Morgunblaðið - 23.08.1998, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
„Okkur langaði einfaldlega til að
koma hingað, sum okkar hafa aldrei
komið hingað og önnur sárasjaldan.
Hálendið er auðvitað stórkostlegt og
yndisleg tilbreyting frá hversdags-
lífinu. Við erum í fríi frá síma og
sjónvarpi og ætlum bara að njóta
náttúrunnar.," segir Lísa Sigurðar-
dóttir.
„ísland og Marokkó
eru lík lönd“
„Sjáðu til, ég hef áhuga á tveimur
löndum og þá sérstaklega eyðimörk-
unum sem þar má fínna. Pú trúir
mér varla en þetta eru Marokkó og
ísland,“ segir Xavier Mélet, Frakki
á ferð í Óskju ásamt konu sinni
Lydie. Þetta er óvænt, en eitthvað
hlýtur að vera til í samanburðinum
því eins og fram kemur síðar í þess-
ari grein er Xavier ekki eini viðmæl-
enda Morgunblaðsins sem líkir sam-
an íslandi og Marokkó. Þau hjón
eru í sjö vikna ferð um ísland og
hafa farið víða um landið og draga
því til sannindamerkis upp landa-
kort þar sem þau hafa merkt við alla
þá viðkomustaði sína og sannarlega
er kortið útkrotað.
„Við vorum héma fyrir fimm ár-
um á mórorhjólum og þá vorum við
með 12 ára son okkar. Þá gátum við
ekki farið upp í fjöllin því við vorum
á venjulegum vegahjólum. Núna er-
um við hins vegar bara tvö ein á
jeppa og komumst allra okkar ferða.
íslenskar eyðimekur eru víðáttu-
mikiar og heillandi og landslagið og
litirnir minna mig mikið á Marokkó.
Sjáðu bara þennan gula lit í klettun-
um í Öskjuopi. Hann er keimlíkur
litnum á klettum í Marokkó en þar
eru þó ekki jöklar og jökulfljót."
„Þeir útlendingar sem koma hing-
að á eigin vegum gista hér oft í
nokkrar nætur. Þeir spyrjast mikið
fyrir, vilja vita allt um landið, allar
gönguleiðir og þeir ganga víða. Við
landverðir fögnum því, vegna þess
að við viljum vera sýnilegir og að-
stoða og leiðbeina ferðamönnum eft-
ir því sem við mögulega getum.
Okkur þykir bara leitt að Islending-
ar skuli ekki nýta sér reynslu okkar
og þekkingu á sama hátt því við er-
um í raun nokkurs konar staðarleið-
sögumenn,“ segir Berglaug Skúla-
dóttir, landvörður í Öskju.
Hún segir þó að þetta sé ekki al-
veg einhlýtt: „Islendingar vita að
sjálfsögðu oft meira en útlendingar,
þó svo að ferðahætti þeirra séu dá-
lítið furðulegir. Þeir fara of hratt yf-
ir og staldra skemur við. íslending-
ar vilja til dæmis síður gista hér,
þeir gista frekar í Herðubreiðarlind-
um því þar er gras og vatnssalerni,"
segir Berglaug og brosir.
Heimspekiiegi
hermaðurinn
Gönguleiðin frá gígunum í Öskju-
opi og inn að Víti er oft mannmörg,
enda umhverfið allt tignarlegt og
fagurt. Einn góðan veðurdag var
þar Þjóðverjinn Kurt Gradolph,
fyrrverandi hermaður á eftirlaun-
um. Hann ætlar að vera hér í sex
vikur í þetta sinn:
„Eg kom hingað fyrst fyrir fimm
árum og þá var ég á mótorhjóli og
ég ók um alit landið nema hálendið
og nú var kominn tímin til að skoða
fjöllin, því mér finnst þau vera svo
óskaplega mikil ögrun,“ segir Kurt.
„Mér finnst Islendingar vera mjög
vingjarnlegir sérstaklega í sveitum
og litlum bæjum og þorpum. Hér er
ekki eins mikið stress og heima í
Þýskalandi og maður hefur það líka
á tilfínningunni að hér ríki meira ör-
yggi en í öðrum löndum.
Kurt er einstaklega viðræðugóður
maður og leynir ekki skoðunum sín-
um. Hann gerist fljótt heimspekileg-
ur og er óspar á ráðin: ,,Mér líkar
óskaplega vei við ykkur Islendinga,
en þið verðið að gæta að uppruna
ykkar, ekki verða of „amerísk".
Leggið mikla rækt við menningu
ykkar og hefðir og breytið hvorki
ykkur sjálfum né landinu á þann
hátt sem ég vil kalla „amerískan",
með fullri virðingu fyrir Bandaríkj-
unum. Leggið áherslu á innihaldið
en ekki aðeins á umbúðirnar. Gætið
einnig að landinu, farið betur með
það heldur en við höfum farið með
meginland Evrópu."
I þrettánda sinn á íslandi
„Mér finnst þetta fallegasta land í
öllum heiminum og veistu hvers
vegna ég segi það ..., vegna þess að
ÞJÓÐVERJARNIR fyrir utan tjaidið sitt á Hveravöllum; Holger
Gláfiel, Wolfgang Scherm og Annette Schichting.
KLAUS og Anja með son sinn Peter fyrir framan fjailatrukk sinn.
HJÓNIN Xavier og Lydie Mélet frá Grenoble í Frakklandi.
I ÖSKJU; Rolf og Doris Huber
frá Sviss.
LANDVERÐIRNIR í Herðubreið-
arlindum; Eygló Harðardóttir og
Inga Dagmar Karlsdóttir.
ÞJÓÐVERJARNIR Andreas Hartl og Hanne Grabke við bíl sinn.
þetta er í 13. sinn sem ég kem hing-
að,“ segir Doris Huber og brosir.
Hún er samt ákveðin á svip og vill
greinilega ekki að skoðun hennar sé
á nokkurn hátt dregin í efa. Hún er
á gangi frá Víti ásamt eiginmanni
sínum, Rolf Huber. Þau eru frá
Sviss og hafa verið hér á landi í hálf-
an mánuð í þetta sinn.
Eiginmaðurinn er sama sinnis,
hann hefur komið hingað ellefu sinn-
um: „Eg ákvað að Doris skyldi fara
hingað fyrst ein og kanna landið og
athuga hvort það væri eitthvað fyrir
mig og hún fullyrti að svo væri.“ í
dag ætla hjónin að fara í Kverkfjöll
og síðan í Kröflu. Þau segjast ganga
varlega um landið því þau beri svo
mikla virðingu fyrir náttúrunni;
„... sem er eiginlega ástæðan fyrir
ást okkar á þessu hrjóstruga landi.“
Hraðakstur á lélegum
Qallvegum
„Þjóðverjar eru langfjölmennastir
í Herðubreiðarlindum, næstir koma
íslendingar, svo Frakkar og þá
ýmsir aðrir svo sem Italir, Austur-
ríkismenn og Hollendingar," segir
Inga Dagmar Karlsdóttir yfirland-
vörður í Herðubreiðarlindum og
Öskju. Talsverð breyting hefur orð-
ið á ferðamennsku í Herðubreiðar-
lindum. íslendingum, sem voru þar
sjaldgæfir, hefur fjölgað mikið þó
svo að landvörðum þar, eins og víða
annars staðar, þyki ferðahættir
þeirra um margt ólíkir annarra
þjóða.
„Landinn stoppar lítið, hann fer
um of stórt svæði í einu, og svo ekur
hann alltof hratt. Hér eru lélegir
vegir, sem er illa viðhaldið og því er
nauðsynlegt að aka variega annars
rýkur ofaníburðurinn upp í loftið og
skilur eftir gi'ófa möl og klappir sem
geta verið hættulegar," segir Eygló
Harðardóttir, sem einnig er land-
vörður í Herðubreiðarlindum.
„Útlendingar spyrjast mikið fyrir
um landið, þeir vilja fá upplýsingar
sem Islendingar leita ekki eftir eða
þeir hafa á takteinum. Margir eru á
eigin vegum, gangandi eða hjólandi,
landinn sést þó afar sjaldan gang-
andi nema í skipulögðum ferðum,“
segir Inga Dagmar.
„Hér er margt að sjá og margt að
skoða. Flesta langar upp á Herðu-
breið. Nú eru til dæmis fimm ítalir á
Herðubreið enda bjart á fjallið og
góðar aðstæður. Hið næsta Lindun-
um höfum við merkt nokkrar göngu-
leiðir. Allir vilja skoða byrgi Fjalla-
Eyvindar, einnig er skemmtileg
gönguleið um Álftavatn þar sem er
ótrúlegur fjöldi fugla. Svo er vinsæl
gönguleið út að ármótum Kreppu og
Jökulsár á Fjöllum enda er það hríf-
andi að sjá tvö vatnsmikil fljót sam-
einast.“
„Spyrjumst fyrir um leiðir"
„Við höfðum lesið talsvert um
landið, vissum að það væri fallegt,
hér væru eldfjöll og heitir hverir og
þess háttar og við ákváðum bara að
koma hingað í sumarfríinu og ferð-
ast og skoða landið," segir Holger
GláBel, hann er Þjóðverji sem er á
ferð með tveimur vinum sínum,
Wolfgang Scherm og Annette
Schlichting. Þau voru nýkomin á
Hveravelli þar sem þau ætluðu að
dvelja í tvær nætur og nota tíma til
skoðunarferða. „Við höfum farið
víða, gengum frá Skógum, yfir
Fimmvörðuháls og norður í Land-
mannalaugar. Þar þótti okkur fal-
legt, stórkostleg fjöll og litirinir í
þeim eru hreint ótrúlega fallegir."
Þremenningarnir ætla að vera
þrjár vikur á Islandi og þeim þótti
það skynsamlegt að kaupa hring-
miða sem gefur þeim kost á að ferð-
ast nær ótakmarkað með rútu á milli
staða og láta veður ráða áfangastöð-
um. „Nei, við kvörtum ekkert yfir
vcðrinu," segii' Holger. „Við vissum
að hér geta veður orðið slæm, en við
höfum verið nokkuð heppin. Við
byrjuðum ferðina á Suðurlandi og
þar var gott veður mjög lengi.“
„Við skipulögðum ekki ferðina
fyrirfram," segir Annette. „Við ferð-
umst bara frá degi til dags, gerum
það sem okkur langar til að gera og
spyrjumst fyrir um þá staði sem Is-
lendingar mæla með.
Risastór fjórhjóladrifinn trakkur
vekur athygli ferðamanna á bfla-
stæðinu á Hveravöllum. Hann líkist
einna helst herbfl væri hann ekki
heiðgulur á lit. Á svona bflum segir
þjóðsagan er ekið utan vega! Eig-
endur hans eru ung þýsk hjón,
Klaus og Anja Hannig ásamt Peter,
tveggja ára syni sínum.
„Nei við ökum aðeins á vegum og
gætum vel að náttúrunni," segir
Klaus. „Við höfum óskaplega mikánn
áhuga á Afríku og höfum oft farið
þangað, en núna eigum við lítið barn
og þá þorum við ekki þangað og
völdum þess í stað Island.
Nei, vinur minn. Veðrið hefur
ekki valdið okkur neinum áhyggjum.
Þú sérð að við búum nokkuð vel og
ef veðrið er ekki eftir okkar höfði,
þá förum við bara þangað sem það
er betra eða tökum okkur bók í
hönd.“ Bflinn keypti Klaus af þýska
hernum fyrir lítinn pening og inn-
réttaði lítið hús aftan á honum þar
sem eru hinar bestu vistarverur,
kojur, eldunaraðstaða og borð til að
matast við auk skápa.
„Við höfum farið víða um landið.
Hvalaskoðunin frá Húsavík var stór-
kostleg, að vísu fengum við ekkert
sérstaklega gott veður, en sáum
samt nokkra hvali. Eftirminnilegast
er þó svæðið í kringum Landmanna-
laugar sem er óskaplega litríkt og
fallegt."
Til skiptis á íslandi
og Marokkó
„Eg kom í fyrsta sinn til íslands
árið 1990 og nú er ég kominn hingað
í fimmta sinn og hér ætla ég að vera
í sjö vikur, en ég er aldrei skemur
en fjórar vikur,“ segir Þjóðverjinn
Andreas Hartl, en hann er á Hvera-
völlum ásamt vinkonu sinni Hanne
Grabke.
Andreas segir að tvö lönd séu í
uppáhaldi hjá sér: „Eyðimerkurnar
heilla mig, auðnin mikla þar sem
ekkert finnst sem minnir á búsetu
manna. Eg kem hingað annað hvert
ár, hitt árið fer ég til Marrokkó þar
sem ég ferðast um eyðimörkina. Hér
hef ég tekið sérstöku ástfóstri við
Vonarskarð, svæðið frá Gæsavötn-
um að Hágöngum." Andreas er ann-
ar viðmælandi Morgunblaðsins sem
líkir þessum tveimur löndum saman
og má það teljast undarleg tilviljun,
því þeir Andreas Hartl og Xavier
Mélet, sem sagt var frá hér á undan,
þekkjast ekkert.
„Eg hef komið þrisvar sinnum á
topp Herðubreiðar og ég hef komið
fjórum sinnum í Kverkfjöll og
Oskju, fæ aldrei nóg. Eg var einu
sinni í fjórar vikur á hálendinu án
þess að koma til byggða, eiginlega á
sama stað allan tíman, og hvar ann-
ars staðar en í Vonarskarði."
Andreas verður svo alvarlegur á
svip þegar hann gefur íslendingum
ráð, ekki fyrsti Þjóðverjinn sem það
gerir í þessari grein: „Ég verð að
vara ykkúr við. Ekki breyta landinu,
reynið að lifa með því, ekki fara alls
staðar með jarðýtur til að laga
landslag eða breyta því. Þannig er
náttúran í Evrópu, öll aflöguð eftir
manna hendur. Það er stórkostlegt
að eiga þess kost að ferðast um
óspillt land og njóta þess. Ég er
óskaplega hræddiu- um að íslend-
ingar ætli sér að breyta of miklu á
hálendinu án tillits til þess hvað sé í
raun skynsamlegt."
„Útlendingar fara að reglum"
„Mér finnst að sumir íslendingar
kunni hreinlega ekki að njóta ís-
lenskrar náttúru. Ef eitthvað er
ekki samkvæmt því sem þeir vilja
byrja þeir oft að bölsótast í stað
þess að snúa sér að einhverju öðru
eins og útlendingamir," segir Aldís
Elín Alfreðsdóttir, landvörður á
Hveravöllum, en auk hennar er þar
Pétur H. Ólafsson.
„Útlendingar fara eftir settum
reglum og vilja það, íslendingar
telja sig eiga landið og vilja upplifa
það eins og þeim hentar,“ segir Pét-
ur. „Þetta er þó ekki algilt, en þeir
eru minnisstæðastir sem hæst láta
og það eru oftast íslendingar."
„Héma er gríðalega falleg fjalla-
sýn, jöklar beggja vegna og fogur
fjöll,“ segir Pétur.
„Héðan liggur gróin gönguleið í
Hvítárnes og raunar lengra ef menn
vilja, mjög vinsæl gönguleið.“
„Ferðafélag íslands hefur gefið út
bækling með leiðbeiningum um nán-
asta umhverfi og hann geta allir
fengið sem hingað koma. Við bend-
um á athyglisverðar gönguleiðir og
staði, t.d. hverasvæðið, Eyvindar-
tótt, Eyvindarhelli, Strýtur, Beina-
hól, og Grettishelli," segir Aldís
Elín.
í
L
I
í
I
I
I
i
L
I
i
>
\
l
i
\
:
>