. Hingað flykkist fólk, fyrst og fremst á vegum ís- lensku ferðaskrifstofanna. Eg gæti trúað að um 75% gestanna séu út- lendingar, íslendingar koma hingað fyrst og fremst til að kaupa bensín, fá sér að borða eða kaupa eitthvað smávægilegt,“ segir Jórunn Egg- ertsdóttir, rekstrarstjóri í Hálendis- miðstöðinni í Hrauneyjum, sem er í jaðn hálendisins. „Islendingar sem hér stoppa eru margir á leið til veiða í Veiðivötnum eða í Köldukvísl og Þórisvatni, þar sem við seljum veiðileyfi. Útlending- arnir fara rólega yfir, gista hér í tvær þrjár nætur og skoða umhverf- ið enda er hér margt að skoða. Héð- an er t.d. stutt að fara til að skoða fossinn Dynk, sem mér þykir falleg- astur fossa á íslandi og allt um kring eru góð göngusvæði, t.d. með- fram Tungnaá, stutt er að Heklu eða í Landmannalaugar og fleira má nefna.“ Hrifin af öllum sundlaugunum Skammt sunnan við Versali á Sprengisandi berjast tveir hjólreiða- menn við strekkingsvindinn sem er nánast í fangið. Hægt og rólega vinna þau sig áfram. Nýidalur er takmarkið, en ef það tekst ekki má stoppa hvar sem er, tjalda og hvilast. „Við komum hingað fyrir viku og ætlum að vera hér í tvær vikur til viðbótar," segja þau Chris Cooknell, og Siobhan Mullan frá Englandi, en Siobhan segist þó vera írsk í föður- ættina og er ákaflega stolt af því. Þau eru hér í þriggja vikna fríí, ætla yfir Sprengisand, um Norðurland og Vestfirði. „Við höfum hjólað um allt Skotland, þar sem við bjuggum í tvö ár og þar fréttum við að það væri gaman að ferðast um Island svo hingað erum við komin og sjáum ekki eftir því. Hér er stórkostlegt land en sérstaklega erum við hrifin af sundlaugunum ykkar sem eru alls staðar." Þau eru ein af þessum hundruð- VIÐ DREKAGIL SIGURJÓN Sváfnisson, veiðimaður, við hvítfyssandi Litlasjó. L | ; WJ J ÉL í ■— ■ - ; jlnk1'. • s FRÆKNIR Frakkar við Kistufellsskálann; Valerie Lecourbe, Jean Luc Panazol, Villano Cristophe og Patrick Carrere. um hjólreiðamanna á hálendinu sem sífellt vekja athygli íslendinga, sem hjóla venjulega ekki um hálendið. Það veit Ingibjörg Sveinsdóttir, rekstrarstjóri á Versölum, sem er veitinga- og gistihús á sunnanverð- um Sprengisandi: „íslendingar bruna hingað á jeppunum sínum með rykmökkinn á eftir sér. Útlend- ingarnir eru hins vegar rólegir og gera sér grein fyrir því að hér er fal- legasta fjallasýn á öllu íslandi og því er ég sammála," segir Ingibjörg. Hún ætti svo sem að vita það því þetta er ellefta sumarið sem hún vinnur í Versölum. „Hvers vegna? Birtan er einstök, hér er sandur og víðátta. Ég bendi ferðamönnum sem eftir spyrja á Þjórsárver, Eyvindarkofa og núna upp á síðkastið segi ég fólki frá Há- göngum, en þangað sækja íslend- ingar upp á síðkastið vegna fram- kvæmda við miðlunarlónið," segir Ingibjörg. Líður vel í fámenninu Snyrtilega, rétt utan við veginn hefúr hann lagt bflnum, rétt svo að hann tefji ekki strjála umferðina. Þetta er það sem venjulegast er nefnt sendibfll með fjórhjóladrifi og þeir eru ekki framleiddir með það í huga að aka um frumstæða fjallvegi, en bflstjórinn, Ivo Crikemans frá Belgíu hefur ekið víða um land á þessu farartæki og á eftir að fara meira. „Veistu, að þetta er í annað skipt- ið sem ég kem til íslands. Ég var hérna líka í fyrra en þá var ég á mótorhjóli. Þá gat ég bara farið um láglendið en núna kemst ég upp í fjöllin og þau heilla mig, þó sérstak- lega eyðimörkin, öll þessi auðn og víðátta," segir Ivo sem ferðast einn síns liðs, leitar í fámennið því þar líður honum vel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.