Morgunblaðið - 23.08.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.08.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 23 „Náttúran hér er stórkostleg. Ég hef hvergi séð annað eins í Evrópu. Eldfjöll, hraun og hverir. Mér fannst stórkostlegt að koma í Kverkfjölí og skoða íshellinn sem hverirnir hafa myndað. Lónsöræfi eru hrikalega fallegt land og einnig svæðið í kring- um Landmannalaugar.“ Norðanmenn nefndu dalinn Jök- uldal en sunnanmenn Nýjadal. Enn lifa bæði nöfnin, dalurinn dregur nafn sitt af jöklinum og Nýidalur er nafnið á skálum Ferðafélags Islands sem standa við mynni dalsins. Þar er berangur en vinsæll áningastaður ferðamanna á leið um Sprengisand. „Hér er margt að skoða, en það eru aðallega útlendingar sem spyrj- ast fyrir um gönguleiðir, íslending- ar gera það mun sjaldnar, því mið- ur,“ segir Hilma Gunnarsdóttir, sem er skálavörður ásamt Marinó Tryggvasyni. „Það má nefna gönguleiðina á Tungnafellsjökul, sem er ágætlega merkt og það kemur fyrir að fólk leggi leið sína þangað upp, þó sjaldnast Islendingar," segir Mar- inó. „Útlendingar ganga mikið um ná- grennið, bæði þeir sem eru í skipu- lögðum ferðum og eins þeir sem koma á eigin vegum. Sumir ganga upp á hæðirnar héi'na, aðrir inn í Vonarskarð." Sandblásin andlit Einn er sá vegur sem útlendingar lofa en oft er hann þeim um leið kvöl og pína. Þetta er Gæsavatnaleið, vegurinn frá Öskju í Nýjadal. Sjald- gæft er að íslendingar fari þar um nema akandi, en fjöldi útlendinga leggur það á sig að ganga eða hjóla þennan fjallveg sem er mjög erfiður og eiginlega prófraun á þrek manna. Landið liggur mjög hátt, frá 700 og upp í um 1.100 m hæð, farið er um eyðisanda, sandorpin hraun og hrjóstur og á þessum slóðum geta veður orðið mjög válynd. Fjögurra manna hópur franskra ferðalanga kom nær örmagna að skálanum undir Kistufelli. Hópurinn bar þess greinilega merki að hafa HJÓLREIÐAMENNIRNIR Cris Cooknell og Siobhan Mullan á leið yfir Sprengisand. FERÐAFÉLAGAR í Öskju; Ari Skinnberg Árnason, Fríður Leósdóttir, Lísa Sigurðardóttir, Júlíus Fossberg og Guðný Skjóldal. SUÐUR-Afríkumaðurinn David Chimberlain og bræðurnir og Eng- lendingarnir Ivan og Roy Van Clee á ijaldsvæðinu við Drekagil. lent í sandroki á aurum Jökulsár á Fjöllum norðan Dyngjujökuls. Þrátt fyrir þreytu og sand í öllum skiln- ingarvitum geisluðu þau af gleði og skemmtu sér konunglega yfir sand- blásnu útliti hvers annars. „ísland er fallegt land, þrátt fyrir gróðurleysið. Fjöllin eru há og fóg- ur, jöklamir eru stórkostlegir og svo er loftið svo tært að það er hægt að sjá langar leiðir, - að minnsta kosti þegar sandrokið byrgir ekki sýn,“ ÞJÓÐVERJINN Kurt Gradolph, fyrrv. hermaður á eftirlaunum. segir Jean Luc Panazol og glottir við. Hópurinn er vel útbúinn og hafði hugsun á að flytja með sér vatn, en skortur er af því víða á Gæsavatnaleið. Fararskjótarnir eru sterkleg fjallahjól, þannig útbúin að við afturöxla þeirra er fest lítil ein- hjóla kerra undir farangur. Eflaust verða hjólin fyrir vikið mjög þungstíg og vissulega kvarta Frakk- arnir undan gljúpum sandinum á vegarslóðunum sem dregur bæði úr ferð og jafnvægi. „Við höfum hjólað hingað frá Mý- vatni á fimm dögum. Við hjólum í um tíu tíma á dag allt eftir því hvar við erum og hvað okkur langar til að gera. Héðan förum við í Gæsavötn og þaðan í Nýjadal og þá suður Sprengisand." Frá Seyðisfirði til Reykjavíkur „Þefr hringdu í mig þrem dögum fyrir brottfór og spurðu mig hvort ég vildi koma með þeim í gönguferð um ísland. Ég vissi nú sáralítið um landið en sagði bara já því ég hef gaman af gönguferðum og nú er ég hér í þessu stórskrýtna landi,“ segir David Chamberlain frá Suður-Af- ríku. Hann var í Öskju í Drekagili, ásamt tveimur enskum félögum sín- um, þeim Ivan Van Cleef og Roy Van Cleef, þar sem þeir hvíldu sig eftir sex daga göngu frá Seyðisfirði. Eflaust er það frekar algengt að útlendir ferðamenn gangi frá Seyð- isfirði, þangað sem þeir koma með ferjunni Norrænu, en varla myndi nokkur Islendingur ganga frá Seyð- isfirði í Öskju. Við nánari umhugsun er það varla vitlausari hugmyndi en hver önnur, en göngu þeirra félaga er fjarri því lokið, því þeir ætla að ganga Gæsavatnaleið og suður Sprengisand og að sjálfsögðu sjá Gullfoss og Geysi áður en þeir koma til Reykjavíkur, þar sem þeir ætla að vera eftir sextán daga, gangandi eða akandi. I Drekagili áði fimm manna hópur Islendinga á ferð sinni um hálendið: „Við erum bara á skemmtiferð. Gist- um í nótt í Herðubreiðarlindum og ætlum í dag að aka Gæsavatnaleið, þaðan í Laugafell og aftur til Akur- eyrar þar sem við búum. Við gistum svo bara þar sem okkur dettur í hug,“ segir Júlíus Fossberg. SJÁ NÆSTU SÍÐU Viðskiptagreinar Tölvugreinar Annað Valgreinar 'mmtiictjt & Tölvuskóli Reykjavíkur býður ítarlegt nám í skrifstofutækni fyrir alla þá sem hafa hug á að ná góðum tökum á fjölbreyttri starfsemi á nútíma skrifstofu. Ásamt markvissu tölvunámi er einnig lögð rík áhersla á alhliða kennslu í skrifstofugreinum eins og bókhaldi og verslunarreikningi. Að námi loknu eru nemendur færir um flest skrifstofustörf. Námið er 345 stundir að lengd og eru þar með taldar 45 stundir í þremur valgreinum. Auk J þess fylgir tveggja vikna starfsþjálfun í fyrirtæki. Námið og starfsþjálfunin tekur um 16 vikur. Mikil áhersla er lögð á að hafa vönduð íslensk námsgögn í öllum greinum. Bókfærsla Verslunarreikningur Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og skuldabréf Launabókhald Ritvinnsla Word Lög og reglugerðir Virðisaukaskattur Raunhæf verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar Tölvubókhald Bókhald sem stjórntæki Tölvufjarskipti Internetið Glærugerð PowerPoint Borgartúni 28, sími 561 6699 www.tolvuskoii.is tolvuskoii @ tolvuskoli.is 165 stundir Almenn tölvufræði Tjáning, hópvinna, framsögn, útlit, þjónusta viðskiptavina, vinnustellingar, útlit, framkoma, símsvörun, atvinnuumsóknir. Tölvubókhald 15stundir Vélritun 15 stundir Viðskiptaenska isstundír Tollskýrslugerð iSstundir Internet vefsíðugerð 15 stundir Gagnagrunnur isstundir 100 stundir 35 stundir íslenska og verslunarbréf -.1® Tölvuskóli mssám Reykjavíkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.